Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. des. 1965 æœmzim Eðlilegt að réttargjöld fylgi almennu verðlagi FRUMVAKPIÐ um aukatekjur ríkissjóðs kom til annarrar tunr. 1 efri deild í gær. Framsögumað ur meirihluta fjárveitinganefnd- ar, Ólafur Bjömsson, tók fyrstur til máls og sagði að gerðar hefðu verið nokkrar breytingartillög ur við frumvarp ið, aðallega til leiðréttingar og þannig gengið á móti þeim ósk- um, er komu fram við fyrstu umræðu máis- ins. Aðalbreyt- ingartillagan væri fólgin 1 að ekki skyldi greiða innheimtu- kostnað við innheimtu vinnu- laimæ Flutningsmaður sagði enn fremur að það væri ætíð umdeil anlegt hvað réttarhöld ættu að vera há, en eðlilegast væri að þau fylgdu almennu verðlagi og lágt gjald fyrir fyrirtekt máls freist- aði fólks til að sækja litilsverð máL Helgi Bergs (F), framsögumað ur 1. minnihJuta fjárhagsnefndar sagði að sú fjáröflunarleið fyrir ríkissjóð, sem frumvarpið gerði ráð fyrir, væri nokkúð handa- hófskennd. Menn yrðu að gá að því, að hækkun á þessum gjöld- um næði til fleiri en þeirra sem þyrftu að leita réttar síns til dómstólanna. Frumvarp þetta væri liður hjá núverandi ríkis- stjórn til að afla meira fjár til þess að geta haldið núverandi fjármálastefnu áfram, og slíku vildi Framsóknarflokkuriim ekki taka þátt í. Bjöm Jónsson (K) mælti fyrir nefndaráliti frá 2. minnihluta fjárhagsnefndar. Sagði hann að meginhluti þeirra gjalda, sem . hér um ræddi 5 væri greiddur af | öllum almenn- | ingi, þótt ekki i væri um dagleg s útgjöld að ræða. ; Hækkun á þess- eum gjöldum ^mundi ekkf | hamla fólki að ' ná rétti sínum, en um upphæðimar væri teflt á yztu nöf. Það væri nú komið un þessara gjalda væri. ekki nema eðlileg þar sem augljóst á daginn að handahófsskattlagn ingar leystu ekki vandamál ríkissjóðs og væri fyllsta ástæða I væri að köstnaðurinn hefði auk- til þess að þingheimur krefðist) izt mjög mikið síðan 1960, en svara af ríkisstjórninni hvemig þá hefðu þessi gjöld verið hækk hún hyggðist leysa f járhags-, uð síðast. Mætti nefna til sam- vandamálin og gæti hún ekki búizt við stuðningi frá stjómar- andstöðunni fyrr en þau lægju ljóst fyrir. Jón Þorsteinsson (A) mælti fjrrir breytingartillögu er hann flytur, en í henni felst að gjöld fyrir fyrirtekt máls verði hækk uð um helming. Sagði flutnings- maður að það væri ekki ætlun sín með þessu að afla ríkissjóði meiri tekna held ur gæti þetta leitt til þess að menn leituðu síð ur til dómstól- anna með lítils- verð mál. Meira en helmingur mála væri inn- heimtumál og mætti nefna til samanburðar að í Bergen hefðu 25 slík mál verið tekin fyrir s.L ár, en 2—3 þúsund í Reykjavík á sama tíma. Þá mætti vitna til umrnæla borgardómara er hefði sagt, að dómstólamir væru notaðir sem innheimtutækL Jón sagði, að ef tillaga sín næði fram að ganga gæti það leitt til þess að lögfræðingar myndu leggja meiri áherzlu á að ná kröfum án þess að höfða mál og einnig gæti það verkað þannig að skuldari myndi fremur greiða gjöld þau er um væri deilt. Með því að fækka þessum málum mundu hinir sem nauðsynlega þyrftu að sækja mál fá þau afgreidd á miklu skemmri tíma, en meðferð dóms mála hérlendis tækju oft 2—3 ár. Magnús Jónsson sagði að það væri stefna allra ríkisstjóma að afgreiða hallalaus fjárlög og væri einn höfuð galli í málflutn- ingi þeirra er ömuðust við því að ríkissjóði væri aflað tekna en hann væri að benda ekki á leiðir. Menn gerðu sér grein fyrir að hækk- anburðar hækkanir þær sem orð ið hefðu á öðrum þjónustugjöld um, t.d. afnotagjaldi af útvarpi og gjöld til pósts og síma. Helgi Bergs; Björn Jónsson og Magnús Jónsson tóku aftur til máls, og var þá umxæðu um mál ið lokið. — Skarðsbók Framhald af bls. 1. spennandi að sjá hvað gerðist, er kæmi að Skarðsbók. Klukkan var rétt um hálf tólf, þegar vörðurinn gekk fram með stóra bók í ljósurn spjöldum. — Þarna var komin hin merka Skarðsbók. Það fór fiðringur um mig og ég fylltist eftirvæntingu. Að- eins einn íslendingur annar mun hafa verið í salnum, Kjartan Ólafsson, sem er á leið til Nýja Sjálands. Honum mun heldur ekki hafa verið rótt innan- brjósts. Uppboðið hófst. Skarðsbók — eina gamla íslenzka handritið, sem vitað var um í einkaeign var komin undir hamarinn. — Handritið hafði áður verið í eigu bókasafnarans Sir Thomas Phillipps, sem lézt árið 1872, en þá komst það ásamt handrita- safni hans öllu, í hendur bók- Handritið að Skarðsbók, sem slegið var á 36.004 sterlingspund. salanna ,,Robinson“ í London, sem nú vildu selja það. Uppboðshaldarinn nefndi til að byrja með fimm þúsund pund, og var það langhæsta byrjunarboðið. Var sýnilegt, að hér myndu engar smáupphæðir nefndar. Og nú byrjuðu náung- ar að bjóða, hver á móti öðr- um — og kinkuðu þeir kolli til uppboðshaldarans til skiptis. — Tölurnar hækkuðu — tólf þús- imd, — fjórtán þúsund, — nítján þúsund og þannig áfram, allt upp í þrjátíu og þrjú þúsund pund. Þá fóru kollamir að ganga hægar — þrjátíu og fjög- ur þúsund .......... þrjátíu og fimm, sagði annar þeirra, ró- legur maður með gleraugu en hinn, lítill maður vexti með hökuskegg kinkaði kolli enn einu sinni og uppboðshaldarinn sagði þrátíu og sex þúsund. — Hann nefndi töluna nokkrum sinnum og síðan var bókin sleg- in — á upphæð er nemur 4.320. 000,00 kr. ísL Sá er átti síðasta boð var Torgrin Hannas — norskur hand rita- og fornbóksali, sem starf- ar í London — en sá, er bauð á móti honum var bóksali frá New York. Krause að nafni. Hfann vildi engar upplýsingar um það gefa fyrir hvern hann hefði boðið í handritið. Og Hannas vildi heldur ekkert segja. Hann var afar þægilegur í viðmóti en neitaði afdráttar- laust að gefa nokkrar upplýs- ingar, hver væri hinn raunveru- legi kaupandi bókarinnar eða hvort hún ætti að fara frá Bret- landi eða ekki. Við stóðum enn við nokkra stund til þess að fylgjast með því sem gerðist, en nú var öll eftirvæntingin horf- in. Þegar Hannas hafði lokið sínum viðskiptum, gekk hann út úr salnum og tók tali dönskumæl andi mann, sem við fréttum, að væri fulltrúi fyrir ,,Handels- banken.“ Ég reyndi að tala við hann og fá hjá honum upplýs- ingar um það, fyrir hvern hann ætti að borga, en fékk ekkert svar. Frekari eftirgrennslan um kaupanda hefur ekki borið neinn árangur. Handritin 39, sem seld voru á þessu uppboði, voru slegin á samtals 187.150 sterlingspund. Var Skarðsbók þeirra langsam- lega dýrust — næst hæst verð fékkst fyrir handrit með skýr- ingum við Markúsarguðspjall eftir Beda prest, sem slegið var á 15.000 sterlingspund. Frumvarpið um húsnæðismál í GÆR kom stjórnarfrumvarpið til laga um breytingar á lögum um Húsnæðismálastofnun ríkis- ins til umræðu í neðri deild, en eins og frá hefur verið skírt hef- ur efri deild afgreitt það máL Eggert G. Þorsteinsson, félags- málaráðherra, fylgdi frumvarp- Fjárlög koma væntanlega til 2. umræðu á fimmtudag GERT er ráð fyrir, að frumvsirp til fjárlaga fyrir árið 1966 komi til annarrar umræðu næstkom- andi fimmtudag. Samstaða náðist ekki í fjárveitinganefnd um frumvarpið og skilar hún þremur nefndarálitum, Meiri hluti fjár- veitinganefndar segir m. a. áliti sínu að Efnahagsstofnun ríkisins hafi látið nefndinni í té bráða- birgðayfirlit um afkomu ríkis- sjóðs á yfirstandandi ári og einn- ig nýtt yfirlit um áætlaðar tekj- ur ríkissjóðs árið 1966. Heildar- myndin af þeim upplýsingum bendi ekki til þess, að tekjur ríkisisjóðs verði meiri á árinu 1966 en gert er ráð fyrir í frum- vaxpinu og hafi meiri hluti nefnd arinnar miðað tillögur sinar um afgreiðslu breytingartillagna við þær upplýsingar, þar sem það væri álit meiri hlutans að fjár- lögin beri að afgreiða greiðslu- hallalaus. Þá er I nefndarálitinu gert grein fyrir þeim breytingartillög- um er nefndin flytur, en þar er m. a. gert ráð fyrir að framlag til þátttöku í heimssýningunni í Kanada árið 1967 verði hækkað um 1 millj. kr., að styrkur til bygginga sjúkrahúsa, sjúkraskýla og læknisbústaða, annarra en ríkissjúkrahús verði hækkað um 334 þús. kr., að tekinn verði upp nýr liður hjá Skipaskoðun ríkis- ins sem geri ráð fyrir 100 þús. kr. til áhaldakaupa og nýr liður til byggingar umferðarmiðstöðv- ar í Reykjavík 500 þús. kr., fram- lag til einstakra skóla verði auk- ið nokkuð og fjárveiting til end- urbóta á gömlum íbúðarhúsum á prestsetrum verði hækkað um 500 þús. kr. Framsóknarmenn, 1. minni hluti fjárveitingarnefndar skýra frá því í áliti sínu að þeir flytji að þessu sinni aðeins eina breyt- ingartillögu við f járlögin, en hún er að 47 millj. kr. framlag ríkis- sjóðs til vegamála verði ekki fellt niður. í áliti sínu gagnrýna Framsóknarmenn fjármálastefnu ríkisstjómarinnar og segja að stefna ríkisstjórnarinnar hafi leikið fjárhag ríkissjóðs þannig, að hann sé nú rekinn með halla og þær framkvæmdir, sem áður voru greiddar jafnharðan af tekjum hans séu nú greiddar með lánsfé og tafið sé fyrir öðr- um nauðsynlegum framkvæmd- um, sem Alþingi hafi þó veitt fé til ögsamþykkt aðhafnaryrðu framkvæmdir við. Kommúnistar, 2. minnihluti fjárveitinganefndar gera nokkrar breytingartillögur við frumvarp- ið og segja m.a. í nefndaráliti sínu, að fjárlagafrumvarpið stað festi að auk niðurskurðar á nauð synlegum framkvæmdum grípi ríkisstjórnin sem jafnan fyrr ekki til annarra úrræða, þegar hún á við að etja afleiðingar af fyrri skattahækkunum sínum á lands- leggja enn nýja skatta á lands- menn. inu úr hlaði og skírði efnisgrein ar þess. Sagði hann það vera flutt í sam- ræmi við yfirlýs ingu þá um hús- næðismál, sem ríkisstjórnin gaf í sambandi við samninga verka- lýðsfélaganna um kjaramálin. — Einar Olgeirsson (K) gerði at- hugasemd við það að lán þau er Húsnæðismálastofnun ríkisins veitir skuli vera með vísitölu- tryggingu. Við því væri þó ekk- ert að segja, ef meiningin væri að stöðva verðbólguna með slík- um aðgerðum. En eitt yrði þá yfir alla að ganga og lán þau er verzlunarauðvaldið fengi yrðu einnið að vera vísitölutryggð. Annaðhvort yrði að afnema þessi ákvæði, ef verðbólgan ætti að halda áfram, eða setja eitt- hvert hámark á vísitöluhækkun. — Verðbólgan væri það sem alltaf væri kom- ið að, ef slík mál væru rædd og fyrsta sporið til þess að stöðva hana yrði að vera verðlags- ákvæði, þar sem verzlunarauð- valdið hefði nú frjálsar hendur um verðlagningu. Þá taldi Einar að hyggilegra hefði verið að fresta afnámi laga um hámark húsaleigu, þar til ný lög um þau mál voru fyrir hendi. Hannibal Valdimarsson (K) taldi að sexföldun fasteignamats mundi gefa meira af sér heldur en látið væri skína í. Hann sagði, að vel og samvizkusam- lega væri farið með þá yfir- lýsingu er ríkisstjórnin gaf 1 sumar og kvað vona að betta frumvarp gæti orðið til að sníða mestu vankant- ana af núverandi ástandL og víst væri, að mikið væri í húfi með framkvæmd ____________ þess. Þá vék hann nokkuð að vísitölutrygg- ingu lánanna og sagði að lög- gjöfin um verkamannabústaðina hefði verið endurskoðuð fyrir tveim árum og hefði þá ekki þótt ástæða til að setja á visi- tölukvöð og væri það skoðun sín að bezt væri ef samræmi væri við það nú, þar sem hér væri einungis um nýja löggjöf um verkamannabústaði að ræða. Eggert G. Þorsteinsson félags- málaráðherra svaraði með nokkr um orðum og sagði að ekki yrði um mismunun á lánakjörum að ræða og fælust ákvæði um það í frumvarpinu um verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga. Þá vék ráðherra að spurnjngu er Hanni- bal Valdimarsson hafði sett fram um fjárlán til endurbóta á göml- um húsum. Sagði hann að ekki væri hægt af fjárhagslegum ástæðum að ganga á móti þess- um óskum, þótt allir viður- kenndu réttmæti þeirra. Þá sagði ráðherra að Húsnæð- ismálastjórn hefði verið falið að endurskoða lögin um hámark húsaleigu, og annað hvort yrði að fresta framkvæmdum beim er frumvarp þetta gerir ráð fyr- ir, eða fella lögin um hámark húsaleigu úr gildi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.