Morgunblaðið - 26.08.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.08.1965, Blaðsíða 24
Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins 192. tbl. — Fimmtudagur 26. ágúst 1965 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Flugmanna leitað norð- austur af Hofsjökli Nauðlentu flugvél sinni ■ árfarvegi TVEIR flupnenn nauðlentu í lít- illi flugvél norðaustur af Hoí's- jökli laust fyrir kl. 4 í gær. Náð- ist i fyrstu samband við þá og voru þeir heilir á húfi og flugvél þeirra heil, um 12 milur NA af Hofsjökli, að því er þeir töldu. En piltarnir voru illa búnir og skömmu seinna skall á hrið. — Leituðu flugvélar í gærkvöldi, en fundu þá ekki og náðu ekki sambandi við þá. Um tíma náð- ist ekki samband við eina þeirra, en hún kom fram. Um miðnætti höfðu 11 bílar með 45 mönnum frá Flugbjörgunarsveit Akureyr- ar haldið suður á öræfin og áttu fyrstu bílar að koma þar um 12 leytið. Ætluðu þeir að dreifa sér í leitina og flugvélar að hefja leit kl. 5 í morgun. NAUOUENT Á ÖRÆFUM Flugvélin var eins hreyfils einkavél af Super Gub gerð og piltarnir starfsmenn Loftleiða, Harald Snæhóim, flugmaður, og Runólfur Sigurðsson, flugvéla- virki. Fóru þeir frá Akureyri í samfloti við aðra einkaflugvél. Sú kom til Reykjavíkur, en hin kom ekki fram. Tókst að ná sam- bandi um loftskeytatæki við flug mennina, sem sögðu að bilun hefði orðið, líklega kerti farið í vélinni, og hefðu þeir nauðlent flugvélinni í þurrum árfarvegi. Töldu þeir sig vera um 12 mílur NA af Hofsjökli, liklega í nánd við Fjórðungsöldu, en vissu það þó ekki nákvæmlega. þakta jörð, en fann ekki piltana. f»egar sýnt var að veður mundi versna, var haft samband við Flugbjörgunarsveitina á Akur- eyri. Kl. 7.30 lögðu nokkrir með- limir úr henni, þeir Tryggvi >or- steinsson fararstjóri, Halldór Ól- afsson, form. sveitarinnar, Dúi Björnsson og Steinn Þór Karls- son, af stað í tveimur jeppum, og síðan bættust fleiri í hópinn og fóru bílarnir hver af öðrum, orðn ir 11 alls með 45 mönnum um miðnætti. VÍÐTÆK LEIT Er ekki náðist samband við flugvél Ómars um tíma, var fullt lið flugbjörgunarsveitarmanna kallað út, en hann hafði flogið niður Skagafjörð vegna dimm- viðris í Eyjafirði og heyrðist ekki í talstöð hans. Reiknað var með um 5 klst. akstri suður að Hofsjökli. Akur- eyringarnir ætluðu að aka upp Hólsfjall, og sem leið liggur suður að jöklinum og hefja síðan leit, eftir því sem þeir kæmu á staðinn, fyrst norðan jökuls og svo við Fjórðungsöldu. Maður úr flugbjörgunarsveit- inni á Hellu var staddur í bíl sínum ,L 53, hjá Fosshóli og heyrði um leitina í talstöð sinni um kvöldmatarleytið. Lagði hann umsvifalaust af stað suður Bárðardal og ætlaði þá leiðina suður á öræfin. Flugvélarnar munu aftur hefja leit þegar birtir um 5 leytið. Atli Michelsen. Myndin vartekin á heimili hans í gær. Á þeissum slóöum töldu flug- mennirnir sig vera. Félagi þeirra, Ómar Tómasson, lagði þegar af stað í litilli flug- vél með eldsneyti á flugvélina, kerti, heitt kaffi og hlý föt. Einn- ig fór Hallgrímur J. Jónsson, flug maður, eigandi flugvélarinnar, í annarri litilli flugvél. Hvorugur sá niður eða náði sambandi við piltana. Þarna var komið hríðar- kóf. Var talið að annað hvort væri búið rafmagnið af tækjum þeirra, eða þeir hefðu farið að leita að gangnamannakofa, sem á að vera í nánd við þá. Einnig leitaði Tryggvi Helgason að þeim í flugvél í gærkvöldi fram í myrkur. Sá hann niður á snævi „Þegar björgunarsveitirnar komu, var ég orðinn einn eftir", — segii Atli Michelsen, eini skipverjinn af Þorbirni RE-36, er komst lífs af í sjóslysinu StÐHEGIS í gær náði Morg- unblaðið tali af hinum 17 ára gamla skipverja af Þorbimi RE-36, Atla Michelsen, að heimili hans Hafnarbraut 8, Kópavogi, en hann var eini skipverjinn, sem komst af í sjóslysiiwi í fyrrinótt. Við spurðum hann nánar um að- draganda og atvik slyssins. — Við vorum á togveiðum út af Reykjanesi og fenguin vir í skrúfuna, er við vorum komnir frekar nálægt strönd- inni. að drapst á vélinni og við kölluðum í bát, er okkur tók að reka, en hann kom of seint og gat ekkert gert til hjálpar. — Við biðum nokkra stund, þar til vitavörðurinn frá Reykjanesvita kom og voru með honum, að þvi er mér sýndist, tveir drengir og ein stúlka. Þaiu skutu línu ti'l okik- ar, en við náðum henni ekki. Báturinn hafði lagzt á bak- borðshliðina og voru allir út á dekki, nema skipstjórinn, hann var í stýrishúsinu. Bát- ur, sem var þarna fyrir utan, lýsti upp strandstaðinn með Ijósköeturum. Þau í landi fóru síðan og ræstu út björgunar- sveitir í Grindavik og Höfn- um, en þegar þær komu, þá var ég orðinn einn eftir. Ég hafði komizt framá, og hélt mér í landfestingarpollann og sjóirnir gengu yfir. — Þegar björgunarsveitun- um hafði tekizt að skjóta til mín linu og mér tekizt að festa hana við landfestingar- pollann var ég dreginn í land í stól. Síðan fóru fjórir strák- ar úr björgunarsveitinni úr Grindavík með mig til Keflá- víkur, en þar á ég ættingja. — Þú hefur meiðzt á vinstri kinn — Já, þegar ég var að fara út úr stýrishúsinu, skall ég á hurðarkarminn og fékk smáskeinu. Svo er mér líka svolítið illt í öðrum fætinum. — Var þér ekki kalt? — Ég var svo heppinn, að bia'fa farið 1. miinútu áður en strandið varð niður og farið í aðra peysu. Þá var ég einnig í góðri stakkúlpu og gat notað hettuna á -henni til þess að varna því að fá salt í augun. Hvemig leið þér meðan þú varst að hrekjast þarna I sgonum? — Ég gerði mér strax ljóst að það borgaði sJg að vera bara rólegur og helzt h-ugs- aði ég um að halda niðri í mér andanum meðan s-jóirn- ir riðu yfir. — Hvað leið langur tími frá því er strand'ið varð og þar til þér var bjargað? — Það hafa verið svona 4 til 5 tímar frá því við strönd uðurn og þar til ég var kom- inn uipp á bja-r.gbrúnina, sagði Atli að lokum. Fyrsta hretið á haustinu Snjóaði á Vestfjörðum og IMorðurlandi í FYRRINÓTT kólnaði mikið, einkum um vestanvert landið. Snjóaði í fjöll og allt niður í byggð á Vestfjörðum, og á vest- anverðu Norðurlandi. Þessu fylgdi hvassviðri, 8—9 vindstig í Reykjavík og var kalsarigning eða slydda víða fyrir norðan og vestan í gær. Seinni hluta dags í gær lægði veðrið, en Veður- stofan spáði víða næturfrosti í nótt. Fannst mörgum þetta fyrsta kuldakast minna óþægi- lega mikið á að Vetur konung- ur væri í nánd. Mbl. hafði tal af nokkrum fréttariturum sínum, til að fá hugmynd um veðrið og íara þær fréttir hér á eftir: AKRANBSI. — Snjóað heftir í Akrafjall í nótt. Var greinHegt í mongun að snjó hafði fésit á Geinmundartnid og Háaihnjúk. í I fyrsta sinn á s-u-m-rinu snjóaði í fjöll í Flókadal ag Heiðarhyma - í Skarðshejði brá litum. — Odd- ur. Fyrirlestrar í erlöafrœöi J. H. EDWARDS frá Birming- ham-háskóla er staddur hér á landi um þessar mundir við rann sóknarstörf í erfðafræði. Hann flutti fyrirlestur hjá Læknafé- lagi Reykjavíkur s.l. þriðjudag, og flytur annan fyrirlestur hjá félaginu í dag kl. 8,30 e.h. í 1. kennslustofu Háskólans. Fyrir- lesturinn í kvöld nefnist „Gene- tical Disease“. — Öllum er heim- ill aðgangur. \ STYKKISHÓLMI, — Hér er snjór niður í mið-j-ar h'líðax. Krapahríð var í nótt og nú er NA-ikaldi og gen-gur á með sikúra leiðinigum. Heiðarvegir teppt- UiSt. Frétta-ritari. ÍSAFIRÐI, — í gærkvöldi og í nótt snjóaði talsvert við ísafjarð ardjúp. Er snjór niður í miðjar hilíðar og næstum ailveg niðu-r í sjó á Grænuihilíð, austan ísa- fjarðardjúps. Heiðavegir teppt- ust. í morg-un var mjög þun-g- fært yfir Breiðada'lSheiði milli ísa fjarðar og Önundarfjarðar, en þó munu jeppar með keðjur á ölluim hijólum hafa komizt þar yfir. Heiðavegimir verða senniilega ruddir í dag, enda ættu að vera hæg heim-atökin, því 6 jarðýtur vinna nú að milkilli vega-gerð á Breiðadaflsheiði. Framhad á bls. 23 Seinna eld- flaugarskotinu aflýst TIL KL. 12 á miðnætti í gær- kvöldi biðu frönsku vísinda- mennirnir tilbúnir með seinni eldflaugina á Skógasandi, sem átti að skjóta upp. Himinn var heiður og aðstæður uppi í -h'irnin geimnum góðar, en vegna hliðar vinds niðri á jörðinni, var skot inu frestað um miðnætti. Á að reyna aftur í kvöld eftir kl. 23. Sáttafundur SÁTTAFUNDUR í Farmanna- deilunni stóð til kl. 2 í fyrrinótt án þess að samkomulag næðist. Verður næsti fundur kl. 9 á mánudagskvöld. Samningarnir við Sjómannafé- lag Reykjavíkur voru bornir undir íélagsfund á þriðjudags- kvöid og þeir samþykktir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.