Morgunblaðið - 08.08.1965, Qupperneq 28
28
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 8. ágúst 1965
GEORCETTE HEYER
FRIÐSPILLIRINN
— Þei, þei, gesturinn þinn
verður hræ'ddur el þú ferð að
gráta, sagði Soffía, og strauk
flókáð hárið á benni. — Veiztu,
að það er kominn herra í heirn-
sókn?
— Charles? spurði Amabel
og gleymdi sem snöggvast raun-
um sínum.
— Já, hann Charles, svo að þú
verður að lofa mér að snyrta
þig dálítið og laga til í rúminu.
Hananú! Jæja, Charles, ungfrú
Rivenhall er reiðubúin að veita
þér móttöku!
Hún tók skerminn frá, svo að
Ijósið féll á rúmið, og benti
Charles að setjast hjá systur
sinni. Hann gerði það og greip
í litlu höndina, sem var orðin
eins og kló, og svo talaði hann
við barnið og var svo upplífg-
andi, að honum tókst að hafa af
fyrir henni þangað til Soffia
var komin með mjólkina. Þegar
hún sá bollann, fór hún undir
eins að rella. Hún vildi ekki
neitt, hún fengi bara velgju, ef
hún ætti að fara að drekka
mjólk, hversvegna gæti Soffía
ekki látið hana í friði?
— Ég trúi ekki, að þú verðir
svo vond að vilja ekki mjólk-
ina, þegar hún hefur nú verið
hituð sérstaklega handa þér,
sagði Charles, — og þegar ég
er kominn til þess að halda á
bollanum fyrir þig. Og hann tók
við bollanum úr hendi frænku
sinnar. — Og meira að segja
rósabolli! Hvar hefurðu fengið
hann? Ég þekki hann bara alls
ekki!
— Cecilia gaf mér hann til
að eiga sjálf, sagði Amabel. —
En ég vil bara ekki neina mjólk.
Það er ekki gott að fara að
drekka mjólk um hánótt!
— Ég vona, að hann Charles
hafi dáðst af alvörurósunum
þínum, sagði Soffía og settist á
rúmstokkinn og reisti Amabel
upp og lét hana hallast að öxl
Þórshöfn
tJmboðsmaður Morgun-
blaðsins á Þórshöfn er Helgi
Þorsteinsson, kaupmaður og
í verzlun hans er blaðið seit
í lausasölu.
Reyðarfjörður
KBISTINN Magnússon,
kaupmaður á Reyðarfirði, er
umboðsmaður Morgunblaðs-
ins þar í kauptúninu. Að-
komumönnum skal á það
bent að hjá Kristni er blað-
ið einnig selt í lausasölu.
Seyðisfjörður
UMBOÐ Morgunblaðsins í
Seyðisfjarðarbæ er í Verzl.
Dvergasteinn. Blaðið er þar
einnig í lausasölu fram til
kl. 11,30 á kvöldin. „Bar-
inn“, veitingastofa, hefur
blaðið í lausasölu.
Á Egilsstöðum
HJÁ Ara Björnssyni í Egils-
staðakauptúni er tekið á
móti áskrifendum að Morg-
unblaðinu. Þar í kauptún-
inu er Morgunblaðið selt
gestum og gangandi í Ás-
bíói og eins í Söluskála kaup
félagsins.
Á öllum helztu
áningastöðum---------
FERÐAFÓLKI skal á það
bent, að Morgunblaðið er til
sölu á öllum helztu áninga-
stöðum á hinum venjulegu
ferðamannaslóðum, hvort
heldur er sunnan lands, á
i
(
L
sér. — Við erum orðnar svo af-
brýðissamar við Cecilia, sagði
hún, — af því að hún Amabel
er búdn að eignast svo fínan
biðil, að við erum alveg horfn-
ar í skuggann. Viltu bara sjá
blómvöndinn, sem hann færði
henni?
— Charlbury? sagði hann
brosandi.
— Já, en ég er hrifnust af
sjúpmóðurinni frá þér, sagði
Amabel.
— Auðvitað ertu það, sagði
Soffía. — Drekktu nú mjólkina
þína! Ég get fullvissað þig um,
að herramenn fyrtast svo auð-
veldlega, og það má alls ekki
koma fyrir.
— Alveg rétt sagði hr. Riven-
hall. Ég fer að halda, að þú sért
hrifnari af honum Charlbury 'en
mér, og það getur gert mig þung
lyndan.
Hún hló máttleysislega að
þessu, en loksins fékkst hún til
að drekka mjólkina. Soffía lagði
hana varlega útaf aftur, en ekki
tók hún annað í mál en að þau
væru bæði hjá henni.
— Já, en ekki tala meira,
sagði Soffía. Ég ætla að segja
þér eitt ævintýri, en þú mátt
ekki taka fram í, því að þá rugl-
ast ég í sögunni.
— Já, segðu mér frá því þeg-
ar þú varst í Pyrenneafjöllun-
um, sagði Amabel, syfjulega.
Soffía gerði það og talaði lágt
og smámsaman tóku augnalokin
á litlu stúlkunni að þyngjast.
Hr. Rivenhall sat kyrr hinu-
megin við rúmið og horfði á
systur sína. Loksins sáu þau, að
Amabel var sofnuð. Soffía þagn-
aði og leit upp og á hr. Riven-
hall. Hann horfði á hana, rétt
eins og honum hefði dottið eitt-
hvað nýtt í hug, sem hann var
hissa á. Hún hélt áfram að horfa
rétti út höndina, en lét hana
síga aftur, en sneri sér svo og
flýtti sér út.
15. kafli.
Næsta dag hitti Soffía alls
ekki frænda sinn. Hann kom
inn til Amabel á þeim tíma, sem
hann vissi, að Soffía var að hvíla
sig, og kom ekki heim til kvöld-
verðar. Frú Ombersley hélt, að
Laus íbúð
3 herb., eldhús Og bað, við
miðbæinn, getur vanur blóma
sölumaður fengið keypta með
góðum kjörum, eða leigt gegn
skilyrðum. Tilboð - merkt:
„Laus íbúð — 6345“, leggist
inn á afgr. blaðsins.
eitthvað hefði komið fyrir, sem
honum þætti miður, því að enda
þótt framkoma hans við hana
væri með þolinmæði, sem aldrei
brást, og hann gerðd allt, sem
hennd gat orðið til þæginda, var
hann þimgur á brúnina og svar-
aði mörgu af þvi, sem hún sagði
við hann, út í hött.
Samt lagði hann það á sig að
spila ofurlítið við hana, og
þegar spilamennskan var trufl,-
uð af heimsókn hr. Fawnhope,
með afrit af kvæðinu sínu handa
frúnni, og rósavönd handa Cec-
iliu, hafði hann nægilegt vald
yfir sjálfum sér til að heilsa
gestinum — ef til vill ekki með
neinni hrifningu, að minnsta
kosti með fullri kurteisi.
Hr. Fawnhope hafði skrifað
einar þrjátíu línur af sorgar-
leiknum sínum, daginn áður, og
var ekki óánægður með þær, og
var hvorki að súta snúna kenn-
ingu né stirðlega verslínu. Hann
sagði ekkert annað en það, sem
viðeigandi var og þegar hann
hafði spurt um líðan sjúklings-
ins og það efni var uppurið, tal-
aði hann um daginn og veginn,
svo líkt manni með viti, að hr.
Rivenhall tók að mýkjast í hans
garð, og fór ekki út fyrr en frú-
in fór að biðja skáldið að lesa
fyrir sig kvæðið, sem snerist um
björgun Amabel úr bráðri lífs-
hættu. Jafnvel þessi viðbjóðs-
lega tilgerð gat ekki algjörlega
rekið á flótta hinar vingjam-
legri tilfinningar hr. Rivenhalls,
en stöðugar heimsóknir hans
höfðu mýkt skap hans nokkuð
í hans garð, og það meir en efni
stóðu til. Cecilia hafði getað
sagt honum, að þetta hugrekki
skáldsins ' stafaði af vanþekk-
ingu þess á smithættunni, en
ekki af venjulegu hugrekki, en
þar eð það var ekki vani hennar
að ræða biðil sinn við bróður
sinn og hann hins vegar of raun
sær til að átta sig á þessari hulu,
sem skáldið hafði vafið sig í,
skildi hann ekki þessa afstöðu
hr. Fawnhopes.
Hann fór nú aldrei framar inn
í sjúkrastofuna á þeim tíma, sem
hann gat búizt við að hitta
frænku sína þar, og þegar þau
hittust við máltíðir, var fram-
koma hans við hana snögg, svo
að ekki sé sagt afundin. Ceclia,
sem vissi vel um þá þakklætis-
skuld, sem hann vissi sig standa
í við Soffíu, varð hissa á þessu,
og gekk hvað eftir annað á
bróður sinn um það, hvort þeim
hefði lent saman. En Soffía bara
hristi höfuðið og setti upp glettn
issvip.
Amabel hresstist við, þótt
hægt færi og hvað eftir annað
kom afturkippur í batann. í hálf
an sólarhring heimtaði hún að
hafa Jacko hjá sér. Og það var
bara Soffíu að þakka og mót-
mælum hennar, að hr. Riven-
hall, sendi ekki gagngert til Om-
bersley eftir þessum ómissandi
apa, svo mjög var honum í mun,
að ekki yrði tafið fyrir bata
systur sinnar. En Tina, sem hing
að tii hafði verið útilokuð frá
sj úkrastofunni, gat vel komið í
staðinn fyrir Jaeko, og hringaði
sig nú ánægð í rúmi húsmóður
sinnar.
Þegar sjúkdómurinn var kom-
inn á fjórðu viku, tók læknir-
inn að hafa orð á því, að sjúkl-
ingurinn gæti haft gott af að
komast í sveit. En þar var að
mæta óvæntri og þverúðarfullri
Bloðið koslar
5
krónur
. Imsila
andstöðu af frú Omibersley
hálfu. Hann hafði einhvemtíma
nefnt á nafn við hana afturkipp
í batanum, og það hafði sezt svo
að hjá henni, að ekkert gat feng-
ið hana til að samþykkja, að
Amabel kæmist undan læknis-
hendi. Og hún lagði áherzlu á,
hve óheppilegt það gæti verið
fyrir Amabel að komast í sam-
félag systra sinna og bróður
síns sem var svo hávær, en þau
áttu að fara í sumarleyfinu til
Ombersley. Litla stúlkan var
enn máttfarin, og óhæf til allr-
ar líkamsáreynslu, og hrökk í
kút við minnsta hljóð — það
færi betur um hana í London
unddr eftirliti læknisins og í um-
sjá hennar elsku mömmu sinnar.
Því að nú, þegar batinn var orð-
inn nokkuð öruggur, kom móður
tilfinningin upp hjá frú Ombers
ley. Hún og hún ein, gæti hugs-
að um blessað barnið meðan hún
væri að hressast. Þetta var því
ákveðið og hvorkd Cecilia né
Soffía létu neina löngun í ljós
að fara úr borginni.
Það var orðið lítið um að
vera í borginni í samkvæmislíf-
inu, en veðrið var samt sæmi-
legt. Þó var skúrasamt, svo að
ungu stúlkurnar gátu sjaldan
farið út nema búa sig vel.
En það voru fleiri en fjöl-
skylda Ombersleys lávarðar,
sem höfðu ákveðið að verða um
kyrrt í borginni, þangað til í
ágústmánuði. Charlbury lávarð-
ur var enn heima hjá sér í
Mount Street og hr. Fawnhope í
íbúð sinni í St. James og ,Brom-
ford lávarður daufheyrðist við
öllum bænum móður sinnar og
neitaði að fara til Kent, og Brink
low-fjölskyldan fann sér nógar
átyllur til að vera kyrr heima
hjá sér í Brook Street. Og auk
þess var ungfrú Wraxton aftur
farin að koma í Berkleytorghús-
ið, þegar það vitnaðist, að öll
hætta væri liðin hjá, kurteis við
alla og jafnvel gælin við frú
Ombersley og Amabel, og öll í
undirbúningnum að brúðkaup-
inu. Hr. Rivenhall fann sér til
áríðandi störf, sem hann þurfti
að inna af hendi á góssum sín-
um, og þar eð ungfrú Wraxton
ímyndaði sér, að hann væri að
búa húsin undir komu hennar,
lét hún. gott heita þó að hann
væri fjarverandi.
Cecilia var ekki eins sterk-
byggð og frænka hennar og var
því lengur að jafnan sig eftir
alla áreynsluna og áhyggjurnar
af þessari fjögurra vikna inni-
lokun. Hún var talsvert miður
sín og ekki eins blómleg og ver-
ið hafði. Hún var líka með þögl-
asta móti og það slapp ekki við
eftirtekt bróður hennar. Hann
fann að þessu vdð hana, og þegar
hún svaraði honum út af og
hefði helzt viljað fara út, hélt
hann aftur af henni og sagði:
— Farðu ekki, Cilly!
Hún leit á hann spyrjandi, en
dokaði við. Eftir andartak
spurði hann snöggt: — Ertu ó-
hamingjusöm?
Hún roðnaði og varirnar
skulfu, án þess að hún gæti að
því gert. Hún hreyfði sig eitt-
hvað í mótmælaskyni og sneri
sér undan, því að henni var ó-
mögulegt að útskýra fyrir hon-
um þá byltingu, sem var að ger-
ast í huga hennar.
Henni til mestu furðu þrýsti
hann hönd hennar, og sagði hik-
andi en í blíðari tón: — Ég ætl-
aði aldrei að gera þig óham-
ingjusama. Mér datt ekki I
hug .... þú ert svo góð stúlka,
Cilly! Ég býst við, að ef skáld-
ið þitt vildi taka sér einhverja
heiðarlega atvinnu, mundi ég
taka aftur mótmæli min og lofa
þér að ráða.
Þetta kom henni svo á, óvart,
að hún gat sig ekki hreyft, en
aðeins augun litu beint á hann.
Hún kippti ekki að sér hendinni
en beið þess, að hann sleppti
henni og sneri sér við, rétt eins
og hann vildi ekki verða fyrir
þessu undrandi augnatilliti henn
ar.
— Þú hélzt, að ég væri grimm
ur og tilfinningalaus. Vist getur
verið, að svo hafi ég virzt, en iég
óska einskis annars en hamingju
þinnar. Ég get auðvitað ekki ver
ið neitt hrifinn af þessu vali
þínu ,en ef þú ert hinsvegar
einráðin í þessu, þá skal guð
vita, að ég vil ekki stía þér frá
manni, sem þú elskar af öllu
hjarta, né heldur stuðla að
hjónabandi með manni, sem þú
kærir þig ekkert um.
— Oharles! sagði hún veikt.
Hann leit um öxl og sagði en
eins og með nokkrum erfiois-
munum: — Ég hef sjálfur séð,
a ðekkert nema eyrnd og óham-
ingja getur stafað af hjónabönd-
um, sem þannig eru til komin.
Þú skalt að minnsta kosti ekki
verða neydd til að iðrast alla
ævi! Ég skal tala við fööur
minn. Þú hefur haft á móti á-
hrifunum, sem ég hef á hann,
en í þetta sinn skulu þau verða
þér í vil.
Ef öðruvísi hefði á staðið,
hefði h-ún spurt hann eitthvað
nánar út í þýðingu þessara orða,
en þessi viðbrigði höfðu rænt
hana öllum hæfileika til að
hugsa. Hún fann ekkert orð til
að segja, en mátti taka á öllu
sínu til að fara ekki að gráta.
Hann leit við og sagði brosandi:
— Ég hlýt að vera hreinasta
skrímsli í þínum augum, að hafa
gert þig svona orðlausa. Staiou
ekki á mig eins og þú trúir mér
ekki! Þú skalt fá að giftast skáld
inu þínu, vertu viss um það!
Bóleg reglusöm slúlka
sem vinnur úti, óskar eftir 1—2 herb. íbúð (í góðu
standi). Algjr reglusemi pg góð umgengni. Tilboð
merkt: „Reglusöm — 6341“.