Morgunblaðið - 08.08.1965, Side 31
Sunnudagur 8. Sgðst 1965
MORGUNBLAÐIÐ
31
V
- Samvinnubændur J
Framhald af bls. 6 l
Dr. Lars Spildo hefir haft og í
hefir mörg járn önnur í eldinum I
en aið ■stjórna stórfyrirtaekiinu 7
Felleskjöpet í Ósiló. Hann er í
in.ikill framámaóuir um margt er t
vearðar búnaðarrannsóknir. Um
langt skeið var Spildo formaður
í hinni norsku deild N.J.F. (Nor-
diske jordbruksfonskeres foren- 1
in.g) og í miðstjórn þeirra félags
samtaka á Norðurlöndum. Dr.
Spildo er formaður stjórnar
(bankairáðs) hins nýstofna'ða
búnaðarbanka norska ríkirins.
En banki sá var stofnaður á
jþann hátt að með sérstakri lög-
gjöf voru þrír ríkisbankar, er
allir höfðu að verkefni að efla
og styðja norskan landbúnað og l
byggingastarfsemi í sveitum, /
Sameinaðir í einn stórbanka. 1
Dr. Spilda hefir komið tiil ís- 7
lands tvívegis áður og er nofckr- 1
um búfræ’ðimönnum og öðrum (
mönnum hér að góðu kunnur. i
Hann og Fellesfcjöpet hefir oft /
greitt götu íslenzkra búfræði- 1
manna í Noregi. Þannig munu
t.d. Hvanmeyringar hafa notið
Æyrirgreiðslu hans drjúgrar, á
námsferðum þeirra á norskri
grund.
Ég tel það góðan viðburð er
Btjórn Pelleskjöpet í Ósló kem
ur nú hingað í heimsókn undir j
forystu forstjóra þess Dr. Spildo. [
Formaður stjórnarinnar er
bóndinn, sivilagronom Mattis
Dobloug, Helgöya, sem á'ður hét
Eyjin helga, í Mjörs (Mjösa). j
Er það frósöm ey og fögur, nú
raunar landföst orðin með brú ( (
íil meginlandsins. Eyin helga \
kemur mjög við sögur, þar dvaldi j i
Skúli jarl löngum, Þar eru stór- i I
býli mikil og fræg. Hvergi í j t
inorskum sveitum er eins hátt . í
til lofts og vítt til veggja og á J
þessum slóðum. Aldrei gleymi j í
ég Jónsmessufcvöldinu og nótt- 1
inni þeirra, er ég í hópi nokkra 7
bænda sigldi umhverfis Eyna
helgu, og Jónsmessubálin brunnu
á hverju nesi. í eynni helgu geng
ur Dobloug sjaldan á grjóti, en
ég vona samt að það verði honum
og félögum hans fróðleg og
Bkemmtileg nýbreytni að ganga
hér jöfnum höndum um hraun
og gróður, að sjá landið og um
hverffð þar sem Hárekur af
Heiðmörk eyd-di síðustu árum
sínium og liggur í moldu. ^
Árni G. Eylands
Utan úr heimi
Framhald af bls 16
og öðrum mikilvægum mann-
virkjum umhverfis Hanoi. —
Einn liðsforingi sagði m.a.:
„Ho Chi Minh hefur gefizt
timi til að efla varnirnar um-
hverfis Hanoi, og við munum
verða fyrir miklu tjóni, ef við
reyndum að eyðileggja hern-
aðarmannvirkin umhverfis
borgina."
Embættismenn Bandaríkja-
hers eru ánægðir með fram-
göngu bandarísku flugmann-
anna í Vietnam og segja, að
tjón á flugvélum og flugmönn
um sé undarlega lítið, en segja
megi, að engin hætta stafi af
hinum iitla flugher kommún-
ista.
Ómögulegt er að vita hve
margir N-Vietnambúar hafa
farizt í loftárásunum. Þótt
þeim sé fyrst og fremst beint
að hernaðarmannvirkjum, fer
ekki hjá því að t.d. ökumnn
herflu tningabifreiða, hermenn
í herskálum og verðir við loft
vanabyssur, vrði fyrir sprengj
unum.
Öll skotmörkin eru ákveðin
fyrirfram í Washington og
hákvæmlega fylgzt með að
flugmennirnir hlýði fengnum
fyrirskipunum.
- Það snjóar
Framh. af bls. 8.
myndi von. En Spánverjar
ypptu bara öxlum og sögðu
„manana".
Þegar leið að janúarlokum,
hafði veður verið svo milt að
páskaliljurnar voru farnar að
gægjast upp úr moldinni og
það varð að grafa þær upp og
gróðursetja í potta. Lean sendi
mannafla til Finnlands að leita
uppi hugsanlega staði og taka
landslagsmyndir. Farið var að
tala um það í alvöru að senni-
lega yrði að flytja bæði
Moskvuborg og allan mann-
afla og útbúnað norður til
Finnlands og taka myndina
þar. En þá fór loks að snjóa
og Lean hélt með allt sitt fólk
frá höfuðborginni norður í
land.
En snjórinn í Soria var dá-
lítið sérstakur snjór og hegð-
aði sér ekki alls kostar eins
og snjór er vanur að gera.
Hann tók til dæmis upp á því
að bráðna, svo þúfnakollarnir
stóðu upp úr hér og hvar og
grípa varð til marmaradufts
til að strá yfir hann og bæta í
götjin. Einn daginn skein sól í
heiði, næsta dag var lágskýj-
að, þriðja daginn rigning — og
Lean átti í stökustu vandræð-
um með að fella saman það
sem tekið var einn daginn við
framhald sama atriðis, sem
tekið var næsta dag eða enn
seinna. Leikararnir sátu og
hímdu úti á berangri eða höfð-
ust við í gisthúsunum tveimur
sem Soria hefur upp á að
bjóða og biðu eftir að kallið
kæmi. Oft var það eins og að
bíða eftir Godot — það voru
helzt veðurfræðingarnir og
svo Lean sjálfur, sem rennt
gátu grun í hvað næst yrði.
Leikararnir Omar Sharif, Tom
Courtenay, Rod Steiger, Julie
Christie og Geraldine Chaplin,
báru saman bækur sínar og
voru jafn nær. Og svo var aft-
ur beðið.
En David Lean lét veðrið
ekkert á sig fá. Hann hefur
áður fengizt við annað eins og
óþolinmæði hrjáir hann ekki.
„Zhivago læknir“ er þriðja
mynd hans á tíu árum. Síð-
ustu myndirnar tvær, „Brúin
yfir Kwai-fljótið“, sem tekin
var á Ceylon með miklu
brauki og brambolti og „Ar-
abíu-Lawrence“, sem tekin
var í Arabíu suður, við sízt
betri skilyrði — unnu til 14
Oscars-verðlauna, þar á meðal
verðlaunanna fyrir beztu
mynd ársins og beztu leik-
stjórn ársins. Lean, sem nú er
57 ára gamall og maður mjög
vel á sig kominn, segir sjálfur
um þetta: „Mér stóð hjartan-
lega á sama þó ég gerði aðra
erfiða mynd. Ég fer nú óðum
að nálgast hin hljóðlátu og
hægu ár — þá fæ ég nógan
tíma til að taka hljóðlátar og
hægar myndir".
Lean er kunnur að vand-
virkni sinni og alúð við töku
kvikmynda og fyrir ná-
kvæmni sína og snilli í öllum
vinnubrögðum. Hann hóf starf
sitt við kvikmyndir fyrir rétt-
um fjörutíu árum, sem sendi-
sveinn og snattari og vann sig
upp á að verða aðstoðarleik-
stjóri og yfirumsjónarmaður
með 'allri gerð mynda hjá
„British Movietone News" fyr-
ir stríð. Noel Coward fékk
hann til að stjórna myndinni
„In which we serve“ og var
það upphafið að framabraut
Leans sem leikstjóra. Hann
stjórnaði fleiri myndum Cow-
ards, sem gátu sér gott orð,
s. s. „This happy Breed“,
„Brief Encounter" og „Blithe
Spirit". Síðan fór hann yfir í
Dickens og stjórnaði töku
myndanna „Great Especta-
tions“ og „Oliver Twist“. Árið
1955 tók hann sina fyrstu
mynd erlendis, þá mynd sem
hann hefur sjálfur einna mest-
ar mætur á, „Summer Mad-
ness“, ástarsögu frá Feneyj-
um, sem Katherine Hepburn
og Rossano Brazzi léku i.
Þegar hér var komið sögu
Leans, var hann orðinn einn
af beztu leikstjórum Breta, en
ekki svo frægur erlendis að
tali tæki. En þá tókst sam-
vinna hans og Sam Spiegels,
Oscars-verðlaunin fóru að
sankast að honum og hann
fékk á sig það orð að hann
væri gæddur Mídasar gáfu
væri einn örfárra manna, sem
gætu gert jafnvel óvenjuleg-
ustu myndir að metsölumynd
um. Lean hefur ekki horfið
aftur til Bretlands síðan, af
ýmsum sökum, en ber sjálfur
við „eigin óskum, forsjóninni
og sköttunum“. Nú hefur
hann að jafnaði bækistöð 1
Feneyjum en er annars oftast
á ferðalögum þann tíma, sem
hann hefur aflögu frá kvik-
myndunum. Hann er fjór-
kvæntur og á hvorki hús né
íbúð eins og stendur en aftur
á mó.ti stóran, brúnan Rolls
Royce, sem hann hefur með
sér hvert sem hann fer. Omar
Sharif, sem leikur Zhivago
lækni og er mikill vinur Le-
ans og aðdáandi, segir um
hann og bílinn: „Ef Rollsinn
hefði stýrið hægra megin
hefði fyrir löngu verið búið
að slá Lean til riddara".
Um Lean sem leikstjóra seg
ir Sharif: „Hann er mjög ein-
sem nú eru á boðstólum eru
ekki hótinu betri en dagbæk-
ur, fullar af linku og sjálfs-
dýrkun, og skortir tilfinnan-
lega bæði söguþráð og heil-
steyptar manngerðir“, segir
Lean.
Þegar hann las „Zhivago
lækni“ fyrst var það fólkið í
sögunni, sem hann fékk mest-
an hug á. „Myndin er ekki
saga byltingarinnar“, segir
hann, „heldur sagan af þvi
hvað verður um fámennan
hóp manna, þegar byltingin
sjcellur yfir það — hetjuhug-
myndin hefur alltaf sótt fast
á mig, en ekki þessi gamal-
dags kvikmyndahetja, sem var
hér áður fyrr. Alec Guiness í
„Brúnni yfir Kwai-fljótið“ og
Peter O’Toole í „Arabíu-Law-
rence“ voru ekki neinar venju
legar hetjur. Zhivago er nær
því að vera dýrlingur en
hetja. Hvorki hann né Lara,
konan sem hann ann, myndu
líta svo á að þau væru neitt
mikið öðruvísi en flók er flest,
að minnsta kosti hreint engin
mikilmenni. Þessvegna er svo
erfitt að velja leikara í þessi
hlutverk. Til þess að leika þau
þyrfti öðruvísi fólk en yfir-
leitt fæst við leiklist".
Það er einmitt val Leans á
leikurum í myndina um Zhi-
vago lækni, sem mestar deilur
hefur vakið. Þeir voru ekki
Omar Sharif og Tarek sonur hans, (sem leikur Zhivago
ungan dreng).
beittur maður og svifst einskis
ef því er að skipta. Hann er
kröfuharður við sjálfan sig og
aðra. Leikurum hættir alltaf
til að líta stórt á sig og eru
gjarnir á að sleppa fram af sér
beizlinu. David lætur engum
manni haldast uppi neitt slíkt.
Hann á það til að missa stjórn
á skapi sínu, en gerir það með
afskaplega miklum menning-
arbrag. Hann er einstaklega
brezkur í öllu sínu hátterni“.
Lean lætur sig litlu skipta,
hvað um hann er sagt og
skrifað. Hann einbeitir sér að
myndinni sem hann er með í
takinu og er tregur til að tala
um kvikmyndir almennt eða
láta í ljósi nokkrar skoðanir
á þessari listgrein. Velgengni
hans á fjármálasviðinu hefur
ekki aflað honum neinna sér-
stakra vinsælda með hinum
svokölluðu „áhugamönnum
um alvarlega kvikmyndalist“
og gagnrýnendur hans hafa
m.a. fundið honum það til for-
áttu að hann hafi engan sér-
stakan og persónulegan stíl i
leikstjórn sinni. Lean andmæl
ir því ekki, en segir að sér
finnist mestu máli skipta
manngerðir þær sem í mynd-
inni eigi að koma fram og
söguþráðurinn, hitt hafi aldrei
verið sér áhugamál að setja
neitt persónulegt mark á
myndir sínar. „Fjolrnargar
þessára avant-garde-mynda,
hrifnir vestur í Hollywood er
hann lýsti því yfir, að allar
viðurkenndar stjörnur þar
væru fólk komið töluvert til
ára sinna. Hlutverk Zhivagos
er mjög passívt, minnir á
Pjotr Petrovitch i „Stríð og
friður“, öll ósköpin dynja yfir
hann á einstaklega rússneskan
máta. í athugasemdum sínum
um Zhivago skrifaði Robert
Bolt hjá sér að hann hefði til
að bera „fágun án linku, göfug
mennsku án tilgerðar og stak-
an hæfileika til að líta hlutina
augum utanaðkomandi manns
án þess þó að vera hið minnsta
kaldlyndur, hæfileika, sem
sumir mjög góðir læknar hafa
til að bera“. Lean leitar fyrir
sér um mann.er hefði til þess
bolmagn og hæfileika að tak-
ast Zhivago á hendur, og Om-
ar Sharif varð fyrir valinu.
Það skeður margt skrítið í
kvikmyndum, og það er svo
sem ekkert skrítnara að eg-
ypzkur bridgesnillingur geti
leikið rússneskan lækni og
skáld en að hægt sé að skapa
skika af Rússlandi á sléttum
Spánar — en það er áhættu-
spil engu að síður og annað
áhættuspilið til er að velja
dóttur Charlie Chaplins til
þess að leika eiginkonu Zhi-
vagos.
SÖguþráður myndarinnar
byggist mjög á því að vel sé
haldið á þríhyrningsspili Zhi-
vagos, eiginkonu hans Tonyu
(Geraldine) og hinnar kon-
unnar sem hann ann, Löru,
sem Julie Christie leikur. Það
gæti eyðilagt allt samspilið, ef
ein hlið þríhyrningsins væri
veikari og ver leikin en hinar
tvær. Omar Sharif er þegar
nokkuð kunnur leikari og hef-
ur á sér töluvert orð fyrir
góða hæfileika og Julie
Christie hefur þegar sýnt
hvað í henni býr, þó ekki geti
hún talist vön leikkona, en
Geraldine Chaplin er alger-
lega óskrifað blað í þeim efn-
um, hefur aldrei leikið í kvik-
mynd áður.
Illgjarnar tungur segja að
það geri ekkert til og komi
tæpast málinu við, hún geti
tæplega leikið svo illa að um-
tal það, sem leikur hennar í
myndinni veki, vegi ekki upp
á móti því. Það sem ungfrú
Chaplin eigi að leggja kvik-
myndinni til, sé fyrst og
fremst nafn föður síns. Lean
ber eindregið á móti þessu og
segist hafa valið hana ein-
göngu vegna bess hve vel sér
hafi litizt á tilraunakvikmynd
ina, sem tekin var af henni og
sýnd er hvaða forvitnum blaða
manni sem sjá vill í kvik-
myndaveri M-G-M í Madrid,
en það er næsta óvenjulegt.
Sú sjón tekur þó ekki af öll
tvímæli. Geraldine Chaplin
gæti allt eins sætt örlögum
Edsel-bílanna hjá Ford,' sem
var hampað svo óskaplega áð-
ur en þeir komu á markaðinn,
að þeir stóðust ekki loforð aug
lýsenda sinna. En þetta er ef-
laust mesta svartsýni, Lean er
snillingur í að fást við leikara.
Og sjálf lítur ungfrú Chapl-
in hreint ekki út fyrir að vera
neitt vesalings unglamb í ræn-
ingjahöndum. Hún lætur sér
vel líka allt umtalið sem henni
hlotnast og hundinum hennar
(sem heitir Boris, skírður í
höfuðið á Boris Godounov,
ekki Pasternak) og talar við
blaðamenn frjálslega og eðli-
lega um sjálfa sig og allt sitt
fólk og hreyfir bara mótmæl-
um endrum ög eins þegar
spurt er heimskulegra spurn-
inga. „Það var nú til dæmis
þessi franska blaðakona", seg-
ir Geraldine, „sem byrjaði á
því að spyrja eins og álka:
— Hver ert þú7 — Geraldine
Chaplin, sagði ég, hvað átti ég
annað að segja. En hún situr
við sinn keip og spyr enn: —
Já, en Geraldine Chaplin,
hver ert þú eiginlega?“
Ef heppnin og ráðandi veð-
urguðir á Spáni verða David
Lean hliðhollir, verður lokið
þar töku kvikmyndarinnar um
Zhivago lækni einhvern tíma
í september. Þetta verður mik
il mynd og vegleg, hvernig
sem á er litið, þriggja klukku-
stunda löng. Auk páskalilj-
anna og alls þess sem áður er
getið og gömlu járbrautarlest-
anna, sem spænska stjómin
eftirlét Lean og leikaranna,
sem áður voru nefndir, eru á
leikendaskrá Bretarnir tveir,
Richardson og Guinness, sem
báðir hafa nú nafnbótina „Sir“
og bæði hin írska Siobhan
MacKenna og Rita Tushing-
ham að auki. Kvikmyndahand
rit Bolts er mjög háfleygt og
bókmenntalegt að sögn og
myndin gengur sinn gang í
hefðbundnum rússneskum stíl
eins og vera ber, hægt og tígu
lega, eins og Síbeíuilestin, sem
sniglast yfir slétturnar austur
til Vladivostok og blæs mik-
inn. Örlagahelgi Slava hvílir
yfir öllu og sögupersónurnar
rekast hverjar á aðra fyrir ó-
umflýjanlega tilviljun á víð-
áttum Rússland. Þetta er mik-
ið efni og stórfenglegt og
framleiðendurnir kunna að
hafa mjög svo rétt fyrir sér er
þeir fullyrða að Zhivago lækn
ir gefi ekkert eftir „Gone
with the wind“ (Á hverfanda
hveli) og hafi meira að segja
snjóinn fram yfir hana.
■