Morgunblaðið - 08.08.1965, Síða 16
MOkCUNBLADIÐ
Sunnudagur 8. ágúst 196b
w
tJtgefandi:
Framkvsemdast j óri:
Ritstjórar:
Ritst j órnarf ull trúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
AUKIN FJÖL-
BREYTTNI í SÍLDAR-
IÐNAÐI
Ékv-M
mij
UTAN ÚR HEIMI
Hálft ár frá því að ioftárásir
á N.-Vietnam hófust
NÚ HAFA Bandaríkjamenn
haldið uppi nær stöðugum
loftárásum á N-Vietiiiam í sex
mánuði. Einn af fréttamönn-
um Associated Press í Viet-
nam, Peter Arnett, hefur af
því tilefni átt viðtöl við marga
flugmenn, sem þátt hafa tekið
í árásunum og embættismenn
er um þær fjalla. Fer hér á
eftir grein eftir Arnett, byggð
á þessum viðtölum.
Liðnir eru sex mánuðir frá
því að Bandaríkjamenn hófu
loftárásir á N-Vietnam og
þótt þeim hafi vart linnt síð-
an, vantar enn mikið á, að
þær hafi náð tilgangi sín-
um .Samkvæmt upplýsingum
háttsetts embættismanns, verð
ur að auka árásirnar til muna
og hætta á að missa hlutfalls-
Iga fleiri flugvélar, ef árang-
urinn á að verða betri.
Bandarískar flugvélar hafa
varpað um 10 þús. lestum
sprengiefnis á N-Vietnam frá
því að loftárásirnar hófust
7. febrúar, og fimmtíu þeirra
hafa verið skotnar niður. í
upphafi höfðu loftárásirnar
tvö markmið. í fyrsta lagi átti
að loka mð þeim þirgðaflutn-
ingaleiðum Viet Cong frá N-
Vietnam og í öðru lagi neyða
ríkisstjórn N-Vietnam að
samningaborðinu.
Meðal embættismanna eru
margir, sem efast um að tek-
izt hafi að vinna verulegt
tjón á flutningaleiðum Viet
Cong. „Við höfum sprengt
brýr í loft upp, eyðilagt vegi
og sökkt bátum þeirra“ sagði
bandarískur liðsforingi, „en
þrátt fyrir það virðist skæru-
liðana í S-Vietnam ekki
skorta neitt. Þeir fá birgðir
eftir leiðum, sem liggja um
Laos og við getum ekkert ann
að gert en varpað sprengjum
á frumskóginn. Skæruliðarnir
koma einnig suður með strönd
inni og gegnum Kambódíu, án
þess að vrða fyrir miklu
tjóni.“
Ekkert bendir heldur ti-I
þess að hitt takmarkið, þ.e. að
koma fulltrúum stjórnarinnar
í Hanoi að samningaborðinu,
náist í bráð. Kommúnistarnir
hafa látið sm vind um eyrun
þjóta öll tilboð Bandaríkja-
manna um samningaviðræður
og sama máli gegnir um til-
raunir annarra þjóða og U
Thants, framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóðanna, til að
koma á viðræðum.
En bandarísku sprengjurn-
ar hafa eyðilagt mörg mann-
virki í N-Vietnam. Skýrslur,
sem nýlega voru gerðar sýna,
að sprengjum hefur verið varp
að á öll hernaðarlega mikil-
væg skotmörk frá borginni
Vinh til landamæra S-Viet-
nam ig er um 240 km vegur
á milli. En meðal þessara skot
marka eru ekki hernaðarleg
mannvirki í^borgum og þorp-
um. Á þau hefur ekki verið
ráðizt vegna hættu á að skaða
óbreytta borgara.
Undanfarnar vikur hafa ár-
ásirnar fyrst og fremst beinzt
að hernaðarmannvirkjum í
fjöllunum fyrir norðvestan
Hanoi. Talið er, að ætlunin sé
afi færa árásirnar smám sam-
an nær höfuðborginni, en til
þessa hefur sprengjum ekki
verið varpað nær hnni en 5f>
km. Samkvæmt áætlu-num,
sem gerðar hafa verið, hafa
um 2700 byggingar verið eyði-
lagðar í loftárásunum á N-
Vietnam og 500 brýr hafa
skemmzt eða eyðilagzt. Marg-
ir embættismenn eru þirrar
skoðunar, að Bandaríkjamenn
myndu missa hlutfallslega
miklu fleiri flugvélar og
menn. ef þir beindu árásum
sínum og flugvöllum og eld-
flaugastöðvum í nágrenni
Hanoi. Þrjár bandarískar flug-
vélar voru t.d. skotnar niður,
er árásir voru gerðar á tvær
stöðvar, sem Rússar hafa
byggt fyrir loftvarnaeldflaug-
ar fyrir norðan Hanoi. Flest
bendir til þess, að kommún-
istar hafi lagt megináherzlu á
loftvarnir umhverfis höfuð-
borgina og í iðnaðarhéruðun-
um í norðri, og talið er lík-
.legt, að þeir hafi flutt þangað
vopn frá svæðinu fyrir sunn-
an Vinh.
Ýmsir innan Bandaríkjahers
eru þeirrar skoðunar, að rétt
hefði verið að beina árásun-
um í upphafi að flugvöllum
Framh. á bls. 31
Skuggi af bandarískri flugvéi
frá N-Vietnam eftir loftárás.
á fiugi framhjá brennandi bát
CJíldveiðin er nú að glæðast á
^ ný og er komið í ljós, að
fiskifræðingar okkar hafa
enn einu sinni verið sannspá-
ir um göngur síldarinnar.
Vonandi verður áframhald á
þeirri síldveiði, sem nú er fyr
ir Austurlandi og síldarver-
tíðin á þessu sumri ekki lak-
ari en í fyrra.
Hér í blaðinu hefur oft ver-
ið rætt um nauðsyn þess, að
efla síldariðnað okkar, svo að
verðmætasköpunin hér innan
lands verði meiri en nú er og
síldin ekki seld úr landi ó-
unnin að mestu. Þetta er hins
vegar ekki auðunnið verk,
því að síldarvinnsla er vanda-
söm og markaðir fyrir síldar-
vörur nokkuð takmarkaðir og
sérstæðir.
Saltsíldin er fyrst og fremst
seld til germanskra þjóða í N-
Evrópu og nokkuð til A-Ev-
rópuríkjanna og einnig að ein
hverju leyti -til fólks af germ-
önskum stofni í Bandaríkjun-
um. — Saltsíldarmarkaðirnir
eru nokkuð stöðugir og vafa-
samt að hægt sé að auka þá
mikið. Saltsíldin er ýmist not-
uð til neyzlu eða niðurlagn-
ingar. N "ðurlandaþjóðirnar
kaupa af okkur saltsíld og
nota hana að mestu til niður-
lagningar og selja hana þann-
ig, aðallega heima fyrir. Mark
aðsástæður og ýmsar orsakir
valda því, að nokkrum erfið-
leikum er bundið, að koma
hér á fót stórfelldri niðurlagn
ingu síldar, þótt sjálfsagt sé
að gera það sem unnt er í
þeim efnum.
Öðru máli gegnir :im niður
suðu. Fryst síld, sem héðan er
seld, er fyrst og fremst notuð
til niðursuðu og reykingar.
Innan skamms tekur til starfa
niðursuðuverksmiðja Norður-
stjörnunnar í Hafnarfirði og
starfar sú verksmiðja í sam-
vinnu við norskan aðila, sem
hefur ráð á stórum mörkuð-
um, m.a. í Bandaríkjunum.
Reynsla fyrri ára bendir til
þess, að mjög erfitt sé að
koma nýju merki niðursoð-
innar síldar inn á erlenda
markaði, nema með gífurlegri
fjárfestingu í auglýsingum og
kynningarstarfsemi. — Þess
vegna virðist hyggilegt að
fara inn á þá braut í ríkari
mæli, sem verksmiðjan í
Hafnarfirði hefur valið, að
taka upp samvinnu við er-
lenda aðila um sölu á niður-
soðinni síld undir þeirra vöru-
merki. Tiltölulega góðar að-
stæður eiga að vera til þess
hér á landi, þar sem innlend-
ir framleiðendur eiga að geta
fengið nýja síld til niðursuðu
og geta þar með komist að
einhverju leyti framhjá einu
vinnslustigi, þ.e. frystingu.
Þetta er þó ekki einhlítt þar
sem ekki er alltaf völ á réttu
hráefni til niðursuðunnar.
Það mun nokkrum vand-
kvæðum bundið að afla mark
aða fyrir reykta síld erlendis
en þó ættu einhver tækifæri
að vera til þess, ef tekin er
upp samvinna við erlenda að-
ila, sem hafa ráð yfir mark-
aðskerfi á þessu sviði.
Niðurstaðan verður því sú,
að rétt sé að leggja fyrst og
fremst áherzlu á aukna niður-
suðu síldarinnar og samvinnu
við erlenda aðila um sölu
hennar, jafnframt því, sem
við sjálfir gerum tilraun til
að vinna nýja markaði fyrir
niðursoðna síld og jafnvel
frysta síld. Auk þess ber að
sjálfsögðu að huga vel að öðr-
um tækifærum sem gefast.
NÝIR MARKAÐIR
í ÞRÖUNAR-
LÖNDUM
V/mislegt bendir til þess, að
möguleikar kunni að
vera að opnast í hinum nýju
ríkjum Afríku til sölu á nið-
ursoðinni og frystri síld þang-
að.
Afríkuþjóðirnar eru í aukn-
um mæli að taka upp neyzlu
á frystum matvörum og þær
neyta einnig fiskjar, sem um
margt er mjög líkur þeirri
síld, sem veiðist hér við land.
Af þeim sökum ætti að vera
auðveldara en ella að afla
nýrra mark'aða þar í landi,
þar sem sú vara er boðin
væri, yrði um margt lík
þeirri, sem þær þekkja nú þeg
ar. Einnig má telja líklegt, að
markaðurinn í Afríku verði
ekki eins viðkvæmur fyrir
þekktu vörumerki og neyt-
endamarkaðurinn í V-Evrópu.
Nú munu standa yfir hér á
landi tilraunir með niðursuðu
síldar í ódýrar umbúðir, sem
hafa hingað til tekizt vel.
í Afríku er mikil þörf fyrir
fæðu, sem auðug er af eggja-
hvítuefnum og þess vegna er
síldin okkar kjörin fæða fyrir
þjóðirnar þar.
Nauðsynlegt er, að kannað
verði til hlítar, hverjir mögu-
leikar eru þarna fyrir hendi.
Annars gegnir það nokk-
urri furðu, að svo mikil síld-
arþjóð, sem við erum, leggi
ekki meiri áherzlu á að auka
fjölbreyttni á matvælafram-
leiðslu úr síldinni, því að
vafalaust eru margvíslegir
möguleikar fyrir hendi til
þess að framleiða fjölbreytta
síldarrétti. Einhver einn aðili
verður að taka það mál föst-
um tökum og væri t.d. ekki ó-
eðlilegt, að Síldarverksmiðjur
ríkisins, sem nú eru orðnar
nokkuð öflugar og hafa verið
reknar með töluverðum hagn-
aði síðustu árin, tækju það
verkefni að sér. Hér er mikið
í húfi fyrir okkur íslendinga
og tækifæri til að margfalda
verðmæti þeirrar síldar, sem
nú er seld úr landi.
SENDIHERRA í
WASHINGTON
¥Tm þessar murtdir er nýr
^ sendiherra að taka við
stjórn sendiráðs íslands í
Washington. Pétur Thorsteins
son, sem skipaður hefur verið
sendiherra íslands í Washing-
ton, hefur undanfarin þrjú ár
gegnt störfum í París, sem
sendiherra hjá ríkisstjórn
Frakklands, og jafnframt
fastafulltrúi íslands í ráði
Atlantshafsbandalagsins og
Efnahags- og Framfarastofn-
unarinnar. Ennfremur hefur
Pétur undanfarin ár verið
fulltrúi íslands gagnvart
Efnahagsbandalagi Evrópu.
í hugum flestra íslendinga
mun sendiherrastaðan í Was-
hington vera ein mesta trúrt-
aðarstaða íslenzka ríkisins á
erlendri grund. Sæti Thor
heitins Thors er þar vand-
skipað, en álmennt munu
menn sammála um, að með
skipun Péturs Thorsteinsson-
ar, sem sendiherra íslands í
Washington, hafi vel til tek-
izt.
Hinn nýi sendiherra í Was-
hington á að baki glæsilegan
feril í utanríkisþjónustunni.
Hann var fyrst skipaður sendi
herra aðeins 35 ára gamall, og
hefur nú þegar gegnt sendi-
herraembætti í Moskvu, Bonn
og París, og fer nú til Wah-
hington. Mun það sjaldgæft í
hinum diplómatíska heimi, að
sami maður gegni sendiherra-
embætti í svo mörgum þýð-
ingarmestu höfuðborgum
heims á ferli sínum. Morgun-
blaðið óskar Pétri Thorsteins-
syni og konu hans velfarnaðar
í hinu nýja og vandasama
starfi.