Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 1. des. 1965 MORCU N B LAÐIÐ 19 Poul P. M. Pedersen: Strandhögg á söguey „ÞAÐ var júlídagur á strönd Snæfellsness, sem er á vestur- hluta fslands. Staðurinn hét Stapi — hátt berg og snarbratt, sem náði út í blátt hafið, þar sem örlaði á hvítu sælöðri. Hópar sjó- fugla voru í klettaveggnum.... Ofan á berginu voru stórar gras- flatir með safaríku, dökkgrænu grasi, þéttsetnar sterkgulum brennisóleyjum. Yfir þessu öllu var blámi himinsins og meðfram klettaströndinni langt í burtu þétt, ljós skýin, af þeirri tegund, sem hvíla alls staðar yfir strönd- um íslands, yfir landslagi þess með hinum hreinu, sterku litum. Þetta er hluti af ásjónu íslands, hinni björtu, ljóðrænu — strend- ur i ætt við strendur Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar. Maður staldrar við andspænis hinni ijóð rænu auðlegð, sem þetta land á í sinni fögru náttúru, í sínum lit- ríku blæbrigðum, í sinni miklu frásagnarlist, í sinni lifandi hlýju, nýtízkulegu ljóðagerð, þar sem hauður og haf, fjöll, firðir og hraunbreiður eru lifandi í heimi mannsins og sálarlífi. Og handan nútímalífsins, handan lista og bókmennta nútímans, nær öll þúsund ára saga íslands aftur til þjóðveldistímabilsins, þess tíma er landið lagði sinn stærsta og ódauðlega skerf til heimsbókmenntanna, sögurnar og Ekáldakvæðin.“ Þetta er upphaf fyrsta kafla bókar um ísland, sem kom út fyrir nokkru í Svíþjóð hjá for- laginu „Natur och Kultur“. Bók- in nefnist á sænsku „Strand- hugg p& sagaö“ og höfundur hennar er Jöran Mjöberg, kenn- ari við menntaskólann í Vaxjö, staðnum þar sem biskupssetur Tegners var á Östrabo. Faðir höfundarins var latínuskóla- kennari í Lundi, þekktur og virt- ur fræðimaður í fornbókmennt- um. Einnig Lundur, háskólabær- inn í Suður-Svíþjóð, á sér mikl- ar menningarlegar erfðir, einn- ig minningar um skáldið Tegn- er, sem bjó þar áður en hann varð biskup í Smálöndum .Jör- an Mjöberg hefur einnig stað- góða þekkingu á fornum fræðum. Á einstaklega lifandi hátt vefur hann saman hið nýja og hið forna í íslandsbók sinni. Maður verður að þekkja sögu íslands, hinar miklu fornbókmenntir þess, til að skilja ekki aðeins ljóð þess og list í dag, heldur einnig xiútíma atvinnulíf þess, lifnaðar- hætti, sál landsins. Jöran Mjö- berg hefur sýnt í hinni eldri bók sinni- um Bandaríkin, „Bortom skyskraporna", að hann býr yfir hinum ágætustu hæfileikum til að svipast um að baki velþekktra ytri einkenna, gera sínar eigin persónulega og blæbrigðaríku at huganir og koma þeim áfram til lesendanna á skemmtilegan hátt. Hann er dugmikill bókmennta- fræðingur, hinn ágætasti kenn- ari og prýðilegur rithöfundur. Hann er því góður blaðamaður í bezta skilningi þess orðs. Þessir eiginleikar hans koma fslands- bók hans til góða á hinn fegursta hátt. í formála sínum „Islands pat- ©s“ spyr hann: „Hvað myndi ís- land í raun og veru vera án þess- arar innsýnar í þúsund ára sögu þjóðarinnar, hvað væri það án þjóðveldistímabilsins, án sinna sigildu bókmennta?? Er það ekki það, sem að lokum gerir landið að frjálsri þjóð .... öflug verzlun, atvinnulíf, alþýðutrygg- ingar og efnahagslífið yfirleitt er fyrst og fremst skipulagsvanda- mál. En menn geta haft jafn nei- kvæða afstöðu og þeir vilja til hugtaksins föðurlandsást og þjóð artilfinning. Hvað viðkemur menningarlífinu á íslandi, því sem gert er í rannsóknum, bygg- ingarlist, tónlist, málaralist, högg myndalist, ljóðagerð, skáldsagna gerð og leiklist, er það vafalaust sannfæringin um framtíðarmögu leika landsins og hæfileika þess til afreka um aldaraðir, sem ein megnar að styrkja og blása lífi í hið andlega framtak." Út frá þessu sjónarmiði held- ur Jöran Mjöberg því fram með réttu, að ekki sé unnt að gefa lýsingu á íslandi nútímans án þess að það sé gert í ljósi lið- inna alda sjálfstæðis og þjóð- veldis sögualdarinnar. Mjöberg minnir lesendur sína á mjög ein- kennandi reynslu, sem prófessor Francis Bull hefur sagt frá: Hinn frægi norski bókmenntafræðing- ur kom gangandi í áttina að ís- lenzkum bóndabæ. Hann komst ekki hjá því að heyra samtal tveggja manna. Þeir töluðu um látinn mann, sem þeir fóru mjög lofsamlegum orðum um. Það var synd, að hann skyldi hverfa á brott svo ungur, sagði annar, en hinn velti því fyrir sér, hvað svo gáfaður maður hefði getað gert fyrir ísland. Þegar Bull spurði þá í auðmýkt, um hvern þeir væru að tala, kom í ljós, að þeir voru að ræða um Skarphéðin, son Njáls! í hinum fallega formála sín- um ræðir Mjöberg einnig um hin andlegu tákn í íslenzku landslagi: Fuglabjargið, skjaldarmerki fs- lands með saltfiskinum, hraunið, „landslagið þar sem dauðinn virð ist stöðugt ríkja, en þar sem lífið berst þó ætíð við að sigrast á dauðanum og tóminu. Það er til tákn um þetta stríðandi líf, tákn, sem er alls staðar nærri í köld- um fjallahlíðum og stirðnuðum hraunmyndunum, og sem alls staðar breiðir litum og krafti um hina svörtu auðn. Það er blóð- berg, ein af algengustu plöntum íslands, sem lýsir alls staðar með sínum fíngerðu blæbrigðum.... í hinni harðgeru fegurð er það einnig ímynd lífsviljans, viljans til að halda áfram að lifa og berjast, sem er eitt helzta höf- uðeinkenni meðal allrar hinnar íslenzku þjóðar." í nokkrum stuttum, efnismikl- um köflum gefur Jöran Mjöberg lýsingu á íslandi dagsins í dag jafnframt því, að hann segir frá heimsóknum á hina fornu sögu- staði og frá hinum miklu sagna- persónum. Hann segir frá Al- þingi við Öxará, sem á sér meira en þúsund ára sögu og orkuver- unum við Sogið, sem urðu til fyrir sameiginlegt norrænt fram tak en að íslenzku frumkvæði. „Á sama hátt og raforkan frá Þingvallavatni og Sogsvirkjun- inni streymir um Suð-Vestur- land, til þúsunda heimila og verksmiðja, streymir andlegur kraftur frá hinni helgu jörð Þingvalla um allt landið og veit- ir þjóðinni sjálfstraust og stolt vegna hinna fornu menningaraf- reka, starfsvilja á líðandi stund og trú á framtíðina." Höfundurinn gefur mynd af höfuðborginni fryr og nú, heim- sækir hið endurreista Skálholt. Lýsing hans á hinni nýju, stór- fenglegu kirkju sýnir, að hann ber gott skynbragð á byggingar- list. Og fortíðin lifir: „Og þegar við kveðjum staðinn fyrir utan dyr kirkjunnar sjáum við sem í vitrun hinar mikilfenglegu per- sónur, sem með lifi sínu, sál og athöfnum eru tengdar Skál- holti.“ Á Bergþórshvoli dvelst hann í minningunni um Njál og hin sorg legu örlög ættar hans. Með per- sónuleika Gunnars ljóslifandi í huga horfir hann út yfir Fljóts- hlíðina miklu, sem hetjan vildi ekki yfirgefa. Hann sökkvir sér niður í minningar fortíðarinnar ásamt bóndanum, sem nú býr að Hlíðarenda, og sem sýnir skála Gunnars og steininn, þar sem fjandmennirnir festu reipið, er þeir reyndu að svipta þakið af húsinu. Daginn eftir er landslag- ið í sterku ljósi júlísólarinnar. Höfundur spyr, hvort þetta sé áreiðanlega raunveruleikinn — eða erum við allt í einu horfnir inn í sjálfa söguna? Var það hér, sem það gerðist? Hafa þær yfirleitt verið til, þessar per- sónur, sem hafa um alla fram- tíð- unnið sér sæti í heimsbók- menntunum, með þetta hrífandi, yfirnáttúrlega landslag í bak- sýn? f hinni heillandi bók Jöran Mjöbergs fær íslenzki hesturinn í nútíð og fortíð, í myndlist og Ijóðlist íslands, að sjálfsögðu sinn kafla. Hann segir frá hinni frægu hestamynd Ásgríms Jóns- sonar, „Flótti undan eldgosi”. í framhaldi af því skrifar hann um hlutverk hestsins í hinu fagra kvæði hins unga ljóðskálds, Hannesar Péturssonar, „Ung stúlka", sem Mjöberg birtir í heild sinni í sænskri þýðingu. Hinn sænski höfundur segir, að það gefi skyndimynd af hestin- um sem óhjákvæmilegum hlekk í íslenzku lífi og hann dvelur við hina viðkvæmu saknaðar- tóna kvæðisins. Hesturinn er tengiliður hinna tveggja elsk- enda. í kafla sínum um lífið á gömlu torfbæjunum og hina fjöl- fróðu ibúa þeirra kemur hann fram með sem skýringu hið ágæta og stórbrotna kvæði Hann esar Péturssonar, „Gamall þul- ur.“ Jöran Mjöberg virðist ekki að- eins vel heima í Eddu og sögun- um, heldur einnig í hinum nýrri og nýjasta kveðskap og list fs- lands. f bókinni er einnig vitnað til Snorra Hjartarsonar, auk þeirra Jónasar Hallgrímssonar og Hannesar Péturssonar. Og eftir að hafa heimsótt hina miklu staði skáldskaparins og sögunnar, meðal annars Reykholt, Hóla, gröf Guðrúnar Ósvífursdóttur undir Helgafelli á Snæfellsnesi, auk Akureyrar og Mývatns á- samt þeim stöðum, sem áður eru nefndir. lýkur bókinni með lýsingu á nokkrum íslenzkum manngerðum í verkum Halldórs Laxness og heimsókn hjá Gunn- ari Gunnarssyni að Dyngjuvegi. Áður en við snúum okkum að þessu, skulum við líta á nokkr- ar línur í hinum merka kafla: „Snorri — snillingur á miðöld- um“: „Það voru stjórnmálamaðurinn og skáldið, sem börðust um yfir- ráðin í sál Snorra. Það, sem varð ógæfa höfðingjans, segir Paasche, nefnilega hið stöðugt leitandi auga, eyrað, sem ætíð var reiðu- búið að hlusta, varð gæfa lista- mannsins, leið hans til sköpun- ar og skilnings. Afl þessara and- stæðna eyðilagði líf hans, en varð grundvöllur að ódauðleika hans.“ Af hinum ógleymanlegu per- sónum í hinum miklu verkum Laxness, sem að nokkru eru full- trúar hugsjóna, stefnu, nefnir Jöran Mjöberg Bjart í Sumar- húsum, Sölku Völku og Snæfríði, sem hlaut viðurnefnið íslands- sól sökum fegurðar sinnar, og hinn blásnauða öreiga Jón Hregg viðsson, sem var dæmdur til dauða vegna morðs á böðli. Ef til vill hefur hann ekki framið þetta morð, heldur ef til vill allt annað. En það er ekki það, sem hann hugsar um.. Sekur eða ekki, það er þessum óvenjulega ör- eiga sama um. Það er ekki rétt- ur hans, sem hann vill halda fram, „hann stendur bara vörð um frumstæðustu réttindi manns ins. Að fá leyfi til að vera í friði með kindurnar sínar og bátinn sinn. ... “ Þannig verður hann einnig fullrtúi fyrir eitthvað ó- svikið íslenzkt. Daginn sem Jöran Mjöberg heimsækir Gunnar Gunnarsson að Dyngjuvegi stendur stormur inn frá Skerjafirði. Gestrisinn og brosandi stendur hinn frægi rit- höfundur í dyrunum til að taka á móti hinum sænska gesti. „Eng ; / / ' Sjóleiðin til Bagdndí myndum Tilraun til nýstár- legrar bókagerðar ÚT ER komin myndabók, er nefnist Sjóleiðin til Bagdad, enda samanstendur hún af mypdum úr leikriti Jökuls Jakobssonar, félagi Reykjavíkur. Textinn með myndunum eru setningar úr leik ritinu og bæði höfundur og leik- stjóri, Sveinn Einarsson, skrifa stutta formála og eftirmála í bókinni. Myndirnar eru 22 talsins, bæði litmyndir og svart-hvítar myndir og prentaðar á vandaðan pappír og er hún gefin út af fyrirtæki sem nefnist TLM og mun vera samsteypa af þremur fyrirtækj- um, sem fást við prentmyndagerð Er þetta fyrsta tilraun þess með slíka bók. Bókin verður fyrst um sinn til sölu í Iðnó, en kemur síðar í bókabúðir. Frá Tónskálda- félaginu FRESTUR til að skila tónverk- um fyrir dómnefnd vegna ís- lenzkra tónleika á norrænu tón- listarmóti hér í Reykjavík að vori, rennur út 1. desember næstkomandi, og skal handritum skilað fyrir þann tíma til skrif- stofu Tónskáldafélags íslands að Freyjugötu 3 í Reykjavík. inn íslenzkur rithöfundur hefur í skáldskap sinum sótt svo mikið í íslenzka sögu sem Gunnar Gunnarsson," skrifar Mjöberg og hann bætir því við, að hinn íslenzki rithöfundur hafi áunnið sér borgararétt á Norðurlöndun- um öllum hin mörgu ár sem hann dvaldist í Danmörku, og að þá hafi innsýn hans í sögu síns eig- in föðurlands vaxið. Á eftir fylg- ir svo andríkt samtal gestgjafa £g gests um rétt og órétt, um áræði og afrek á ýmsum öldum. Það er að sjálfsögðu gesturinn sem spyr og Gunnar Gunnarsson sem veitir svörin. '„Það er ein- mitt rétturinn, að verja réttinn, sem allt stendur og fellur með. Við eigum ekkert annað, jafn lít- il þjóð sem við erum, hann er okkar einasta vörn.“ Jöran Mjöberg Iýkur hinum ágæta kafla, sem nefnist „ísland Gunnars Gunnarssonar,“ og er sá siðasti í bókinni, með þessum orðum: „Hver skyldi hafa rétt til að tala af tilfinningu og ást- ríðu um íslands þúsund ár ef ekki þessi Ijúfi, gamli maður með útsýni yfir hina víðáttumiklu höfuðborg, yfir hina breyttu höfuðborg sjöunda áratugs tutt- ugustu aldarinnar, yfir nýtt ís- land, frá glugga síns eigin inn- sæis?“ Poul P. M. Pedersen. Hestamenn í Kópavogi stofna með sér félag ÞANN 11. nóvember 1965 var stofnfundur haldinn að hesta- mannafélagi í Kópavogi, og hlaut nafnið ,,Gustur“. Mættir voru á fundinum um 70 hestaunnendur úr Kópavogs- kaupstað og nágrenni, og var mikill áhugi á stofnun þessa félags. Tilgangur félagsins er að stuðla að réttri og góðri með- ferð hesta og efla áhuga ogþekk ingu á ágæti þeirra. Einnig bættri aðstöðu hesta- eigenda á þessu svæði. Stjórn félagsins skipa eftir- taldir menn: Formaður, Jón Eldon; ritari, Ragnar Bjarnason; gjaldkeri, Sigurður Kjartansson. Meðstjórnendur: Bjarni 3jarna- son frá Laugarvatni og Björn Sigurðsson. Varastjóm: Sigur- geir Eiríksson og Sigríður Breið fjörð. Endurskoðendur: Sóphan- ías Márusson og Guðni Karls- son. að auglýsing i útbreiddasta blaðinu borgar sig bezt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.