Morgunblaðið - 23.10.1965, Page 28

Morgunblaðið - 23.10.1965, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 23. október 1965 28 Langt yfir skammt eftir Laurence Payne — Hvað segirðu um að fá þér kaffisopa? Hann var eitt- hvað efablandinn á svipinn, en ég lét ekki undan. — Hvar fá- um við kaffi? í>ú þekkir þetta hverfi., Hann tautaði eitthvað um ein- hvern stað í Efra Ricthmond- stræti, svo að við tókum bíl- inn okkar og eftir fimm mínút- ur vorum við setztir að kaff- inu, hugsandi og starandi út um glugganfi á húsmæðurnar í Futney, sem voru önnum kafn- ar að kaupa til helgarinnar. — Hann er áreiðanlega eitt- hvað í þessu, sagði ég — alveg á kafi! En að hverjum skrattan- um var hann að leita þarna uppi? — ÍByssunni, sagði Saunders. — Ef svo er, þá hefur hann ekki framið morðið, og það er bölvaðast — nema náttúrlega ef hann hefur drepið hana, og skil- ið svo eftir byssuna í óðagotinu, og hafi komið aftur og fundið, að einhver hafði fleygt henni í vatnskassann. En til hvérs ætti nokkur að fara til þess? — Hversvegna? sagði Saund- ers og andlitið varð sviplaust. — Og hvernig komst hann þarna upp? — Hvenær? 1 gærkvöldi? — Nei. í morgun. Ég hrærði vandlega í bollan- um mínum og var hugsi. Hann fer að heimsækja frúna, og ekkert við það að athuga, og þama eru blaðamenn og lög- reglumaðurinn, hvað hann nú heitir, er önnum kafinn að fylgja þeim; þá stekkur hann upp stigann með hundinn í fanginu. Hvað segirðu um það? — Gott og vel, en hvernig komst hann þá niður aftur? — Lögreglumaðurinn var önn- um kafinn að undirbúa komu okkar, var ekki svo? í þessu tilviki var hann á leið niður stigann á móti okkur, þegar við komum eftir brautinni. Saunders var enn efabland- inn— sem var nú hans sjúk- dómur — en hann kinkaði engu að síður kolli til samþykkis. En svo fór hann, alveg að á- stæðulausu, að raða kryddbauk- unum á borðinu, og tauta með sjálfum sér, án þess að líta á mig: — Við spurðum hann aldrei, hvar hann hefði verið í gær- kvöldi, var það? □--------------------------□ 7 □--------------------------□ Hann gaf svo frá sér eitt- hvert hljóð, rétt eins og það hefði verið honum að kenna, en hann var bara að hugsa um allt annað. — Mér finnst einhvernveginn, sagði ég — að hann sé þannig manntegund, að hann hafi gott af að malla í sinni eigin feiti um stund, Hann er hræddur við eitthvað, og þegar hann fær næði til að hugsa um það, verð- ur það bráðlega alveg óþolandi. Svo má ganga á hann og sé það gert á réttri stundu, liðkast á honum tungan, — vona ég. En eitt er víst: kunningsskapur hans við Úrsúlu Twist var eitt- hvað meira én lauslegur kunn- ingsskapur. Hann þaut þarna upp í svefnherbergið hennar eins og bréfdúfa, sem leitar heim. En Saunders sat við einn og sama keipinn. ÚRVALSVÖRUR Ö. JOHNSON & KAABER HF. — Hver er þá þessi Hammond Barker? sagði hann. Ég opnaði minnisbókna mína og leit á það, sem Dane hafði skrifað í hana. — Enn vitum við ekki ann- að en það, að hann hefur vinnu stofu í Chelsea, sem er góður staður. Hún hefur haft dálag- legan hóp viðskiptamanna, stúlkan þessi, finnst þér ekki ... .....listamenn, leikara, laga- nema. — Ég öftmda hana ekkert af þeim, ef þeir líkjast eitthvað honum David Dane, sagði Saunders. — Þekkirðu nokkuð inn á rit- hendur manna? Hann leit á mig yfir boll- ann. — Hverskonar rithendur? Ég rétti honum minnisbók- ina með sveiflunum eftir Dane. — Þetta kemur upp um hann ekki satt? Saunders hélt bókinni hátt á loft, athugaði hana vandlega andartak og lyfti svo brúnum. Eg sagði: — Hégómlegur, eig- ingjarn, kvenlegur, óábyrgur, sjálfgóður og argasti fantur. Saunders leit aftur á skriftina og horfði á mig með þögulli lotningu. Ég yppti öxlum, lítil- látur á svipinn og rak burt flugu, sem hafði stokkið upp i augað í mér. — Þetta er bara gáfa hjá mér. Raunverulega hafði ég ekk ert vit á þessu, en ég hafði von- að, að hann hefði farið á nám- skeið í rithandafræði. En sýni- lega fann hann ekkert út úr þessu. En það gerði ekkert til. Ég þóttist viss um að hafa hitt naglann á höfuðið, hvað hr. Dane snerti. Allt í einu byrjaði aftur að rigna, svo að gusan kom á glugg ann, og fólkið úti á götunni tók til fótanna, skellti yfir sig regn- hlífum eða tróð sér í regnkápur. Mér datt allt í einu nokkuð í hug. — Hvað var þetta, sem þú starðir mest á heima hjá Dane? — Hvað áttu við? — Þetta hnöttótta, sem hékk í lampagrindinni. — Mér fannst það líkast þurrkuðum lauk. — Mér fannst það líkast þurrkuðu mannhöfði. Augun í honum opnuðust upp á gátt. — Ég hélt nú, að það varð- aði við lög. — Hvað? Að þurrka þau eða hengja þau upp í lampagrind. Hann 'svaraði öruggur. — Menn þurrka nú ekki höfuð hér á landi. — Hvernig veiztu það? David Dane hefur sennilegá arðbært fyrirtæki í gangi. Þetta er gert á pramma í Wapping. Hann leit beint framan í mig en gleymdi sér svo. — Ef svo er, sagði hann, — gæti ég getið mér til um, hver næstur er á lishtanum. Svo bætti hann við, snöggt: — En hvað um þennan penna sem við fundum? — Hvað áttu við? — Hvort hann ’ eigi hann kannski. Ég slökkti í vindlingnum min- Tim, hugsandi. — Ef hann á hann ekki, þá brá honum að minnsta kosti við og hélt, að hann ætti hann. Ég tók pennann og sneri hon- um milli fingranna, forvitinn. — Það gæti auðvitað verið tilvilj- un, en skrítið finnst mér það samt að rekast á tvo nákvæm- lega eins. Ég krotaði eitthvað með penn- anum utan á vasabókina mína, og skrúfaði hann svo í sundur, til þess að sjá gerðina. Þetta er ávani hjá mér, að mig langar alltaf að sjá, hvernig svona á- höld eru samsett. Stundum verð ég einhvers vísari af þessu, og svo varð nú. Þunnt pappírsblað var vafið um blekgeyminn, og þegar ég rakti það sundur, fór ég að finna einhverja hreyfingu innra með mér. Á blaðinu stóð, með upphafs- stöfum: TTTUE 2122. Ég sléttaði blaðið út og rétti Saunders það. — Ef þetta er tilviljun, skal ég éta hattinn þinn, ekki fal- legri en hann er, sagði ég. Hann athugaði blaðið stund- arkorn. — Kannski hann hafi verið að leita að þessu, og hef- ur ekki vitað, að hann týndi pennanum í garðinum. — Já, en hann týndi honum bara ekki í garðinum. Þetta er sá, sem var í töskunni hennar Úrsúlu. Ég tók blaðið hjá hon- um. TTTU 2122. Þetta er rétt eins og það væri símanúmer í Timbúktú. Hvern skrattann get ur það þýtt? — Hvað varð af hinum penn- anum? spurði Saunders allt í einu. — Ég býst við, að hann liggi á skrifborðinu rninu. Hvað seg- irðu um að hringja til þeirra strax? Ég náði í afgreiðslustúlkuna og spurði, hvort þarna væri sími. Hún kvað svo ekki vera, en það væri almenningssími þama rétt fyrir handan, svo að við borguðum og gengum út í rigninguna. Þetta „rétt fyrir handan" reyndist vera að minnsta kosti hundrað skref niður með götunni, en rétt hjá símaskápnum var stór, rauð bygging með grindum í kring og bláum lömpum við stóra auglýsingu, þar sem menn voru hvattir til að ganga í lögreglu- liðið. — Til hvers ættum við að vera að eyða peningum í þetta? hugsaði ég. Við óðum inn í lögreglustöð- ina, og náunginn fyrir innan grindurnar spurði um erindi okkar. Ég sagði honum deili á okkur og hann kallaði á ungan mann borgaraklæddan, sem kvaðst feg inn að sjá okkur, og hristi á okkur hendurnar upp og niður til þess að láta þessa gleði sína í ljós. — Við ætluðum nú bara að fá að hringja, útskýrði ég, en hann lét eins og hann heyrði það ekki, og leiddi okkur inn í aðra skrifstofu þar sem við gát- um valið um þrjá símá. Ég sagði Saunders að hringja og hann réðst á símann, rétt eins og hann væri einhver risakongu ló, sem auk þess væri mann- æta. — Jæja, gerist ríokkuð í glæp unum? spurði ég unga manninn. — Allt í blóma, allt í háalofti, svaraði hann og glotti. Og það er bölvað, eins og er, því að við héma erum undirlagðir inflú- enzu. Þessvegna var það, að við urðum að leita til ykkar um þetta Twist-mál. Ég vona, að ykkur hafi ekki komið það illa? — Hversvegna hefðuð þið ekki getað annað því sjálfir? — Ég er í öllu mögulegu öðru. Ég hefði gjarna viljað taka það að mér, því að ég hef aldrei ennþá verið í morðmáli. — Koma dagar, koma ráð, sagði ég. Þér hafið nógan tím- ann fyrir yður. Ég leit á eitt- hvað, sem hann var með í hnappagatinu: — Þetta er fal- legt blóm. — Já, er það ekki. Hann þef- aði af því. — Hvað er það? — Við athuguðum það vand- lega, og komumst að þeirri nið- urstöðu, að hvorugur þekkti það. Hann sagði, að konan sin væri mikil blómaræktarkona og hefði valíð þetta handa sér. Við skröfuðum svo um garð- yrkju þangað til Saunders hafði lokið símtalinu, og ég gat séð á svipnum á honum, að hinn penninn hafði engar upplýsing- ar gefið. Ég tók hattinn minn. — Þekk- ið þér nokkuð til þessa náunga, David Dane? spurði ég mann- inn. — Leikarann? Hann gretti sig. — Hann er vel þekktur hér í nágrenninu — í kránum og þessháttar. Allar stelpur vit- lausar í honum, enda þótt ég haldi nú, að hann yrði þeim að litlu gagni! Hann er alltaf að skilja bílinn sinn eftir hérna fyri,r utan. Og hér eru mikil þrengsli, svo að við erum allt- af að skrifa hann upp. Við höf- um kvenmann hérna, sem er alltaf að vona, að hún verði næst látin skrifa miða handa honum. Hann hristi höfuðið. — Nei, ég er bara hræddur um, að hann sé ekki réttu megin, enda þótt hann sé sjálfsagt fulísæmi- legur leikari .... En hversvegna spyrjið þér. Er hann nokkuð við þetta riðinn? — Kynni að vera, svaraði ég varlega og gekk til dyra. —• Jæja, það getur -þá að minnsta kosti orðið auglýsing fyrir hann og það ætti honum að líka. Ég þagnaði en spurði svo. — Er mikil verzlun með með þurrkaða hausa hér um slóðir? ■— Ég skil ekki.... — Munduð þér vita, hvort það varðar við lög að hafa þurrkaðan mannshaus hangandi í lampagrindinni sinni? Hann botnaði ekkert í þessu, sem von var til, svo að ég.klappaði hon- um á öxlina og sagði glettnis- lega: — Það gerir ekkert til, ég gái að því í lagaskræðunni þeg- ar ég kem heim. Ég rétti hon- um höndina. — Gaman að sjá yður! — Ég segi sama, og svo hrist- IMokkrir handlagnir og traustir menn geta fengið fasta atvinnu við ýmiskonar málmiðnað. Bónusgreiðsla, mötuneyti á staðnum. h/fOFNASMIÐ]AN IINMOLTI 19 - aCVKJAVfK - (SLANOI í Reykjavík. — Sími 21220.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.