Morgunblaðið - 07.11.1965, Síða 28
28
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 7. nóv. 19$3
Langt yfir skammt
eftir Laurence Payne
,,Redhill Gardens við Brompt
onveginn, sagði hann.
Ég greip miðann og þaut á-
fram niður, og Saunders á hæla
mér. Ég sat í bílnum, saman
bitinn og þögull, er hann tók
stýrið og ók áleiðis til staðar-
ins.
Kannski hefði hún raunveru-
lega skroppið út eftir brauði,
kannskf var hún líka í baði,
kannski var hún frammi í gangi
að tala við einhverja grannkonu
og hafði ekki heyrt í símanum
En fiðringurinn milli herða-
blaðanna á mér hafði aðra sögu
að segja. Hér var eitthvað ekki
í lagi. Menn setja ekki Scotland
Yard stefnumót upp á annað en
standa við það. Ég sá fyrir mér
andlitið á henni... þennan ör-
væntingarfulla bænarsvip í gul-
brúnu augunum.......„þér verðið
að hjálpa mér“ . . . . „ mér er
sama um sjálfa mig héðan af
. . . Ég er búin að vera.......
það eru hinir . . . Úrsúla og
þesháttar fólk ... og ég,
sem hafði sleppt henni burt
einni!
Einn af þessum hlægilegu
litlu uppstandandi bílum, sem
líta út eins og saumavél í stut.t-
buxum, var að brölta eftir miðj-
um veginum. Kona sat við stýr-
ið og hún hefur sjálfsagt kom-
izt upp i heilar fimmtán míiur
á klukkustund, og fór þó það,
sem hún komst, vafalaust með
fótmn flatann á gólfinu, og við
snigluðumst í kjölfar henn-
ar eins og líkfylgd, en blár reyk
urinn gaus aftur úr bílnum.
— Farðu fram úr, urraði ég
bálvondur. — Framúr með þig!
Saunders æpti til hennar, en
sjálfur erkiengíllinn Gabrlel
hefði ekki getað látið til sín
heyra í hávaðanum, sem bíllinn
gerði.
— Keyrðu þá á hana, í herr-
ans nafni!
—Það þyrfti að taka rokkinn
upp, sagði Saunders rólegur.
— Hún skal verða tekin upp
ef við komumst á hlið við hana.
Loksins vorum við stöðvaðir
af lögreglumanni, sem þarna
var á verði og ég hvatti Saund-
ers til að komast eins nærri
henni og hann gæti, og svo
öskraði ég, sótrauður af reiði:
— Hvað lengi hafið þér ekið
bíl? Þetta var hvíthærð kona
með grænan hatt og góðlegt
andlit. Hún var sjálfsagt amma
einhvers en mér var alveg
sama. — Kunnið þér ekki betur
umferðalögin en svo að þér tak
ið miðjuna af veginum. Þér eig-
ið ekki veginn ein. Það eru
fleiri, sem þurfa að komast leið
ar sinnar.
Hún sagði ekki orð, heldur
horfði beint fram fyrir sig, eins
og ég væri þarna alls ekki. En
þá kom armur laganna með ró-
andi, karlmannlega rödd. — Nú,
nú, herra minn, hvað er i vegin-
um? Þetta var stór og íallegur
maður, og hefði alls e.cki átt
að vera í lögreglunni.
Ég sneri mér að honum. —
Þetta er lögreglubíll og ég ætla
að biðja yður að taka númerið
þessarar dömu og xæra hana
fyrir mótþróa við lögregluna ...
... eða hvað sem er . . en
fyrst og fremst að fá hana úr
veginum. Ég veifaði spjaldinu
mínu framan í hann og hann
heilsaði . . . Ég hugsaði mig um
andartak, og hann sneri ser að
saumavélinni, rétt eins og hann
ætlaði að lyfta henni upp .og
úr veginum, en þegar hatm sá
konuna við stýrið, haliaði hann
sér bara að glugganum og fór
að útskýra eitthvað fyrir henni;
■hún var sýnilega móðir taans.
Meðan hún var að átta sig,
sneri lögregluþjónninn sér að
' mér ok spurði: — Viíjið þér
láta kæra hana?
— Vitanlega ekki. En látið
þér hana vera með þetta verk-
færi uppi á gangstéttinni.
Hann brosti til okkar. —
Þetta er allt í lagi hún hafði
bara gleymt að losa nemilinn!
n----------------------------n
19
□----------------------------□
Við störðum báðir þegjandi á
hann, ándartak, en svo setti
Saunders bílinn af stað með
miklum rykk. Nokkrum mínút-*
um síðar stönzuðum við framan
við röð af háum einbýlishúsum,
sem líktust hinum á árbakkan-
um, nema hvað þarna var eng-
in á, heldur var þarna allt í háif
dauðri borgaramennsku frá öld-
inni sem leið. Þama var bara
ein bjalla — af þessari gömlu
tegund þar sem togað er í hand
fangið — en í gamankvikmynd-
um dregst það oftast út úr
veggnum og maðurian stendur
með það í hendinni. Ég togaði
varlega í það og heyrði ein-
hvern daufan bjölluhljóm baka-
til í húsinu.
— Ég leit á Saunders. Hann
var eitthvað skuggal'egur á svip
inn.
— Vertu kátur, sagði ég hug-
hreystandi. Þetta getur alltsam-
an verið vitleysa. Ég er bara
óstyrkur á taugunum.
Mér til nokkurrar furðu opn-
uðust dyrnar og roskin, grá-
hærð kona gægðist út og starði
á mig yfir gleraugun. í annarri
hendi hélt hún á óhremni
mjólkurflösku en buddu í hinni.
— Ég hélt, að þetta væri
mjólkurpósturinn sagði hún.
Röddin var veikluleg og vin-
gjarnleg, og þegar hún setti
flöskuna á tröppuna, kip'ptist
hún við af gigt.
— Á ungfrú Yvonne Lavalle
heima hérna?
Hún kvað svo vera, og þegar
við kynntum okkur, skein
hræðslan út úr augunum að
baki gleraugunum.
— Er ekki allt ílagi með
hana?
Ég fékk einhverja tómleika-
kennd innan um mig.
— Megum við koma inn?
sagði ég lágt.
Hún taptaði eitthvað og hélt
upp hurðinni og við komum
inn í ganga með rúðu úr mynda
gleri í hinum endanum, serp sól-
argeislarnir voru að, reyna að
brjótast gegn um, marglitir. Þeg
ar hún staulaðist eftir ganginum
tók ég eftir því, að hún var
í stórum inniskóm.
Herbergið, sem hún vísaði
okkur inn í, var geysistór og
óvistlegt.
Ég stanzaði snöggvast á
þröskuldinum og einhver óhugn
aður greip mig, og þegar ég
píndi mig áfram, var það eins
og þegar fluga gengur í netið
hjá könguló.
— Það, sem mest bar á
þarna í stofunni var heljarstór :
flygill og á honum stóð fjöldi
af upplituðum ljósmyndum, og
að því er ég bezt fékk séð, voru
þær allar af Yvonne Lavalle í
ýmislegum búningum og stell-
ingum. Á einum veggnum var
blettóttur spegill í herfilegri
umgerð og svo gulnaðar leik-
húsauglýsingar frá söngleikhús-
um um allan heim . . . Á nótna
grind og undir rykugum lár-
viðarsveig, var rómantisk mynd
af Chopin í sorgarumgerð úr
svartri grisju. Olíulampar virt-
ust vera einu ljóstækin þarna
og þeir voru allir með svörtum
grisjuhlífum. Húsgögnin voru
öll frá Viktoríutímanum. And-
rúmsloftið þarna var innilokað
og fúlt.... þetta var eins og í
dauðs manns gröf.. .fullri af
minningum um hina dauðu.
Mér varð flökurt.
Litla konan stóð við hliðina
á mér og tinaði með augunum.
. Ég gat ekki fundið upp á
neinu til að segja.
— Er ekki madame Lavelle
við góða heilsu? spurði hún aft-
ur.
Ég færði mig frá henni og
horfði gegn um grisjutjaldið fyr
ir dyrunum.
Loksins herti ég mig upp og
sagði: — Hver eruð þér?
— Ég er Maud.. . Maud Klein,
ráðskona ungfrú Laválle, og
fyrrverandi búnings'þerna henn-
ar. Hún var söngkona, eins og
þér vitið.
—1 Eigið þér heima hérna?
— Já, það á ég.
— Hafið þér séð ungfrú Lav-
alle í morgun?
— Nei, það hef ég ekki.
BARNAÆVINTÝRIÐ
—- ÉG ER búin að skrifa boðskort til heils hóps í veizluna,
sem við höldum á laugardaginn, sagði frú Gæs. — Geturðu
sett það í póstkassann fyrir mig?
— Ég skal muna það, mamma, sagði Gæsapabbi. —
Hverjum hefurðu boðið?
— Ég bauð hananum frá nágrannabænum, öndunum af
andapollinum, dúfunum úr dúfnahúsinu og svo auðvitað
honum Ella frænda.
— Hamingjan hjálpi mér, sagði Gæsapabbi. — Hvað
hefurðu að borða handa öllum þessum sæg?
— Hvenær sáuð þér hana síð-
ast?
— í gærkvöldi.
— Klukkan hvað?
— Hún fór út um klukkan
hálfellefu.
— Vissuð þér, hvert hún ætl-
aði?
Hún hugsaði sig um. — Það
gæti verið um eina tíu staði að
ræða.
— Til dæmis Hásetaklúbbinn?
— Já, hann var einn af klúbb
unum hennar. Segið mér, herra
fulltrúi: hefur nokkuð komið
fyrir hana?
Ég lyfti hendi. — Það er ekki
víst, að nein ástæða sé til
hræðslu, frú Klein, en má ég
spyrja, hversvegna þér eruð
ekkert áhyggjufull yfir því, að
hún skyldi ekki koma heim í
nótt?
Röddin var þreytuleg er hún
svaraði: — Stundum kemur hún
ekki heim fyrr en undir morg-
un og stundum alls ekki. Þá
fer hún beint í skrifstofuna.
Það vaknaði ofurlítil von hjá
mér. — Svo að hún hefur þá
skrifstofu?
— Hún er í Charing Cross
Road — Lavalle & Freeman,
leikhúsaumboð.
— Má ég hringja í síma hjá
yður. Það kann að vera mjög
áríðandi.
Hún tók upp eitthvað, sem
var líkast tehettu, en undir
henni var símatól, sem líktist
mest einhverju morðvopni. Hún
sagði mér númerið og þegar ég
hafði stillt á það, spurði ég:
— Hafið þér verið hér í allan
morgun?
— Ég þurfti að fara ofurlítið
í búðir ... ég var ekki úti nema
stutta stund,
— Kring um klukkan ellefu,
eða hvað?
Hún kinkaði kolli. Ég heyrði
símann hringja hinumegin, til-
breytngarlaust en ákaft.
— Er nokkurt starfsfólk 1
þessari skrifstofu?
Hún kvað svo ekki vera. Frú
Lavalle var þar ein.
Saunders, sem klúkti óþægi-
lega á brúninni á bakbeinum
stól, starði stjarfur á borðið
með leikskránum á, en efsta
skráin var frá Luciadi Lammer-
moor“. Ég fór að brjóta heilann
um, hvað hann væri að hugsa.
Suðan í símanum hélt áfram.
Ég veit ekki, hversvegna ég
hélt áfram að hlusta í hann, en
ég hafði misst alla von. Ég
horfði á stóra mynd af Tosca,
i sem horfði aftur á mig með
dramatiskum alvöruþunga. Hún
hafði verið fögur kona... og
skrípamyndin af henni, sem ég
hafði hitt í gærkvöldi var. rétt
eins og þessi stofa — dauð og
gleymd.
Ég lagði símann hægt f rá
mér.
— Ekkert svar? spurði frú
Klein.
— Nei ekkert svár.
Hún tók að gerast óróleg. —
Fer hún nokkurntíma burt ein
síns liðs? spurði ég.
— Aldrei! Röddin var ein-
beitt. — Aldrei öll þau ár, sem
ég hef þekkt hana. Ef hún ætl-
ar eitthvað að fara, veit ég það
manna fyrst.
Hún hneig niður á harða ’legu
— Álarorð, svaraði Gæsamamma.
Svo þrammaði gæsapabbi af stað og var áhyggjufullur,
því að hann hafði enga hugmynd um, hvernig hann ætti að
útvega álaroð í svona stóra veizlu. Hann var bara gras-
plokkari hjá hreppstjóranum, og enginn fitnar af því, en
álaroð voru dýr. Allan daginn meðan hann nartaði í grasið
hreppstjórans, braut hann heilann um, hvernig hann ætti
að geta keypt álaroð. Hann hugsaði svo mikið, að hann
steingleymdi að setja bréfin í póstkassann.
Vikan leið og nú hafði Gæsapabbi unnið sér svo mikið
inn, að hann gat keypt eitt álaroð á dag. Þegar kom fram
á laugardag, hafði hann roð af sex álum, handa öllum þess-
um mörgum gestum. Gæsamamma skammaðist sín alveg
niður í tær.
— Eftir klukkutíma koma gestirnir, og hér erum við
með sex álaroð! Það er ekki nema handa ykkur Ella frænda.
Þú verður eitthvað að gera, ef við eigum ekki að verða að
alménnu athlægi í hænsnagarðinum og andapollinum,
kveinkaði hún.
— Hvað gengur hér á? heyrðist einhver rödd segja i
dyrunum. — Það er hægt að heyra í þér veinin handan
fyrir grjótgarðinn.
Þetta var Elli frændi, sem var þegar kominn í veizluna.
— Ja, afsakið þið, að ég skuli koma svona óboðinn, en
ég varð að athuga, hvað væri að hérna.
— Hvað áttu við, að þú sért ekki boðinn? Það er í dag,
sem þið eruð öll boðin, kurraði Gæsamamma.
— Ekkert boð hef ég fengið, sagi Elli frændi.
— Bíðið þið við, sagði Gæsapabbi, — mér dettur allt
í einu nokkuð í hug.... bara ég hafi nú ekki gleymt að
setja bréfin í póstkassann.
— Það ætla ég bara að vona, að þú hafir, veinaði
Gæsamamma.
Og það stóð heima. Bréfin lágu öll í vasanum hans
pabba.
Gæsamömmu létti svo, að hún andvarpaði og hún bauð
strax Ella frænda að borða með þeim. Og þetta varð allraí
bezta veizla, því að nú var nóg til handa öllum og öll tjörnih
var full af gæsavíni.