Morgunblaðið - 06.10.1965, Side 17

Morgunblaðið - 06.10.1965, Side 17
Miðvikudagur 6. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 Björgvin Þorsfeinsson: Er sjúkrahúsmál Sunnlettdinga feimnismál sjúkrahússtjórnarinnar? með 10—20 m. halla að sjúkrahu, auðvelt væri því að fá þarna 85—90 stiga heitt vatn inn í húa komið. Þessa lögn ætti sjúkra- húsið sjálft og væri óháð öðrum og öllum rafmagnstruflunum. Þessi lögn væri lögð ofan jarðar og yrði tiltölulega mjög ódýr og auðveld til eftirlits. Við það bæt- ist, að miklu minni ofna þyrfti i húsið hér en við Þórishóla og enga varakyndistöð, sem óhjá- kvæmilegt væri að hafa á hin- SJÚKRAíHÚSMÁl. Sunnlend- jnga hafa lengi verið á dagskrá allt síðan fyrir stríð. Kringum 1920 var byrjað á sjúkrahúsi á Eyrarbakka sem þó aldrei var lokið sökum fjárskorts og eftir jþví sem viðskipti við Eyrar- Ibakka drógust saman og fluttust að Selfossi, beindist áhugi manna ineira að staðsetningu þess á Sel- fossi. Hreppsnefnd Selfosshr. samþykkti á sínum tíma, undir forustu Sigurðar Óla, að gefa lóð undir væntanlegt sjúkrahús úr landi hreppsins, en þegar til kom átti hreppurinn enga lóð sem nothæf þótti undir sjúkra- hús. Varð þá að ráði að skipta á lóð eða lóðum við K.Á. og var lóðin ákveðin austur við svo- nefnda Þórishóla. Þetta er trú- lega álitlegasti staðurinn hérna austan árinnar. Þó hefur hann sína stóru galla sem að verður vikið síðar. Lengi vel var aðeins talað um sjúkrahúsbyggingu fyrir Árnes- inga eina, en á síðastliðnu sumri gerðu sýslunefndir Árnes, Rang- órv. og Vestur-Skaftfellinga með sér samning um að byggja og reka sameiginlegt sjúkrahús fyr- ir Suðurland allt hér á Selfossi á þeirri lóð sem áður er nefnd. En svo gerðist það síðastliðið haust að nokkrir búendur hér á Selfossi bjóða sjúkraihúsinu að gjöf % sek. 1. af 92 gr. heitu vatni úr borholu sem þar var nýbúið að bora í Árbæjarlandi hinum megin árinnar og 2ja hk. lóð að gjöf frá Jóni Pálssyni og hans konu úr Árbæjartúni. Þetta þótti mörgum vel boðið og stórglæsileg gjöf, sem það og líka var. En ekki voru allir jafn hrifnir af þessu tilboði og ekki leið á löngu, að hvíslað var úr ýmsum áttum, að þetta væri ekkert nema auðgunar áform hjá Jóni Pálssyni & Co, sérstaklega þó honum, því hann átti landið sem næst var heita vatninu. Nú hefur sjúkrahússtj. ákveðið að hafna þessu boði Árbæjar- manna og samlþykkt þess í stað að byggja skyldi sjúkrahúsið við Þórishóla, og þar um birt all- langa greinargerð í 13. tbl. Suð- lurlands 10. júlí s.L og telur Þórishóla hafa flesta kosti ef ekki alla, fram yfir Árbæjar- land, en þar sem ég er á önd- verðri skoðun, langar mig að gera dálítinn samanlburð á staðháttum og aðstöðumun. Einhver mun nú segja, að ég færist nú all mikið í fang að fara út í blaðadeilur við langskóla- menn og það meira að segja yfir- vald Rangæinga, ég pínulitill sem slysaðist einhvern veginn út úr barnaskóla fyrir fimmtíu árum og þar með minni skóla- göngu lokið, en fyrst og fremst beini ég orðum miínum til lyfja- fræðingsins, sem ég ætla að sé þessum málum kunnugastur og er þar að auki formaður sjúkra- hússtjórnar. í greinargerð sjúkrahússtj órn- ar segir orðrétt: „Eins og áður segir, var fram tekið í byggingarsamningi sýsl- unnar að sjúkrahúsið skyldi byggt á tiltekinni lóð á Selfossi og Það ákvæði var sett 1 samn- inginn til að fyrirbyggja alla tog- streitu um staðarval í eitt skipti fyrir öU. En þar sem fram- kvæmdir höfðu ekki verið hafn- ar, var það enn á valdi sýslu- nefndanna að breyta ákvörðun sinni, og því þótti sjálfsagt að kanna þetta glæsilega boð ræki- lega, ef vera skyldi, að hag- kvæmara reyndist að taka því, heldur en að hagnýta þá aðstöðu á Selfossi, sem í boði var þar. Sjúkrahússtjórnin hefði þá getað beðið sýslunefndina að endur- skoða byggingarsamninginn með það fyrir augum, að þiggja til- boð Árbæjareigenda. Það væri of langt má að fara ítarlega út í samanburð á að- stöðu sjúkrahúss á Selfossi og í Árbæjarlandi því fjölmargt kem- ur til greina, en í stuttu móli beindist athugunin að því að kanna hvort sjúkrahúsið sem stofnun hefði vinning af því að þiggja tilboðið og þá hvernig. (letunbreyting min B.Þ.) Aðstaðan sem var frá að hverfa á Selfossi, var í stórum dráttum þessi: Stærri ókeypis lóð, þjónustu hreppsins við þurrkun landsins og gatnagerð, götulýsing, vatnsveitu, frá- rennsli, hreinsun gatna í snjó- veðrum og hitaveitu K.Á. Auk þess hefur Selfosshreppur órlega lagt fjáframframlag til sjúkrahúsreksturs á Selfossi. At- huga þurfti, hvort Ölfushreppur vildi í þessu efni koma í stað Selfosshrepps og hvort hann væri fús, ef óskað væri eftir til að greiða fyrir samgöngum starfsfólksins, sem búast mætti við, að yrði búsett að miklu leyti á Selfossi. Áður í þessari greinargerð segir svo: Aðalbyggingarlóðin rúmir ha. var í eigu Kaupfélags Ár- nesinga og afsalaði það henni endurgjaldslaust. Aðliggjandi lóð % ha. að stærð, sem sjúkrahúsið á kost á að fá einnig er í eigu Árnessýslu. Lóðinni fylgja þau frfðindi, að Kaupfélag Árnesinga gefur sjúkrahúsinu heitt vatn eftir iþörfum frá hitaveitu sinni og selji félagið hitaveituna, verður kaupandi bundinn sömu kvöð“. Það er alveg nýtt að heyra það, að Kaupfélag Árnesinga ætli að gefa lóð undir sjúkrahús- ið, það hefur þó sannarlega ekki staðið til fram að þessu, heldur hefur það verið Selfosshreppur, sem gefa átti lóðina ,en K.Á. að fá hana að fullu greidda úr hans hendi á einn eða annan hátt. Það mun að vísu vera full snemmt að fullyrða að K.Á. gefi ló'ðina, þó stjórn þess muni hafa samlþykkt það, því aðalfundur mun eiga eftir _að samþykkja það, en gefi K.Á. lóðina undir sjúkrahúsið er það þá fyrir til- verknað Jóns Pálssonar en ekki göfugmennsku K.Á. Sama máli gegnir um heita vatnið. Það varð að koma eitthvað á móti svo hægt væri að standa á því að hafna hinni glæsilegu gjöf Ár- bæjarmanna. Allir sem til þekkja, vita að hér á Selfossi er oft mjög veðra- samt, og sérstaklega er það í norðanáttinni, þó er hún hvergi eins bitur og nöpur og einmitt þarna hjá Þórishólum, þar sem þeir vilja endilega hafa sjúkra- húsið. Þarna leggur raka og bitra vatnsgoluna af ánni og beint á húsið, og þarna nær norðanáttin sér rækilega upp, er hún kemur fyrir Ingólfsfjalls- öxlina, og sem dæmi mætti benda á það, að í desemberveðr- inu mikla 1935, brotnuðu 11 símastaurar fiá pósthúsinu hérna austur að Mjólkurbúinu sökum lísingar frá ánni sem á þá hlóðst, enda eru húsin sem næst ánni standa í einni klakabrynju í frosti og norðan veðrum. Og þetta er ákjósanlegasti staðurinn fyrir sjúkrahúsið! Líka mætti benda á það, að fólk sem hafði kartöflugarða sína þarna á þess- um stað fyrir nokkrum árum, varð að afleggja þá sökum roks Og sandfoks. Kartöfliírnar lágu 'berar ofan á ár eftir ár. Þarna er Mka mikið sandfok og mold- rok frá ánni eins og gefur að skilja. Þetta er sannkallað veðra víti. Þarna fór fram jarðvegs- rannsókn í vetur fyrir væntan- legt sjúkrahús og reyndist 11 metrar niður á fast, eftir því sem sagt er. Hvað var djúpt á fast í Árbæjarlandi eða var það kannske aldrei rannsakað? Það væri of mikið sagt, að tala um veðursæld hér á Selfossi eða hér í kring, en það er ólikt mildara veður í norðanátt úti á Árbæjar- landi en austur við Þórishóla. Líka mætti spyrja hvernig yrði sjúkrahúsið sett þarna í ár- flóðum eins og kom 1930. Nú er þess að gæta, að með sama vatnsmagni og ' þá yrði miklu hærra vatnið þarna austur frá sökum upphækkunar og fyrir- stöðu, sem orðin er hér við nýju 'brúna. Vegurinn við brúarend- ann er nú miklu hærri en áður var, og þar að auki er nú steyptur steinveggur við brúarendann og malbikuð gata svo vatnið gæti ekki eins grafið sér farveg gegnum veginn nú og malarveg- inn áður. Útsýnið og umhverfið Þá segir í áðurnefndri greinar- gerð. „Að margra dómi er þarna einn fegursti bletturinn við Ölfusá (þ.e. við Þórishóla). Þeg- ar litið er í björtu veðri upp eftir ánni, yfir hólma hennar og grös- ugar sveitir blasa uppsveitir Árnessýslu við augum með fagr- an fjallahring í baksýn'*. Rétt er það að fallegt er þarna hjá Þórishólum að líta upp eftir ánni í góðu veðri og heiðskíru, en það fagra útsýni er í norður og norð- austur, svo það myndi varla Iblasa helst við augum sjúkhngs- ins yfirleitt, því venja er að hafa heldur sjúkrastofu á móti suðri og suðvestri en norður. Eða hugsar sjúkrahússtjórnin sér að snúa þessu við og hafa sjúkra- stofurnar helzt á móti norðri og húsagarðinn með sínum setu- bekkjum þá líka á móti norðri? En þannig yrði það að vera ef njóta ætti hins fagra útsýnis sem ’boðið er upp á, því ekki er svo sérstaklega fagurt útsýnið sem blasir þarna við til suðurs, en það er verkfæra- og tækja- geymsla Selfosshrepps og benzín- stöðin hjá Shell. Þá segir ennfremur: Athuga þurfti hvort Öl'fushreppUr vildi koma í stað Selfosshr. og greiða fyrir samgöngum starfsfólksins o.s.frv. Maður getur nú ekki ann- að en hlegið þegar maður heyrir Iþetta. Heldur sjúkrahússtj., að komizt verði hjá því að starfs- fólk sjúkrahússins sem á ekki bíl verði flutt á bíl til og frá vinnustað þegar sjúkráhúsið væri komið austur að Þórishól- um? Er ekki starfsfólk mjólkur- 'búsins flutt til og frá vinnustað og það er ekkert lengra í mjólk- urbúið en að Þórishólum? Sama máli gegnir urn starfstfólk tré- smiðju K.Á. Er það meiningin að Selfosshreppur eigi að annast þessa starfsmannaflutninga? Það vita víst flestir að fólk hreyfir sig yfirleitt ekki nú orðið nema í bíl og þetta ætti for- maður sjúkrahúsatj. að vita ekki síður en aðrir, því táðum fer hann á sínum bíl á vinnustað og er það margfalt styttri leið en austur að Þórishólum. Um hreins un gatna í snjóaveðrum mætti benda á það að leiðin austur að Mjólkurbúi og Þórishólum er einhver snjóiþyngsti kaflinn hér í kring, samanber snjódyngjan sem hleðst á veginn hjá Sól- bakka og vtíðar. Út á Árbæjar- bakka þarf ekki að kvíða snjó- Iþyngslum. Allir sem til þekkja vita að Árbæjarmýrin er alltaf svo að segja snjólaus, þar feStir aldrei snjó, strengurinn með- fram fjallinu sér um það. Svo mætti Mka benda á það, áð hinn fyrirhugaði Austurvegur á að koma þarna út mýrina skammt frá hinni fyrirhuguðu sjúkrahús- lóð, svo það yrði ekki nema nokk ur hundruð metra spotti frá þjóðveginum að sjúkrahúsinu. Þegar þarna væri því kominn vel uppbyggður vegur út eftir, þyrfti hvorki Selfosshr. né Ölfushreppur að standa í neinum snjómokstri á þeirri leið. Heita vatnið. Nú heyrir maður það, að K.Á. ætli að gefa hinu væntanlega sjúkrahúsi allt það vatn, sem það þarf með um alla framtíð. Hverj- um skyldi það vera að þakka? Skyldi ekki gjöf Árbæjarmanna hafa verkað þar á. Ég er smeyk- ur um það. Það varð að láta líta svo út að eitthvað kæmi á móti svo hægt væri að hafna gjöf Árbæjarmanna. En við skulum nú athuga þessa gjöf svolítið nánar. Það er vitan- legt að samningamakk hefur staðið yfir í lengri tíma um að Selfosshr. keypti hitaveitu K.Á., því sennilega hefur hún ekki orðið K.Á. sú mjólkurkýr, sem 'búizt var við í fyrstu og vilja þeir nú ólmir koma henni yfir á hreppinn og kannski verður Selfosshr. orðinn eigandi að hita- veitu K.Á., áður en sjúkrahúsið kemst upp, og sjá þá víst flestir um hverskonar gjöf hér er að ræða í raun og veru, því eins og 1 greinarg. segir, er væntan- legur kaupandi háður þessari kvöð, en varla ætti það að vera hvatning fyrir hreppinn til kaup anna. Það vantaði bara á þessa „gjöf“ að K.Á. tiltæki hitastigið líka t.d. 85 st., en það hefði nú orðið erfiðara eins og nú skal að vikið. K.Á. fær sína hitaveitu frá Þorleifskoti. Þar hafa verið boraðar 5 holur mismunandi djúpar og mismunandi vatns- miklar og heitar. Dýpsta og heitasta holan gefur frá sér 10—12 sek. 1. sjáltfrennandi af 92 st. heitu vatni, en þetta er hvergi nóg, það er þá notuð djúpvatns- dæla og þá fást 21% sek. L atf 31 st. heitu vatni. Þetta nægir þó engan veginn fyrir þorpið og þá er dælt upp úr hinum holun- um sem eru miklu kaldari allt niður í 64 st. eða jafnvel neðar, og því meira sem meira þarf aí vatninu að nota t.d. í frostum, Með því nú að soga svona vatn- ið með feiknar krafti upp úr hol- unum kemur með því leir og drulla ekki all Mtil og sem dæmi skal ég geta iþess, að á tæpum 2 árum voru %“ vatnsrör orðin svo að segja alveg lokuð atf leir og drullu og ofnarnir hættir að hitna, því það var op eins og eftir bandprjóna eftir í rörinu. Þetta get ég borið um af eigin reynslu, Þegar nú vatnið kemur inn í næstu húsin við mjólkurbúið, þ.e. fyrstu húsin á hitaveitu svæðinu þá er það 62—Ó7 st heitt marg mælt við hagstæðustu skil- yrði, það er í frostlausu og frost- litlu og þurru veðrf. Þegar rign- ingar ganga er það miklu kaldara því þá kælir jarðvatnið það og eins vitanlega í frosthörkum, því 'þá er það meira notað og meira dælt upp úr köldu holunum. Ég vil nú gera svolítinn samaniburð á þessu vatni og Árbæjarvatn- inu. Úr Árbæjarholunni komu 5 sek. L af 92 st heitu vatni sjálfrennandi upp úr jörðinni. Rannsókn hefur leitt í ljós, að þetta er eitthvert það hreinasta og tærasta hveravatn sem þekk- ist. Borhola þessi væri nokkur hundruð metra frá sjúkrhúsinu um staðnum, og myndi hún kosta marga tugi þúsunda, etf ekki hundruð þúsunda. Ég heí nú farið svo ítarlega út þennan samanburð, því það er ekki nema nafnið tómt þegar talað er um heita vatnið í Ár- bæjarlandi og hitaveitu K.Á. eins og allir sjá af framangreindu, og þetta álít ég að sé þunga- miðja málsins. Og nú vil ég spyrja. Var sýslunefndunum skýrt frá þessum staðreyndum, áður en þeir höfnuðu tiLboði Árbæjarmanna? Það dreg ég mjög í efa. Það er næsta ótrú- legt að sýslunefndir þriggja sýslna skuli hafna einróma og orðalaust slíku tiliboði til al- mennings þrifa. En það er fleira en heita vatnið, sem Árbæjarland hefur upp á að bjóða. Það er kalda vatnið líka. 1 Árbæjarlandi er mikið af tærum uppsprettulind- um sem koma undan Ingólfs- tfjalM. Ekkert væri auðveldara en virkja einhverja af þessum lindum fyrfr sjúkrahúsið. Þar með fengi sjúkrah. gnægð af ágætis vatni með geipihalla úr sinni eigin lögn, sem yrði til- tölulega mjög ódýr lögð í plast- rörum og engum rafmagnstrufl- unum háð, þvi, hér þarf engar dælur. Vel að merkja við Sel- fyssingar fáum okkar neyzlu- vatn úr Árbæjarlandi, en því er dælt hingað og erum því raf- magninu háð og búum við mik- inn vatnsskort oft á tíðum. Þá er það frárennslið. Stæði sjúkrahúsið í Árbæjar- landi á norðurbakka Ölfusár yrði örstutt með frárennsM í ána. Lögniná ætti auðvitað sjúkrahús- húsið sjálft og yrði hún tiltölu- lega mjög ódýr. Þarna eru þvf þrír liðir, hitaveita, vatnsveita og klóak, sem sjúkrahúsið ætti sjálft og væri öðrum algjörlega óháð og þyrfti engin opinber gjöld að greiða af og myndi þvl spara sjúkralhúsinu stórlega út- gjöld árlega. Lega landsins. . Sjúkrahúsið staðsett í Árbæjar landi á norðurbakka Ölfusár er einhver sá ákjósanlegasti staður sem verið getur og áreiðanlega enginn sem jafnast á við hann hér í grend við Selfoss. Þarna rennur áin breið og lygn fyrir framan sem stöðuvatn mót sól og suðri. Það þyrfti þá ekki að óttast að þarna yrði byggt fyrir útsýnið eða sólina, en útsýnið er mikið fram og austur ailan Flóa, allt á haf út. Fagur fjalla- hringur til austurs og vesturs og Ingólfsfjall í norður sem veitir skjól fyrir norðan áttinni. Fjarlægðin frá umferðarös og önn dagsins er mjog hófleg ca. 2 km. og er það einn af stórum kostum þessa staðar og þykir sjálfsagt annarsstaðar að velja sjúkrahúsum stað í rólegu og fögru umhverfi. Þegar nú landkostir Áribæjar- lands eru atihugaðir gaumgæfi- lega efast ég um að nokkurt sjúkrahús á landinu sé eins vel í sveit sett og það yrði þar. Þó er þessu hafnað. Hvað kemur hér til? Það er hörmulegt til þess að vita að þegar fólk uppvekst til góðverka til almenningsheilla, þá skuli pólitískir vesalingar og öfuguggar rísa upp til að koma I veg fyrir það. í greinargerð sjúkrahússtjórnar kemur ekkert fram, sem réttlæti 'þessa afstöðu hennar, hún er ekkert annað en argasta yfirklór bersýnilega gerð til að breiða yfir eitthvað sem ekki má koma í dagsins ljós, enda segir þar, „að það væri otf langt mál til að ræða það“. Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.