Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 1. des. 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 I lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. 1. DESEMBER ¥ dag er 1. desember og ís- lendingar minnast eins stærsta áfanga í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar, þegar ísland- fékk fullveldi 1. des- ember 1918. Að baki þeim á- fanga lá mikil barátta og margir af mætustu sonum þessarar þjóðar helguðu lífs- starf sitt þeirri baráttu. Lýð- veldisstofnunin 17. júní 1944 var eðlileg afleiðing fullveld- isviðurkenningarinnar 1918. Þess vegna hvílir sérstakur Ijómi yfir þessum degi í huga þjóðarinnar allrar. Sá háttur hefur tíðkazt um langa hríð, að háskólastúdent- ar og Stúdentafélag Reykja- víkur annist hátíðahöldin í sambandi við 1. desember, og er það vel við hæfi, því að einmitt úr röðum stúdenta komu margir þeirra, sem harðast og bezt börðust fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar fyrr á árum og öldum. Að minnast þessa dags með þeim hætti, sem sómi er að, er mikið hlutverk, og því fylgir mikil ábyrgð. Háskóla- stúdentar hafa yfirleitt sinnt þessu mikilvæga hlutverki með prýði, þótt stundum hafi þess gætt, að annarleg sjónar- mið hafi ráðið þar nokkru um-. Mest er um vert, að hátíða- höldin 1. desember verði til þess að minna þjóðina á sjálfstæðisbaráttuna, og þá menn, sem þar stóðu fremst í fylkingu, minna núlifandi kynslóðir á skyldur þeirra við þetta land og þessa þjóð, tungu hennar og stolta menn- ingararfleifð. ÁBYRGÐ ALLRA ¥ öllum Evrópulöndum, og ■*• þótt víðar væri leitað, hefur þróunin undanfarin ár verið sú, að kaupgjald og verðlag hefur farið hækkandi ár frá ári. Verðbólgan er því ekki einungis áhyggjuefni okkar íslendinga, heldur flestra nágrannaþjóða okk- ar, þótt segja megi með sanni að hún sé mun meira vanda- mál hér á landi en í þeim löndum öðrum, sem við þekkj um bezt til. Um það verður ekki deilt, að verðbólgan er það höfuð- vandamál, sem við eigum við að etja um þessar mundir, og að núverandi ríkisstjórn hef- ur ekki tekizt fremur en öðr- Uip þeim ríkisstjórnum, sem hér hafa setið að völdum að takmarka verðbólguna við það, sem hæfilegt og skað- laust getur talizt. Menn deila auðvitað um or- *akir verðbólgunnar, en vænt anlega eru flestir sammála um, að þeir kjarasamningar, *em gerðir hafa verið tvö síð- astliðin ár hafa verið efnis- Æ------------------------- lega á þann veg, að þeir eiga að auðvelda stjórnarvöldum landsins að fást við verð- bólgudrauginn. En það er ekki eins auðvelt verkefni og sumir vilja vera láta, að beizla verðbólguófreskjuna svo, að henni verði haldið innan hæfi legra takmarka. Alltof margir þjóðfélags- þegnar telja sig nú hafa hag af verðbólgunni og reiða sig á hana til þess að greiða nið- ur skuldir vegna húsabygg- inga og annarra fram- kvæmda. Þessi staðreynd, að svo margir almennir borgarar í landinu telja sig hafa hag af verðbólgunni, gerir hana auðvitað miklum mun erfið- ari viðureignar heldur en ef hinir almennu borgarar tækju höndum saman við stjórnar- völd landsins í baráttunni gegn verðbólgunni. Það er öllum kunnugt og óþarft um það að deila, að verðlag fer stöðugt hækkandi hér á landi, þótt ekki sé það í jafnmiklum mæli og and- stöðublöð stjórnarinnar vilja vera láta. En um það er eng- um blöðum að fletta, að t.d. byggingarkostnaður vex stöð- ugt og ýmsar almennar vörur og þjónusta hafa einnig hækk að. Þessa þróun verður að stöðva. En enginn þarf að blekkja sig á því, að það verði einungis gert með atbeina og aðgerðum ríkisstjórnarinnar og stjórnarvalda í landinu. Hinn almenni neytandi ber í þessum efnum ekki minni á- byrgð heldur en þeir, sem landinu stjórna. Hinn almenni neytandi getur haft mjög mik il áhrif á það, hvort þeir, sem vöru og þjónustu selja kom- ast upp með að hækka verð vörunnar, eða hvort þeir halda verðinu niðri eins og þeir framast geta, vegna þess að neytendur neita að kaupa þá vöru og þjónustu sem hækkuð er óhæfilega mikið. Þeir, sem í viðskiptalífinu starfa, verða líka að gera sér grein fyrir því, að þeir bera ekki minni ábyrgð heldur en aðrir. Kaupsýslumennirnir, sem annast sölu og dreifingu vara og iðnaðarmenn, sem annast ýmsa þjónustu, verða að gera sér grein fyrir því, að þjóð- félagið á þá kröfu á hendur þeim, að þeir komi fram af fullkominni ábyrgðartilfinn- ingu og hækki verðlag vara og þjónustu ekki að ástæðu- lausu. Þeim ber, og það er þeirra skylda, að halda verð- laginu niðri eins lengi og framst er unnt. — Ein- ungis með sameiginlegum að- gerðum stjórnarvalda, al- mannasamtaka, neytenda og kaupsýslumanna, sameiginleg Kekkonen: „FRIDARSflTTMÁll“ NOREGS OG FINNLANDS — Finnlandsforseti flytur ræðu, sem vakið hefur mikla athygli á IMorðurlöndum FINNLANDSFORSETI, Uhro Kekkonen, vakti á mánudag á ný máls á hugmynd sinni um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Sam- tímis lagði forsetinn til, að Noregur og Finnland gerðu með sér samning, sem tryggði frið á landamærum ríkjanna beggja, komi til alvarlegra átaka milli stórveldanna. í ræðu sinni, sem Kekkon- en hélt í Helsingfors, sagði hann, að slíkur samningur myndi draga úr stríðshættu vi’ð landamærin, og tryggja réttindi samningsaðila. Væri hér um að ræða eðlilegan lið í norrænu samstarfi. Kekkonen hélt ræðu sína, degi áður en utanríkisróðherra Finnlands, Ahti Karjalainen, hélt til Stokkhólms, til við- ræ'ðna við Torstein Nilsson, ut anríkisráðheira Svíþjóðar. ■— Ræðan hefur vakið mikla at- hygli í Helsingfors, og benda stjórnmálafréttaritarar þar á, að svipaðar skoðanir hafi ekki komið fram áður, af hálfu á- byrgra manna þar í landi. Hafa margir velt vöngum yfir því, hva'ð fyrir Finnlandsfor- seta vaki. í upphafi ræðu sinnar minnt ist Kekkonen á norrænt varn- arbandalag, og vísaði hug- myndinni um það á bug. Sagði hann umræður um málið hafa hafizt, er kosningar stó’ðu fyrir dyrum í Noregi. Allt umtal um slíkt bandalag væru nú ó- þarfar, því að kosningaúrslit- in þar í Tandi myndu ekki leiða til breyttrar utanríkis- stéfnu Noregs. I>á vék forsetinn að því, að í Noregi og Danmörku væru að verki öfl, sem vildu slíta samstarfi við Atlantshafs- bandalagið, NATO, 1969. >ó væri ekki ástæða til að ætla, Kekkonen. áð löndin segðu sig ú.r banda- laginu. Kekkonen vék einnig að „Fennoskandia“, hugmynd, sem skotið hefur upp kollin- um á Norðurlöndum. Miðar hún að því, að Noregur segi sig úr Atlantshafsbandalaginu og geri í þess stað samning við Bandaríkin og Bretland, sams konar samning og Finnar hafa gert við Sovétríkin. Talsmenn þessarar hug- myndar setja hana fram á þeirri forsendu, a'ð Finnland segi þá upp samning sínum við Sovétríkin, og Noregur og Danmörk gangi bæði úr At- lantshafsbandalaginu. Kekkonen sagði það skoð- un sína, að slíkar hugleiðing- ar væru ekki tímabærar, hvað viðvíkur Noregi og Danmörku, því að allt benti til, að bæði ríkin yrðu framvegis meðlim- ir í Atlantshafsbandalaginu. Hvað viðvíkur Finnlandi, þá sagði forsetinn, að hugmynd- in væri byggð á misskilningi á utanríkisstefnu Finnlands. Finnlandsforseti sagði, að dreifing karnorkuvopna væri hættulegasta vandacmál líð- andi stundar. Víða um heim væru alvarleg deilumál óleyst, og frekari dreifing kjarnorku- Frh. á bls. 12 um skilningi þessara aðila á því, að verðlaginu verður að halda niðri, getum við haft nokkra von um að hefta þá verðbólguþróun, sem ein- kennt hefur efnahagsmál ís- lendinga meir en nokkuð ann að. Verðbólgan verður ekki heft fyrr en allir aðilar í land inu gera sér grein fyrir þeim hag, sem þeir hafa af því að stöðva verðbólguna, og það er vissulega tími til kominn að hver og einn líti í eigin barm og geri sér grein fyrir skyld- um sínum við þjóðfélagið í þessum efnum. ÓSANNINDA- MENN reinilegt er, að málgagn Framsóknarmanna hefur nú gert sér grein fyrir því, hve alvarleg pólitísk mistök það voru hjá Framsóknar- mönnum að reyna að nota embættisveitinguna í Hafnar- firði til þess að magna upp árásir á ríkisstjórnina. Eins og sjá má af skrifum mál- gagns Framsóknarflokksins, er það blað nú á skipulags- lausum flótta á hverjum degi og grípur þá til þess ráðs, sem hendi er næst, að beita hrein- um ósannindum í málflutn- ingi sínum, enda virðist það telja sóma sínum bezt borgið með þeim hætti. Glöggt dæmi um hina al- geru uppgjöf Framsóknar- manna í þessu máli er sú fá- ránlega fullyrðing þeirra, að sú staðreynd, að ýmsir bæjarfógetar og sýslumenn, sem Bjarni Benediktsson skipaði í dómsmálaráðherra- tíð sinni, hafa síðar verið kjörnir fulltrúar héraða sinna á Alþingi. Telja Framsóknar- menn þetta sýna, að við skip- un þessara embættismanna hafi verið beitt pólitískri mis- beitingu. Fróðlegt væri að vita, hvað fólk í þeim héruð- um, sem sent hafa þessa em- bættismenn, sem fulltrúa á Alþingi, hefur um það að segja, að fyrrverandi dóms- málaráðherra hafi sent þeim þingmannsefnin. Skýringin er auðvitað sú, að kjósendur á þessum stöðum hafa treyst þessum embættismönnum bet ur heldur en öðrum til þess að fara með málefni sín á Al- þingi og byggist það á álit auð vitað á embættisstörfum þeirra heima í héraði. Fátt sýnir því betur, að fyrrver- andi dómsmálaráðherra hefur tekizt vel í embættaveiting- um þeim sem hér um ræðir, en einmitt það, að kjósendur hafa valið þessa menn til enn meiri trúnaðarstarfa. Og þegar rökin þrýtur, gríp ur Tíminn til ósanninda, jafn- vel þótt flett hafi verið ofan af ósannindavæli hans frammi fyrir alþjóð. í forustugrein blaðsins í gær er t.d. alger- lega rangsnúið ummælum for sætisráðherra á Alþingi fyr- ir nokkrum dögum um skip- un Gizurar Bergsteinssonar í hæstaréttardómaraembætti, greinilega í þeim tilgangi að koma á framfæri hnjóðsyrð- um um þennan gætna og val- inkunna hæstaréttardómara. Þeir, sem stjórna skrifum þessa málgagns annars stærsta stjórnmálaflokks þjóð arinnar, ættu að hafa það hugfast, að þeir vaxa ekki af slíkum skrifum. Það hefur aldrei þótt sæmdarauki að því á íslandi að opinbera sig sem ósannindamenn, en það er einmitt það, sem ritstjórar Tímans gera nú daglega í blaði sínu og verða minni menn fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.