Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. des. 1965 Ohserver: Menntunarherferð frú Hoxha effir Lafos Lederer Leiðtogar kommúnista í Albaníu hafa nú hafið um- fangsmikla herferð til þess að endurmennta æskulýðinn í landinu, en hann hefur eins og æskulýður margra ann- arra Austur-Evrópulanda, sýnt algert áhugaleysi á hug- myndafræði marxísmans. Ekki ómerkilegri persóna en frú Nezhmije Hoxha, eig- inkona hins albanska komm- únistaleiðtoga, stjórnar her- ferðinni. Frú Hoxha sem gegnir virðingarstöðu innan albanska kommúnistaflokks- ins, segir ,,að eitthvað verði að gera við yngri kynslóð- ina, sem er að verða kæru- laus gagnvart hugsjónum". Hún varar landa sína við því „að hin unga kynslóð hef ur alizt upp á tiltölulega frið sömu tímabili og skortir ým- is konar reynslu". Sá. sem þekkir eitthvað til lífsskilyrða í Albaníu, verður undrandi, ef hann heyrir að líf unga fólksins þar sé þægilegt og auðvelt. Það, sem virðist valda al- bönskum leiðtogum mestum áhyggjum — og það er mjög athyglisvert — eru „þau áhrif, sem Vesturlönd þrengja upp á albanska æsku“. Hverjum skyldi hafa dott- ið í hug, að Albaníu, sem hefur lítið sem ekkert sam- band við Vesturlönd. „stafi hætta af hinum neikvæðu hliðum Vesturlanda“. Að því er frú Hoxha segir samt „gera menn sér ekki grein fyrir hættunni, sem stafar af því að taka upp all- ar erlendar nýjungar, en þær eru ókunnar okkar hug- myndafræði og erfðavenjum. Kæruleysi gagnvart þessum vandamáli opnar, viljandi eða óviljandi, leiðina til f rj álslyndisstefnu.“ Það má vel vera, að kvíði Albana í sambandi við „er- lend áhrif“ stafi að megin- hluta frá nágrannalandi þeirra, Júgóslavíu, og þá sér- staklega frá „útvarps- og sjónvarpssendingum og bók- um“ þaðan. Vitað er, að fjöldi Albana hlustar á út- varpssendingar frá Júgóslav- íu og fær smyglaðar bækur og dagblöð frá Belgrad. En þetta efni er svo sannarlega ekki andmarxistiskt. Það má teljast athyglis- vert að í þessari „menntun- arsókn“ með sínum mörgu tilvitnunum í ,,sanna komm- únistíska hugmyndafræði“ t o.fl., er hvergi minnzt á að hún skuli byggjast á línu kín verskra kommúnista. (Observer-öll réttindi áskil- in) Laxveiðin við Grænland Mdlið rætt d fundum í Lax og silungsnefnd Alþjóðahafrannsdknaridðsins HIN mikla laxveiði við Græn- land í fyrra hefur að vonum vak- ið athygli og umtal í þeim lönd- um við Norður-Atlantshafið, þar sem laxgengd er í ár. Veldur þar miklu um ,að 37 merktir laxar voru veiddir við Grænland, þar af 13, sem merktir voru í Banda- ríkjunum og Kanada og 24 frá írlandi, Skotlandi, Englandi og Svíþjóð. Flestir voru endur- heimtu laxarnir merktir í Eng- landi og Skotlandi. Fyrsti merkti laxinn frá Evrópu var veiddur við Grænland 1956, og á árunum 1960-1963 veiddust þar 26 merkt- ir laxar frá áðurnefndum lönd- um. Eru því merktu laxarnir alls 64, sem veiðst hafa við Græn- land til ársloka 1964. Endurheimt ur hinna merktu laxa sýnir, að laxar frá mörgum löndum ganga upp að vesturströnd Grænlands síðla sumars í ætisleit. Er með þessum laxveiðum við Grænland að nokkru ráðin gátan um, hvar uppeldissvæði laxins eru í haf- inu. Lax hefur orðið vart við vest- urströnd Grænlands um árabil. IHafa erlendir togarar, þar á með- al íslenzkir, fengið þar lax í vörp una. Grænlendingar hafa tiltölu- lega nýlega veitt nærveru laxins við strendurnar hjá sér sérstaka athygli, enda hafa sölumöguleik- ar þeirra á laxi lengi vel verið mjög takmarkaðir. Árið 1957 veiddu þeir um tvö tonn af laxi. Bíðan hefur laxveiði þeirra farið mjög ört vaxandi. Árið 1963 fengu þeir um 420 tonn og í fyrra um 1400 tonn, en það er mikið magn af laxi, þegar haft er í ihuga, að laxamagnið, sem veidd- ist í löndunum við Norður-Atl- andshafið 1961, vó 6650 tonn. Samsvarar laxveiðin við Græn- land í fyrra um 20% af veiðinni 1961. Er veiðimagnið við Græn- land í fyrra litlu minna en veið- In, sem Kanada, Noregur og Skot land fengu hvert um sig 1961. Laxveiðin við Grænland fer fram í lagnet inni við land við vesturströndina, allt norður að Diskoeyju. Bezt veiðist á svæð- inu við Sukkertoppen, sem er á sömu breiddargráðu og Breiða- fjörður, en þar fékkst nær þriðj- ungur af veiðinni í fyrra. Veiðin stóð frá því í ágúst og fram í desemeber, en um 40% af veið- inni kom á land í október. Lax- inn var frystur og sendur á Evrópumarkað. Laxinn, sem veiddist við Græn land 1964, var 60—80 sm að lengd og vó frá 2 til 5 kg. Voru flestir laxarnir, sem rannsakaðir hafa verið, á öðru ári í sjó. íslenzki smálaxinn, sem er aðeins eitt ár í sjó mun því ekki koma inn í laxveiðarnar við Grænland. Er smálaxinn um 60% af íslenzka laxastofninum. Hvort íslenzkir miðlungslaxar og stórlaxar ganga að vesturströnd Grænlands er ekki vitað. Nokkurs kvíða virðist hafa gætt hjá laxveiðimönnum og veiðieigendum út af tilkomu lax- veiðanna við Grænland, enda eiga margir þeirra lífsafkomu sína að meira eða minna leyti undir að laxveiði gangi vel í heimkynnum þeirra. Hefur eink- um heyrzt frá Bretum í þessu sambandi. Málið hefur mikið verið rætt í Bretlandi, og meðal annars komið til umræðu í brezka þinginu. í vikunni sem leið var laxveið in við Grænland rædd á fundum í Lax- og silungsnefnd Alþjóða- hafrannsóknarráðsins í Róm, en veiðimálastjóri á sæti í þeirri nefnd og sat fundi hennar. For- stöðumaður fiskirannsóknanna við Grænland, dr. .Paul M. Han- sen, gaf upplýsingar um laxveið- arnar og er það, sem að framan er sagt, byggt á upplýsingum hans. Ennfremur sagði hann frá tilraunum til laxveiða, sem fram fóru í sumar. Norskur fiskibátur og annar færeyskur reyndu að veiða í reknet og fengu báðir góð an afla. Kanadíska rannsóknar- skipið A. T. Cameron, sem var við rannsóknir á Davis-sundi, í sumar, reyndi að veiða lax í reknet og á línu. 1 reknetin feng- ust 39 laxar, en ekkert á línuna. Af upplýsingum, sem fyrir liggja um Grænlandsveiðarnar, er erfitt að draga ályktanir um mörg mikilvæg atriði. Var Lax- og silungsnefndin sammála um þetta. Telur hún brýna nauðsyn á, að þátttökuþjóðirnar í nefnd- inni safni gögnum um veiðarnar og rannsaki ýmsa þætti í lífi lax- ins í hinum ýmsu löndum. Legg- ur hún og mikla áherzlu á, að lax sé veiddur og merktur við Grænland, og hvert land um sig merki lax heima fyrir, einkum gönguseiði. Þá vill nefndin hafa samvinnu við Hafrannsóknar- ráð Norðvestur-Atlantshafsins (ICNAF) um rannsóknir, er varða laxveiðarnar við Græn- land. Ráðgert er að stofna til undirnefndar í Lax- og silungs- nefndinni til þess að fjalla um þessi mál. Merkingar á laxi við Græn- land eru þegar hafnar. Vinna danskir og skozkir fiskifræðing- ar við merkingar þar um þessar mundir. Veiðimálastofnunin ráðgerir að auka verulega merkingar á gönguseiðum á næsta vori. Er það liður í að afla upplýsinga um, hvort íslenzki laxinn muni veiðast við Grænland. Stofnunin hefur veitt og merkt gönguseiði í Úlfarsá síðan 1947. Hefur mest- ur hluti laxaseiðanna verið merkt ur með uggaklippingum vegna þess að ókleift hefur reynst að fá laxamerki, sem eru nógu lítil til þess að seiðin beri þau, en jafnframt nógu stór til þess að eftir þeim verði tekið á laxinum, þegar hann kemur úr sjó. Hefur þessi merking gengið vel með til- liti til endurheimtu í Úlfarsá, en vænta má, að ekki verði tekið eftir uggastýfðum löxum á Græn landsmiðunum. Beztu laxamerkin fyrir gönguseiði eru sænsk, og eru þau gerð fyrir 13—15 sm. laxaseiði. íslenzku gönguseiðin eru um 2 sm styttri en þau sænsku, og bera þau ekki merk- in. Von er til að fá megi 13 sm laxaseiði eða lengri í eldisstöðv- um að vori og muni því verða hægt að auka merkingarnar frá því, sem verið hefur. (Frá Veiðimálaskrifstofunni) lilfja myndastofan AUGLÝSIR: Brúðarmyndatökur Barnamyndatökur Passamyndatökur Heimaniyndatökur alla daga. Illýja myndastofan Laugavegi 43 B. Sími 15-1-25 Heimasími 15589. Frá setningu þings FFSÍ. I ræðu stól er Öm Steinsson, formaðul samtakianna ,en til hægri Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegs- Frá þingi F.F.S.Í. FUNDIR hófust á 22. þingi. Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands á laugardag kl. 13.30, og var þá rætt um nýbygg ingar skipa og ýmsar nýjungar í þeim efnum, fiskirækt, bann við rányrkju, um endurskoðun fiski- veiðalöggjafarinnar o.fl. Lárus Þorsteinsson, skipstjóri flutti erindi á sunnudag um störf iSjóslysanefndar er samgöngu- málaráðuneytið skipaði á sínum tírna, til rannsóknar á sjóslysum og orsökum þeirra. Að því loknu urðu miklar umræður um sjó- slysamál og ýmis ö'ryggismál sjófarenda. Um kvöldið hófust umræður um Sjómannaskólann. Hafði Guðmundur H. Oddsson framsögu fyrir Stýrimannaskól- ann og Guðmundur Pétursson fyrir Vélskólann, en á Alþingi liggja fyrir nú frv. varðandi báða þessa skóla. Jafnframt var rætt álit Fjár- •hagsnefndar varðandi reikninga sambandsins og Sjómannablaðs- ins Víkings, og hafði Guðmundur H. Oddson framsögu, og álit Allsherjarnefndar um skýrslu sambandsstjórnar og hafði Böðv- ar Steinlþórsson framsögu. Voru reikningar og skýrslan síðan sam þykkt samhljóða. Á mánudag voru nefndar- fundir haldnir, og þingfundur hófst kl. 13.30. Fyrsta mál á þingfundinum var, að Sverrir Guðvarðarson flutti erindi er hann nefndi „þjón usta á vegum Farmanna- og fiskimannasambands íslands" og var því máli vísað til nefndar. Örn Steinsson fylgdi úr hlaðí tiilögu um aflaleysistrygginga- sjóð og Andrés Finnbogason til- lögu um vita- og hafnamál. Báð- um þessum málum var vísað til nefnda. Sigurður Þorbergssön hafði framsögu fyrir Atvinnu- og launamálanefnd, Jón S. Péturs- son fyrir Sjávarútvegsnefnd og Laga- og menntamálanefnd og Böðvar Steinþórsson fyrir Alls- herjarnefnd. Frá þessum nefnd- um voru afgreidd frá þinginu mál er snerta launamál, verk- fall á togurum, undanþágur, launamöguleika fyrir íslenzkar skipasmíðastöðvar og tvö önnur mál varðandi skipasmíðar innan- lands, tillögur um fiskileit fyrir togaraflotann og radarmerki, til- lögur um menntun vélstjóra og atvinnuréttindi þeirra og um líf- eyrissjóði. Einnig_ um endurskoð un fiskiveiðalöggjafarinnar, um fiskii-ækt og skipting veiðisvæða og um bygging síldarleitarskips. Að lokum var rætt um mál varð andi Sjómannaskólahúsið og lóð þess og viktun síldar og hafði Andrés Finnbogason framsögu um það mál. Að lokum hafði Tryggvi Gunnarsson framsögu frá nefnd um skýrslu Sjóslysa- nefndar. SPILABORÐ VERÐ kr. 1.610,00 KRISTJÁN SIGGEIRSSON H.F. Laugavegi 13. Símar 13879 — 17172. Rafmagns- orgel til sölu. Uppl. I síma 11059.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.