Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 3
f>riðjudagur 13. júlí 1968 MORGUNDLAÐID HOp SÍÐDEGIS á laugardag stökk •22 ára gamall Bandaríkja- maður, Stewart E. Eans, í fall hlíf yfir Sandskeiði til að kanna þar aðstæður fyrir væntanleg fallhlífastökk fé- laga í Fallhlífaklúbb Reykja- vikur. Hffur Stewart E. Eans boðizt til að kenna meðlimum klúbbsins, en Eans hefur stundað fallhlífastökk í meira en tvö ár í fristundum sín- um, en vinnur nú að skyldu- störfum í sambandi við fall- hlífar hér á Keflavíkurflug- vellL Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri ræðir við Stewart E. Eans, sem stökk í fallhlífinni, og Svcrri S. Ágústsson, form. Fallhlífaklúbbsins. — (Ljósm. Mbl.: Sv. .Þ). FALLHLIFARSTOKK yfir Sverrir S. Ágústsson, flug- umferðarstj., sem er formaður í fallhiífaklúbbi Reýkjavíkur, skýrði blaðinu svo frá í gær, að Eans hefði boðizt til að kenna meðlimum klúbbsins fallhlifastökk, fallhlífapökkun og jafnvel fallhlífasaum og gerð fallhlífabúninga. Hefur hann verið hér frá því í apríl, en stökk í fyrsta skipti úr fall- hlíf hérlendis á laugardag. Var það 155. stökkið hans og tókst mjög vel. Eftir að allar aðstæður höfðu verið kannaðar á Sand- skeiðinu flaug Eans í tveggja mánna flugvél upp í 5400 feta hæð, þar sem hann varp- aði sér út og lét sig falla á 180 km hraða niður í 2800 fet, áð- ur en hann opnaði fallhlífina. Fyrir stökkið hafði Eans varp að niður gulri veifu til að átta sig á vindstöðu. í 2800 fetum opnaði hann fallhlífina og kom svífandi inn yfir Sandskeiðið úr suðaustri. — Kom hann léttilega til jarðar og lét sig falla á fæturna og síðan á bakið. Sagði hann að stökkinu loknu, að aðstaða til fallhlífastökks væri ágæt á Sandskeiði. Samkvæmt upplýsingum Sverris S. Ágústssonar er þjálfun fyrir fallhlífastökk margþætt. Bókleg kennsla fer fram, menn verða að kynna sér ítarlega allar reglur, sem eru mjög strangar, og læknis- skoðun er gérð. Auk þess læra menn öll atriði um fallhlífina sjálfa og eru viðstaddir sýni- keni»lu. Að þessu loknu verða væntanlegir fallhlífa- stökksmenn að ganga undir próf og svo geta þeir sjálfir stokkið, fyrst úr 3 þús. feta hæð með línu, sem tengd er við flugvélina og opnar fall- hlífina. Eftir 10—15 slík stökk fá þeir að opna fallhlífina sjálfir. Hverri fallhlíf fylgir varafallhlíf, er opnast sjálf- krafa fyrir áhrif loftþrýstings í 2500 feta hæð, ef aðalhlífin bregzt. Um starfsemi Fallhlífa- klúbbsins sagði Sverrir,. að fjöldi fólks hefði áhuga á að ganga í hann, svo að nú ligg- ur við, að þurfi að takmarka félagafjölda. Fyrir liggur að semja við tryggingafélög, en í Bandaríkjunum þurfa félags menn í slíkum klúbbum að greiða sem svarar 100 íslehzk- um krónum fyrir 10 þús. dala tryggingu gagnvart stökkvara og flugmanni og 5 þús. dala tryggingu gagnvart þriðja að- ila. Gildir þessi trygging fyrir ótakmarkaðan fjölda stökka, hvar sem er í heiminum. Fallhlífaklúbbur Reykjavík ur á eftir að afla sér ýmiss útbúnaðar, en samt er búizt við, að fyrstu fallhlífastökk félaga hans fari fram í sumar. SANDSKEiÐi — Greiðsluhalli i Framhald af bls. 1 verðmætið, án skipa og flugvéla millj. kr., enda óx innflutnings- um 8,3% árið 1964, en um 19,1% árið áður. Hér gætir bæði áhrifa tollalækkunar og minnkandi eft- irspurnar á sumum sviðum. Gjald af innfluttum bifreiðum og bifhjólum fór 2914 millj. kr. fram úr áætlun, stimpilgjöld 15 xnillj. kr., tekju- og eignarskatt- ur rúml. 4 millj. kr. og aukatekj ur tæpl. 4 millj. kr. fram úr á- ætlun. 4) Ýmsir útgjaldaliðir hafa hins vegar hækkað verulega. T.d. hafa niðurgreiðslur og út- flutningsuppbætur vaxið um 188 millj. kr. alls, ef meðtaldir eru 55 millj. kr., sem greiddar voru af viðbótarsöluskattinum, cem áður er getið. Samgöngur á sjó fara rúml. 20 millj. krónur fram úr áætlun, aðallega vegna Skipaútgerðar ríkisins. Land- helgisgæzlan fer 8,7 millj. kr. fram úr áætlun, sjávarútvegs- xnál 14,1 millj. kr. (aðallega fiskileitar og aflatryggingasjóðs) landbúnaðarmál 9,4 millj. kr. (aðallega vegna jarðræktarfram laga) og félagsmál 26 millj. kr. og voru þær greiddar af viðbót- eöluskattinum, svo sem áður segir. Þá hafa flugmál farið 8,1 millj. kr. fram ur áætlun, Al- þingiskostnaður 8,6 millj. kr., stjórnarráðið 9,4 millj. kr. og embætti sýslumanna og bæjar- fógeta 6,8 millj. kr. fram úr á- ætlun. Það skýrir nokkuð hina al- imennu hækkun stjórnsýslukostn aðar, að áhrif launahækkana op inberra starfsmanna skv. úr- skurði kjaradóms árið 1963, koma fyrst að fullu fram árið. 1964. Kennslumál og heilbrigðismál urou lítið eitt urxdir áætlun. Á eignahreyfingum hafa um- framgreiðslur vegna ríkis- ábyrgðasjóðs numið 41,8 millj. kr. og umframgreiðslur til at- vinnubótasjóðs 1014 millj. kr. Þá hafa greiðslur af geymdu innheimtufé numið tæpl. 33 millj. kr. umfram innborganir slíks fjár. 5) Af vegalögnum leiddi það, að tekjur til ríkissjóðs af bif- reiðaskatti og innflutningsgjaldi af benzíni falla niður, þó að þær væru ráðgerðar á fjárlög- um, en gjöld til vega á 13. gr. A falla einnig að miklu leyti mð ur. Af greiðsluafgangi ársins 1963 var um þriðjungi ráðstafað á ár- inu 1964, eða tæpl. 45 millj. kr., þar af 19,9 millj. kr. til sjúkra- húsa, 20 millj. kr. til hafnargerða og 4,9 millj. kr. til Atvinnubóta- sjóðs. Greiðsluhalli wkissjóðs árið 1964 og ráðstöfun hluta af greiðsluhagnaði ársins 1963 olli því, að skuld á aðalviðskipta- reikningi ríkissjóðs í Seðlabank- anum var 221 millj. kr. um síð- ustu áramót, en 64 millj. kr. inn- stæða var á honum í ársbyrjun 1964. Svo sem framangreindar töiur leiða glöggt í ljós, hefir afkoma ríkigsjóðs á síðastliðnu ári orðið mjög slæm og breyting mjög orð ið til hins verra frá árinu 1963, þegar greiðsluafgangur varð verulegur. Þegar hefir allmiklu verið ráðstafað af þeim greiðslu- afgangi og nægja eftirstöðvar hans engan veginn til að mæta greiðsluhallanum 1964. Hvernig þessi halli verður. jafnaður verður ekki um sagt á þessu stigi málsins, því að verði ekki verulegar breytingar til batnaðar varðandi afkomu rikis- sjóðs á þessu ári, eru horfur á verulegum greiðsluhalla einnig á árinu 1965, miðað við niður- stöðutölur fyrstu 6 mánaað árs- oins, enda þótt notuð hafi verið heimild fjárlaga til að lækka ó- lögbundinn fj árfestingarframlög um 20%. oA'.v* ■•.ov'b. ■■ • • •íí.'í.^Ý. v • •• -Á. Xv>v*vv:vi Eans svífur til jarðar FSTAKSTHNAR Tíminn saimu við sig Þótt Þjóðviljinn manni sig upp í það á sunnudaginn, að taka bet- ur í kjarasamningana en hann gerði í upphafi, þegar hann hef- ur fundið, hve almennt samkomu laginu er fagnað, er Tíminn enn samur við sig. Hvorki Tímanum né Þjóðvilj- anum þótti yfirlýsing ríkisstjórn- arinnar um gagngerðar umbætur í húsnæðismálum láglaunafólks merkilegri en svo, að bæði blöðin birtu hana einungis á innsíðu. Tíminn ræðir síðan yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í forustugrein síðastliðinn sunnudag, og segir þar, að ríkisstjórnin hafi gefið „nokkur fyrirheit“ um úrbætur í húsnæðismálum. Blaðið leggur síðan megináherzlu á þau atriði yfirlýsingarinnar, sem fjalla um nokkra hækkun á almennum lán- um Húsnæðismálastjórnar. Frá sjónarmiði Tímans virðast megin atriði yfirlýsingarinnar um sér- stakar og mjög gagngerðar ráð- stafanir til úrbóta í húsnæðismál- um láglaunafólks, einungis vera aukaatriði. Blaðið segir um þau atriði, að „hér sé auðvitað um nokkrar úr- bætur að ræða“, en klykkir út með því, að í þessum efnum hafi ríkisstjórnin einungis tekið upp „einstaka þætti“ úr tillögu Fram- sóknarmanna. Þær fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar, sem málgagn Framsóknarflokksins afgreiðir á þennan hátt, eru eins og kunnugt er þær, að byggðar verða 250 íbúðir á ári fram til ársins 1917, og af þeim verði 200 ráðstafað til efnalítilla meðlima verkalýðs- félaganna. Þeir munu fá lán til kaupa á þessum íbúðum, sem nema 80% af verðmæti þeirra, og eru lánin til 33 ára. Þau 20% sem eftir eru eiga að greiðast með jöfnum útborgunum á fjórum ár- um. Eins og allir sanngjarnir menn sjá, er hér um að ræða gagngerðar, og raunar bylt- ingarkenúdar umbætur í hús- næðismálum tekjulægsta fólks- ins. Fólkið má athuga, að Fram- sóknarmenn afgreiða þessar miklu umbætur á þann hátt, að hér sé um smávægilegar breyt- ingar að ræða. Alvarleg skyssa Framsóknarmönnum varð á alvarleg pólitísk skyssa í sam- bandi við síldveiðideiluna og það er þeim ljóst. Þess vegna reynir málgagn þeirra enn að klóra í bakkann, og láta líta svo út, sem það hafi verið krafa Framsóknar- manna um að aukaþing yrði kall- að saman, sem reið baggamunin- um um að deilan leystist. í fram- haldi af því reyna þeir svo að kenna forsætisráðherra og ríkis- stjórninni um að deila þessi kom upp. Eins og margsinnis hefur verið bent á, reis deila þessi vegna ákvörðunar um verð á bræðslusíld, en ríkisstjórnin á að sjálfsögðu enga aðild að verð- ákvörðun á síld. Ríkisstjórnin sá hinvegar fram á, að svo kynni að fara að saltsíldarverðið yrði lægra en svo, að líklegt væri að síldarbátarnir hefðu áhuga á því að leggja síld upp til söltunar. Þess vegna setti hún heimildar- lög til þess að geta hækkað verð á saltsild, ef nauðsyn krefði. I ljós kom hinsvegar, þegar salt- síldarverð hafði verið ákveðið með samkomulagi í Verðlagsráði sjávarútvegsins, að ekki var nauðsynlegt að greiða uppbætur með því, og af þeim sökum þurftu bráðabirgðalögin ekki að koma til framkvæmdar. Aðilar síldveiðideilunnar ásamt ríkis- stjórn, fundu svo mjög fljótlega þá lausn, sem allir gátu sætt sig við. Framsóknarmenn áttu engan þátt í lausn þessarar deilu, en á- byrgðarlaus málflutningur kom þeim í koll og hefur verið for- dæmdur af öllum almenningi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.