Morgunblaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐID Fðstudagur 1C. Jðll 1965 GEORGETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN r— Ekkert gæti verið mér meiri ánægja, því að ég hef líka heiyrt svo margt um yður, og þefesvegna hefur mig langað af- sk&plega ítil að kynnast yður. L— Quinton majór er nú svo mlkill glœringi, að, að ég er alyeg viss um, að hann hefur geiið yður ramskakka hugmynd uip mig. I— Ég vil aðeins benda yður á, að þá er okkur líkt farið, því að þér þekkið mig aðeins af hettusóttinni, og með hættu á að verða talinn dóni, verð ég að fullvissa yður um, að það hefur gefið mér álíka ranga hugmynd um yður. — Þetta er alveg rétt hjá yður, sagði Soffía alvarleg. — Víst gaf það mér ranga hugmynd um yð- ur. Augu hennar eltu Ceciliu og hr. Fawnhope eftir gólfinu, og hún dró djúpt að sér andann og sagði: — Þetta getur orðið dálitið erfitt. — Það hef ég þegar gert mér ljóst sagði hann og horfði í sömu átt og hún. — Ég get ekki skilið, sagði Soffía, af mikilli tilfinningu, — hvað gat fengið yður til að leggja yður til hettusótt, þegar svona stóð á. — Það var nú ekki viljandi gert, svaraði lávarðurinn auð- mjúkur. — Ekkert hefði getað verið ó- skynsamlegra, sagði hún. — Það var nú eins og hver önnur óheppni, sagði hann biðj- andi. Hr. Wychbold kom að í þessu bili með sítrónuvatnið handa Soffíu. — Halló, Everard! sagði hann. — Ég vissi ekki, að þú vær- ir orðinn mönnum sýnandi. 28 Hvernig líður þér, drengur minn? — Alveg samanfallinn, góður, hreint samanfallinn. Þjáningar mínar af sjúkdómnum voru ekk- ert í samanburði við þær, sem ég líð nú. Ég veit ekki, hvort ég kemst nokkurntíma yfir það. — Nei, ekki veit ég nú það, sagði hr. Wychbold huggandi. FRAMLEITT AF VERKSMIÐJiiNNi VÍFILFEIL i UMBOBI THE C OCA-COLA COMPANY NJÓTIÐ þeirrar ánægju, sem Coca-Cola veitir. Æfö hið rétfa bragð - aldrei of sætt - ferskt og hressandi. Coca-Cola hressir bezt! Það er náttúrulega skítlegt, að þetta skyldi koma fyrir, en borg- in ef nú ekki langminnug. Mannstu kannski eftir því, þegar hann Bolton ræfillinn fór fram af hausnum á jálkinum sínúm og beint í Tjörnina. Það var ekki um annað talað í næstum heila viku. Manngarmurinn varð að fara upp í sveit um tíma, en svo gleymdist það alveg. — Þarf ég að fara upp í sveit? — Alls ekki, sagði Soffía, ein- beitt. Svo beið hún þangað til dama í rauðbrúnúm silkikjól hafði dregið að sér athygli hr. Wychbolds, en sneri sér þá að fé- laga sínum og sagði hiklaust: — Eruð þér mikill dansmaður? — Ekkert meira en í meðal- lagi, er ég hræddur um. Ekkert í samanburði við unga manninn fagra, sem við erum bæði að horfa á. — Fyrst svo er, sagði Soffía, — mundi ég ekki í yðar sporum, bjóða Ceciliu upp í vals. — Það hef ég nú þegar gert, en þessi aðvörun er ekki nauð- synleg, því að hún hefur látið aðra hafa hvern vals og kvadrill una í ofanálag. Það hagsta, sem ég get vonað, er að fá að dansa við hana einn sveitadans. — Það skuluð þér ekki gera, sagði Soffía. Að reyna að tala við dömuna, þegar maður þarf að hafa hugann við sporin, getur ekki farið nema illa. Hann leit á hana, jafn hrein- skilninslega og hún hafði litið á hann. — Viljið þér segja mér, hverjar horfurnar eru hjá mér, og hver þessi Adonis er, sem hef ur lagt hald á ungfrú Rivenhall. — Það er Augustus Fawnhope og hann er skáld. — Það spáir ekki góðu, sagði hann léttilegá. — Ég þekki að vísu fjölskylduna, en ég hef víst aldrei kynnzt þessum anga af henni. — Það er trúlegt, því að hann hefur lengst af verið í Brússel hjá Sir Charles Stuart. Charl- 'bury! Mér virðist þér vera skyn- samur maður. — Ég vildi nú heldur vera eins og mynd á grískum peningi, svaraði hann, dapur í bragði. — Þér verðið að gera yður Ijóst, að önnur hvor aðalsdama í London er skotin í hr. Fawn- hope. — Því get ég vel trúað, en ég öfunda hann bara ekki nema af einni þeirra. Hún ætlaði að svara þessu, en þá voru þau trufluð. Omibers- ley lávarður, sem hafði farið út eftir kvöldverðinn, kom nú aft- ur í ljós og í fylgd með honum var regindigur maður, nokkuð roskinn, og það var enginn vandi að sjá, að þar fór maður af kon- ungsættinni. Þetta var sem sé hertoginn af York, sá bræðranna, sem mest líktist föður sínum. Hann var með sömu útstæðu, bláu augun, kónganef, sömu þykku kinnarnar og stút á munn inum, en hann var hærri vexti en faðir hans. Hann virtist vera í bráðri hættu að springa út úr þröngu buxunum, hann var móð ur þegar hann talaði, en hann var greinilega vingjarnlegur stór höfðingi, sem hægt var að þókn- ast og viðhafði lítt serimoníur, heldur talaði vingjarnlega við hvern sem var, og kynntur var honum. Bæði Cecilia og Soffía urðu fyrir þeirri náð. Fegurð Ceciliu gekk engu síður í augu hertogans en í augu hr. Wrax- tons, og enginn þurfti að efast um, að hefði hann hitt hana á ekki alveg svona miklu almanna færi, hefðu ekki liðið margar mínútur áður en handleggurinn á honum hefði verið kominn ut- an um hana. En Soffía vakti enga slíka ástartilhneigingu hjá hon- um, en hann talaði við hana í gamansömum tón, spurði hana, hvernig pabba hennar liði og lét í ljós þá trú sína, skellihlægj- andi, að nú mundi Sir Horace líða vel, innan um þær brasilísku annar eins foli og hann væri. Síð- an heilsaði hann upp á ýmsa vini sína, gekk í kring í salnum stund. arkorn, en fór síðan inn í bóka- stofuna með gestgjafa sínum og tveim öðrum kunningjum, til að fá sér einn slag af vist. Cecilia slapp frá þessari kon- unglegu persónu kafrjóð, því að henni var meinilla við að standa undir miklum gullhömrum, og nú hitti hún aftur hr. Fawnhope, sem sagði af hjartans einfeldni; — Þú ert fallegri í kvöld en ég hélt, að þú gætir orðið. — Hættu þessu, sagði hún. — En hvað það er orðið óþolandi heitt hérna inni. — Þú hefur roðnað, en það fer þér vel. Ég skal fara með þér út á svalirnar. Hún andæfði þessu ekki, enda þótt þetta stóra orð þýddi nú raunverulega ekki annað en mjóá hillu, sem varla var hægt að festa fót á, og var slík hilla úti fyrir hverjum hinna tólf glugga danssalarins, og með lágu handriði í kring. Hr. Fawnhope dró sundur tjöldin, sem voru fyr ir glugganum lengst í burtu frá þeim og hún gekk út í litla gluggakrókinn. Hann hafði all- mikið fyrir því að lósa lokuna og loks tókst honum að opna vængjagluggana, og hún gat gengið út á mjóu hilluna. Svöi golan lék um kinnar henni og hún sagði: — Hvílík nótt. Stjörn urnar! „Kvöldstjarna.... boðberi ást- ar“ sönglaði hr. Fawnhope og léit sem snöggvast á himininn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.