Morgunblaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.08.1965, Blaðsíða 25
F Sunnudagur 8. ágúst 1965 MORGUNBLAÐIÐ 25 Svo byrjar þessa sögu, að fyrir neðra parti Ungaría réði jarl sá, er Merían er nefndur. Hann var kvæntur maður, og hét kona hans Kassandína. Jarl var maður ekki auðigur, en þó vinsæll maður og vel að sér í mörgu. Hann var heiðinn maður og hlótaði skurðgoð. Svo har til eina nótt, er þau hjónin lágu í sæng sinni, að kona jarls lét illa í svefni, þar tii jarlinn vakti hana og spurði, hvað hana hafi dreymt. Hún mælti: „Það dreymdi mig, að eg sat í rjóðri einu og þótti mér kið eitt liggja í knjám mér og þótti mér vænt um það og vilda eg strjúka því. Þá þótti mér það verða að stórum apaketti, sem hafði mörg skringileg læti. Þóttumst eg þá verða reið og hrinda honum úr knjám mér. En sem hann kom á jörðina, varð hann að stóru ljóni, og þótti mér sem kóróna af gulli væri á þess höfði, en klær þess og fætur sýnd- ust mér af járni. Varð eg þá hrædd, og við það vakn- aði eg.“ Þá mælti jarl: „Þetta munu svefnórar einir, og er oft ljótur draumur fyrir Iitlu efni.“ Nokkru eftir þetta verða menn þess varir, að kona jarls var með barni. Liðu svo tímar til þess hún lagð- ist á gólf og fæddi sveinbarn, mikið og frítt. Sveinn- inn var vatni ausinn og nefndur Sarpidon. Hann var snemma mikill vexti og ramur að afli, en mikið þóttl hann undarlegur og fábreytinn í lund; talaði hana jafnan hégómlega, og héldu flestir hann vitlítinn vera. Þegar Georg IV Englandskon- ungur hitti tilvonandi brúður 6Ína Caroline prinsessu af Bruns- ■wick í fyrsta sinn tók hann hönd hennar og kyssti á hana. En svo fipaðist honum riddaramennskan, Bneri sér að einum vina sinna og hvíslaði: „í guðanna bænum, Georg, náðu mér í glas af sterku víni.“ ★ Það fór mjög í taugarnar á Mark Twain, þegar menn, sem gáfu sig á tal við hann, byrjuðu á því að ræða um veðrið. Þegar einhver ávarpaði hann: „Það er gott veður í dag, Mr. Twain“, var hann vanur að svara: „Já, ég hef heyrt mikið um það tai- að.“ ★ ★ Þegar Coolidge var varaforseti Bandaríkjanna var honum skilj- anlega oft boðið í veizlur.. En hann var maður þegjandalegur, ©g gestgjafarnir áttu í stöðugum erfiðleikum með að finna honum hæfan sessunaut Frú ein taldi vandann leystan með þvi að setja frú Aliee Roosevelt Longworth við hlið hans, en hún var þekkt fyrir samtalshæfileika sína. Frú LongwOrth lá ekki heldur á liði sínu, «i það kom fyrir ekki, henni 'lókst tæplega að draga orð upp úr varaforstanum. ILoks gafst hún upp og sagðú toHinar mörgu veizlur, sem þér verðið að vera í, hljóta að þreyta yður mjög.“ Coilidge svaraði án þess að líta ef diskinum: „Ja, en einhvers- ■taðar verður maður að borða“. ★ „Æskan er dásamleg," sagði Bernard Shaw, „það er bara giæpur að eyða henni á böm." ★ ! Curran sagði eitt sinn um Madame de Staél sem var ófríð með afbrigðum en mjög skemmti teg í samræðum: „Hún hefur hæfileika tM þess að tala sig áagra.- Meðan Vesper og Bond snæða kvöld- verðinn, fara Le Chiffre og félagar hans Og þriðji hópurinn lendir í Leningrad, að undirbúa kvöldið í spilavítinu. JÚMBÓ — j<— ■—* j<— —■ j<— — Teiknari: J. MORA Það er raunalegt að vera í ókunnugu landi og verða þess var að bezti vinur manns er lokaður inni í sjúkrahúsi — vegna þess að hann er hættulegur um- hverfi sínu. — Hvernig eigum við að fá Spora leystan út? spurði Júmbó. — Við verðum að tala við yfirlækninn, svaraði Mökkur prófessor. Tveimur mínútum seinna veitti yfir- læknirinn þeim áheym i skrifstofu sinni. Hann var mjög elskulegur í viðmóti. — Ég er nýbúinn að fá nafnspjald yðar, kæri starfsbróðir, sagði hann. Gjörið svo vel og gangið í bæinn. Hvað get ég gert fyrir yður? — Ég vildi gjarnan fá að vita, hvernig hinn góði, gamli vinur minn, Spori, hefnr það, byrjaði Mökkur. — Aha! Spori! sagði yfirlæknirinn og virtist í góðu skapL Já, það er óskaplega flókið mál. Hann var lagður hér inn til rannsóknar. Við búumst við að þurfa að halda honum hér í nokk- ur ár . .. KVIKSJÁ —)<— —--K— Fróðleiksmolar til gagns og gamans SKOTAPILSIB Háskotapilsið (kilt), sem gert er úr sér- stöku tiglóttu ullarefni (tartan), hefur um aldaraðir verið sá klæðnaður, sem Skot- arnir hafa klæðzt jafnt í stríði sem friði. Þeir hafa klæðzt þeim á löngum og myrk- um tímabilum í sjálfstæðisbaráttu sinni gegn Englaudi og allt fram til styrjalda vorra tíma, er þeir börðust með Englend- ingum fyrir brezka heimsveldið. Þegar hersveit Háskota var sett til varnar undan- haldi í Norður-Frakklandi árið 1940 köst- uðu þeir hinum venjulega einkennisbún- ingi og klæddust þjóðbúningi sínum áður en þeir létu til skarar skríða. Af 200 manns týndu lífi um 130. t Kóreustyrjöld- inni gerðu 400 menn úr hinni Konunglegu skozku landvarnarsveit árás á 6000 kín- verska fótgönguliða. Þeir voru að vísu ekki í þjóðbúningnum, en í pilsum voru þeir. — í herbúðum Háskotanna eru spegl- ar í gólfinu, svo að liðsforingjarnir geti aðgætt, hvort nokkur falli í þá freistni að vera í brókum undir pilsinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.