Morgunblaðið - 06.10.1965, Síða 24

Morgunblaðið - 06.10.1965, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. október 1965 PATRICK QUENTIN: GRUNSAMLEG ATVIK Ég leit á mömmu æðisgengnu augnaráði. í guðs bænum, mamma, láttu eins og þú hafir einhverja vitglóru. í guðs bæn- um! En hún var enn margar mílur í burtu, í „leiðslunni“ sinni. En svo nálgaðist hún aftur og munnvikin sigu ofur- lítið. — Ó, Ronnie minn. Mér líð- ur svo illa. Ég kom þessu öllu af stað. í>að var allt mér að kenna. Auðvitað ætti ég að gera það, en ég er hrædd um, að það sé orðið um seinan. — Um seinan? — Það var hringt til mín. Fyrir einum fimm mínútum. Ég tók símann meðan ég var að tala við Cleonie. Það er sótzt eftir nokkur í þrjár vikur í sumarhótelið í Cannes, strax og þegar við erum búin hér. Og ég tók boðinu. Dásamlega mamrna! Þarna slapp hún laglega. Ég hefði mátt vita það fyrirfram. — En góða Anny. Ronnie lagði höndina á arm henni. — Það.er ekki nema þrjár vikur í viðbót. Ég get beðið með allt saman á meðan. Gerðu það, Anny...... Meðan ég hríðskalf, stóð mamma bara og var hin ró- legasta. En svo hallaði hún sér fyrirvaralaust að brjósti hans og snökti ofurlítið. — Ó, Ronnie, það þýðir ekki neitt. — Já, en góða Anny.... — Farðu! Gerðu það fyrir mig, Ronnie, farðu. Ég get ekki tekið að mér þessa mynd þína. Ég get aldrei tekið að mér neina mynd hjá þér. Ég má ekki hitta þig. Ég .... Handleggimir á henni voru kornnir upp á háls á honum og hún kyssti hann ákaft, beint á munninn. — Skilurðu það ekki, Ronnie. Ég elska þig. Ég vil verða kon- an þín. En það er vonlaust. Það get ég aldrei orðið. Og að þurfa að vinna með þér og hitta þig hvem dag... Ronnie .... farðu elskan.... farðu strax! Hún var að draga hann að dyrunum og hékk utan í honum, úrvinda af harmi, en dró hann samt burt. Ég gerði ekki annað en bara'standa þarna í setustof- unni. Eftir andartak var hún komin aftur. Hún hneig niður á stól. — Guði sé lof, að þú gafst honum afsvar, sagði ég. — Á sama augnabliki og það hefði verið tilkynnt, að þú ættir að leika Ninon, hefði Robinson lög- reglustjóri hervæðzt. Þetta var alveg hárrétt hjá þér. — Hárrétt! Mamma greip höndum fyrir augun. Rétt, rétt, rétt! Hver kærir sig um rétt eða rangt? Ég elska hann. Skil- urðu það ekki? Hvað þú getur verið kaldranalegur, blessað barn. Ég elska hann! Ég skammaðist mín og sagði: — Veslings mamma. Og svo get urðu ekki einu sinni gifzt hon- um vegna þessa tvíkvæmis- manns þíns. Er það í veginum? En hún sat bara með hendur fyrir augunum. — Já, en, mamma, er ekki einhvernveginn hægt að fá skilnað? I>ú getur bjargað hverju sem er. Geturðu ekki reynt að ....? Allt í einu féll höndin frá augunum og ég fékk augnatillit sem boraði mig í gegn. — Æ, góði minn, við megum ekki vera að þessu drolli. Hvað er klukkan? Við verðum að fara gegn um alla sýninguna. Við megum ekki verða of slöpp. Náðu í Pam og Gino og Hans frænda. Ég lagði af stað til dyranna, en þá kallaði hún í mig aftur. — Nikki! — Já, mamma, sagði ég og sneri við. Nú var hún aftur orðin falleg og hugsi á svipinn. — Það ætti 23 að verða gaman í Cannes, sagði hún. — Svo að það er þá allt í lagi með þessa ráðningu til Cann- es? — Nú, vitanlega. Skárri er það tortryggnin í þér, krakki! Sumarleikhúsið. Bezti tími árs- ins. Elsa Cole, Ali, David...... allir beztu vinirnir mínir. Og hugsaðu þér, þeir fullvissuðu mig um það í símann, að Grace mundi lika koma á frumsýn- inguna. — Graoe? Hvaða Grace? — Hennar hátign, sagði mamma og var nú orðin alveg evrópsk. Furstafrúin af Mon- aco! Það kom fyrir, það sem eft- ir var dvalar okkar í Las Veg- as, að fiðrildin tóku að ókyrr- ast í hofðinu á mér, en ekki var það samt oft. Vitanlega var það henni Lukku að þakka, því að hún var allsstaðar á höttunum kring um mig og hún var indæl- asta stúlkan í heiminum, og jafn vel þótt mér dytti stundum í hug þessi óhugnalega setning: „Spurðu Roger Renard, hann var þar þegar hún gerði það“ þá var Lukka alltaf á staðnum til að dreifa huganum. Dagur leið eftir dag, og mamma var aftur komin á þá skoðun, að Lukka væri „guðdómleg". Ég fór jafnvel að hugsa uni það, hve margt hæfileikafólk hefði gifzt þegar það var bara nítján ára, og eitt kveldið var ég næst Heimaverkefni Ung kona með góða rit- hönd og mjög góða staf- setningarkunnáttu ó s k a r eftir heimavinnu, t. d. skriftir eða prófarkalestur. Tilboð merkt: „Hagkvæmt — 2457“ sendist Mbl. fyrir laugardag. Þokulukiir 6 volt, 12 volt, 24 volt. Varahlutaverzlun Jóh. Olafsson & Co. Brautarholti 2 Sími 1-19-84. um búinn að segja vxð mömmu: — Hvemig þætti þér að vera amma, eins og hún Marlene Di- etrich? En ég þorði það nú samt ekki, þegar á átti að herða. Jæja, ég hafði nú nægan tíma fyrir mér, hugsaði ég, og bráð- lega kom líka að því, að Las Vegas tilheyrði fortíðinni. Tam- berlaine-sýningamar tókust enda með miklum glæsibrag. Einkaflugvél Steves flutti okkur aftur til L.A. og áætlunarflugvél flutti okkur til New York og flugum við áfram til Evrópu og Nizza, og brátt höfðum við al- veg skipt um heim og vorum komin í alla léttúðina í Cannes, þar sem við bjuggum í heljar- mikilli íbúð í Hotel Suarez. Hennar hátign kom fljúgandi til að vera við frumsýninguna, og vitanlega var þetta söguleg- ur viðbxirður, þar sem ýms frönsk skáld ortu lofkvæði um mömmu og völdu henni sterk- ustu lýsingarorð tungu sinnar. Mamma var afskaplega hrifin bæði af kvæðunum og nærveru hennar hátignar. Og hún var næstum enn hrifnari af að hitta ýmsa gamla kunningja á hverjum degi, og Elda og Ali og Cole og allir gömlu vinirnir þeyttu henni milli skemmtistað- anna þarna, svo að hún var næstum búin að fá svima. Stundum varð ég að fara með henni og verða samkvæmisljón, en oftast slapp ég samt við iþað og þá fórum við Lukka í fyrir- ferðar minnstu baðfötin okkar og reikuðum um fjörxma og lét- um Miðjarðarhafssólina brenna okkur allsstaðar nema þar sem við þrýstum okkur saman, Ronnie lét símskeytin dynja á mömmu daglega og ég tók að gerast uggandi um, að hún mundi láta imdan og leika Nin- on, eftir allt saman, en sá ótti hvarf síðustu vikxrna okkar í Cannes, því að_ þá fékk hún skeyti frá Palladium í London, sem vildi fá okbur um óákveð- inn tíma, og samtímis kom í póstinum eitthvað, sem líktist bókfelli og þar sem hermi var tilkynnt, að hún hefði verið útnefnd til að verða kynnt fyr ir drottningunni á einhverri kvikmyndahátíð þar í landi. Þessi drottningarkynning var dagsett eitthvað viku fyrir frum sýninguna á Palladium, og fyr- ir einhverja ótrúlega tilviljxm bar hana upp . á afmælisdag mömmu. Þessi tilviljun var of- mikið fyrir mömmu. Hún sím- aði undir eins samþykki sitt til Palladium og hneigði sig næst- um þegar hún svaraði drottn- ingarboðinu. Við Lukka vorum inni hjá henni þegar þetta gerðist og þá sló þeirri hugmynd snögglega niður í mig, að nú, ef nokkurn- tíma, væri rétta stundin til að minnast á ömmuna, sem áður segir. — Mamma, sagði ég, — okk- ur Lukku langar til að giftast. Ég hafði verið nokkuð hik- andi, því að það var ég alltaf, ef líiamma var annarsvegar, en nú sá ég strax, að þetta hafði verið ástæðulaust. Önnu drottn- ingar-brosið brettist bara í guð- blessi-ykkur, börnin mín-bros, og svo kyssti hún okkur bæði og þrýsti okkur að sér. — Elskurnar mínar, ég er al- veg viss um, að þetta er alveg guðdómleg hugmynd. Æ, Lukka mín, mér var rétt að detta það í hug. Það er með þessa Eng- lendinga. Þú veizt hvernig þeir eru, þessir veslingar, fremur sveitalegir, en samt svo hrifnir af öllum glæsileik. Ég held, að ég þurfi að hafa tvo búninga þarna í London og skipta í miðri sýningunni. Kaimski ensk an búning. Blessunin hann John Cavanagh, hann er svo sniðug- ur. Svo að, Lukka mín, af því að þú hefur verið svo dugleg og staðið þig svo vel á sýning- unni _ hvernig væri að láta þig hafa ofurlítið sólónúmer meðan ég er að hafa fataskipti? Kannski einhvern franskan söng? Það þykir alltaf svo skemmtilegt í London — falleg og snotur amerísk stúlka, sem syngur einhvern sætan, lítinn franskan söng. Heldurðu, að þú treystir þér til þess, elskan? — Ó, Anny! Lukka var frá sér numin af gleði. — En það kostar vinnu, elsk- an! Þrælavinnu! Vitanlega höf- um við ekki nema fjóra daga til stefnu, en ég veit, að elsk- an hann Charles mundi hafa mestu ánægju.af að æfa með þér og við verðum heila viku í London áður eíi við byrjum- Svo að ef þú bara þrælar og þrælar og þrælar.... Jæja, svona var nú það. Ég veit ekki almermilega, hvernig það gekk fyrir sig, en giftingin varð einhvernveginn að víkja fyirr áhuganum á listferli Lukku og eftir þetta fór hún á hverjum morgni til að æfa með Trenet. Mamma var alveg á kafi í sigurvinningum sínum i samkvæmislífinu. Gino hafði fundið einhvern hálfbróður sinn og var orðinn hreinræktaður ít- ali aftur. Veslings Hans frændi, reyndi að vera sem hressastur í sinni gömlu list og tók þátt í sýningunum á hverju kvöldi, en hann var með einhverja slæmsku í maganum og lá all- an daginn í rúminu. Og ég kærði mig ekkert um að vera allán tímann með Pam, og þvi flæktist ég um borgina einn míns liðs. Ég hélt áfram að heimsækja baðströndina, enda er það hér um bil það eina, sem hægt er að gera í Cannes, nema þá mað- ur vilji hanga á knæpunum og taka sig út. Og þótt undarlegt megi virðast, þá skeði það — þó ekki á fyrsta eða öðrum degi sem ég var Lukkulaus heldur á þeim þriðja — að ég fór að taka eftir því aftur, hvað fransk- ar stúlkur eru snotrar. Vitan- lega reri ég ekki í neina þeirra. Svo siðsamur var ég í mér. En svo var það fjórða og síðasta morgunínn, þegar ég var á gangi milli sólhlífanna á strönd- inni, án þess að skipta mér af neinu, nema horfa á kellingarn- ar, sem lágu í legustólunum, þaktar gimsteinum, að þá sá ég stúlku, sem lá ein síns liðs í sandinum. Ég rétt leit á hana. Ég á við, að mér varð ósjálfrátt litið í átt- ina til hennar. Og þá skeði það fyrir einhverja xmdursamlega til viljun, að hún leit til mín í sama bili. Þetta var Monika! Ég komst sem snöggvast al- veg í vandræði og hugsaði: Ó, guð minn góður, og ég, sem hef ekki skrifað henni vikum sam- ah! Hvað í ósköpunum á ég að segja við hana? En þá sendi hún mér töfrandi bros og sam- stundis mundi ég, að franskar stúlkur eru ekki eins og þær amerísku. Þær gengu beint að hlutunum. — Nikki .... elsku Nikki! í hvellinum, eins og Sylvia hefði orðað það, hafði ég fleygt mér í sandinn við hliðina á henni og áður en ég gæti nokk- uð áttað mig á því, vorum við farin að blaðra eitthvað hvort við annað. Og svo var strax eins og við hefðum aldrei skilið. Ein hvernveginn voru handleggirnir á mér komnir utan um hana og við hvísluðumst á einhverjum þýðingarlausum gæluorðum, og svo lágum við í stífustu faðm- lögum, sem þekkjast á franskri baðströnd. Miðjarðarhafssólin hellti geisl um sínum yfir okkur. Að minnsta kosti hélt ég það. Og Miðjarðarhafshiminninn var blár uppi yfir okkur. að minnsta ko-sti fanntst mér það. — Elskan! — Elskan! — Nikki! — Monika! En í sama bili var barið harka- lega á öxlina á mér, en sektar- kenndin hjá mér var ekki helm ingurinn af því, sem hún hefði átt að vera, því að þarna var Lukka kornin og horfði á mig manndráps augum. Hárið á mér hafði orðið fyr- ir allskonar hnjaski, og ég fór að reyna áð koma einhverju sköpulagi á það. — Hæ, Lukka, hæ........

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.