Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLADID Þriðjudagur 13. júTí 1965 lír klaustri í Þjúðleikhúsið með viðkomu á Konunglega og í Iðno LÁRUS INGÓLFSSON, leik- ari og leiktjaldamálari, varð sextugur fyrir skömmu. Hann hefur síðustu 36 árin starfað við leikhús, fyrstu 4 árin við Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn, en síðar við Iðnó og Þjóðleikhúsið, eftir að það var stofnað. Morgunblaðið átti samtal við Lárus, áður en hann hélt til útlanda með Kronprins Olav fyrir skömmu, til að eyða þar sumarleyfi sinu. — Hvernig atvikaðist það, að þú fékkst áhuga á leikhúsi Lárus? — Ég var farinn að mála mikið hér heintia, svaraði Lár- us. Ég er kaþólskur og árið 1925 fór ég ásamt Meulen- berg, biskupi, í pílagrímsför til Rómar. Aðrir í hópnum voru Gunnar Einarsson, faðir Jóhannesar Hólabiskups, Kristjana Guðmundsdóttir, síðar einkahjúkrunarkona Amalíu ekkjudrottningar af Portugal. Við gengum á fund Píusar XI. — í Róm hitti ég nokkuð af frsegum listamönnum, sem málað höfðu fyrst mikið af helgimyndum, en síðar tekið að mála fyrir leikhús. Þeir vöktu áhuga minn á leikhúsi og eins var í Kaupmannahöfn, að fólk hvatti mig til að snúa mér heldur að leikhúsi en kirkjuskreytingarlist, enda fór svo, að ég hóf nám við Bonniers Akademi í Höfn ár- ið 1927, einkum 1 búninga- teikningum. Þá vann ég einn- ið á vinnustofum Dagmar leik hússins og Konunglega. A sumrin hjálpuðum við kenn- urura okkar að undirbúa „sesonina.“ — Þú fórst ekki beint til Hafnar frá Róm, var það? — Nei, ég kom heim haust- ið 1925, en fór utan aftur um veturinn til Luxemborgar og var í klaustrinu St. Maurice de Clermont. Ég hafði löngun til að gerast munkur, en af því varð þó ekki. Heldurðu að það hefði verið huggu- legt, ef ég hefði sungið gam- anvísur fyrir hipa munkana allt mitt líf? Ég hef allt- af haft sterka tilhneigingu til að gefa eitthvað af sjálfum mér, en það er ekki aðeins hægt með munkalífi, heldur einnig í listinni, leikhúsinu. Kirkjuna hef ég þó aldrei yfirgefið. — Hvenær varst þú fastráð- inn hjá Konunglega leikhús- inu? — Það var árið 1929. Ég gerði þar módel af leikmynd- um og teiknaði búninga. Fyrsta „forestillingen", sgm ég vann að, var „Galdra Loftur“ með Önnu Borg í hlutverki Steinunnar. Anna var afar indæl og kammó. Þá kynntist ég einnig Inge- borg, ekkju Jóhanns Sigur- jónssonar. Á heimili hennar var dægilegt að koma og eilíft rennirí af listamönnum, einkum leikhúsfólkL — Starfaðir þú að fleiri sýningum á íslenzkum verk- um í Kaupmannahöfn? — Já, til dæmis var „Fjalla Eyvindur" sýndur á 50 ára af- mæli Dagmar leikhússins. Að- alhlutverkin léku engin önn- ur en Poul Reumert og Bodil Ipsen. Ég möndlaði búning- ana fyrir þessa sýningu og hjálpaði til við dekoraition- irnar. — Komst þú aldrei heim á þessum árum? — Jú, ég var kallaður heim til að aðstoða við hátíð- arsýninguna á Þingvöllum 1930. Haraldur Björnsson setti hana upp. Feralag fyrir kjallarann. — Hvenær fluttist þú svo heim? — Árið 1983, í kreppunni, var ég ráðinn til Leikfélags Reykjavíkur. Þá var aðbúnað- urinn þar alveg hræðilegur. Ég fékk tilfelli, þegar ég sá hann. Við máluðum tjöldin í kjallara Þjóðleikhússins, sem þá var í byggingu. Vatn var sótt í fötu út í Sanítas yfir heila götu og striginn þurrk- aður við olíuofn. — Voruð þið lengi í kjall- aranum? — British Council, bauð mér til Oxford og London árið 1940 til að sjá leikhús. Þegar ég kom heim, voru Bretarnli hér búnir að taka af mér kjallarann. Kostuleg hugmynd hjá þeim að bjóða mér út og taka af mér vinnustofuna á meðan. Ég varð að mála í fiskiskúr vestur í bæ. Þetta er svona á hundavaði farið yfir. Ægilega, sem það var hlægi- legt að fara svona með mann. Vinnustofan var í húsinu við Vesturgötu, þar sem nú er Naust. Þetta var alveg ofboðs- legur saltkjallari. — Átti leiklistin erfitt upp- dráttar á árunum fyrir stríð? — Það voru verstu ár æfi minnar. Ekki var hægt að borga manni kaup, og ekkert fékkst í bænum. Fólk var að gefa manni gömul föt af sér, brúðarkjóla, diggadarium og dims til að nota í búninga. Leikhúsið lá að mestu niðri. Það réðust inn á mann skatt- heimtumenn og spurðu, hvernig maður færi að því að lifa á engum launum. Revíur og „númer". — Þú varst ein helzta drif- fjöðurin í revíunum hér fyrr á árum. — Við vorum að byrja á fyrstu revíunni, þegar herinn kom. Frumsýningin á „Forð- um í Flosaporti“ hafði verið kvöldið áður og við vorum að skemmta okkur í Hótel Heklu alla nóttina. Þjóðverjar af Bahia Blanca bjuggu á hótel- inu og urðum við því vör við hermennina þegar þeir komu að taka þá. Það rann mikill vígamóður á fólkið, þegar þetta dátaglamur byrjaði. Við skelltum bráðlega hernáms- vísum inn í revíuna. Það voru margar revíur og óperettur sýndar á stríðsárunum og allskonar númer í Sjálfstæðis- húsinu. Þá færðist mikið líf fjör í leiklistina. Við fórum með allskonar hluti út á land líka. — Var það eingöngu létt- meti, sem þið færðuð dreif- býlinu? — Nei, ekki eingöngu. Við plummuðum „Heddu Gabler“ Ibsens á Akureyri, með Gerd Grieg, en um sveitirnar var einkum sýnt ýmislegt í létt- ari tón, t.d. „Nitouche* ‘árið 1941, sem við fórum með um allt. Þá man ég, að miðinn kostaði 5 krónur. — Hvernig átti það við þig að vera í svona skemmtiþátt- um? .— Afskaplega vel. Mér fannst ógurlega gamari að leika allskonar sniðug númer. Brynjólfur Jóhannesson, Al- freð heitinn Andrésson og ég höfðum t.df mörg skemmti- kvöld í Gamla Bíói 1942. Við kölluðumst „Þrír syngjandi sjómenn“. Við sungum ýmist hver út af fyrir sig eða allir í einu. Með þetta prógram fór- um við líka um nærliggjandi sveitir. Við Lárus Pálsson, eða „Lárusarnir“, fórum einu sinni í ferðalag. Þá las nafni upp, en ég söng gamanvísur. Það er voðaleg erfitt að syngja gamanvísur. Ég fór oft með Sjálfstæðismönnum um landið á héraðsmót. Sveita- fólkið tók oftast hunda sína með sér á þessi mót, og þegar ég fór að syngja, tóku hund- arnir undir og góluðu. Þetta „Mér fannst mjög gaman að leika allskonar númer“, sagði Lárus. Hér er hann í hlutverki trúðsins. var alveg sama „hylið“ og stelpurnar reka upp nú á dög- um, þegar þær heyra í bítl- unum. — Hefur þú farið í leikferð til útlanda, Lárus? — Við fórum á Finnlands- tourné með Gullna hliðið 1947 og höfðum 7 sýningar á Svenska Theater. Ég varð þá að sminka leikarana, mála leiktjöldin, leika og útvega kerlingar til að sauma bún- inga. Þá var nú meiri pjötlu- gangurinn á mannL Prímadonnulæti. — Hvernig voru umgengnis- hættir milli leikaranna í Kaupmannahöfn, þegar þú starfaðir þar? — Það var ofboðsleg stétta- skipting. Prímadonnurnar töluðu yfirleitt ekki við yngri leikarana. Sumir voru anzi stórir upp á sig og kvikindis- legir hver við annan, en mér kom vel saman við alla. Þetta er orðið allt öðru vísi núna í Kaupmannahöfn. Hér á landi hefur þetta aldrei verið nema gott, og venjulega erum við voða sæt og hugguleg hvert við annað. — Ýmislegt misjafnt og sögulegt hefurðu nú senni- lega séð í Höfn samt. — Ojá. Ég var statisti á mörgum leikhúsum. Einu sinni æpti karl, sem þangað hafði verið ráðinn í hlutverk og var voða merkilegur: „Er leikhússtjórinn hér?“ „Já” svaraði leikhússtjórinn. „Það er hérna lítill maður í gráum fötum, sem er alltaf eitthvað að sénera okkur á sviðinu. Viljið þér sjá um, að við fáum írið fyrir honum.“ „Það er of seint“, svaraði leikhússtjórinn, „hann er leikstjórinn.” — Einu sinni horfði ég á Poul Reumert gefa Ebbe Rode á baukinn á miðri sýningu. Þetta var í „Dronning Elisa- bet“ eftir Bröckner. Ég lék munk og kraup við banabeð Filippusar II. Spánarkonungs, sem Reumert lék. Ebbe var alltof seinn inn á sviðið, en þegar hann loksins mætti, spratt Poul upp af dánarbeð- inu og lumbraði á honum, þar til Bodil Ipsen gekk á milli. Þetta var ógurlegt húllumhæ á sínum tíma. — Ég var afskaplega veimil- títulegur og „pen“ með mig á þessum árum. Holger Gabrí- elsen, sem kenndi okkur við Konunglega, var vanur að segja, þegar ég kom inn í tíma: „Kommer vikingen“. Antiksöfnun er „lidenskab*. — Hefur þú ekki ferðazt víða um heim, einnig á síðari árum, og séð leikhús? — Jú, talsvert. Bretar og Frakkar hafa mjög skemmti- legt teater. Af Norðurlanda- þjóðunum eru Svíar seigastir. Framihald á bls. 19. Skömmu eftir að Lárus kom heim frá Kaupmannahöfn, 1933, lék hann Grím meðhjálpara í Manni og konu. Hér sést hann ásamt Bjarna Bjömssyni, sem lék Egil, son hans. irið 1936 sýndi Leikfélag Reykjavíkur „Liliom eftir Molnár. Hér sjást þau Gunnþórunn Halldórsdóttir og Lárus í hlutverk- um frú Hollunder og unga Hollunders. — Samtal við Ldrus Ingólfsson sextugan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.