Morgunblaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.07.1965, Blaðsíða 23
Föstudagur ,16. júlí 1965 MOkCUNBLAÐIÐ 23 "5 „íslendingar hafa hlaupið MIKIÐ TJON A NETUM i ELDI yfir eina kynslóð" Rætt við brezku þingmennina F,LDUR kom upp í netageymslu Kristins Ó. Karlssonar, netagerff- armanns á Hvaleyrarholti í gærdag. Geymslan var í bragga og var hann alelda, er Slökkvi- liff Hafnarfjarffar kom á vettvang. Varff aff rjúfa braggann til aff koma inn mokstursvél og koma logandi netunum út á bersvæði, dreifa úr þeim og slökkva. Tók Elökkvistarfið mjög langan tíma, effa allt fram til kl. 9 í gær- kveldi. Taliff er, affff öll netin Bem þarna voru, hafi eyffilagz-t, en meffal þeirra voru síldarnet, þorskanætur, efni og fjöldi neta. Orsakir eldsins eril ókunnar. Engin raflögn er í bragganum og höfðu starfsmenn Kristins ekki komið þar i gær. Hins vegar var geymslan ólæst og hafa börn oft sézt að leik þarna í nágrenninu. Morgunblaðið átti í gærkveldi tal við Kristin Ó. Karlsson. Hann kvaðst ekki geta sagt, hve mikið tjónið væri, en þó að það væri talsvert. Netin hefðu að ein- hverju leyti verð vátryggð. Ekki sagðist hann vita um orsakir eldsins. FRÉTTAMENN hittu aff máli í gær brezku þingmennina, sem hér hafa veriff í boffi Alþingis, en þeir eru á förum héðan í dag. Létu þeir mjög vel af dvöl sinni hér og ferffum um landið. Dr. Bennett hafði einkum orð fyrir þingmönnunum. Sagði hann, að þeir hefðu lítt þekkt til landsins áður en þeir komu. en nú hefði rækilega verið úr því bætt. I>eim hefði konaið á óvart, hve íslendingar væru lík- ir Bretum um marga hluti, en þó yæri það ekki svo undarlegt, þegar tillit væri tekið til þess, að mjög svipuð þjóðáblanda hefði setzt að í Englandi og á ís landi. Ótrúlega auðvelt væri að Vegna fuilyrðinga um, að þetta væru einhvers konar refsi aðgerðir á hendur verkalýðs- hreyfingunni í sambandi við ný- gerða kjarasamninga, kvað hann rétt að taka fram, að samninga- nefnd verkalýðsfélaganna hefði verið kunnugt um, að þessar bækkanir væru væntanlegar. Lagði borgarstjóri á það áherzlu í ræðu sinni, að hækk- anir á gjaldskrám SVR og Hita- veitunnar væru einungis nauð- synlegar nú vegna hækkana sem orðið hefðu síðan í des. 1963 er núverandi gjaldskrár tóku gildi, en stæðu í engu sambandi við nýgerða kjarasamninga. (Frekari fréttir af þessum fundi borgarstjórnar verða í blaðinu á morgun.) — Setti i lax blanda geði við íslendinga, því að hugsunarháttur þeirra, við- mót og jafnvel fyndni væri mjög svipað því, sem gerðist með Bret um. Þeir hefðu alls staðar mætt ósvikinni vináttu meðal fólks, og tungumálið hefði verið lítil hindr un, því flestir virtust skilja ensku. Þá væri einnig gaman að sjá, hve mörg íslenzk orð ættu hliðstæðu sína í ensku. Þingmennirnir voru einna hrifnastir af ferðalagi sínu með íslenzku varðskipi og flugi yfir Surtsey og Syrtling. Einn þing- mannanna kvað athyglisvert, hve Islendingar gerðu sér stöðu sína i heiminum vel ljósa og hverju hlutverki þeir gengdu SKÖMMU fyrir miffnætti í nótt kom upp eldur i Brautarholti 6 í Reykjavík á trésmíðaverkstæði Birgis Ágústssonar á 2. hæff í húsi Þ. Jónssonar & Co. Urffu skemmdir mjög miklar bæði af völdum brunans á verkstæðinu og einnig af vatni á neffri hæff- — Lik Stevenson.« Franfihald af bls. 1 Á mánudag verður svo hald- inn fundur á Allsherjarþingi SÞ til að minnast Stevensons. Fjöldi samúðarkveðja hef- ur borizt til Washington, m.a. frá þjóðhöfðingjuní í öllum heimsálfum. Áður én lík Stevensons var flutt frá' ‘London, stóð þáð uppi á viðhafnarbörum í bandaríska; sendiráðinu þar í borg. Þangað kom fjþldi gesta í dag til að votta hinúm látna sendiherra virðingu sína. Meðal gestanna var Harold Wilson,, forsætisráð- herra, en Elisabet, Bretadrottn- ing sendi þangað kyeðjur. Þegar flugvélin, sem flutti Humphrey váraforseta og syni Stevensons, lenti í London, var Michael Stewart, Utanríkisráð- herra Bretlands, mættur á flug- vellinum. Fylgdi hann gestunum til bandaríska sendiráðsins. Var fyrst gengið að líkbörum Stéven- sons, en síðan snæddu gestirnir hádegisverð með David Bruce, sendiherra Bandaríkjanna. Að hádegisve'rði Ioknum vár lík Stevensons flutt til flugvallar ins, en þar var fyrir heiðursvörð- ur brezkra og bandariskra her- manna. Fylgdi Nugent lávarður, sérstakur fulltrúi Bretadrottn- ingar, kistunni að flugvélinni. Lagði vélin síðan af stað til Bandaríkjanna klukkan 14,22 (ísl. tími) og var væntanlég til Washington í kvöld. Óðinn flytur sjúkan Breta f FYRRADAG kom varðskipið Óðinn til Neskaupstáðar með sjúkan, brezkan sjómann, sem1 fluttur var á : sjúkrahúsið þar. Sjómaður þessi var af togaranum Gillingham frá Grimsbyj Tók Öðinn sjúklinginn um borð und- an Hvalbaki. þar. Sér virtust íslendingar stölt ir af því hlutverki, og mætta vera það. Þá voru þingmennirnir einnig stórhrifnir af hinni stórstígu þró un og geysihröðu framförum, sem þeir kváðust alls staðar hafa orff ið varir við. Hér hefði fram- farasinnuð þjóð sigrazt á gífur- legum erfiðleikum, og væri furðulegt, hvernig allt hér hefði verið byggt upp af engu á hundr að árum. Miðað við aðrar þjóðir og þróunarsögu þeirra virtust ís lendingar hafa hlaupið yfir eina eða fleiri kynslóðir. Einnig lýstu þeir yfir aðdáua sinni á Þjóðleikhúsinu og kváðu nauðsynlegt, að við ættum öfl- ugt, „lifandi leikhús", þegar ís- lenzkt sjónvarp kæmist á lagg irnar. Ekki óttuðust þeir, að bókalestur minnkaði' við tilkomu sjónvarpsins, þvert á móti væri reynsla Englendinga sú, að bóka lestur ykist þá. Sjónvarpið yrði til þess, að fólk læsi bækur, sem það hefði ella ekki gert. ’ inni hjá Þ. Jónssyni, sem þar rek- ur vélaverkstæði. Tveir menn voru að vinna við i að lakka húsgögn. Sagðist öðrum j svo frá, að hann hafi verið að taka rafmagnssnúru úr sambandi, þegar blossi kom úr innstung- unni og . kveikti í lakkinu. Urðu mennirnir að forða Sér hið bráðasta, því að eldurina breiddist'' út á svipstundu. Þegar slökkviliðið kom að, var eldur- inn mjög magnaður, en þó tókst að hefta frekari útbreiðslu hans og slökkva hann að mestu, þeg- ar þetta er skrifað. Á verkstæð- inu var mikið af húsgögnum, verkfærum og fleiru. Sagði Brrg- ir, að tjónið væri mjög tilfinnan- legt. — Stjórnarskipfi Framhaíd af bls. 1 fundarmönnum mjög .á óvart. — Papandreou stökk upp úr sæti sínu og kallaði: ,,Ég sagðist ætla að segja af mér á morgun, á morgun“, en aðrit fundarmenn tóku undir og hrópuðu: „Þeir geta þetta ekki, þetta er bylt- ing“. Ágreiningurinn meðál léiðtóg- anna í Grikklandi getúr leitt til þess að nýjar kosningar verði látnar fara fram. Síðast var kos- ið þar til þings í febrúar 1964, og vann þá flokkur Papandreous hreinan meirihluta. í dag var mikill viðbúnaður hjá her og lögreglu í Grikklandi, því búizt var við einhverjum óeirðum. Þúsundir stúdenta,tóku. þátt í mótmælagöngum í Aþenu, þar sem þeir hrópuðu m.a.: „Við viljum Papandreou". og „Niður með svikarann Atenasiades- Novas“. Þegar útvarpsstöðin í Aþenu skýrði frá stjórnarskiptunum, var jafnframt sagt að skipaðir hefðu verið tveir ráðherrar I stjórn Athenasiades-Novas. Þeir eru John Toumbas aðmíráll, inn anríkisráðherra ,og Styros Costo poulus, utanríkisráðherra og. varnarmálaiáðherra. Báðir áttu sæti í stjórn Papandreous, . og eru þingmer.n Miðflokksips. Ekki fylgdu fréttinni neinar skýri’igar á því hvers vegna aðr eins hefur verið skipuð þriggja. manna ríkisstjórn. Velta menn því nú fyrir sér. hvort fleiri ráðherrar verða skipaðir, eða hvort Konstantir) konungur ætf ast aðeins tii þesr að nýja stjórn in farí ekki méð völd nemá nokkra daga þar til máliii hafa skýrzt. Vísitazía í Ey|a- fí.prófastsdæmi BISKUP íslands, herra Sigur- björn Einarsson, mun heim- sækja söfnuði og kirkjur í Eyja fjarðarprófastsdæmi seinni hluta júlímánaðar og fer vísitasían fram sem hér segir: Þriðjudagur 20. júlí: Ólafs- fjörður kl. 1,30; Kvíabekkur kl. 5 e.h. Miðvikudagur 21. júlí: Siglu- fjörður kl. 1,30 e.h. Fimmtudagur 22. júlí: Kaup- ftngur kl. 1,30; Munkaþverá kl. 5 e.h. Föstudagur 23. júli: Möðru- vellir kl. 1,30; Saurbær kl. 5 e.h. Laugardagur 24. júlí: Hólar kl. 1,30; Lögmannshlið kl. 5 e.h. Sunnudagur 25. júlí: Grund kl. 1,30. Héraðsfundur. Mánudagur 26. júlí: Stærri- Arskógur kl. 1,30; Hrisey kl. 5. Þriðjudagur 27. júlí: Urðir kl. 1,30; Tjörn kl. 5 e.h. Miðvikudagur 28. júlí: Vellir kl. 1,30; Dalvík kl. 8,30 e.h. Fimmtudagur 29. júlí: Bakki kl. 1,30; Bægisá kl. 5 e.h. Föstudagur 3Ó. júlí: Glæsibaer kl. 1,30; Elliheimili í Skjaldar- vík kl. 5 e.h.; Möðruvellir í Hörgárdal kl. 8,30 e.h. Biskupinn mun flytja guðs- þjónustur á öllum kirkjum og ræða við söfnuðina. Sérstaklega tiskar hann þess, að íermingar-’ börn verði viðstödd ng safnaðar- fólk svo margt sem því gétur Ljósmyndir á Sieimssýninguna Ljósmyndir á heimssýninguna -1 I SAMBANDI við heimssýning una í Montreal 1967 efnir sýn- ingarstjórnin til ljósmyndasýn- ingar, er helguð verður „mann- inum og heimili hans“, sem einn ig er einkunn sýningarinnar. — Skila ber ljósmyndum fyrir 1. september til sýningarnefndar- innar í Montreal, og mega þær, vera í hvaða stærð sem vera skal. Myndir, sem ekki þykja ^®áar, sendir nefndin aftur tjl höfunda. Verði mynd valin til sýningar, ber höfundi að senda „master print“, 27x35 — 40x50 cm að stærð, sem hægt er að gera' negatíf eftir, en sýningar- myndin verður gerð eftir þeirri mynd í Kanada. Eintök af fréttatilkynningu sýningarnefndar er hægt að fá í ■ upplýsingadeild utanríkisráðu- neytisins. (Frétt frá utanríkisráðuneytinu) ÁKRANESI, 15. júlí. Höfrungur fyrsti landaði í dag 250 tunnum af síid, sem hann veiddi á Vestmannaeyjamiðum. Síldin verður brædd. Reynir landaði 5 tunnum af shtnum humri: Haukur landaði 9 tonnum aí hándfærafiski. — Oddur. við komið. Nauðsynlegt er að sóknarnefndir og safnaðarfúll- trúar séu víðstaddir yísitásíuna. (Frétt frá skrifstofu biskups). —Fargjaldahækkun Framhald af bls. 8 6,6% og síðar var greidd 3,66% verðlagsuppbót. í öðru lagi hefur söluskattur hækkað úr 3% í 7,5% á tímabil- inu, og í þriðja lagi var lagður á launaskattur 1% af öllum laun- um, sem rennur til húsnæðis- mála. Borgarstjóri benti siðan á, að dagsetningar, sem hann hefði nefnt í sambandi við hækkan- irnar sýndu ljóslega, að full ástæða hefði verið til gjald- skrárhækkana miklu fyrr en nú væri farið fram á. Hækkánirnar hefðu átt sér stað löngu áður, en lokið var nýgerðum kjarasamníngum við verkalýðsfélögin og stæði í engú sambandi við þaéé. Þær hefðu átt sér stað 6—18 mánuðum áður og einnig mætti sjá af greinargerðum fyrir þeim, að hvergi væri minnzt á hækk- anir vegna nýgerðra kjarasamn inga. Þess vegna væri fjarri lagi að gjaldskrárhækkanir þær, sem nú væri farið fram á, gætu haft áhrif á þróun verðlagsmála vegna hækkana þeirra, sém hin ir nýgerðu kjarasamningar kunna að hafa í för með sér. Borgarstjóri sagði, að þótt á- greiningur hefði orðið í borgar- ráði um þessar hækkanir, væri sá ágreiningur takmarkaður við eitt atriði málsins, hvenær hsékkan-, irnar skyldu taka gildi. Af umræðum í borgarráði hefði ekki verið hægt að marka annað, en allir borgarráðsmenn væru sammála um nauðsyn hækkana. Borgarstjóri benti á, að borg- arsjóður leggði fram fé til þess að greiða niður fargjöld SVR um 1 10% og til þess að bæta rekstur fyrirtækisins og þjónustu við borgarbúa. Þá ræddi hann um rekstur Hitaveitunnar og sagði, að nú lægi fyrir bráðabirgðagreinar- gerð hitaveitustjóra um stórhuga fýrirætlanir um nýja 4 ára áætl- un vegna lagningu hitaveitu er kæmi til framkvæmda þegar nú- verandi áætlun væri lokið fyrri hlúta næsta’ árs. Sjálfsagt væri að reyna að afla lánsfjár til þessara framkvæmda en hafa eigið fjármagn til þeirra í minna lagi. Þá benti borgarstjóri á þær miklu hækkanir, sem Hitaveit- an hefði orðið að standa undir síðan Framkvæmdaáætlunin var gerð 1961 og jafnframt þær laúnahækkanir, -sem orðið hefðu síðan gjaldskrá hitaveitunnar var hækkuð í des. 1963. Borgarstjóri kvaðst fremur hafa búizt við gagnrýni á það, hversu seint þessar hækkanir kæmu fram,; fremur en að : þær væru taldar vera of fljótt á ferðinni. Framhald af bls. 2 reyndi Anders að fylgjá éft ir og þræða stöngina undir brúna. Áður en’það tókst sleit laxinn línuna á brúnni, en Anders sat eftir með sárt enn ið. Þessa sögu sagði hann okk- ur, ér við konium að vitja hans og kvað rúman hálftíma síðan þetta gerðist. Sveinn Þormóðsson, Ijósmyndari, sém méð okkúr var, viidi taka mynd af Anders og bað hann kasta færi í ána skammt fyrir neðan umrædda brú á meðan myndatakan færi fraih. Gerði Anders það, og er Sveinn hafði smellt af, gérðist hin klassíska veiðimannasaga. Er Anders dró færið upp, kom á önglinum nælonlína upp úr vatninu. Anders teygði sig efitr henni og ætlaði að losa hana af, en hætti skyndi lega við og hrópaði: „Það er fiskur á endanum!" Varð nú uppi fótur og fit, því einsýnt þótti að þarna væri kominn laxinn, sem hánn háfði áður misst. — Brugðu menn hart við og hófu að hnýta línuna saman svo að þreyta mætti fiskinn á stöng ina i— en rétt áður en það hafði tekizt, tók höfðinginn roku og sleit úr sér hégóm- ann! Mjög voru þeir Foss og And ers ánægðir með veiðiferðina, þótt stutt væri, og kvaðst Foss aldrei hafa trúað því að svo margir laxar væru til og hann sá á skömmum tíma í gær. Ekki bjuggust þeir félagar við, að nokkur laxá fyndist á tunglinu, en hinsvegar var því hátíðlega heitið að ef svo væri, yrði hún skírð eftir fréttamanni Morgublaðsins, og jfengi. hann einkarétt til veiða í henni. — Það. skyldi þó’ aldrei fara svo, að máður kaémist í laxveíði fyrir viðfáð anlegt fél > > > — h.h. Mikið tjón í eldsvoða á verkstæQi í gærkvöldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.