Morgunblaðið - 23.10.1965, Side 8

Morgunblaðið - 23.10.1965, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. október 1965 r r* Snæf jallanessbúar fá rafmagn næstu daga I { Samfal við Kjartan Oddsson, f UNAÐSDAL í Snæfjalla- hreppi í Norður-ísafjarðar- sýslu býr bóndi, Kjarían Helgason að nafni. Kjarían er oddviti hreppsins og því vel kunnugur framfaramái- um þar norður frá. Við náð- um tali af honum fyrir skömmu, er hann var á ferð hér fyrir sunnan og röbbuð- um við hann stundarkorn. Unaðsdalur er rétt innan við mitt ísafjarðardjúp og jörðin 24 hundruð að fornu mati. Unaðsdalur er kirkju- jörð og á ríkið hálfa jörð- ina. Við spurðum Kjartan bónda, hve stórt tún hans væri og svaraði hann: — í>að er 22 hektarar vél- tækt og þrír að auki, þar sem ekki er unnt að koma vélum við. — Er mikill ræktunar á- hugi meðal bænda við Djúp- ið? — Það hefur allmikið ver- ið ræktað þar síðustu ár og mikið byggt upp af íbúðar- og grip>ahúsum. — Hvort er algengara, fjár bú eða kúabú við Djúpið? — Það er nú svona beggja blands. Ég t-d. er með 160 ær 30 lömto, 17 mjólkandi kýr og níu geldneyti og er alltaf heldur að fjölga við mig. Annars held ég, að meðal fjárbú sé svona um 200 fjár og 10 kýr. — Þú ert oddviti í Snæ- fjallahreppi. Hve margir bændur búa þar? — Það eru 6 bændur í Snæfjallahreppi, en nú er bú ið að sameina hann Grunna- víkurhreppi, en þar er eng- inn, nema vitavörðurinn í Hornbjargsvita. — Hvernig hefifr heyskap- ur gengið í sumar? — Hann hefur gengið prýðilega. Það spratt að vísu seint sums staðar, en yfir- leitt hefur spretta verið særni leg. — Eru mikil hlunnindi hjá bændum þarna? — Ekki nema í Æðey. Þar er dúntekja. Það dró nú úr henni á tímabili, en ég held að hún sé að aukast aftur. Þegar mest var og Æðeyjar- systkinin voru þar, var dún- tekjan um 210 kg., en nú er hún eitthvað innan við 100 kg. Nú svo er smá silungs- veiði í Unaðsdalsá og við höfum aðeins orðið varir við lax, en það hefur ekkert ver ið gert til þess að rækta ána upp, enn sem komið er. — Hvernig finnst þér svo að búa nú á dögum? — Svona allsæmilegt, hjá þeim, sem voru búnir að byggja upp. Hins vegar er það að sjálfsögðu erfiðara hjá okkur, sem nýbúnir er- um að byggja. Það vill oft verða erfitt með greiðslur af lánum. oddvila — Hvað ert þú búinn að byggja upp? — Ég er bæði búinn að byggja upp íbúðar- og gripa- hús. — Hvað með rafmagnsmál byggðarlagsins? — Hreppurinn hefur látið virkja Mýrará og mun ætlun in að hleypa rafmagninu á einhvem næstu daga. Það er sem sagt verið að leggja síð- ustu hönd á verkið. Þessi virkjun er mjög dýr og ég veit ekki, hvort við stöndum undir henni sovna fáir, að- eins sjö, en við töldum þetta eina úrræðið til þess að halda byggð þarna. — Hafa bændumir haft dieselstöðvar til þessa? — Já, það hafa verið dies- elstöðvar á öllum bæjum nema tveimur, þar hefur ekkert rafmagn verið. Þá höfum við lagt í þann kostn- að að leggja sæstreng út í Æðey og er það dýr fram- kvæmd. En aðalatriðið er að allir bæirnir . hreppnum fá rafmagn. — Hafið þið góða afrétt? — Við höfum mjög góða sumarhaga. Fé frá okkur er farið að ganga í Grunnavík- urhreppi. Hins vegar eru góð ir hagar í Jökulfjörðum, en erfitt er að komast þangað vegna vegaleysis. Þar mætti hafa feikimargt fé. — Hvað um vegamálin? — Þau eru í ólesíri, enn sem komið er. Það vantar smáspotta, svo að bílfært sé. En það má svo sem komast þetta á jeppa. Það eru tæp- ir 3 km. eftir og við erum að vona að nógu miklu fjár- magni verði • veitt í þessa vegagerð á næsta ári, en landið er blautt og mýrlent og erfitt að leggja veg um það. Hins vegar er góður vegur út að Mórillu í Kalda- lóni, en hún var brúuð í fyrra, til mikilla bóta. Kjarían Helgason, bóndi í Unadsdal, oddviti Snæfjalla- hrepps. — Á hvaða sviði eru að- gerðir til bóta mest aðkall- andi? — Ja, það, sem mest skort ir á hjá okkur er hvað við- kemur ræktunarmálunum. Það þarf að auka ræktun til mikilla muna við Djúpið. Ég tel að Djúpmenn hafi dregizt mjög aftur úr í þeim málum og ég efast um að þeir verði samkeppnishæfir, nema ein- hver aðstoð komi til við þessa staði. Við sendum allar okkar afurðir til ísafjarðar. Fé og mjólk er flutt með bát um. — Hafið þið ekki aðgang að ýtum til ræktunarfram- kvæmda? — Snæfjalla- og Nauteyr- arhreppur eru í ræktunar- sambandi og hafa tvær ýtur á sínum vegum. Ýturnar hafa bæði unnið að jarðar- bótum og vegaframkvæmd- um í sumar fyrir þessa hreppa, svo og fyrir Ögur- og Reykjafjarðarhreppa sem einnig hafa ræktunarsam- band og eiga ræktunartæki. Bændur þurfa oft að biða lengi eftir ýtunum, en við því er ekkert að gera. Rækt- unin hefur oft orðið að sitja á hakanum fyrir vegagerð- inni. — Þá skortir okkur til- finnanlega félagsheimili. Það er ekkert slíkt hús í Djúpinu og það hefur aðeins komið til orða að reisa það, en aldrei orðið úr framkvæmd- um. Það er mikil víðátta þarna um slóðir og óvíst hvort eitt félagsheimili næg- ir fyrr allt svæðið, en á því búa nálægt 400 manns. — Um skólamál er það að segja, að við sendum börn- in í Reykjanesskólann. Þar var nýbúið að reisa nýtt heimavistarhús, en svo brann skólahúsið um daginn, svo að það verður efalaust ein- hver töf á að skólinn geti tekið til starfa. Annars tel ég, sem á fjögur börn og þrjú á skólaskyldualdri, að við við Djúpið séum bara vel settir, hvað skólamál snertir, sagði þessi ungi og efnilegi bóndi um leið og við kvöddum hann. Vetrardagskrá útvarpsins Frásögn Vilhjálms Þ. Gíslasonar útvarpsstjora Vilhjálmur Þ. Gíslason flutti í gærkvöldi fréttaauka um Vetrardagskrána og fer hér á eftir frásögn hans. í VETRARDAGSKRÁNNI, sem hefst á morgun, verða ýmsar nýjungar og einnig framhaldið mörgu því sem verið hefur og er orðið sjálfsagt og ómissandi útvarpsefni. Segja má að efnið skiptist fyrst og fremst í tvenna stóra, meginbálka — a'llskonar fróðleik og skemmtilegt efni, vísindi, listir, tækni, tónlist og bókmenntir, sem ekki er fyrst og fremst timabundið, eða að vissu leyti hafið yfir stund og stað — og svo annað efni, sem er bundið líðandi stund, efni mitt úr straumfalli atburðanna, efni sem kemur og á að koma ferskt og nýtt, það eru fyrst og fremst fréttirnar, erlendar og innlendar og ýmiskonar efni í beinu og óbeinu sambandi við þær. Útvarpsfréttir eru fluttar 9 sinnum á sólarhring, og þar að auki veðurfréttir og ýmsar sér- fréttir, sem sé þingfréttir og það fréttaefni, sem fólgið er í sumum þáttum um atvinnulíf og and- legt líf og umræðum um þau efni. Fréttayfirlit er flutt á sunnu dögum og Morsefréttir til skipa á hverjum degi. Auðvitað mark- ast dagskráin ekki sízt af slíku efni daglegs lífs og af ýmiskonar þjónustu við hið daglega líf, upp- iýsingum, auglýsingum og léið- beiningum. Sumt af þessu geta verið stórfréttir af heimsbrest- um og byltingum, stórmennum og andlegum og verkiegum nýjungum. Útvarpið er farvegur fyrir þetta allt, en líka fyrir margt það sem er miklu smærra, en samt hluti af „stórveldi smá- munanna" sem skáldið talar um og ekki verður umflúið eða án komist. Þetta getur verið mis- jafnlega skemmtilegt sem kallað er. Því er ekki ætlað að vera fyrst og fremst skemmtun, held- ur fréttir og fróðleikur og þjón- usta — og það eru attourðirnir sjálfir, menn þeirra og málefni, sem ráða því hvort fréttirnar af þeim eru skemmtilegar, eða sorglegar eða tilbreytingalitlar. Verkefni útvarpsins og frétta- stofu þess er að hlusta og leita, velja og hafna úr hafsjó heims- viðburðanna og atburðanna hér heima og segja rétt og vel frá þeim — fyrst og fremst rétt. Þetta er þá það fyrsta um vetrardagskrána — hún á að verða lifandi dagskrá, sem berg- málar fljótt og vel atburði dags- ins, það líf sem lifað fyrir er og barizt er um. Margir sérstakir dagskrárliðir munu fjalla um þetta, auk beinna fréttasendinga: Fréttaaukar, Efst á baugi, Á blaðamannafundi — sem Eigur Guðnason annast nú — og þeir byrja á mánúdag og fundi verð- ur forsætisráðherra, dr. Bjarni Benediktsson. Tveggja manna tal heldur áfram á vegum Matt- híasar Johannesen Og Sigurðar Benediktssonar. íþróttafréttir hef ur Sigurður Sigurðsson, Búnað- arþáttinn Gísli Kristjánsson, Um daginn og veginn o. fl. heldur einnig áfram — þetta hefur allt verið undirbúið hjá úbvarpsráði, útvarpsstjóra og í dagskrárskrif- stofu. Ef við snúum okkur svo að nýjum erindum, þá má fyrst nefna flokk um íslandssögu sem hefst á sunnudag og verða 10 sunnudagserindí flutt af sögu- og bókmenntasögumönnum. Af- reksmenn og aldarfar í íslands- Vilhjálmur Þ. Gíslason sögu. Þá verður væntanlega talað um Dante, vegna 700 ára afmælis hans. Erindi verða um landafræði og ferðir Og flokkur um uppeldismál barna fyrir skóla aldur og erindaflokkur Haraldar Guðmundssonar, fyrrum ráð- herra, um tryggingamál. Talað verður um stjörnufræði. Nýr bókmenntaþáttur byrjar nú, í vörzlu Njarðar Njarðvík, og verður fjallað um nýjar bók- menntir í frásögum og rökræð- um, Þátturinn á bókamarkaði byrjar aftur. Nýjung verður það, að tekið verður upp útvarp á erlendu efni á erlendum málum, utan aðakfagskrártíma, úr bók- menntum, af leiksviði eða úr op- intoeru iífi. Björn Th. Björnsson annast þáttinn og heitir hann á hljóðbergi. I upplestrum verða ýmsar nýjungar: Halldór Laxness ies sögu sína Paradísarheimt. Lesin verður kvöldsaga eftir Sjolokoff, sem nú fékk Nobelsverðlaunin, og lesið úr minningabók Berg- Ijótar Ibsen um um Henrik Ibsen, það gerir Gylfi Gröndal og Sigurður Guðmundsson les úr ævisögu Trumans. Fyrsta framhaldsleikritið verð- ur Vesalingarnir eftir Hugo og einnig kemur nýtt íslenzkt fram- haldsleikrit um Jörund hunda- dagakonung eftir Agnar Þórðar- son og nýtt framhaldsleikrit fyr- ir börn, eftir Ármann Einarsson. Meðal laugardagsleikritanna verður nýtt íslenzkt leikrit, Mold eftir Sigurð Robertsson og seinna nýtt leikrit eftir Jök- ul Jakobsson. Rauða rósin eftir Sean O’Casey, Við eins manns borð eftir Terence Rattigan, Tartuffe Moliéres, Skóarakonan dæmalausa eftir Lorca, Solnes byggingarmeistari eftir Ibsen Of Framandi land, leikur um Sig- mund Freud. Fornrit verða lesin og byrjar Ólafur Halldórsson á Jómsvík- inga sögu og væntanlega verður síðan lesin Færeyingasaga. Sögur verða einnig lesnar í þættinum Við sem heima sitjum og byrjað á sögunni Högni og Ingibjörg eftir Torfhiidi Hólm Og ýmislegt nýtt efni verður í þeim þætti. Aðrir þættir halda áfram í sama sniði og áður eða nýju — Spurt og spjallað, laugardags- þættirnir, Raddir lækna og tón- listarþættirnir, m.a. sérstakir þættir fyrir ungt fólk og verða nú fyrr á kvöldin en áður. Tóm- stundaþættir unglinga byrja á ný og tekur Jón Pálsson aftur við þeim. í bamatímum er ráð- gert margvíslegt nýtt efni og einnig á kvöldvökur. Þá er skemmtiefnið og er þar fyrst til að nefna nýjan þátt Svavars Gests. Ýmisleg létt tón- list verður einnig. Úr fjölþættri tónlistardagskrá vetrarins get ég, auk Sinfóníu- tónleikana, skólátónleika og al- þýðutónleika, nefnt það, að ís- lenzkir tónlistarmenn flytja I sérstökum flokki verk íslenzkra höfunda og útvarpað verður úr tónleikasölum borgarinnar og ýmsir erlendir gestir koma fram í útvarpssal, tónlistardeildin nefn ir 12 til að byrja með. Erling Blöndal Bengtson og Árni Kristjánsson flytja í 3 skipti öll tónverk Beethovens fyrir cello og píanó. Haraldur Sigurðsson og Wilhelm Kempff flytja sérstaka útvarpstónleika. Magmús Jónsson og Sigurður Björnsson syngja. Flutt verður sérstaklega þýdd fyrir úlvarpið ópera eftir Haydn, það er gam- anópera og heitir Lyfsalinn. Þá verða flutt tvö mikil, norræn tónverk: Völuspá Monrad Jo- hansens og Ver sanctum eftir Sparre Olsen. Haldnir verða Sibelius og Carl Nielsen tónleik- ar. Flutt verða verk eftir Jón Leifs og Sigurð Þórðarson og er- lend tónlist við ljóð og leikrit eftir Halldór Laxness. Þorsteinn Hannesson annast óperukynning. ar. Fluttur verður söngleikur eftir Offenbach, Lofnarmál undir Ijóskerinu og er gamanleikur. Þá verður allmikill íslenzkur kór- söngur. Þetta allt er það, sem kölluð er lifandi tónlist. En mjög mikið erlent efni verður einnig flutt af plötum og böndum og hefur út- varpið þar aflað sér eða fengið marga nýja hluti. Af innlendu efni er enn lögð vaxandi áherzla á það að fá efni sem víðast að af landinu og radd- ir sem flestra manna í ýmsum þáttum. Skal þar í vetur fyrst telja þátt, sem heitir Sýslurnar svara, það er spurningakeppni Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.