Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.07.1965, Blaðsíða 28
 ir TVÖFALT t n EINANGRUNARGLER 'Oára reyn»la hérlcndis EGGERT KRISTJAN Helmingi úibreiddara en nokkurt annaö íslenzkt blað 155. tbl. — Þriðjudagur 13. júlí 1965 Víkingaskipið á þurru vegna þurrkanna VEX3NA hinna miklu þurrka, sem verið hafa í sumar, hefur Víkingaskipið á Hlíðarvatoi ekki komizt á flot. I>ar er þó tekið á móti gestum, þar sem skipið stendur á landi við vatn ið, og seld gisting, beini og veiði leyfi. Opnað var um miðjan júní, en aðsókn verið fremur lítil. Síðan um miðjan marz hefur roælzt innan við 200 mm regn í Haukatungu, og vatnsborðið á HJíðarvatni er því miklum mun iægra en það var í fyrra. Aftur á móti mundi Víkingaskipið fara sjáifkrafa á flot, eftir 3—4 daga rigningu, því það stendur niðri við vatnið, að því er Ingólf ur Pétursson, hótelstjóri, tjáði biaðinu. Svo miklir þurkar eru þarna, svo sem víðast hvar á landinu, að vatnsból eru þorrin og laxveiðiárnar eru mjög litlar. Siiungurinn veiðist þó eftir sem áður í Hlíðarvatni, en göngufisk ur gengur ekki í það í svo vatns- litlu. Ekki kvað Ingólfur hæft í j>ví að til stæði að flytja Vikinga skipshótelið á annað vatn, enda ekki þægilegt að gera það svona um hásumarið. — Þetta kennir manni að engu er að .treysta og maður þarf að vera jafnt viðbúinn ofsarigningu og þurrki, sagði Ingólfur. Slík hótel þurfa lika að vera 3—4 á ýmsum vötnum, til að hægt sé að auglýsa í stórum stil erlendis. | Erlendir ferðamálamenn, sem | fóru að Hlíðarvatni í fyrra, töldu j að þar væri einmitt það sem er- | lendir ferðamenn mundu sækj- ast eftir, þ.e. fiskur væri nægi- ! legur fyrir þá, landslag fagurt j því fólk frá grónu iöndunum vill j gjarnan eyðilegt iandslag og ! hraun og þar væri að finna kyrrð og næði á litlum stað. En við höfum ekki auglýst mikið. Maður vill ekki gera það fyrr en Staðurinn er orðinn e:?'s og mað ur vill hafa hann. Aðeins látið vita, að þar sé opið og ferða- menn sem koma, geta lengið þar gistingu, mat og veiðileyfi og farið sæmilega vel um þá. Lífclegt, að gott weðtir haldist ALLAR Hkur eru á því, að veður haidist stillt og gott næstu daga, eða svo var Mbl. sagt, þegar sam- band var haft við Veðurstofu fs- lands í gær. Að vísu er lægð suð- vestur af Grænlandi, sem sígur í austurátt, og kynni hún að hafa einhver áhrif hér eftir svo sem tvo daga, en venjulega er orðið litið úr lægðunum, þegar þær komast hingað. í>að er háþrýstisvæðið yfir landinu, sem veldur góða veðr- xnu. Því er bjart yfir og loft hlý.tt. Skínandi veður var yfirleitt ails staðar í síðustu viku, en framan af vikunni var þoka við sjóinn á Suðvesturiandi. Sjá annars veðurkort og veður- fréttir á bls. 2. Sáttafundir SÁTTASEMJARI hélt fund með fulltrúum málm- og skipasmiða og vinnuveitendum í gær. Ann ar fundur hefur verið boðaður kl. 16 í dag. Rafvirkjasveinar komu í gær saman á fund með meisturum og fulltrúutn Vinnuveitendasam bands fslands án meðalgöngu sáttasemjara. Kl. 14 í dag verður fundur án meðalgörigu sáttasemjara, með fulltrúum Sjómannafélags Rvik ur og vinnuveitendum vegna kaup- og kjaramála háseta á far skipum. Stolinn bíll fannst Snemma á laugardagsmorgun var bifreið stoiið á Laufásvegi, og var augilýst eftir henni í út- varpi á sunnudag. Hún fannst síðar þá um daginn, benzinlaus og mannlaus, hjá Vogastapa á mótum Suðurnesjave-gar og Grindavíikurvegar. Efri myndin er tekin á Raufarhöfn, meðan skipið Susanne Reith var enn í tveimur hlutum. Neðri myndin var tekin síðastliðið fimmtudagskvöld, og höfðu skipshlu tarnir þá verið skeyttir saman. (Ljósm. Mbl.: St. E. Sig.V, Síldveiiihorfur góðar í gærkvöldi ÞEGAR MBL. hafði samband við síldarleitina á Dalatanga á tólfta tímanum í gærkvöldi, voru veiðihorfur góðar. Flest voru skipin um 130—140 sjó- mílur suðaustur í hafi. Veiði var heldur dauf í gær. Tólf bátar höfðu tilkynnt samtals 10.600 tunnur frá því kl. sjö um morguninn. Veður var á- gætt. Þá fann síldarleitarskipið Pétur Thorsteinsson talvert mikið magn af síld 45 sjómíl- ur suðaustur af suðri frá Sel- ey. Voru þar margar góðar torfur ofarlega í sjó og ein Héraðsmót Sjálfstæðisflokksins verða um næstu Bolungarvík UM NÆSTU helgi verða haldin þrjú héraðsmót Sjálfstæðis-, flokksins, sem hér segir: ísafirði, föstudaginn 16. júlí, kL 21. Ræðumenn verða Ingólf ur Jónsson, landbúnaðarráð- herra, Matthías Bjarnason, al- þingismaður og Jökull Guð- mundsson, verkamaður. Bolungarvík, laugardaginn 17. júlí, kl. 21. Ræðumenn verða Ingólfur Jónsson, _ráðherra, Sig urður Bjarnason, alþingismaður helgi á ísafirði, og Þingeyri- og . Sigurður Helgason, fram- kvæmdastjóri. Pingeyri, sunnudaginn 18. júlí, kl. 21. Ræðumenn Ingólfur Jóns son, ráðherra, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og Jón Stef ánsson, framkvæmdastjóri. Hljómsveit Svavars Gests skemmtir á öllum mótunum. — Hljómsveitina skipa fimm hljóð- færaleikarar, þeir Svavar Gests, Garðar Karlsson, Halldór Páls- son, Magnús , Ingimarsson og Reynir Sigurðsson. Auk þess eru í hljómsveitinni söngvararnir Elly Vilhjálms og Ragnar Bjarna son. Á héraðsmótunum mun hljóm sveitin leika vinsæl lög. Söngvar ar syngja einsöng og tvísöng og söngkvártett innan hljómsveitar innar sýngur. Gamanvísur verða fluttár og stttir gamanþættir. Spurningaþættir verða undir stjórn Svavars Gests með þátt- töku gesta á héraðsmótunum. Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, þar sem hljómsveit Svavars Gests leikur fyrr dansi og söngvarar hljómsveitarinnar koma fram. uppi. Nokkur skip voru á leið þangað í gærkvöidi. jt 77.000 mál til bræðslu á Eskifirði ESKIFIRÐI, 12. júlí. Fjórir bátar iönduðu hér í nótt og í dag. Þeir eru Húni II. með 1400 tunnur, Krossanes með 1200 tunnur, Sif með 1200 tunn- ur og Jón Þórðarson með 1100 tunnur. Fjórar söltunarstöðvar eru teknar til starfa og hefur verið saltað i þeim úr þessum bótum. Hjá Auðbjörgu var saltað í 430 tunnur og hjá Eyri í 126 tunnur, en söltun er ekki lokið hjá Báru og Ösikju. Tekið heíur verið á móti 77 þúsund málum í bræðslu, og er ail'lt þróarrými fullt eins og er, — G.W. jr 20.283 mál komin til Breiðdalsvikur. BREIÐDALSVÍK, 12. júlí. Frá 27. júní til 12. júlí. hafa þessir bátar landað hér (afli 1 ■málum og tunnum): Sigurður Jónsson SU 1428, Heimir SU 1781, Krossanes SU 865, Skírnir AK 760, Sveinbjörn Jakobsson SH 326, Jón Eiríksson SF 62, Jón Kjartansson SU 1072. Alls hafa verið móttekin í bræðslu 20.283 mál. — Páll. Heldur meiri afli fyrsta drsfjórðung HEILDARFISKAFLINN þrjá fyrstu mánuði ársins nam 203.844 tonnum, þar af var báta fiskur 189.354 tonn o* togara- fiskur 14.490 tonn. Á sama tímabili 1964 nam heildaraflinn 200.651 tonn, þar Ingólfur Jón Matthías Sigurður Bj. Sigurður H. Þorvaldur Aldrei fleiri sjúkraflutningar FLUGVÉLAR Björns Pálssonar hafa farið í 19 sjúkraflutninga það sem af er júlimánuði, og hafa þeir aldrei verið jafnmarg- ir á ekki lengri tíma. Aðfaranótt lauigardags var maður sóttur austur að Veiði- vötnum. Hafði hann veikzt heift arlega af matareitrun og var fluttur í Landakotsspítaila. Hann er nú hinn hressasti. Á sunnu- dagsmorgun var stúlka sótt upp að Stóra-Kroppi í Borgarfirði, en hún hafði dottið af hest'baki. Eftir hádegi á sunnudag voru tveir sjúklin.gar sóttir í sömu ferð, annar til Hafnar í Horna- firði og himn til Fagudhólsmýrar, og siðar um da.ginn var veik kona spótt að Húsafelli. af var bátafiskur 187.085 tonn og togarafiskur 13.566 tonn. Hér hefur því orðið um nokkra aukn ingu að ræða, bæði hjá togui-um og bátum. Af heildaraflanum í janúar —« marz 1965 voru 48. 797 tonn loðna, en 48.239 tonn sild, en á sama tíma 1964 nam loðnuaflinn 8.640 tonnum, en síld 64.366 tonn 99 Virginía Woolf 44 á Afcureyri AKUREYRI, 12. júlí. — Þjóðleik- húsið sýndi sjónleikinn „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?" i samkomuhúsi bæjarins í gær- kvöldi. Húsfyllir var og viðtökur leikhúsgesta hinar innilegustu. Langvinnt lófatak dundi við eftir hvern þátt og lengst í leikslok, þegar leikendur voru kallaðir fram hvað eftir annað. Önnur sýning er í kvöld, og er úppselt á hana. Þriðja sýning «r annað kvöld, þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.