Morgunblaðið - 16.07.1965, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 16.07.1965, Qupperneq 3
Föstud'a'gur 16. júlf 1965 MORGUNBLAÐIO Að leik og starfi í Hljóm- skála- garði VH) hefðum getað verið heppnari með veður, þegar við brugum okkur út í Hljóm skálagarð í gær, til þess að taka nokkrar yngismeyjar, sem þar vinna, tali. Það var sólarlaust og dálítill strekk- ingur af austan, en hlýtt. Stelpurnar, sem áttu að vera að lú moldina milli trjánna við Hringbrautina, skammt frá Þorfinnshólma, sátu þeg- ar við birtumst, og hlustuðu á transistortæki, sem glumdi þar rétt hjá. Við nánari athugun sáum við, að þær voru að stumra yfir dauðum andarunga, sem þær höfðu fundið og nú jörðuðu þær hann með pomp og pragt. — Þetta er fimmti unginn, sem við finnum í dag, segir ein þeirra, og þær virSast sorgbitnar yfir þessu, enda ekki nema von. — Hve lengi vinnið þið? spyrjum við. — Til klukkan þrjú, segja þær og líta á klukkuna. Klukkan er fimmtán mínút ur yfir tvö og allar líkur á að þessi þrjú síðustu kortér verði lengi að líða. — Er ykkur ekki kalt í gol- unni? segjum við. — Nei, nei, segja., þæ.- og virðast hissa á þessari spurn ingu, enda hásumar. — Þið vinnið ykkur til hita? spyrjum við um leið og við löbbum burt. Eina svarið, sem við fáum eru nokkrar hláturshviður. Við löbbum austur með limgerðinu og komum þar-að, sem tveir menn hamast af miklum móð við að slá. Þeir nota gamla lagið, eru með orf og ljá. Þeir segjast heita Sigurjón Kristjánsson og Guðjón Guðjónsson. Sigurjón ei ungur maður og okkur furðar, hve vel honum geng- m- slátturinn. — Ertu ntanbæjarmaður? spyrjum við, þvi að við get- um ekki ímynáað okkur að unnt sé að iæi'a slíkan slátt sé að fá þær til að segja eitthvað. Allt í einu sjáum við, hvar ein stúlkan situr skammt frá hinum og ekki er laust við að okkur finnist hún vera svolítið einmana. Við komum nær og sjáum þá, hvar ailra myndarlegasta kolla situr og horfir eins og dáleidd væri á stúlkuna. — Finnst þér ekki gaman að vinna? spyrjum við. — Nei, ekkert mjög, segir hún fremur stutt í spu.ia. — Er þetta vinkona þín? segjum við og bendum á koll una, sem situr og stanr á okkur stórum glyrnum. Stúlkan bara brosir, en seg ir ekkert, svo að við kveðjum og löllum í áttina til stráks, sem er eitthvað að sýsia við Guðjón Guðjónsson og Sigurjón Kristjánsson slá að fornum sláttuvél og virðist hún vera hættL eitthvað biluð. Áí'ram með smjörið — stelpur! Þegar strákurinn er farinn og við stöndum einir eftir og horfum á eftir honum, þar sem hann ekur eftir gras- sverðinum, veltum við því fyrir okkui um hve mörg ár Reykvíkingum mun gefast kostur á að sjá, svona í reynd, þessar tvær ólíku sláttuaðferðir sem þennan hér á mölinni. — Nei, ég er Reykvíking- ur í húð og bár segir hann og virðist stoitur af. — Hvar ht'fur þú lært að beita þessu vtrkfæri, kunn- ingi? segjum við. — Þetta er svo sem enginn_ vandi, segir haim. — Nú, ekki iþað? spyrjum við. — Komið þ;ð og þrófið þið bara sjáifir, segir hann og ætlar að fara að rétta okkur ljáinn. — Ertu frá þér, segjum við, við myndum skera af okkur tærnar. Og hann bara hlær að rag menpsku okkar um leið og hann bregður sér frá, líklega til þess að fá sér kaffi. — Við tökum Guðjón tali. Hann segist vera utanbæjar- maður og hafa fultzt- til bæj- arins fyrir átta árum — Vel sprottið? spýrjum við og lítum á kafloðinn gras flötinn. — O, já, sæmilega, það er í það minnsta nóg af gras- inu, segir hann og fer að leggja á. — Hann er þægilegur ljár- inn í svona þýfi, segjum við. — Það er nú ekki hægt að nota annað á þetta, segir hann og stingur brýninu í vasann. — Hefur þú fengizt lengi við þetta? höldum við áfram. — Nú síðan ég var krakki. Ég byrjaði að slá sem smá strákur véstur í Önundar- firði. Hef að vísu unnið í smiðju, síðan ég kom til bæj- arins, en í fyrrasumar og í sumar hef ég fengizt við þetta, si svona til þess að fá svolitla sól á kroppinn. — Það er ekki algeng sjón að sjá slegið með garn.a lag inu nú á dögum, segjum við. — Nei og meira að segja er það að verða sjaldgæft til sveita. Fjöldinn allur af bændum kann lítið sem ekk ert til þessara hluta, segir Guðjón um leið og við kveðj um hann. Næst göngum við framá annan telpnahóp. Þær sitja við girðinguna umhverfis Þorfinnstjörn og eru að klippa gras með klippum. — í hvað eruð þið að pota með klippunum? spyrjum við. — Thi, hi, hi. — Eruð þið að klippa vír- inn í girðingunni? — Thi, hi, hi, og þær blæja sig máttlausar. Tónlistin ryðst út úr transis tortækinu og- við göngum áfram, vonlausir um, að unnt — Hvað er að, kunningi, segjum við, — er eitthvað bilað. — Það er eitthvað sm.áveg- is, keðjan er farin út af tann hjólinu. Við förum að hjálpa strákr. un% við að koma keðjunni upp á tannhjólið og íoks tekst það. — Er ekki gaman að aka þessu? spyrjum við. — Jú, segir hann um leið og hann segist heita óir.ar Arason og vera 15 ára. — Þú lætur þig auðvitað dreyma um að um bíl sé að ræða? — Já, segir hann, vindui sér upp í sæt#, setur í gír og brunar af stað. Ómar Arason lagfærir sláttuvélina sína. (Ljósm Mbl. SIAKSIHNAR Óheilindi kommúnista • í þessum dálki hefur að undan förnu verið rakin afstaða komm- únistaklíkunnar meðan á samn- ingaviðræðunum stóð, og hver tilgangur kommúnista með þeim skrifum var. Hann var sá, að gera tilraun til þess að koma í veg fyrir, að hm nýja stefna verkalýðsfélaganna í kjaramál- um yrði að veruleika í þeim samningum, sem nýlega er lokið, og jafnframt skapa tortryggni og úlfúð milli verkafólks í hinum ýmsu landshlutum. Kommúnist- ar halda nú áfram þeirri iðju sinni að reyna að skapa tor- tryggni hjá verkafólki vegna samninganna, og gera það nú í tilefni þess, að Borgarstjóm hefur ákveðið að hækka nokkuð gjaldskrár S.V.R. og Hitaveitunn ar. Blað þeirra heldur þvi fram, að þcssar gjaldskrárhækkanir séu gerðar vegna þeirra launa- hækkana, sem urðu við nýgerða kjarasamninga. Þetta er alrangt eins og þegar hefur verið bent á hér í blaðinu. Þessar gjald- skrárhækkanir eru eingöngu til- komnar vegna aukins rekstrar- kostnaðar frá í desember 1963, þegar núverandi gjaldskrár þess- ara fyrirtækja tóku gildi, en standa ekki í neinu sambandi við nýgerða kjarasamninga við verkalýðsfélögin. Þetta sézt bezt á því, að fulltrúi Framsóknar- flokksins í borgarráði greiddi at- kvæði með hækkuninni á gjald- skránum, og fulltrúi sjálfra kommúnistanna, Guðmundur Vigfússon, lagðist ekki beint gegn hækkununum, heldur lagði hann til, að framkvæmd þeirra yrði frestað nokkuð, en viður- kenndi þó, að rekstrarkostnaður fyrirtækjanna hefði augljóslega hækkað mikið frá því í° desem- ber 1963, og þess vegna væri þeim þörf á nokkrum hækkun- um. Skrif kommúnista missa því algjörlega marks. Staðreyndimar í málinu liggja fyrir, og þær hafa verið viðurkenndar, bæði af full- trúum Framsóknarmanna og kommúnista sjálfra í borgarráðL Þeim ferst Timinn ræðir enn í forustn- grein í gær um greiðsluhalla rikissjóðs, og sparar ekki stóra orðin. Blaðið segir, að sá greiðslu halli sem varð á ríkissjóði árið 1964 sýni, að litið hafi verið „að marka hinn langa lofgerðarsöng um hina tryggu og öruggu fjár- málastjóm núverandi ríkisstjórn ar“. Afkoma ríkissjóðs er eins ©g annað, mörgu háð, og gengur upp og niður eins og stundum vill verða í ýmsum rekstrt, hvort sem það er í rekstri ríkisins eða á öðrum sviðum. Fullyrðing Tímans um, að greiðsluhalli rík- issjóðs 1964 sýni, að fjármála- stjóm ríkisins undanfarin ár hafi ekki verið jafn góð og stjóm arblöðin hafa haldið fram, er auð vitað fáránleg. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við, urðu mjög skjót umskipti í fjármálastjóra ríkisins. Rikisbúskapurinn var rek inn hallalaust, og raunar með tölu verðum greiðsluafgangi fyrstu árin, og miklu betra skipulagi var komið á fjármál rikisins heldur en áður, og var það mikil breyting og nauðsynleg eftir að Eysteinn Jónsson, hinn valti for- ingi Framsóknarflokksins, hafði ráðskast með fjármál ríkisins í áratugi, og farizt það með endem um. Engir ættu síður en Fram- sóknarmenn að áfellast aðra fyr ir erfiðleika í fjármálum ríkis- sjóðs. Engir hafa leikið ábyrgð- i arlausari leik með peninga bins I almenna skattgreiðanda, heldur ; en einmitt þeir. Þeim Framsókn- armönnum ferst svo sannarlega ekki að ráðast á aðra fyrir tima- bundna erfiðleika í þessum efu- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.