Morgunblaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 5
Fostudagur 18. júlx 1965 MORG UNB LADID 5 ÞEGAR komið er austur yfir brúna á Markarfljóti, er skammt að Dal. Er það fögur fjaliakvos. Þar er kirkjustað- xirinn Stóri-Dailur, þar sem einn af kunnustu höfðingjum sögualdar, Runólfur í Dal, átti heima. Er hans víða geti'ð í sögum. Þaðan voru þeir Þrá- inn Sigfússon að koma frá heimboði, er Njálssynir sátu fyrir honum hjá MarkarfljótL Fyrir vestan þennan dal geng- ur fram Kattarnef, er sumir halda'að sé sama og Katanes, sem nefnt er í Landnámu. — Skammt fyrir utan Kattarnef er bærinn Hamragarðar og er furðufagurt bæjarstæði. Rétt hjá bænum rennur fram ár- spræna, sem Gljúfúrá heitir, og í henni er einhver einkenni legasti og fegursti smáfoss hér á landi. Hann heitir Gljúfra- búi, og er það sannefni, því að hann felur sig í djúpu gljúfri, og um harm kvað Jón- as Hallgrímsson: „Gljúfrabúi, gamli foss, gili'ð mitt í kletta- þröngum." — Skammt þar fyrir vestan kemur annar foss ofan af hamrabrún, ekki mjög vatnsmikiil, en hár og tignar- legur. Þetta er Seljalandsfoss, og blasir hann víðar við en nokkur foss annar. Þegar kom ið er á Kambabrún í björtu veðri, blasir hann við eins og hvitt strik á svörtum hamr- inum, og víðast um allt Suð- urlandsundirlendið er hann til að sjá sem hvít súla undir rótum jökulsins. Hamraforún- in, sem fossinn fellur fram af, slútir nokkuð, og þess vegna kemur fossinn hvergi við á leið sinni frá brúninni og nið ur á jafnsléttu. Hann er því alveg laus vi'ð bergið og má ganga á bak við hann. Þetta hefir mönnum þótt svo merki legt, að um það var gerð gáta, sem prentuð er í gátnasafni Jóns Árnasonar: Að kom ég þar elfan hörð; á var ferðum skjótum; undir vatni, ofan á jörð, arkaði ég þurrum fótum. Mörgum þykir enn gaman að því að „arka þurrum fót- um“ á bak við fossinn, en rá'ðlegt er þá að vera í hlifðar fötum, því að mikill úði er úr fossinum. Seljalandsfoss er fagur og umhverfið einkenni- legt, svartur og úfinn berg- veggur að baki, en allt um kring niðri kjarnmikið og dökkigrænt gras. Litirnir hvítt svart og grænt eru þarna yfir- gnæfandi. ÞEKKIROIJ LANDIÐ ÞITT? VÍSUKORN Enn gista rússneskir leggátar land vort. Mörg er á fæti mannskræfa mannlífsslysin iil og tíð. Að mér steðjar ógæfa oft af þessum flökkulýð. Leifur Auðunsson, Leifsstöðum. HAGMÁL, tímarit um hagfræði- leg málefni, 5. hefti, gefið út á vormisseri 1965, er nýkomið út. Það er félag viðskipafræði- nema í Háskóla íslands, sem gef- ur ritið út. Þa’ð er vandað í út- liti, rúmlega 60 síður að stærð, 6kreytt fjölda mynda. Af efni þess miá nefna þýdda grein um vinnsluvirðisskatt, við tal við próf. Árna Vilhjálmsson, grein eftir Bjarna Braga Jóns- 6on hagfræðihg um Háskólalíf og hagfræðikennslu í Bandaríkjun- um, Steinar Höskuldsson skrifar um AIESEC seminar í Antwerp- en, Annáill, Mágusarþáttur, NHS „uken“ 1954, Skúli Ólafs skrifar um Formannaráðstefnu NHSÍ Kaupmannahöfn, og cand. oecon. Jón Hjartarson skrifar um Stór- rekstur í smásölu. Að síðustu er viðskiptafræðingatal. Ritstjórn skipa, Eggert Hauksson, ritstjóri, Gunnar Valdimarsson, Magnús Finnsson, Ragnar Einarsson, Sveinn Björnsson, og Þráinn Þor valdsson. Ritið er prentað í Borgarprent, en dreifing er eftir I.B.M. gatspjaldakerfi hjá I.B.M. jþjónustu Ottó A. Micbelsen. Smávarningur Landið urruhverfis Þingvalla- vatn var í fornöld nefnt einu nafni Bláskógar. Hefur það land vafalaust verið vaxið birkiskógi í öndverðu. Af honum eru nú smávaxnar leifar einar eftir á iáglendinu. FRÉTTIR Kristileg samkoma verður í sam- komusalnum Mjóuhlíð 16. Sunmiuidags- kvöldið 16. júll kl. 8. Alilit fólk hjart- anlega velkomið. Frá Mæðrastyrksnefnd. Hvíldarvika Mæðrasty rksnef ndar að HLaðgerðar- koti í Mosfellssveit verður 20. ágúst. Umsókn sendist mefndirmi sem fyrst. Allar nánari upplýsingar í síma 14349 daglega milli 2—4. Kvenfélagasamband fslands: Skrif- stofan verður lokuð um tíma vegna sumarleyfa og eru konur vinsamleg- ast beðnar að snúa sér til formanns saimbandsins, frú Helgu Magnúsdóttur á Blikaetöðum, sími um Brúarland með fyrirgreiðslu meðan á sumar- leyfum stendur. Kvennadeild Slysavarnarfélagsins í Reykjavík fer í 8 daga skemmtiferð 21. júlí. Allair upplýsingar 1 Verzlun- irnni Helma, Hafnarstræti, sími 13491. Aðgöngumiðar verða seldir félagekon- um á föstudag geng framvísun skír- teina. Gjafabréf sundlaugarsjóðs Skála- túnsheimilisins fást í Bókabúð Æsk- unnar, Kirkjuhvoli, á skrifstofu Styrkt arfélags vangefinna, Skólavörðustíg 18 og hjá framkvæmdanefnd sjóðsins. Ferðanefnd Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík efnir til skemmtiferðar í Borgarnes og um Borgarfjörðinn n.k. sunnudag, 18 júlí. Farið verður frá Fríkirkjunni kl. 8.30 f.h. Farmiðar eru seldir í Verzlunimni Bristol. Nánari upplýsingaæ í símum 18789, 12306 og 23944. Óháði söfnuðurinn. Sunnudaginn 18. iúlí kl. 9 að morgni fer safnaðar- fólk í skemmtiferðalag. Leiðin, sem fátin verður, er um Kaldadal og víða um Borgarfjarðarhérað. Farseðl- ar seldir hjá Andrési Andréssyni, Laugaveg 3. Konur Keflavík! Orloí húsmæðra verður að Hlíðardalsskóla um miðjan ágúst. Nánari upplýsingar veittar í símum 2030; 2068 og 1695. kl. 7—8 e.h. til 25. júlí. — Orlofsnefndin. Borgarbókasafn Reykjavíkur er lokað vegna sumarleyfa tU þriðjudagsins 3. ágúst. >f Gengið >f Reykjavík 12. júU 1965. Kaup Sala 1 Sterlingspund ..... 119.84 120.14 1 Bandar dollar ....... 42,98 43,06 1 Kanadadollar ........ 39.64 39.75 100 Danskar krónur ... 619.80 621.40 100 Norskar krónur ..— 600.53 602.07 100 Sænskar krónur .. 830,35 832,50 100 Finnsk ijiörk .. 1.335.20 1.338.72 100 Fr. fíankar ..... 876,18 878,42 100 Belg. frankar ..... 86,47 86,69 100 Svissn. frankar . 991.10 993.65 100 Gyllini ........ 1.191.80 1.194.86 100 Tékkn. krónur .... 596,40 598.00 100 V.-Þýzk mörk .... 1.073.60 1.076.36 100 Lírur ............... 6.88 6.90 100 Austurr. sch..... 166.46 166.88 100 Pesetar ............ 71.60 71.80 Gjafa- hluta- bréf Hallgrimskirkju tást hjá prestum i landsms og í Reykjavík hjá: Békaverzlun Sigf. Eymundsson- ar Bókabúð Braga Brynjólfsson- ar Samvinnubankanum, Banka- stræti Húsvörðum KFUM og K og hjá Kirkjuverði og kirkju- smiðum HALLGRÍMSKIRKJU á Skólavörðuhæð. Gjafir til kirkj unnar má draga frá tekjum við framtöl til skatts. GAMALT 09 GOTT Samfastir tvíburar. „Á íslandi þau og svo tfðindi við borið und- ir Eyjafjöllum austur, að tvær kvensniftir voru samfastar á hrygignum og lifðu nokkur ár, í hvar fyrir gömlu skáldin sögðu:“ Fyrir því kviðu Þuriðarnar tvær, — samfastar á hryggnum voru svinnar mær, austur undir Eyjafjöllum voru báðar þær, — að önnur mundi deyja fyrr en önnur. Sá veldur miklu, sém upphaf- inu veldur. Málshœttir Sá, sem segir frá öllu, hann bætir oft við. Só, sem ekki samansafinar, hann sundur dreifir. Munið Skálholtssöínunina Munið Skálholtssöfnun. Gjöfum er veitt móttaka í skrifstofu Skál- holtssöfnunnar, Hafnarstræti 22. Sím- ar 1-83-54 og 1-81-05. sá NÆST bezti Grímur Thomsen var í heimsókn hjá Þorvaldi á EyrL Grímur fer að tala um eitthvert framfaramál, sem Þorvaldi þótti nokkuð loftkastalaxennt. „Þetta verður nú aldreL Grímur minn, fyrr en skilgetnu börnin okkar eru komin til manns", segir þá Þorvaldur. Báðir áttu óskilgetin börn, en hvorugur skilgetin. Til sölu Morris Oxford fólksbíll, árg. '55, skoðaður. Upplýs- ingar í síma 11718. Til sölu Ný uppgerð Rafha-eldavél (eldri gerð), að Selvogs- götu 19, Hafnarfirði. Sími 51966. Keflavík Ný sending stakir jakkar og stakar buxur. Kaupfélag Suðurnesja, V ef naðarvörudeild. Knakkur óskast keyptur. Upplýsingar i síma 34860, milli kl. 12 og 1 og eftir kl. 6 síðdegis. Keflavík . 2ja til 3ja herh. íbúð óskast til leigu strax. Upplýsing- ar í síma 1336. Keflavík 3ja manna tjöld með út- skoti. Svefnpokar. Dralon- sængur. Dralon-koddar. Kaupfélag Suðurnesja, Vefnaðarvörudeild. Vil taka 4ra herb. íbúð á leigu, I Reykjavík, Kópavogi eða Seltjarnarnesi. Arsfyrir- framgreiðsla. Tilboð merkt: „Leiga—834“, sendist afgr. Mbl. í Keflavík. Túnþökur til sölu. Heimkeyrt kr. 12,00 ferm., í flagi kr. 8,00 ferm. Uppl. í síma 22564. NÝKOIVINIR hollenzkir KVENSKÓR SKÓSALAN LAUGAVEGI 1 Til sölu 2ja, 3ja, 4ra og 5 herb. íbúðir mjöj? glæsilegar, íbúð- irnar seljast tilbúnar undir treverk og málningu með allri sameign full frágenginni, eða fokheldar * með sameign frágengiiini. Teikningar fyrirliggjandi á skrifstofunni. Fasieignastofan Austurstræti 10, 5. hæð. Sími 20270. Leitarstöð B. Suðurgötu 22 — Reykjavík — verður lokuð vegna sumarleyfa frá 15. júlí til 16. ágúst. Alma Þórarinsson, læknir. Kópavogur og nógrenni Allt til húsamálunar úti, sem inni. Við lögum litina. Við sendum heim. — Opið til kl.1 10 og til kl. 6 á laugardögum. Litdval Álfhólsvegi 9 — Sími 41585.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.