Morgunblaðið - 08.08.1965, Qupperneq 12
#
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 8. ágúst 1965
> 12
->
Gott að vera islendingur í
FÆREYJUM
samband við íslenzkt íþrótta-
félag. í veizlulok voru sungn-
ir þjóðsöngvar Færyja og Is-
lands. Við urSum óneitanlega
dálítið undrandi, þegar all-
flestir Færeyingar sungu ís-
lenzka þjóðsönginn Og kunnu
fyrsta erindið utan að.
— segja ungtemplarnir, sem
*
„ dvöldu þar yfir Olafsvökuna
MARGIR íslendingar lögðu
leið sína til Færeyja til
þess að taka þátt í Ólafs-
vökuhátíðahöldunum, sem
fram fóru í ofanverðum
júlí. Við hittum í Þórshöfn
hóp íslenzkra ungtemplara.
Þau voru 30 saman og
dvöldu í Færeyjum nokkra
daga í boði íþróttafélagsins
Kyndils. Þau komu víða
við meðan á dvöl þeirra
stóð, sáu margt, sem þau
höfðu aldrei áður komizt í
kynni við og luku upp ein-
um munni um það, að ferð-
in hefði verið ævintýri lík-
ust. — Við hittum þau
skömmu áður en þau héldu
heim á leið og báðum þau
að segja okkur frá ferða-
lagi þeirra.
— I>egar við fengum þá hug
mynd að bregða okkur til Fær
eyja, settum við okkur í sam-
band við íþróttafélagið Kynd-
il, sem starfar á sama grund-
velli og félag okkar, Hrönn,
þ.e. það er félag ungtemplara.
Þeir tóku málaleitan okkar
vel, en sögðu að erfitt væri
að hýsa hópinn yfir Ólafsvök-
una, því að þá streyma allir
til Þórshafnar og ekki hægt
um vik að fá inni þá. Okkur
var mikið í mun að komast í
tæka tíð fyrir Ólafsvökuna, og
lyktir mála urðu þser, að við
fengum inni í gagnfræðaskól-
anum í Þórshöfn, en þar hef-
ur aldrei dvalið ferðahópur
áður.
— Við komum til Þórshafn
ar á Ólafsvökuaftan — eða
aðgangadag ólafsvöku — og
tókum sama dag þátt í skrúð-
göngu íþróttafólks, piltarnir í
íþróttabúningum og stúlkurn-
ar í þjóðbúningum. Daginn
eftir kepptum við í handknatt
leik við gestgjafana, en þeir
sigruðu með 14 mörkum gegn
10, sem vart er nema von, því
að við höfðum aldrei spilað
saman handbolta áður. Okkur
ánægðustu með frammistöð-
• í KIRKJUBÆ
— Við heimsóttum þann
sögufræga stað, Kirkjubæ, og
áttum skemmtilega dagstund
hjá Páli Paturssyni, kóngs-
bónda. Hann sýndi okkur sitt-
hvað markvert á staðnum og
fór með okkur á staði, sem
hann sagðist aldrei sýna öðr-
um en íslendingum- Páll er
mikill íslandsvinur og talar ís-
lenzku mætavel. Þarna sáum
við s.tórmerkar fornminjcir,
elztu timburstofu, sem enn
stendur uppi, að hans sögn;
steinkirkju frá miðöldum, sem
aldrei hefur verið fullgerð,
en þó verið vígð. Undir hinu
gamla íbúðarhúsi Páis sáum
við dýflissu, lítið óhugnanlegt
svarthol. Á veggjunum voru
greinilegar rispur eftir negl-
ur. Húsið var í upphafi 50
metrar að lengd, en snjóflóð
hefur tekið af báðum endum
þess. Kirkjubær, sem er 13
kilómetra frá Þórshöfn, er
elzta byggð í Færeyjum. Þar
sat Grimur Kamban, fyrsti
landnámsmaðurinn.
• ÞRJÚ I.H) Á VELLINUM
— Þá brugðum við okkur
til Vestmanna, lítillar byggð-
ar, en þangað er um tveggja
tíma akstur. Þar fór fram ár-
slitaleikur í handknattleik
milli Kyndils, gjestgjafa okk-
ur, og Vestmanna. Leiknum
var lýst í útvarpi, og sagði
þulurinn, að þrjú lið hfðu ver
ið á vellinum, Vestmanna,
Kyndill og íslendingarnir, en
við hvöttum gestgjafa okkar
óspart. Kyndill sigraði í þess
um leik, en félagið hefur ver-
ið Færeypameistari síðan
1958. Þeir komu til íslands
í keppnisferð nú í sumar. Um
kvöldið hélt bæjarstjórnin og
góðtemplarareglan okkur sam
sæti. Þar voru fluttar ótal
ræður og gjafir afhentar.
• SUNGU ÍSLENZKA
ÞJÓÐSÖNGINN
— Næsta dag héldum við
tslenzku ungtemplararnár, sem brugðu sér til Færeyja. Myndin er tekin á heimleiðinnt.
inu var veizla, þar sem 10 róðri af Erlu kóngsdóttur. —
þjónustustúlkur snerust í Eftir hádegi gengum við í
En hvað fannst nú unga fólk
inu ' minnisstæðast úr Fær-
Wmsm 'vI ''"■A
► «*>’ * #
kringum okkur, en þar voru
komnir Færeyjameistararnir í
skildist, að gert væri ráð fyrir
að við kepptum í knattspyrnu,
en það kom sem sagt á daginn,
að um handbofta var að ræða.
Samt sem áður vorum við hin
íþróttakeppni.
skrúðgöngu inn á íþróttavöll-
inn, þar sem svo til allur bær
inn — um 12 þúsund manns
— var mættur. Þar kepptum
við fyrst í handknattleik og
sigruðum nú, naumlega þó og
í knattspyrnu og töpuðum
6:2. í báðum liðum okkar
kepptu hinir sömu. Um kvöld-
ið var enn veizla og dans, en
öllum fallegustu stúlkum í
bænum hafði verið boðið. 1
þessari veizlu vakti það at-
hygli okkar, að einn Færey-
ingurinn hélt ræðu á íslenzku
og vitnaði óspart í íslenzk
skáld. Hann lagði út af orð-
takinu „Fjarlægðin gerir fjöll
in blá og mennina mikla“ og
sagði síðan: Þótt fjöllin virð-
ist ekki blá, þegar þið eruð
í Færeyjum, vona ég, að ykk-
ur virðist þau blá, þegar þið
komið til íslands.
Það kom í ljós, meðan á
dvöl okkar í Fuglafirði stóð,
að iþróttafélagið þar heldur
mikinn áhuga á að komast í
eyjaferðinni?
Soffía Guðmundsdóttir, skrif
stofustúlka hjá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna, sagði, að
heimsóknin í Kirkjubæ hefði
verið minnisstæðust.
— Það verður ölulm minn-
isstætt, sem sáu baðstofuna
þar, alveg eins og hún leit út
á 10. öld. Þarna sáum við
líka fyrstu eldavélina í Fær-
eyjum. Gaman var að sjá fólk
ið í þjóðbúningunum, þeir eru
fallegir, en samt ekki eins
fallegir og íslenzki búningur-
inn, finnst mér!
★
Pétur Jónsson, rafvirkja-
nemi, sagði að sér væri tvennt
minnisstæðast: móttökurnar,
sem hópurinn hlaut, og nátt-
úrufegurðin í Færeyjum.
— En ég hfði ekkert haft
á móti því að sjá grinda-
dráp, sagði hann brosandi.
Okkur var allsstaðar sýnd ein
stök gestrisni, og gestgjafarn-
með báti til Toftir, sem er
sunnarlega á Austurey, og
þaðan með bílum ti-1 Fugla-
fjarðar. Þar hlutum við stór-
kostlegar móttökur. í hádeg-
Andrés Indriðason skrifar frá Færeyjum: