Morgunblaðið - 23.10.1965, Síða 15

Morgunblaðið - 23.10.1965, Síða 15
Laugarð'agw 23. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ 15 — Kristján, minnirtg Framhald aí bls. 11. varð að gera á þeim tímum, enda var hann greindur maður og glöggur, traustur og farsæll í störfum. Kristján var ekki stór vexti né mikill að burðum, en það vann hann upp með verk- lagni sinni og seiglu, svo að hiutur hans varð sizt minni en annarra. Hann var góður smiður og oft til hans leitað með ýmis- legt, sem laga þurfti. Og örugg- lega mátti treysta því, að hvert það verk, sem honum var falið, var vel af hendi leyst. Lengst af ævi var Kristján í vinnu hjá öðrum, en um nokk- Urt árabil bjó hann á Eyri við ísafjörð í sambýli við bróður einn, Sigurð. Þá átti ég heimili hjá þeim móðurbræðrum mínum «m tiu ára skeið á uppvaxtar- érum minum. Það var mér mik- iis virði að eiga þess kost, að njóta samvista og hollra ráða þessara mætu manna. Ég á þeim margt að þakka og marg- ar góðar minningar frá þeim árum. Aidrei varð bú Kristjáns stórt, en skepnur sinar annaðist hann af mikilli umhyggjusemi, enda var hann mjög mikill dýravin- ur. Kristján var hógvær maður, nokkuð dulur í skapi og ekki margorður. Gat sumUm fundizt á stundum, að hann væri nokkuð kaldlyndur, en við nánari kynni 1 kom annað í ljós. Þá fundu menn að „hjartað var hlýtt, sem und- ir sló.“ Og barngóður var Kristj- án. Hann kvæntist aldrei og átti engin börn sjálfur, en börn hænd ust að honum og voru vinir hans. Mörg ár var hann virkur þátt- takandi í ungmennafélagshreyf- ingu sveitar sinnar og hann hélt áfram að vera ungur í anda, þótt árin færðust yfir hann. Seinustu æviárin dvaldist Kristján í Reykjarfirði hjá þeim hjónunum Steinunni Ingimund- ardóttur og Hákoni Salvarssyni. Þá var heilsa hans farin að bila og kraftar að þverra. En hjá þeim hjónum átti hann öruggt athvarf og þökk sé þeim fyrir þá umhyggju, sem þau sýndu hon- um. Það kann að vera að ekki þyki neinn ' héraðsbrestur, þótt gamall maður falli í valinn. En með Kristjáni er farinn einn hinna óeigingjörnu, mætu manna, sem um langan tíma hafa mynd- að hinn trausta kjarna íslenzks þjóðfélags og óbrotgjarnir staðið í lífsins straumL Kæri frændi. Ég vil að leiðar- lokum þínum þakka þér það, sem þú gerðir fyrir mig. Ég veit, að þótt þú sért horfinn yfir móð- una miklu, mun minningin lifa um góðan mann og drenglynd- an, í hugum þeirra, sem þekktu þig bezt. ÓIi Kr. Jónsson. ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN VOLKSWAGEN 1500 © f sr ARGERÐ 1966 Rúmgóður og þœgilegur. $4 ba. vél, fottkœld, sparneytin, staðsett atturí. Biskahemlar að tramain. Endurbœttur framöxull og gírkassi. Tvœr farangurs geymslur. Frábœr vandvirkni á öltum innri og ytri búnaði Volkswagen 1500 er fyrírliggjandi VERÐ KR: 189.200.- SýníngerbíEI á staðmim S'imi 21240 HEILÖVIRZLUNIN HEKLA hf Skólasetn. í Skógaskóla HÉRAÐSSKÓLINN að Skógum undir Eyjafjöllum var settur þriðjudaginn 12. okt. Skólastarf var þá fyrir nokkru hafið, því að nemendur 3. bekkjar komu í skólann hinn 1. okt. og nemend- ur yngri deilda 10. okt. Séra Sigurður Einarsson í Holti flutti bæn. Síðan flutti skóla- stjórinn Jón R. Hjálmarsson setn ingarræðu. Minntist hann sér- staklega Williams Th. Möller kennara, er andaðist hinn 19. júlí sl. William Möller hafði ver- ið kennari við skólann frá því haustið 1950 og notið mikils álits og vinsælda samkennara sinna og nemenda. Kennslugreinir hans höfðu einkum verið stærðfræði og eðlisfræði. Rakti skólastjóri helztu æviatriði Williams og fór miklum viðurkenningarorð- um um ágætt starf hans í skól- anum. Að endingu bað hann alla að heiðra minningu hins látna með því að rísa úr sætum. Önnur breyting á kennaraliði var sú, að Finnur T. Hjörleifs- son hvarf frá skólanum, en hann hafði kennt þar íslenzku um tveggja ára skeið. Þakkaði skóia- stjóri starf hans og bauð vel- komna nýja kennara, þá Guð- mund Magnússon frá Brúarlandi í stærðfræði og Matthías Jóns- son frá Reykjavík í íslenzku. Þá bauð hann og velkomna nýja ráðskonu mötuneytis, frú Magn- eu Gunnarsdóttur, og þakkaði frú Ragnheiði Hákonardóttur. er gegnt hafði því starfi sl. vetúr. Nemendur í skólanum í vetur verða 104 og skiptast þeir , fjór- ar bekkjardeildir. Flestir nem- enda er úr Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu eða 91 samtals. Allmikla verklegar fram kvæmdir hafa verið við skólann á liðnu sumri. Lokið er við að fullgera nýbyggingu með tveim- Framih. á bls. 18 Verzlun til sölu Kven- og barnafataverzlun við eina af aðalgötum bæjarins er til sölu. Tilboðum sé skilað á afgreiðslu blaðsins íyrir þriðjudagskvöld, merkt: „Trúnaðar- mál — 2799“. Ungur maður getur fengið atvinnu við akstur og afgreiðslustörf. Aðeins reglusamur og trúverðugur maður kemur til greina. Upplýsingar í verksmiðjunni, Þverholti 17. Vinnufatagerb Islands hf. ÞEGAR ÞÉR ÞURFIÐ AÐ STÖÐVA SNÖGG- LEGA GETIÐ ÞÉR TREYST G E N E R A L SNJÓHJÓLBÖRÐTJN UiVJL. ★ Höfum flestar stær#- ir af snjóhjólbörð- um. ★ Eigum einnig nýju staerðirnar á ame- ríska bíla. <685-15, 735-15, 775-15, 815-15, 855-15, 645-15, 695-14, 735-14, 775-14, 825,14.) tkr Stórt úrval af felg- um á mjög hagstæðu verði. ★ Neglum snjónagla í hjólbarða. á. Skiptum undir bíf- reið yðar meðan þér biðið. ★ l’óstsendum hvert á land sem er. ★ Hafið samband við okkur strax í dag. hjóibarðinn hf. 1ADCAV1C 178 M 3S8C0 Úff, Það var eins gott að hann var á G E N E R A L snjódekkjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.