Morgunblaðið - 08.08.1965, Page 14

Morgunblaðið - 08.08.1965, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. ágúst 1965 Bezt eins að og Miron Grindea ræðir við André Maurois áttræðan ANDRÉ Maurois fer orðinn átt- ræður, átti afmæli 26. júlí sl. Hann á baki langan og merkan rithöfundarferil, óvenju snurðu- lítinn og hefur hlotið ríkulega umbun fyrir störf sín á sviði bókmenntanna. Emile Salomon Wilhelm Her- W>g, eiiis og Maurois hieitir réttu nafni, er af Gyðingaættum og átti fjölskyldan heima í Elsass fyrr á árum, en fluttist til Normandí eftir lok styrjaldar Frakka og Þjóðverja árið 1870. Ungur að árum komst Maurois í kynni við Alain („heimspeking inn sem ég á allt að þakka“ eins ©g hann komst sjálfur að orði) ©g varð fyrir miklum áhrifum af honum. Hugur hans hneigð- ist snemma til ritstarfa, en skyld an kallaði og ræktarsemin við fjölskylduna og hann veitti for Stöðu um árabil iðnfyrirtæki fjölskyldunnar, spunaverksmiðju í Elbeuf, og varð orðinn vel metinn iðnrekandi þar í bæ, giftur ungri og fríðri konu, Janine de Szymikiewicz, pólskrar ættar, sem numið hafði í Oxford áður en hún lagði leið sína til Frakklands. Þegar helmsstyrjöldin fyrri ^kalll á, var Maurois skipaður sérlegur aðstoðarmaður brezka hersins í Frakklandi og kynntist þá í fyrsta sinn af eigin raun þessum bandamönnum handan við Ermarsund og hinni stoku kímnigáfu þeirra, „sem gætir jafnt í alvarlegustu frásögnum og harmatölum". Óefað hefur hin sígilda stríðsbók Ian Hays, „The first hundred thousand“, sem hann þýddi á frönsku árið 1917 haft á hann töluverð áhrif og átt sinn þátt í persónusköpun hins skemmtilega og sérstæða Bramble liðþjálfa síðar meir. Árið 1918 haslaði Maurois sér völl á sviði bókmenntanna með bókinni „Les Silences“ og síðan hefur ekki liðið svo ár af hans ævi að ekki hafi komið út eftir hann ein eða fleiri bækur. Alls eru ritverk þau er eftir hann liggja orðin 172 talsins ef allt er til tínt: skáldsögur hans, ævi sögur, heimspekilegar ritgerðir, rit um afmörkuð efni og leikrit. Hin skjóta frægð hans forðum daga hefur enzt svo að undrun sætir og síðasta bók hans til þessa, „Promethee ou la Vie de Balzac“, mikil bók og þykk, er sð margra dómi með því bezta sem hann hefur látið frá sér fara. Maurois segir sjálfur, að „Ævi Balzacs" verði síðasta ævi sagan sín, en menn taka hann ekki alls kostar trúanlegan. Hann sagði einhverju sinni að hamingjan væri í því fólgin að eiga sér góða og ástríka konu ©g hafa ósköpin öll að starfa — ©g meðan svo er um sjálfan hann er varla von að hann hætti skriftum. — x — ' Ég hitti Maurois að máli nú fyrir nokkru á vinnustofu hans í Neuilly, þar sem sér út yfir Bois de Baulogne. Hann lét þess 'þá getið, með óblandinni ánægju, að hann hefði aldrei orðið svo afkastamikill rithöfundur sem raun bæri vitni ef ekki hefði komið til óþreytandi aðstoð og ósérplægni’ síðari konu hans Simone de Caillavet, sem hann hefur nú verið giftur í fjörutíu ár. Madame Maurois, sem sjálf hefur fengizt töluvert við rit- störf, hefur verið dyggur að- stoðarmaður eiginmanns síns allt síðan hún hjálpaði honum að safna gögnum að samningu ævisögunnar um Disaraeli. Þau hjón hafa jafnan leitað fanga á sömu stöðum og gengið að verki með rósemi og einurð þess sem veit hvað hann vill og hvernig hann ætlar að gera það. í París sækja þau Bibliothéque Natio- nale, í Bretlandi British Muse- um eða Cambridge University Library og í Bandaríkjunum bera þáu niður í þingbókasafn- inu (Congress Library), Har- vard eða Princeton. „Hún hefur til að bera yfir- skilvitlegan hæfileika til að finna um hæl einmitt það sem mig vanhagar um hverju sinni“, segir Maurois. „Það var henni að þakka, að ég gat stundað mínar skriftir í friði og spekt að morgni dags og eytt síðdeginu við lestur góðra bóka.eða verið samvistum við vini mína, meðan hún glímdi við nær ólæsileg handrit mín og vélritaði þau. Og stundum varð hún að skrifa þau upp aftur og aftur áður en ég gat lagt blessun mína yfir þau“. „Já“, segir hann íhugull, „þessi ritstíll minn, sem haft er á orði, að sé svo Ijós og létt- ur að ég hljóti að eiga mjög auð- velt með að skrifa, er árangur óskaplegrar vinnu. Stundum skrifa ég sömu setninguna upp aftur tíu og jafnvel tuttugu sinn- um, strika út lý'singarorð fækka, minnka, dreg úr, — þurrka burtu harðri hendi allt sem er ofaukið í þrotlausri leit ÁTTRÆÖUR! Aldrei datt mér í hug, að ég ætti eftir að lifa það að ná svo háum og virðulegum aldri. Ég man þegar ég bauð mig fram til herþjónustu átján ára gam- all og átti ekki að fá þar inngöngu. „Nei, væni minn“, sagði herlæknirinn, „þig get ég ekki tekið, þú ert svo skelfing væskilslegur“. En ég maldaði í móinn og fékk hann loks til að skrá mig, með þeim ummælum þó, að ekki hugnaðist honum það meira en miðlungi vel, ég myndi ekki þola þetta er fram í sækti. En honum skjátl- aðist, því það var um mig eins og svo marga aðra, sem ekki virðast vera til stórræðanna, að það er töggur í þeim er á reynir og ég stóð mig dável bæði þá og síðar. Hvers vegna? Ég held það sé að miklu leyti því að þakka, að ég hef jafnan átt við að búa stöðuga vinnu og strangan aga um ævina. Þó býst ég við að baggamuninn ríði það sem ég nam í æsku af Alain, læriföður mínum. Hann kenndi mér, að lífshamingjan væri ekki einhver náðargjöf forsjónarinnar til handa fáum útvöldum, heldur skylda, sem öllum mönnum væri lögð á herðar. Ég hef orðið fyrir ýmsum áföllum um dagana eins og gengur, en mér hefur heppnazt blessunarlega vel að fylgja heilræðinu gamla um að gleyma sem mestu og sem fyrst. Og gott skap hefur haldið mér við góða heilsu. En nú er ég orðinn áttræður og það er nokkuð hár aldur og ég er farinn að þreytast eins og eðlilegt er, eft- ir langa starfsævi. Andleg vinna er mér að vísu enn auð- unnin og til jafn mikillar ánægju og áður. Síðustu bók minni hefur verið betur tekið en nokkurri bók annarri, sem ég hef látið frá mér fara. En ég finn að líkaminn er farinn að láta sig. Áður hafði ég af því hið mesta gaman að fara í langar gönguferðir, nú verð ég þreyttur hvað lítið sem ég hreyfi mig. 'Skemmtilegar samræður voru eitt sinn mitt líf og yndi og enn þykir mér gaman að sitja og skeggræða við vini mína, en þeir mega ekki verða of margir. Ég heyri ekki lengur nógu vel til þess að henda reiður á því, sem sagt er við mig í margmenni eða kallað til mín úr nokkurri fjarlægð. Áður var mér það leikur einn að flytja ræður eða halda blaðamanna- fundi, nú er mér það erfitt Verk og þreytandi. Það er sem sé farið að halla töluvert undan fæti fyrir Maurois gamla. Ég var eitt sinn spurður: Ef á allt er litið, mynduð þér telja að yður hefði hlotnazt það um ævina, sem þér gerðuð yður vonir um í æsku? Ég svaraði því til, að lífið hefði gefið mér miklu meira en ég nokkru sinni þorði að vona. Þegar ég þóttist sjá hilla undir hugsanlegan rit- höfundaferil minn í æsku, hvarflaði það ekki að mér, að ég myndi eiga eftir að skrifa allan þann sæg bóka, sem nú liggja eftir mig og þaðan af síður hefði mér getað að samræmi orða og ímyndunar Því þó ég sé einlægur aðdáandi Prousts og Saint-Simons, er ég sjálfur ekki í rónni fyrr en ég hef kannað dýpi þess sem lesandinn gerir sér ekki grein fyrir að til sé, en við rithöfundarnir glím um við ár og síð, þessárar tor- fengnu leikni, sem gerir það að verkum að lesandanum finnst sem rithöfundurinn hafi bara sezt niður og skrifað þetta, án hiks eða heilabrota. Ég hef aldrei getað unnð þannig og ég hef aldrei kastað höndum til nokkurrar bóka minna eða greina. Þegar mér tókst ekki að koma orðum að því sem ég vildi sagt hafa, þá var það ekki vegna þess að ég hefði ekki lagt mig allan fram“. Ég spurði, hvað hefði laðað hann svo að Bretum og Bret- landi, að hann hefur oft verið kallaður í hálfkæringi: „Franska alfræðibókin um England“. „Ég er maður feiminn að eðlis- fari og hlédrægur, sagði Mauro- is og mér var mikill sityrkur og léttir í því, hversu gjörsam- lega öllum þeim Englendingum sem ég komst í kynni við virtist standa á sama um mig og minar gerðir. Og um leið voru Bretar eitthvað svo sérkennilegir í hátt um, svo skáldlegir og skemmti- legir, að ég var ósjálfrátt kom- inn með minnisbókina á loft áður en ég vissi af, til að pára hjá mér kyndug tilvik og furðu- leg uppátæki manna þar. Af minnisblöðunum hafði ég t. d. atvik það er Parker liðsforingi heilsaði krákunum og einnig hitt er hann sat við lestur grískra heimspekibókmennta 1 matsal foringjanna og sömu- leiðis svipmyndirnar af Brambla liðþjálfa og því hvernig hann lék alltaf upp aftur og aftur á gamla grammófóninn sinn „Come up from Somerset" og „Pack up your troubles in your old kit bag“. Maurois hefur skrifað manna mest um brezk skáld, rithöfunda, stjórnmálamenn, vísindamenn og sérvitringa og hefur aldrei látið hjá líða að benda á hversu frábrugðnir þeir væru nánustu nágrönnum sínum. Hann hefur teflt fram máli sínu til stuðn- ings elsku Frakka á röksemda- færslu- og vantrú Breta á öllu slíku. Eitt með öðrum heilræð- um, sem Maurois gaf ungura löndum sínum í bókinni „Con- seils á un jeune Francais part- ant pour l’Angleterre", sem út kom árið 1927,' var það að beita röksemdarfærslum í hófi. „Vilj- irðu telja Englending á þitt band skaltu ekki leiða of ljós rök að máli þínu. Major Parker sagði. alltaf: „Við Bretar erum heldur í heimskara lagi og í því liggur okkar meginstyrkur. Þegar við erum í hættu staddir, gerum við Frahald á bls. 22. dottið í hug að þ>ær yrðu einn góðan veðurdag þýddar á ótal tungur. Yfir hverju ætti ég að kvarta? Að vísu hefur oft og einatt ýmislegt bjátað á. Ég hef haft kynni af illgjörnu fólki og öfundsjúku, sem gerði mér lífið leitt, en hálfu fleira fólki hef ég kynnzt, sem sýndi mér drenglyndi og hollustu. Þegar ég renni huganum til minna mörgu og góðu vina og minnist trygglyndis j þeirra og alúðar í minn garð, hlýnar mér um hjartaræt- i ur. Það er ekki lítils um vert, að þeir, sem maður hefur sjálfur mætur á, skuli einnig meta mann að verðleikum. Öðru sinni var ég spurður: „Hvers vegna haldið þér áfram að vinna? Hvers vegna setjist þér ekki í helgan stein og njótið góðs af því, sem þér hafið þegar gert? Þér aukið engu við frægð yðar eða frama með því að vera að bardúsa þetta fram í rauðan dauðann". Eflaust er þetta alveg rétt athugað — en þar sem því er nú þannig farið, að skriftirnar hafa verið mín mesta ánægja um ævina — að frátöldum ástvinum mínum og öðrum vinum — hef ég hreint ekki hugsað mér að neita mér um þá gleði svona á grafarbakkanum. Það má alltaf gera betur en gert er og þrátt fyrir aldurinn er ég enn með margt og mikið á prjónunum. Mig langar til dæmis að skrifa ævinminningar mínar, sem ég hef þegar lagt drög að. Mig langar að rekja í stuttu máli það sem á daga sumra söguhetjanna úr skáldsögum mínum hefur drifið síðan ég skildi við þær, fyrir allt að þrjátíu árum sumar hverjar. Mig langar líka að skrifa ritgerð um at- hafnasemina. Og mig langar að.... já, satt bezt að segja, langar mig að gera svo margt og hef lagt drög að svo mörgu, að mér myndi endast það langt fram yfir aldar- afmælið. Ég veit það vel, að mörg þessara áforma minna verða aldrei að veruleika. Ég veit, að einn góðan veður- dag liggur hálfkarað handrit á skrifborðinu mínu, saga sem aldrei verður fullsögð. En hverju máli skiptir það? Menn þurfa ekki endilega að sjá fyrir endi þeirra verka, sem þeir hefjast handa um .Aðalatriðið er að byrja. Rit- höfundur, sem vart hefur slitið barnsskónum hefur heldur ekki fyrir því neina tryggingu, að hann fái frem- ur lokið sinni sögu en sá, sem kominn er eitthvað til ára sinna. Og ef sá dagur rennur upp, að ég hef hvorki til þess þrek né löngun að skapa ný verk, get ég altént dundað við að leiðrétta og betrumbæta það sem ég hef þegar skrifað. Ég gæti líka stytt mér stundir við að glugga í verk gömlu meistaranna, sem hafa veitt mér innsýn í náttúruna og mannlífið, gengið á vit vina minna, bæði lífs og liðinna. Ég hef oft verið að því spurður, hvort ég óttaðist ekki dauðann. En því fer f jarri. Dauði ástvina minna er mér þungbær, satt er það, en dauði sjálfs mín — nei, 'i hann leggst ekki illa í mig. Dauðinn sjálfur skiptir ekki meginmáli heldur hitt, að lifa hvern dag unz kallið kemur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.