Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 26
26 MORCUNSLADÍD Þriðjudagur 13. júlí 1965 WTÍAiíniB M1G1BIA9W ¦rt^^^^M KR tók forystu 11. deild Vufin Val í gærkvöldi með 3 mörkum gegn engu KR-INGAR tóku forystu í 1. deid íslandsmótsins í gærkvöldi. Þeir sigruðu Val með 3 mörkum gegn 0 og voru vel að sigrinum komnir. Leikurinn í heild var hins vegar heldur daufur og fátt um fína drætti í honum. Það var fyrst og fremst fyrir meiri hraða og meiri ákveðni sem KR-ingar náðu forystu í leiknum. Valsmenn áttu framan af síður en svo færri tækifæri eða hættu- minni, en það var óákveðni, sem gerði það að verkum að þeir fengu ekki nýtt sín færi. KR-ingar áttu fyrsta hálftíma leiksins í vök að verjast, þó ekki væri hættan við mark þeirra mikil. En af og til náðu KR-ingar upphlaupum sem settu Valsmark ið í mikla hættu og stafaði ekki hættan sízt af því að Sigurður markvörður var ekki í essinu sínu þetta kvöld. Á 39. mín. fyrri hálfleiks skor- •ar KR fyrsta markið. Gunnar Felixson átti allan heiður af því, lék upp hægri kant, allt að endá- mörkum og síðan með þeim, gaf svo út og fyrir markið og Guðm. Haraldsson innherji afgreiddi fal lega í netið. Magnús Guðmuhdsson — Islandsmeistari i golfi. FH KEFLVIKINGAR- efndu til hraðkeppni í handknattleik, vegna komu færeysku hand- knattleiksmeistaranna úr félag- inu Kyndil. Mótið fór fram um síðustu helgi á grasvellinum í Njarðvík. Fjögur lið tóku þátt í mótinu, Keflvíkingar, Haukar, Kyndil og FH. FH sigraði, vann öll liðin með nokkrum yfirburðum, þegar þess er gætt, að leiktími er að- eins 2x10 mínútur. "Úrslit í einstökum leikjum urðu þessi: FH — Kyndil 9:6. Haukar — Keflavík 8:8. FH — Haukar 8:4. Kyndil — Keflavík 9:6. FH — Keflavík 10:6. Kyndil — Haukar 7:5. i Röð liðanna er þá þannig: 1. FH, 2. Kyndil, 3. Haukar og 4. Keflavík. — R. M. Litlu síðar var Guðmundur aft ur í góðu færi en skaut yfir. Tveim síðari mörkum KR átti Baldvin Baldvinsson miðh. allan veg og vanda af. Þau komu bæði í síðari hálfleik. Hið fyrra var skorað á 10. min. síðari hálfleiks og sótti Baldvin þá upp hægra megin við vallarmiðju, hljóp af sér varnarleikmenn og skoraði. Hafði Sigurður markvörður hend ur á knettinum en hélt ekki — í þetta skipti sem mörg önnur í þessum leik, þó ekki kæmi að sök. Þriðja markið skoraði Baldvin 6 mín. síðar. Sótti hann þá upp af sínum alkunna hraða vinstra megin við vallarmiðju og skor- aði í mótstætt horn. Eins og fyrr segir var heildar- svipur leiksins heldur daufur. En KR-ingar voru afgerandi ákveðn- ari og það réði úrslitum. Það er furðulegt hve máttlaust Valsliðið getur orðið er það mæt- Framhald á bls. 27 Magnús f ór völlinn 18 holur 2 undur pari GOLFMEISTARAMÓT íslands hefst í dag á golfvelli Golfklúbbs l Bíðn þor til markvörðnrinn hressist SUNNUDAGINN 4. júlí s.l. átti að fara fram leikur á Siglufirði milli Siglfirðinga og Reynis frá Sandgerði. Mark- vörður Reynis hafði slasast í leiknum við Þrótt og ekki srðinn heill þegar liðið átti að leika við Siglfirðinga. Reynis mönnum fannst til- gangslítið að Lngum án mæta Siglfirð- síns ágæta mark- varðar og taka þvi þá ákvörð- un að gefa leikinn. Þá eru það Siglfirðingar sem segja bara „nei takk" við viljum ekki fá neina leiki hvort vinnum gef ins. Annað ( við okkar leiki, íða töpum þeim á heiðarleg-J ann hátt og við skulum bara! biða þangað til markvörður( ykkar er orðinn góður. Og þetta varð að samkomu-. lagi, hinn rétti vináttuandi' var látinn ráða og leikurinn| |fer fram 25. júlí n.k. Reykjavíkur við Grafarholt. Lýkur mótinu á morgun. Þátt- takendur eru víðsvegar að af landinu. Meðal þátttakenda er Magnús Guðmundsson frá Akureyri sem telja má líklegan sigurvegara, nema eitthvert óhapp komi fyrir. hann er betur þjálfaður og hefur betri" reynslu en nokkur annar ísl. golfleikari. Tveim golfkeppnum er nýlokið á Akureyri. Var í. hinni fyrri keppt um „Valbjarkarbikarinn" sem Valbjórk gaf. Það var 18 holu keppni með forgjöf. Magnús vann þá keppni. Notaði hann 72 högg, sem er 2 undir pari, en næstir urðu Sigtryggur Júlíusson og Jóhann Þorkelsson, en þeir höfðu báðir forgjöf. Hafði Sigtryggur 76 högg en Jóhann 78. Þá fór einnig fram keppni um svokallaðan Olíubikar. Það var 18 holu keppni. * Ekki fengust úrslit því að þeir Bragi Hjartar- son, ungur maður að árum og Hafliði Guðmundsson, einn af öldungunum í golfi á Akureyri, skildu jafnir. Bftir fyrri hring- hringinn haf ði Bragi 4 holur unn- ar, en Hafliði vann það upp á síðari hringnum. Úrslit um bik- arinn geta ekki farið fram fyrr fyrr en eftir landsmótið. Þarf að leika auka- leik í 2. deild ? UM helgina fóru fram tveir leik- ir í annarri deild. í Vestmanna- eyjum léku á laugardag Í.B.V og Breiðablik. Á sunnudag léku á Siglufirði Siglfirðingar og Haukar frá Hafnarfirði. Vestmannaeyingar unnu auð- veldan sigur yfir Kópavogs- mönnum. í góðu veðri á gras- vellinum í Eyjum, máttu Breiða- bliksmenn sjá 5 sinnum á eftir knettinum i netið. Vestmanna- eyingar voru sannarlega á skot- skónum í þessum leik, en í leikn- um við Í.B.Í. á dögunum, virtist sem þeir hefðu gleymzt heima. Vestmannaeyingar unnu leikinn 5-^0. Á sunnudag léku svo Sigl- firðingar við Hauka á Siglufirði. Þetta var leikur hinna glötuðu tækifæra Siglfirðinga. Þeir áttu mun meira í leiknum og ef ólukku markstangirnar hefðu ekki verið að þvælast fyrir, þá hefði þeirra sigur orðið stærri. Siglfirðingar unnu leikinn 1—0. Staðan í annarri deild er nú þannig, að Þróttur á eftir einn leik, við Siglufjörð í Reykjavík, en Siglfirðingar eiga eftir tvo leiki, við Þrótt og Reyni frá Sandgerði. Fari svo að Siglfirðingar vinni báða þessa leiki, þá eru þeir jafnir að stigum við Þrótt og aukaleikur þarf þá að fara fram milli Þróttar og Siglfirðinga. Vinni Þróttur leikinn við Siglu- fjörð, þá eru þeir sigurvegarar í A-riðli. 1 B-riðli standa málin þannig, að hugsanlegt er að þrjú lið hafi möguleika á að hreppa efsta sætið. Tvö lið hafa þó til þessa mesta möguleika, ísfirðingar og Vestmannaeyingar. Vestmanna- eyingar eiga eftir einn leik, við FH í Hafnarfirði. Vinni þeir þann leik þá hafa þeir fengið 12 stig. Tapi þeir hinsvegar fyrir FH þá minnkar möguleikinn. fsfirðingar eiga eftir tvo leiki, við Breiðablik á ísafirði og Vík- ing í Reykjavík. Sennilegt er að þeir vinni heimaleikinn, en þeir hafa unnið alla leikina heima, þá hafa þeir fengið 10 stig, en mjög ÞETTA er Ron Clarke frá Ástralíu, er hann kemur að marki sl. laugardag á Whice City-leikvanginum í London. Hann hljóp 3 mílur (4827 m) á nýju glæsilegum heimsmeti, 12.52.4 mín. og er fyrsti mað- urinn sem hleypur þá vega- lengd undir 13 mín. Ron CTarke átti sjálfur fyrra heimsmetið, sett fyrir rúmum mánuði, en hann bætti það met nú um rúmar 8 sekúndur. er nú sennilegt að þeim takist að vinna Víking líka. Breiðablik hefur möguleika á, að fá 10 stig og er þeirra aðstaða mun lakari til að hafa áhrif á efsta sætið, en hinna. Hvað sem öllum spádómum líður, þá munu leikirnir á laug- ardaginn kemur þann 17. júli gefa svar að nokkru við þessum. spurningum. — R. M. A-riðill Þróttur Siglufj. Haukar Reynir Staðan í 2. deild: 5 4 10 22:8 9 4 2 11 9:7 5 5 113 7:10 3 4.013 2:15 1 B-riðill Í.B.V. 7 5 0 2 23:11 10 Í.B.f. 6 4 0 2 19:13 8 fBreiðablik 6 4 0 2 10:23 6 FH 7 2 14 17:15 5 Víkingur 6 114 9:16 3 Engin landskeppni við Dani FRJÁLSÍÞRÖTTASAMBAND Is- lands hefur nú gefið upp alla von um að af landskeppni Dana og Islendinga í frjálsum iþróttum verði, eins og gert var ráð fyrir. Var um'það munnlegur samning- ur milli forráðamanna samband- anna, að Danir greiddu 12 þús. d, kr. vegna ferðar íslendinga til Danmerkur, og var pað sama upphæð og Danir greiddu 1963 er þeir komu hingað. Danir hafa hins vegar nú til- kynnt að þeir geti ekki greitt nema 8 þús d. kr. og FRÍ skoðar það svar á þann hátt að Danir vilji ekki keppa við íslendinga og vilji vera lausir við að efna til lahdskeppninnar. Forráðamenn FRÍ drógu ekki dul á að hér væri hreinlega um samkomulagsbrot af háKu Dana að ræða. Að vísu hefðu ekki verið gerðir skriflegir samning- ar, enda væri slíkt ekki venja í slíkum tilfellum. Hins vegar hefðu Danir alls ekki staðið við það er þeir lofuðu er þeir komu hingað 1963. 12 þús. d. kr greiðsía er aðeins lítilf jörlegur hluti af þeim kosth- aði sem er við landskeppni í frjálsum íþróttum, ferðalög um 30 manna ásamt öllu sem því er samfara. En nú er komið að Dönum að taka á móti íslend- inguni, þá bregst fjárhagsgeta þeirra skyndilega og þeir láta sig muna um þau 2—4 þús d. kr. sem gætu gert landskeppnina að veruleika. Verður ekki annað sagt en þeirra hlutur sé heldur lítilmannlegur. En þrátt fyrir þetta eru mörg verkefni fyrir frjálsíþróttamenn á þessu ári. 8—10 manna flokkur fer til Helsíngfors 15.—17. ágúst og hinn 21. ágúst keppa íslend- ingar og Skotar í nokkrum grein- um í Ediriborg. Það vetður lands- keppni með dálítið nýju sniði, því völlur þar er búinn rafmagns teppi undir grasinu og því mega engar kastgreinar fara fram. Verður þarna keppt í stangar- stökki, hástökki, 100 yarda hlaupi, 220 yarda hlaupi, 440 og 800 yarda hlaupi, 2 mílna hlaupi, míluhlajipi, 120 yarda grindahlaupi, 4x100 yarda boð- hlaupi. Næsta ár koma svo Skotar hingað og er samningurinn við þá algerlega gagnkvæmur. Þeir 'borga jafn mikið fyrir íslend- inga og við fyrir þá næsta ár. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrana að auglýsa i Morgunblaðinu en öðruin b^öðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.