Morgunblaðið - 17.07.1965, Side 6
6
MORGUNBLADIÐ
L'augardagur 17. júlí 1965
Enginn ágreiningur
gjaldskrám SVR og
— Frá umræðum í borgarstjám
um gjaldskrárhækkanir
um nauðsyn hækkana á
Hitaveitunnar
I MORGUNBLAÐINU í gær var
skýrt frá ræðn borgarstjóra,
Geirs Hallgrímssonar, við um-
ræðurnar í borgarstjóm s.l.
fimmtudag, nm gjaldskrárhækk-
anir SVR og Hitaveitunnar. Hér
á eftir verður skýrt frá umxæð-
unum að öðra leyti.
Að lokinni ræðu borgarstjóra
tók til máls Guðmundur Vigfús-
son (K). Hann kvaðst fagna þeim
skýringum borgarstjóra á hækk-
unum þessum, að þær stæðu í
engu sambandi við nýgerða
kjarasamninga. Ætti þetta að
draga eitthvað úr hættunni af
þessum hækkunum, en þó væri
henni alls ekki bægt frá. Borgar-
fulltrúinn sagði, að eðlilegra
hefði verið, að hækkanirnar
hefðu komið fram, áður en
gengið var frá kjarasamn-
ingunum. Hann kvað engan á-
greining hafa verið í borgarráði
um, að hækkun hefði orðið á
rekstrarkostnaði SVR og Hita-
veitunnar, en undirstrikaði, að
hann teldi þá hættu felast í
hækkunum nú, að þær mundu
stuðla að kröfum um hækkandi
verðlag vegna kjarasamninganna
og lagði fram tillögu um frestun
á hækkununum.
Kristján Benediktsson (F),
sagði, að mikið ylti á túlkun
blaða og borgarfulltrúa sjálfra,
hvort fólk teldi þessar hækkanir
stafa af nýgerðum kjarasamning-
um, eða væru af öðrum toga
spunnar. Hann sagði hækkun
gjaldskránna enga nýlundu;
fcostnaður við
rekstur þessara
fyrirtækja hefði
vaxið jafnt og
þétt og því
þyrfti að hækka
gjaldskrárnar, ef
fyrirtækin ættu
ekki að lenda á
borgarsjóði, sem
þýddi hækkun
útsvara. Minnihlutinn hefði sam-
þykkt þessar hækkanir, þegar
þeim hefði verið í hóf stillt og
rök færð fyrir þeim. Bargarfull
trúinn kvað rekstur SVR í góðu
lagi og forstjóri þeirra nyti álits,
sem dugandi maður. Óumdeildar
hækkanir hefðu orðið á reksturs
kostnaði SVR og til þess að
standa undir honum væri ekki
nema tvennt til, að hækka gjald
skrárnar eða hækka útsvörin. Þá
ræddi Kristján Benediktsson um
Hitaveituna og sagði, að reksturs-
kostnaður hennar hefði hækkað
gífurlega síðustu tvö árin. Hann
færði síðan rök fyrir því, að ekki
væri óeðlilegt, að gjaldskrá Hita
veitunnar hækkaði nokkuð. —
Hiann kvað ljóst að fyrirhuguð
hækkun stæði í engu sambandi
við nýgerða kjarasamninga, og
hráskinnaleikur Guðmundar Vig-
íússonar í málinu væri furðuleg-
ur, þar sem hann hefði sjálfur
lýst sig samiþykkan þessum
hækkunum.
Birgir ísl. Gunnarsson (S),
sagði, að SVR vantaði 5 millj.
króna til þess að ná endum
saman. Ef hækkun á gjaldskrán-
um fengist ekki
nú, yrði borgar-
sjóður að taka
þessa upphæð á
sig. Þá ræddi
borgarfulltrúinn
nokkuð um nauð
syn á endurnýj-
un á vagnakosti
SVR og um
rekstur Hitaveit
unnar. Hann benti á, að frá 1952
hefði gjaldskrá Hitaveitunnar
hækkað til muna minna en kaup
taxti Dagsbrúnarverkamanna. —
Hitaveitunni væri nauðsynlegt að
standa undir framkvæmdum sín
um að nokkru með eigin fé og
m.a. byggðist það á þessari hækk
un, hvort Hitaveitan yrði fær um
að leggja heitt vatn í þann hluta
Smáíbúðahverfisins, sem ekki
hefði enn fengið hitaveitu.
Hann ræddi síðan um málflutn
ing Guðmundar Vigfússonar og
sagði, að nú væri komið í Ijós
hvaðan sú hætta á mistúlkun
þessara hækkana stafaði, sem GV
var svo tíðrætt um. Hún stafaði
frá Guðmundi Vigfússyni sjálf-
um og málgagni hans. Hér væri
dæmi um fáheyrt ábyrgðarleysi
borgarfulltrúans gagnvart borgar
fyrirtækjum og þó ekki síður
gegn launþegum í landinu.
Það þyrfti mikla mistúlkun til
að finna tengsl milli fyrirhugaða
gjaldskrárhækkana og nýgerðra
kjarasamninga ,en með þessu at-
hæfi stuðlaði Guðmundur Vigfús
son og málgagn hans að því að
þessar hækkanir sem væru nauð
synlegar vegna hækkaðs reksturs
kostnaðar síðan í des. 1963, leiddu
til annarra verðhækkana í sam-
bandi við nýgerða kjarasamn-
inga.
Guðmundur Vigfússon (K) tók
aftur til máls og kvað það mis-
skilning hjá Birgi ísl. Gunnars-
syni, að sökin lægi hjá þeim, sem
varaði við hækkuninni; sökin
væri þeirra sem stæðu fyrir
henni.
Geir Hallgrímsson, borgarstj.,
kvaðst vilja taka það skýrt fram,
að aðilum í samninganefnd verka
lýðsfélaganna hefði verið kunn-
ugt um fyrirhug
aðar hækkanir á
gjaldskránum,
meðan á samn-
ingaviðræðum
stóð. — 1 þess-
um umræðum
hefði ekki verið
dregið í efa, að
þörf væri hækk
ana á gjaldskr-
ám þessara fjrr-
irtækja vegna
hækkunar á reksturskostnaði,
sem var til komin áðu» en kjara-
samningar voru gerðir nú ný-
lega. Þegar þetta liggur fyrir,
sagði borgarstjóri, er eðlilegt að
ætlast til þess af Guðmundi Vig-
fússyni, sem telur hættu á mis-
túlkun, að hann leggi áherzlu
á þetta atriði. Ef Þjóðviljinn hef
ur áhuga á því, að þessar hækk-
anir verði ekki notaðar, sem for-
dæmi fyrir öðrum verðlagshækk
unum, ætti blaðið að leggja á-
herzlu á að þessar hækkanir
! standa í engu sambandi við ný-
j gerða kjarasamninga, en eru
nauðsynlegar vegna hækkunar
á reksturskostnaði, sem var til-
komin fyrir nýgerða kjarasamn-
inga. Þetta hefði blaðið ekki gert
og sýndi það litla umhyggju fyr
ir velferð verkafólks og laun-
þega.
Ef við einangrum ágreining-
inn um þetta mál, sagði borgar-
stjóri, stendur hann einungis um
það, hvenær þessar hækkanir
eiga að verða, hvort tímasetning-
in sé rétt. Ef við tökum mólið
eins Og það liggur fyrir, hvort
álíta menn, að hættan sé meiri
af því að hækka nú eða bíða í
nokkurn tíma. Ég álít, sagði
borgarstjóri, að hættan sé minni
ef við framkvæmum hækkunina
nu, en ef við bíðum með hana
enn um skeið.
Kristján Benediktsson (F), —
Guðmundur Vigfússon (K) og
borgarstjóri, Geir Hallgrímsson
gerðu síðan örstuttar athugasemd
ir og að því loknu var gengið til
atkvæða og nafnakall viðhaft
að beiðni Guðmundar Vigfússon
ar. Tillaga Guðmundar Vigfússon
ar var felld með 10 atkv. full-
trúa Sjálfstæðisflokksins og ann
ars fulltrúa Framsóknarflokks-
ins; þrír fulltrúar kommúnista
greiddu atkvæði með henni.
en fulltrúi Alþýðuflokksins og
hinn fulltrúi Framsóknarflokks-
ins greiddu ekki atkv.
Hækkun á gjaldskrá SVR var
samþykkt með 11 atkv. Sjálf-
stæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins. Kommúnistar greiddu
atkvæði á móti en Aiþýðuflokks-
maðurinn sat hjá. Tillögunni um
hækkun á gjaldskrá Hitaveitunn-
ar var vísað til annarrar umræðu.
B>ióðhátíðin í Ey|-
um 6.-8. égúst
Flugfélagið setur upp „loftbrú64
HIN árlega þjóðhátíð í Vest- knattspymu og fram fer eitt sér-
mannaeyjum hefst að þessu sinni
6. ágúst. Mjög verður vandað til
dagskráratriða og er undirbúnin-
ingur nú í fulium gangi.
Flugfélag íslands mun eins og
að undanfömu setja upp „loft-
brú“ milli lands og Eyja og veita
þeim þjóðhátíðargestum, sem
fljúga með „FÖXUNUM" til
Eyja og kaupa aðgöngumiða að
þjóðhátíðinni um leið og farmið-
ann, ríflegan afslátt af fargjaldi.
Það er Knattspymufélagið Týr
sem sér um þjóðhátíðina í Eyjum
að þessu sinni. Hátíðin hefst, sem
fyrr segir í Herjólfsdal kl. 14.00
föstudaginn 6. ágúst. Að lokinni
setningarathöfn og guðþjónustu,
leikur Lúðrasveit Vestmannaeyja
og íþróttakeppni hefst. Auk
keppni I frjálsum íþróttum, verð-
ur keppt í handknattleik og
stæðasta sýningaratriði þjóð-
hátíðarinnar, bjargsig.
Kl. 20,00 hefst kvöldvaka i
Herjólfsdal og verður þar margl
til skemmtunar, en þeir Svavar
Gests og Ómar Ragnarsson munu
ásamt heimamönnum hafa veg
og vanda af undirbúningi
skemmtiatriða kvöldvökunnar.
Kl. 23.00 hefst dans á tveim dans
pöllum. Leikur hljómsveit Svav-
ars Gests ásamt þeim Ellý og
Ragnari fyrir nýju dönsunum,
en Rondotrió sér um polka ræla
og valsa á eldri dansa pallinum.
Á miðnætti verður kveikt í bál-
kestinum hinum mikla á Fjósa-
kletti og er þá viðbúið að Syrtl-
ingur, sem sést vel úr Herjólfs-
dal, láti þá heldur ekki sitt eftir
liggja. Þá verður og flugelda-
Framhald á bls. 19
• Þingholtabúi
þakkar
Maður í Þingholtvumm
skrifar:
„Við sem heima eigum í ofan
verðum Þingholtum, höfum
öðru hverju verið að skrifa þér
Velvakandi minn, svona til að
minna borgaryfirvöldin á, að í
þessum borgarhluta (í kringum
Óðnistorg) hefur margt verið
látið sitja á hakanum.
Nú hefur á þessu orðið mikil
bót til hins betna. Við vökn
um morgnana við skruðninga i
ámokstursvél, sem er að moka
upp gömlu troðningana, ég á
við gangstígana, því að ekki hef
ur verið hægt að tala um gang
stéttir. Nú á að helluleggja og
gera gangstéttir, sem fá risið
undir heitinu.
Ekki má heldur gleyma því,
að nú er hægt að fá kalt vatn
úr eldhúskramanum á hvaða
tíma sólarhringsins sem er.
Fyrir þetta erum við þakklát
og sendum borgaryfirvöldun-
um þakkir okkar.
Maður í Þingholtunum“.
• Leiðinleg húshlið
við alfaraveg
A + B skrifa meðal ann-
ars:
„Við ökum nokkrum sinnum
á dag eftir Miklubrautinni, og
í hvert sinn leiðist okkur jafn
mikið að sjá þá hliðina á Lídó
eða Kjörgarði, sem snýr að göt-
unni. Ekki vitum við, hvort hér
á að vera framhlið eða bakhlið
á húsinu. Kannske er þetta
„bara“ bakhlið, en hún blasir þó
við einni helztu umferðargötu
höfuðborgarinnar. Þetta er stór
myndarlegt hús, og er til
skammar, að ekki sé betur frá
þessari hlið gengið. Ættu eigend
urnir nú að sjá sóma sinn í að
„flikka upp á“ húsið hið allra
fyrsta. Eins á ekki að safna
rusli þarna „bak við“ húsið,
kössum og alls konar drasli og
dóti.
— A + B.
• Leitar að íslenzk-
um bréfavini
Velvakanda hefur borizt
bréf frá fimmtán ára banda-
rískum pilti, sem langar mjög
mikið til þess að komast í bréfa
samband við íslenzkan pilt eða
stúlku á aldrinum fjórtán til
sautján ára. Hann segist hafa
mikið reynt til þess að eignast
bréfavin (pennavin) á íslandi,
en allar tilraunir sínar til þessa
hafi orðið árangurslausar. Því
hefur það orðið þrautaráðið að
leita til Velvakanda.
Pilturinn er fimmtán ára og
hefur áhuga á blaðamennsku,
stjórnmálum, listum, dægurtón
list og dansi. Hann vill skrifast
á við pilt eða stúlku, 14—17
ára, sem skilur ensku.
Nafn piltsins og heimilisfang
er:
Robert Lee Tucker,
6805 Homestead Drive,
Indianapolis, Ind. 46227,
U. S. A.
Velvakandi vonar, að ein-
hverjir eða einhverjar með lík
áhugamál verði til að skrifast
á við Hróbjart. Velvakandi
þekkir sjálfur, hve gott er fyr
ir enskulærdóminn að skrifast
á við bandaríska unglinga.
# Kampakæti
í Sigtúni
„Herra Velvakandi!
Menn þurfa ekki að fara á
kenndirí til þess að skemmta
sér í Sigtúni (Sjálfstæðishús-
inu). Þar er nú verið að sýna
alveg bráðskemmtilegan sjón-
leik, Kampakæti. Hann er vel
staðfærður og sérlega velleik-
inn, ekki sízt af Herdísi Þor-
valdsdóttur, sem einna mest
mæðir á. Ég vil ráðleggja þeim,
sem að þessum leik standa, að
gefa út smáauglýsingapjesa um
leikinn og staðinn á dönsku,
þýzku, ensku og frönsku; láta
hann síðan liggja frammi i
ferðaskrifstofum og gistihúsum,
svo að útlendingar, sem hér eru
á ferð, verji einni kvöldstund
í Sigtúni við að horfa á ís-
lenzka leiklist.
Virðingarfyllst,
Njáll Gunnlaugsson
frá Dalvík."
Nýtt símanúmer:
38820
BRÆÐURNIR ORMSSON h.f.
Vesturgötu 3. — Lágmúla 9.