Morgunblaðið - 08.08.1965, Side 8

Morgunblaðið - 08.08.1965, Side 8
8 MQRC UNBLAÐIÐ ! Sunnudagur 8. ágúst 1965 Kvikmynd um dr. Zivago eftir Pasternak SPÁNVERJAR hafa alltaf verið mikið fyrir mannkyns- söguna gefnir — og hafa reyndar líka oft og einatt látið hana töluvert til sín taka. í- búar Madrid hafa af þeim sökum tekið því með jafnaðar- gerði undanfarin ár, að búa í nábýli við legíónir Rómverja, breiðfylkingar Persa, herskara Kínverja og lífverði Rússa- keisara, þegar þar hafa verið á ferðinni einhverjar stór- myndir síðari ára. í úthverf- unum rísa framandi borgir, hver á fætur annarri og los madrilenos fara framhjá skika af Moskvuborg fyrir tíma bylt ingarinnar án þess að láta sér bregða. Þessa sömu leið héldu á sínum tíma drottningin af Saba — í gervi Ginu Lollo- brigidu, — Alexander mikli, E1 Cid og John Wayne. Og þó ríki Bronstons sé nú hrunið (spænska stjórnin lýsti fyrir skömmu tveggja ára inn- lausnarfresti á kröfum í þrota- bú hans þar, en skúldir Bron- stons á Spáni munu nema um 9 milljónum sterlíngspunda) er Spánn enn samastaður og i griðland ótal kvikmyndafram- leiðenda héðan og þaðan að úr heiminum, manna, sem láta töluvert af hendi rakna við fjárhirzlur ríkisins, en skipta i sér ekki af innanríkismálum. í fyrra bannaði stjómin Col- 1 umbia Pictures að taka þar í i landi kvikmyndina „Behold a Pale horse“, á þeim forsend- um að hún vekti minningar um borgarastyrjöldina á Spáni (Columbia-menn tóku myndina í Pýrenea-fjöllum Frakklands-megin og síðan hefur spænska stjórnin bann- að að sýna nokkrar myndir Columbia-félagsins á Spáni. . Metro-Goldwyn-Mayer hættu sér ekki út á svo hálan ís. f>eir höfðu kostað stórfé til þess að gera kvikmynd eftir hinni 512 blaðsíðna Nóbels- verðlaunabók Boris Paster- naks, „Zhivago læknir", og sú mynd átti ekki að vera nein hrákasmíði. Þeir létu sig hafa það, að lofa að leika ekki Internasjónalinn í myndinni og fengu þá að hafa frjálsar hendur. Og myndin virðist ætla að verða eins stórkostleg og efni stóðu til, því með töku hennar fylgjast nærri þvi eins margir blaðamenn og ljós- myndarar ' og aukaleikendur eru í myndinni. Bókinni um Zhivago lækni var eitt sinn lýst svo, að hún væri „minnst lesna metsölu- bók í sögu bókmenntanna". En löngu áður en bókin varð metsölubók úti í hinum stóra heimi, áður en Pasternak voru veitt fyrir hana Nóbelsverð- laun og hún komin í of hátt verð, keypti Carlo nokkur Ponti kvikmyndaréttinn að henni. Porrti þessi, sem flestir kannast betur við sem eigin- mann Sofiu Loren, er talinn kvikmyndaframleiðenda nask- astur á að verða sér úti um efni í góðar myndir. Hann sýndi svo David Lean bókina og falaði hann fyrir leikstjóra. Lean tók vel í það, en þó því aðeins að hann fengi leikrita-' höfundinn Robert Bolt, þann er gerði kvikmyndahandritið að síðustu mynd hans, „Ar- abiu-Lawrence“, til að semja handritið að „Dr. Zhivago". Loks fékk svo Ponti M-G-M til að leggja út fé fyrir mynd- inni, en er þó enn í orði kveðnu framleiðandi hennar. Því þó undir höfði ljónsins tígulega, sem öskrar svo að undir tekur í kvikmyndasöl- um um allan heim, standi: „Listin fyrir listina", kemur margt annað til álita þegar kvikmyndajöfrar leiða saman hesta sína. Að vísu voru sum- ir M-G-M-manna ekki ýkja- hrifnir af Dr. Zhivago s.yona við fyrstu sýn og fannst sag- an allt of alvarlegs eðlis og myndi ekki auðmelt öllum þorra manna. Pasternak-sinn- ar urðu þó ofaná. Einnig lenti í nokkru þrefi um heiti mynd- arinnar, sumir vildu sleppa doktorsnafnbótinni og kalla hana bara „Zhivago", svo að menn héldu ekki að þarna væri á ferð enn ein rómantísk læknamynd, einskonar Mið- Evrópu skurðlæknisátrúnaðar goð á. borð við aðra slíka á Vesturlöndum nær. Þegar svo þetta allt var farsællega til lykta leitt, voru enn eftir ýmis smáatriði, s. s. að skrifa handritið, velja leikarana og ákveða hvar ætti að taka myndina — og ár leið áður en því væri lokið. Vegna þess sem myndin fjallar um, lá í augum uppi að Lean gæti ekki tekið mynd- ina austan járntjalds, nema þá helzt í Júgóslavíu. Hann fór til Júgóslavíu að svipast þar um — en þótti landslag þar ekki nógu rússneskt á að líta. Og hann fór til Kanada, til Ítalíu og til Norðurlanda til að leita að Móður Rússíá. Hon um leizt dável á landslagið á Norðurlöndum, og þar var líka von til þess að snjóaði nóg, en á Norðúrlöndum var ekkert atvinnuleysi og bæði erfitt og kostnaðarsamt að út- vega aukaleikara. Eftir langa og stranga leit hurfu Lean og menn hans því til sögulands- ins Spánar, þar sem nóg var um kvikmyndatökusali og nóg af aukaíeikurum. En aukaleikarar á Spáni eru ekki lengur eins ódýr vinnu- kraftur og áður var. Þegar fyrstu stórmyndirnar voru teknar þar, var dagkaup þeirra um 50 pesetar. En nú, eftir verðbólgu þá sem siglt hefur í kjölfar Bronstons og manna hans, fá þeir áttfalt kaup á við það, sem áður var, og oft er það meira að segja tekið með í reikningana, hversu mörgum börnum mað- urinn hafi fyrir að sjá. Margir aukaleikaranna koma frá smá bæjum í nágrenni Madrid, þar sem flestir íbúanna hafa fram- færi sitt af því að leika auka- hlutverk í kvikmyndum. f E1 Molar til dæmis, sem hefur um 2.400 íbúa, eru aukaleik- arar mjög vel æfðir menn og agaðir, sem ganga í fylkingu á vinnustað og frá. Þeir koma mikið við sögu 1 Zhivago lækni. f einu atriðinu, þar sem rússneskir liðhlaupar hitta fyr ir liðsauka á leið til vígvall- arins, voru bæði fengnir til mennirnir frá E1 Molar og menn úr spænska hernum. Þá léku hermennirnir hlutverk liðhlaupanna, en fylkingin frá — Julie Christie leikur Lö.ru. E1 Molar lék hina er héldu til vígvallanna, skipulega og tígulega. Það var ekki nóg með að „Zhivago læknir" tæki yfir heilt kvikmyndaver, heldur þurfti líka að reisa 10 ekrur af Moskvu í útborginni Canil- las. Við verkið unnu 780 verkamenn og það tók fimm og hálfan mánuð og — svo við notum allar uppgefnar tölur — 6 lestir af nöglum, 55.0000 holsteina, 135 mílur af pípu- lögnum, 46 þúsund lítra af málningu og af 820 málning- arkústum sem til voru fengnir voru 370 ónýtir áður en lauk. Meðan þessu fór fram var Le- an á vakki kringum borgina Soria, um 150 mílum norðan Madrid, til að velja staði þá er taka skyldi á atriði er ger- ast áttu úti á rússnesku gresj- unum. Soria hafði það sér til ágætis, að hún er með köld- ustu stöðum á Spáni og þar mátti snjókoma heita trygg. Því ef ekki væri fyrir snjó- inn, yrði Norður-Spánn grun- samlega líkur Norður-Spáni á að líta. í desember í fyrra voru fengnir 7.000 páskaliljulaukar frá Hollandi oð gróðursettir þarna á sléttunum, í þeirri von, að þeir myndu liggja I dái undir snjónum yfir vetur- inn og springa svo út að vori, þegar farið yrði að taka atriði þau, sem gerast áttu á þeim tíma árs. En það varð bið á því að snjórinn kæmi. Menn tóku að gerast óþreyjufullir og spurðu ákaft hvenær hans Frh. á bls. 31 David Lean og menn hans á sléttunum við Soria. (Geraldine) Tonya eiginkona Zhivagos. Omar Sharif I gervi Zhivagos.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.