Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 13. júli 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 Árni Kristjánsson kennari — 50 ára í GÆR, mánudaginn 12. júlí, átti Árni Kristjánsson, menntaskóla- kennari, á Akureyri, fimmtugs- afmæli. Hann er fæddur á Finns- stÖðum í Kinn í Suður-Þingeyj- arsýslu, og voru foreldrár hans Halldóra Sigurbjarnardóttir og maður hennar, Kristján Árnason, bóndi þar. Árni ólst upp með for- eldrum sínum, en lagði jafnframt stund á skólanám og lauk stúd- eritsprófi utanskóla frá Mennta- skiólanum á Akureyri 1937. Ári síðar tók hann einnig kennara- próf frá. Kennaraskóla íslands. Síðán stundaði Árni háskólanám í jslenzkum fræðum í Reykjavík ! og lauk bar kandídatsprófi 1943. Stundakennari við Samvinnu- skólann var Árni 1937—1952 og starfsmaður við Orðabók Háskól- ans 1945 til sama tíma, en frá 1952 hefur hann verið kennari við Menntaskólann á Akureyri og kennt þar íslenzku og íslands- sögu. Sl. vetur var Árni kjörinn formaður stjórnar Amtsbókasafns ins á Akureyri, enda mikill bóka- vinur og sýnt um alla bóksýslu. Árni kvæntist 1946 Hólmfríði Jónsdóttur bónda á Yztafelli Sig- urðssonar og eiga þau fimm börn, Kristján, Jón, Sigríði, Knút og Valgerði, flest á skólaaldri. Leiðir okkar Árna lágu fyrst saman við Menntaskólann á Ak- ureyri, því að við gerðumst þar báðir kennarar mjög um sama leyti, og bezt er að segja það strax, að ég á bágt með að hugsa mér betri samstarfsmann. Við höfum nú meira en áratug kennt þar sömu námsgreinarnar og því haft sérlega mikið saman að sælda, og mér þykir vænt um að megja segja, að þar held ég, að engan skugga beri á. Marga stíla höfum við lesið saman og reynt að dæma, og ó- fáir eru dagarnir, sem við höfum setið frá morgni til kvölds í munnlegum prófum og ýmist spurt eða hlustað á. Þykist ég þá bezt hafa greint bæði kennara- kosti hans og ekki síður mann- kosti. Oft hef ég dáðst að þeim árangri, sem hann hefur náð í kennslunni og fram kemur í góðri frammistöðu nemenda hans, og komið hefur það fyrir, að ég hef hlustað á hartnær 30 manna bekki hjá honum, þar sem varla nokkur maður hefur hrokkið of- an úr 1. einkunn. Það þykja Árna góðir dagar, því að fáum kenn- urum mun annara um velgengni og framfarir nemenda sinna. Á hinn bóginn, þegar illa geng- ur og nemandi er fáfróður eða svo sem álfur út úr hól, þá kem- ur til þolinmæði Árna, jafnlyndi og geðprýðL Reynt er til ítrustu þrautar að fá eitthvað jákvætt út yfir varir nemandans og aldrei beitt „háði né heiftkviðum“, þó tre^lega gangi. Nemendur skynja umhyggju hans vel og kennara- kosti, enda er hann að verðleik- um mjög vinsæll meðal þeírra. Hann hefur og lengi verið vernd- ari Leikfélags M.A., og á leik- starfsemi skólanum mikla þökk að gjalda honum. íslenzkt þjóðerni og menning á þar ódeigan liðsmann, sem Árni Kristjánsson er, enda er lífsstarf hans allt í samræmi við það. Eigi að síður fer þvi fjarri, að hann sé einhæfur um áhugamál og starfsgetu. Hann er dugnaðarmað ur mikill, að hverju sem hann gengur og svo fjölhæfur til starfa, að ég hef stórum undrazt. Er sem hvaðeina liggi honum í augum uppi og leiki honum í höndum, og það eins þó hann hafi haft af því skömm eða stopul kynni. Árni er maður hress og viðræðu- góður, glaðlyndur og óvílsamur, söngmaður ágætur og hinn skemmtilegasti félagi í hvívetna. Um leið og ég árna honum og ágætri fjölskyldu hans allra heilla, nota ég þetta tækifæri til að þakka honum persónuleg kynni og sjaldgæfléga ánægju- legt samstarf. Gísli Jónsson. ■ Geimfarar Framhald af bls. 10 sneri sér að geimferðatækn- inni. Auk alhliða þjálfunar hef- ur Cunningham með höndum sérstök störf varðandi fyrir- komulag og framfarir í raf- búnaði Gemin- og Apollo- geimskipa og vinnur að fram tíðaráætlunum um ferðir út í geiminn. f Cunningham er kvæntur Lo j Ella Xrby frá Norwalk í Kali- forníu, og eiga þau tvö börn. Donn F. Eisele er fæddur í Columbus, Ohio 23. júní 1930. Hann lauk baehelorprófi frá liðsforingiaskóla Bandaríkj- anna og meistaraprófi í geim- ferðavísindum frá tækniskóla flughersins í Wright-Patter- son flugstöðinni í Ohio. Eisele er majór í flughern- um og útskrifaðist frá flug- skóla í Kaliforníu. Hann hef- ur starfað sem verkfræðingur og reynsluflugmaður og hefur í því starfi reynsluflogið þot um tii prófunar á sérstökum gerðum vopna. Hann hefur að baki sér 2900 flugtíma, þar af 2500 í þotum. Aúk þess að taka þátt í alls herjarþjálfun geimfara, hefur Eisels á hendi sérstök störf í fjarskiptaþjónustu geimferð- anna. Hann er kvæntur Harriet E. Hamilton frá Gnaddenhutt en, Ohio, og eiga þau fjögur börn. Russell L Schweickart er fæddur í Neptun, New Jersey 25. október 193Í Hann lauk bachsiorprófi í flugvélaverk- fræði og meistaraprófi í flug- fræði og geimferðavísindum ðvi tækniskólann Massachu- setts Institute of Technology. Schweickart var flugmaður í flugher Bandaríkjanna 1956 til 1960. Ritgerð hans til meist araprófs fjallaði um hálofts- geislun. Hann hefur starfað við háioftrannsóknir og hefur að baki 1400 flugtíma, þar af 1300 klukkustundir í þotum. Hann hefur á hendi sérstök trúnaðarstörf viðkomandi ferðum mannaðra geimfara. Schweickart er kvæntur Claire G. Whitfield frá At- lanta, Georgia, og eiga þau fimm börn. David R. Scott er fæddur í San Antonio, Texas 6. júní 1932. Hann hefur bachelorpróf og meistarapróf í flugfræði, geimferðavísindum og hann lauk prófi í flugvéla- og geimferðaflugverkfræði frá tækniskólanum Massachusetts Institute of Technology. Scott er útskrifaður frá West Point herskólanum og er nú kapteinn í flugher Banda- Þyrla flýgur yfir brennandi brakinu úr flutningavél brezka flughersins, sem fórst á akri einum við Little Baldon, skammt frá Oxford 6. júlí sl. og með hennl 41 maður. ríkjanna. Hann hefur próf í loftsiglingafræði og reynslu- flugi. Að baki hefur hann 2600 flugtíma, þar af 2400 klukkustundir í þotum. Hann hefur á hendi störf á sviði flugleiðsögu og siglinga færði. Scott er kvæntur Ann Lurton Ott frá San Antonio í Texas, og eiga þau tvö börn. - Lárus Ingólfsson Framihald af bls. 8 Aftur á móti finnst mér Dön- um hafa farið mikið aftur á leiksviðinu. Eitt sinn fór ég til Rússlands og sá Stanislavsky sjálfan og uppfærslu hjá hon- um. Það var gaman að hitta hann og tala við hann. Stani- slavsky var einn af þeim fáu, sem ég hitti í þessari ferð, sem ekki hafði við hlið sér túlk. Hann kunni manneskjumál. — Er ekki nauðsynlegt fyr- ir leikhúsfólk að kynnast verk um og starfsaðferðum kollega sinna erlendis? — Það er nauðsynlegt fyrir allt fólk, sem býr á svona út- skeri að geta séð eitthvað ann- arsstaðar. Annars glápum við bara alltaf hvert framan í annað. — Hefur þú ekki mest gam- an af gamaldags leiktjöldum? — Jú, ég hef mjög gaman af rokoko og svona aldamóta- dúlleríi. Ég met þó stíliser- ingu, þegar hún er einföld og formfalleg. — Hvar hefur þér tekizt að ná í alla þessa gömlu fallegu gripi, sem prýða íbúðina þína? — Þeim hef ég safnað á löngum tíma. Bæði í gamlS* daga í Höfri og svo kaupi ég alltaf dálítið, þegar ég er að ferðast erlendis. Áður var hægt að næla sér í ýmislegt í búðum fyrir lítið verð. Þetta borð, sem við sitjum við, keypti ég í Kompagnistræde fyrir 15 krónur fyrir næstum 40 árum. Nú er erfiððra að gera góð kaup, en löngun mín til að kaupa gamla hluti er reglulegur „lidenskab“. Ég þori til dæmis aldrei á upp- boð. Antíkbúðir draga mig til sín eins og segull. Ég ætla að vera í útlöndum fram í sept- ember núna, en ég kæmi eftir viku ef ég léti undan broti af þeim freistingum, sem blasa við mér í antikb'úðun- um. ö. Dregið í Happ- dregið í 7. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 2.200 vinningar að fjárhaeð 4,020,000 krónur. Hæsti vinningurinn, 200,000 I krónur, kom á heilmiða númer 20,291. Voru báðir hellmiðarnir j seldir í umboði Þóreyjar Bjarna- dóttur, Laugavegi 66, Reykjavík. 100,000 krónur komu á heil- miða númer 36,554. Voru báðir heilmiðarnir seldir í Reykjavík í umboði Frímanns Frímannsson- ar, Hafnarhúsinu. 10.000 krónur: 4431 — 8705 — 11557 — 15564 — 16472 — 17914 — 20290 — 20292 21394 — 23165, — 25507 — 25682 — 25886 — 28922 — 30795 — 35575 — 36626 — 41533 — 42079 — 42664 — 50407 — 52199 — 52549 — 52798 — 53946 — 54668 — 56121 — 59481. (Birt án ábyrgðar). Báturinn kom fram EFTIR hádegi í gær auglýsti Slysavarnafélag íslands í útvarp inu eftir trillubáti, sem farið var að ótast um. Var það v.b. RE 8, að samband hefði verið haft við Farsæl kl. 10 þá um morguninn, og hefði allt verið í lagi. Var þvx hætt við fyrir- hugaða leit. drætti Dáskdlans LAUGARDAGINN 10. júlí var Farsæll RE 77, fimm smálesta bátur, sem reri frá Sandgerði um hádegi á sunnudag, en var ókominn um hádegi á mánudag. Skömmu eftir að lýst var eftir Farsæli, var tilkynnt frá Svölu Síldveiðarnar um helgina: Mikill afli, en léleg síld ALLMIKILL afli fékkst á síld- armiðunum eystra um helgina, en síldveiðin var yfirleitt léleg. Sólarhringinn frá laugardags- morgni til sunnudagsmorguns fengu 29 skip samtals 29.260 mál og tunnur, en sólarhring- inn næsta á eftir fengu 47 skip alls 49.060 mál og tunnur. Var meðalafli á skip því rúmlega 1000 mál og tunnur hvorn sói- arhringinn. Síldin veiðist aðallega á svip u'ðum slóðum og áður, langt suðaustur af landinu, þó öllu dreifðara svæði en fyrr. Að- faranótt mánudags veiddist hún 60—170 sjómílur SA af Gerpi. Veður var gott á miðunum, en síldin yfirleitt léleg. Þesi skip tilkynntu afla (allt í málum) til Dalatanga frá kl. 7 á laugardagsmorgni til jafn- lengdar á sunnudagsmorgun: Jón Kjartansson SU 1100, Björgvin EA 1500; Bára SU 1100, Reykjabong RE 1200; Björn Jónsson RE 700, Hafþór RE 700; Runólfur SH 1100; Skálaberg NS 850, Þórsnes SH 300, Faxi GK 750, Jörundur II RE 3000, Garðar GK 1100, Guð- rún Jónsdóttir ÍS 800, Ingvar Guðjónsson GK 1500, Halldór Jónsson SH 700, Gnýfari SH 300, Arnar RE 1100, Grótta RIE 1100, Sig. Jónsson SU 1200, Jón • Finnsson GK 1800, Guðrún Guð leifsdóttir ÍS 2000, jSuðrún Þorkelsdóttir SU 750, 'Margrét SI 560, Náttfari ÞH 700, Berg- ur VE 800, Þráinn NK 1000, Auðunn GK 600, Vonin KE 400, Einir SU 550. Sólarhringinn frá kl. 7 á sunnudagsmorgni til kl. 7 á mánudagsmorgun tilkynntu þessi skip afla (í tunnum) til Dalatanga: Snæfugl SU 300, Húni II. HU 1400, Bjartur NK 700 og Skarðs vík SH 950. Þessi skip tilkynntu þá afla (í málum) til Dalatanga: Heimir SU 1500, Ásbjörn RE 1100, Eldfborg GK 1600, Gull- berg NS 1500, Baldur EA 700, Jón Þórðarson BA 1100, Sóilrún IS 1300, Krossanes SU 1300, Stefán Árnason SU 600, Fram- nes ÍS 1200, Draupnir ÍS 800, Pétur Jónsson ÞH 920, Gullfaxi NK 700, Hafrún ÍS 1800, Vigri GK 1250, Arnfirðingur RE 1100, Gunnar SU 1400, Jón Eiríiksson SF 800, Ögri RE 1100, Ingiber Ólafsson GK 1800, Gunnlhildur ÍS 600, Anna SI 1100, Jón á Stapa SH 850, Ingvar Guðjóns- son GK 600, Sif fS 950, Sveiribj. Jaköbsson SH 300, Péfcur Sig- urðsson RE 500, Halldór Jóns- son SH 1050, Barði NK 1400, Höfrungur III AK 1700, Straumnes ÍS 850, Sigurvon RK 1700, Páll Pálsson GK 350, Sigl firðingur SI 1040, Sunnutindur SU 900, Hólmanes SU 1350, Ás- kell ÞH 700, Akraborg EA 1200, Einar Hálfdáns ÍS 1000, Víðir n GK 600, Óskar Halldórsson RE 1100, Súlan EA 1300, Otur SH 900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.