Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 21
f Miðvikuðagur 1. des. 1965 MORGU N BLAÐIÐ 21 Mestu óeirðir í Salisbury, sem komið hefur til enn — kaþóls&a kirkjan fordæmir Smith, hann segist hins vegar reiðubúinn til að ræða á ný við Wilson Kekkonen hvetur til mundi tryggja Rússa gegn árás um Norður-Noreg, jafnframt því, sem þeir gætu alltaf haft frjálsar hendur Finnlandsmegin landa- mæranna. ,,Það er víst óhaett að fleygja þessum tillögum í pappírskörfuna þegar í stað“, segir Expresstm. ---- ★ ---- í Finnlandi gerðu blöðin mik- ið veður út af ræðu forsétans og IK;varðanir um mál þetta — hvort ekki' þurfi að efna til við- ræðna við önnur aðildarríki Atlantshafsbandalagsins. . og það getur orðið erfiðleikum bund ið“, segir blaðið að lokum. ---- ★ ------ Þá segir í NTB-frétt frá Osló, að ákveðið hafi verið að taka til umræðu á næsta fundi Norð Salisbury, 29. nóvember AP — NTB. LÖGREGLAN í Salis- bury, höfuðborg Rhódesíu, varð í gær, sunnudag, að gripa til sérstakra varúð- arráðstafana, vegna óeirða þeirra xnestu, sem kornið hefur til, síðan stjórn Ian Smith lýsti yfir sjálfstæði landsins. Robert Chikerama, nán- asti samstarfsmaður leið- toga þjóðernissinna, Joshua Nkomo, hvatti í gær til allsherjarverkfalls í landinu öllu, eftir helg- ina, en ekki varð af verk- fallinu. Hafði Chikerama hvatt til verkfallsins í út- varpsræðu, sem hamn hélt í Lusaka í gær. Óeirðirnar í Salisbury í gær hófust, er hópur blökku- manna tók að grýta veitinga- hús í miðborginni. Var slík- um skemmdarverkum haldið áfram fram eftir kvöldi. Nokkrir blökkumenn voru teknir til fanga, og nokkrir munu hafa særzt, þó ekki hættulega. A laugardagskvöld réðust blökkumenn á almennings- vagna í Highfield. Kveikt var í einum vagninum, og brennd ist eitt barn illa. Varð að flytja það í sjúkrahús. Þá slasaðist þeldökkur ökumað- ur. Skemmdir af völdum ó- eirða þeirra, sem átfcu sér stað um helgina, voru all- miklar. • í gær, sunnudag, lýstu talsmenn kaþólsku kirkjunn- ar í Rhódesíu yfir andstöðu sinni við stjórn Ian Smith. Fimm biskupar, sem stigu í ræðustól í gær, tóku allir í sama streng, og töldu stjórn- arstefnuna einkennast af kyn þáttahatri. # Smith, forsætisráð- herra, lýsti því yfir um helg- ina, að hann væri reiðubúinn til að taka upp á nýjan leik samningaviðræður við brezku stjórnina, um lausn Rhódesíumálsins. Fréttin um þessa yfirlýsingu Smith birt- ist á laugardag í blaðinu „Sunday Times“, sem gefið er út í S-Afríku. Segir í frétt blaðsins, að fréttaritari þess hafi hjtt Smith að máli í Salisbury, og hafi hann lýst því yfir, að hann væri reiðubúinn að setjast að samningaborði með Harold Wilson, hvenær og hvar, sem hann óskaði þess. Sagði Smith, að hann væri reiðubúinn til að gleyma um- mælum Wilson. og brezku stjórnarinnar. Hún lýsti því yfir, er lýst var yfir sjálf- stæði Rhódesíu, að Smith, og ráðherrar hans, Væru upp- reisnarmenn og svikarar. í kvöld bárust þær fréttir frá Salisbury, að leiðtogar blökkumanna í Rhódesíu hafi snúið sér til forsætisráðherra Breta, Harold Wilson með beiðni um, að hann setji á stofn nýja stjórn í Rhódesíu. Skuli Sir Humphrey Biggs, landsstjóri Breta, verða for- sætisráðherra hennar. I beiðni leiðtoganna er farið fram á, að slík stjórn nyti herverndar. Kekkonen Framhald af bls. 1 Noreg, án þess að hafa fyrst samband við norsku stjórnina. RöLseland sagði það sina per- sónulegu skoðun, að Norðmenn •ettu i engu að breyta út af þeirri stefnu, er þeir hefðu að undanförnu fylgt. Þeir hefðu vissar skyldur sem aðildarríki í Sameinuðu þjóðunum og At- lantshafsbandalaginu og ættu ekki að bregðast þeim á einn eða annan hátt. Stefna Noregs hefði sfcuðlað að því að halda jafnvægi í vaidabaráttunni og fært þjóðinni frið. í (Sjá frekar um ræðu Kekk- onens í „Utan úr heimi“ á bls. 16.) — „Verdens Gang“ skrifar um ræðu Kekkonens í ritstjórnar- grein í dag og segir, að hún sé harla óljós í sumum atriðum. — Ræðir blaðið fyrri tillögur Kekk onens um að gera Norðurlönd- in að kjarnorkuvopnalausu •væði og segir, að eins og er, Béu engin kjamorkuvopn á Norð urlöndum, en telur fráleitt að Noregur afsali sér öllu athafna- frelsi þar að lútandi með því að taka á sig skuldbindingar fram ( tímann, án nokkurra tilslakana eða mótvægis af hálfu þess eina Bfcórveldis sem kjarnorkuvppn hafi á norðlægum slóðaim þ.e. o.s. Sovétríkjanna. Hugmynd þessi geti þvi aðeins komið til framkvæmda að hún sé liður í irtærra og víðtækara skipulagi. Blaðið ræðir ummæli Kekk- onens um hugsanlegan landa- mærasamning Norðmarana og Finna og segir þá hugmynd óraunsæja, því að vandséð sé, hvernig smáríkin, Noregur og Finnland, ættu að geta friðað landsvæði sín upp á sitt ein- dæmi, kæmi til styrjaldar milli etórveldanna. Sem fyr segir koona dr. Ahti Karjalainen, utanríkisráðherra Finnlands, til Stokkhólms í dag. Mun hann dveljast í Sví- þjóð í fimm daga í opinberri heimsókn og ræða ýtarlega við eænska ráðamenn. 1 dag rædidi hann við Thorsfcen Nilsson, utanríkisráðherra Svía og gerði honum grein fyrir ræðu Kekkonens. Sagði hann hrein- ustu tilviljun, að hún hefði verið flutt daginn áður en hann fór til Stokkhólms og lagði á það á- herzlu, að það, sem Kekkonen bæri fyrir brjósti, væri hagur og öryggi Finnlands — ekkert annað. Hann tók einnig fram, að orðrómur um, að Finnar hygðust segja upp vináttusamningnum við Rússa frá 1948 væri algerlega úr lausu lofti gripinn — það kæmi ekki til greina. Heimsókn dx. Athi Karja- lainen til Sviþjóðar er fyrsta ppinbera heimsókn finnsks ut- anríkisráðherra þangað í þrjá- tíu ár, að því er NTB segir í frétt frá Stokkhólmi. Er Karja- lainen að endurgjalda heimsókn Torstens Nilssons til Helsinki skömmu eftir að hann tók við embætti fýrir u.þ.b. þremur ár- um. Eftir því, sem bezt var vit- að, ætluðu ráðherramir einkum að ræða viðskiptamál ríkjanna og hina ört vaxandi fólksflutn- inga Finna til Svíþjóðar, en ræða Kekkonens veldur þvi, að talið er að kjarnorkumál og ör- yggismál Norðurlandanna yfir- leitt verða ofarlega á baugi. Eftir því sem NTB segir kom ræða Kekkonens sænsk- um yfirvöldum mjög á ó- vart, ekki sízt þar sem að undanförnu hafa farið fram undirbúningsviðræður vegna heimsóknar Karjalainens til Svíþjóðar. — Segir eftir opinber- um talsmanni, að þá hafi aldrei verið minnzt einu orði á hug- myndir sem þær, er Kekkonen setti fram í gær. Sú skoðun hefur lengi verið ríkjandi í sænskum stjórnarbúð- um, að því er NTB segir, að hugmynd Kekkonens um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norður löndum sé ekki æs'kileg til fram- kvæmda, nema sem liður í víð- tækara samkomulagi um kjarn- orkumálin yfirleitt. Stjórnmála- fréttaritarax í Stokkhólmi telja því ekki líklegt að sænska stjómin taki jákvætt undir ræðu Kekkonens. Benda þeir á að hún vilji gjarna viðhalda „status quo“ á Norðurlöndum og hafi engan áhuga á sérsamningi Norðmanna og Finna um landa- mæri þeirra. Sænska síðdegisblaðið „Ex- pressen“ lætur að því liggja í skrifum sínum um ræðu Kekk- onens, að tillögur hans séu runn ar undan rifjum Sovétstjórnar- innar, — og segir, að sú stað- reynd, að dr. Ahti Karjalainen, utanríkisráðherra Finnlands, er nýkominn frá Moskvu, tali ef- laust sínu máli. Bætir blaðið því við, að Kekkonen forseti hafi í valdatíð sinni verið í hæsta máta fús að ljá eyru skoð unum og áhugamálum Sovét- stjórnarinnar, enda muni hún hafa glaðzt yfir . ræðu hans í gær. „Hins vegar verður norska stjórnin sennilega ekki eins hrifin,“ segir blaðið og bætir því við, að samkomulag eins og ræða mörg þeirra um hana í rit- stjórnargreinum í dag. íhalds- blaðið „Uusi Suomi“ skrifar, að Kekkonen hafi í ræðu sinni reif að utanríkismál Finnlands og fjallað um hvað geri megi til þess að auka öryggi landsins. Sé það skoðun forsetans, að hlutleysisstefnan sé í sjálfri sér ekkert takmark, heldur líti hann einungis á hana sem tæki til varðveizlu friðarins, og sjálf stæðis Finnlands — og hina réttu leið til bættra lífskjara þjóðarinnar og aukinna sam- skipta við erlend ríki. Kveðst blaðið styðja slíkan hugsana- gang heilshugar. Málgagn sósíaldemókrata „Suomen Sosialidemokraatti" skrifar, að Finnland og Noreg- ur séu í raun og veru einskonar millisvæði milli stórveldanna. Noregur og Sovétríkin liggi saman á allstóru landsvæði og ékki sé óhugsandi, að þar gæti komið til átaka. Telur blaðið, að hugmyndir Kekkonens yrðu e.t.v. erfiðar í framkvæmd, en segir sjálfsagt, að þær séu teknar til umræðu og athugað gaumgæfilega, hvort með þeim yrði tryggður friður á þess um slóðum. Hið óháða blað „Hufvuds- stadsbladet" skrifar ,að nú sé komið í ljós, að það hafi verið staða „Nord!kalottens“ sem Ketok onen hafði í huga, er hann í febrúar sl., lét í ljós svartsýni um að Finnlandi tækist að varð- veita hlutleysi sitt, kæmi til á- taka stórveldanna. Var Kekkon en þá staddur í Moskvu. Segir blaðið, að Ketokonen telji sig nú geta dregið úr áhættunni með því að gera samkomulag við Noreg er tryggi friðinn beggja vegna landamæranná. ,,Þetta mætti leggja svo út,“ segir blað- ið, sem Finnland skuldibindi sig ef til styrjaldar kæmi, til þess að hindra að áriás verði gerð á Noreg um Finnland. Og í raun og veru leggur hlutleysið okk- ur slíkar skyldur á herðar. — Kæmi til samkomulags Finna og Norðmanna, yrðu ríkin að gefa hvort öðru gagnkvæma tryggingu fyrir því, að ekki komi tm friðxofa á landamær- unum“. En síðan spyr blaðið, hvort Norðmenn geti einir tekið urlandaráðs, sem haldinn verð- ur í Kaupmannahöfn í janúar- lök 1986 — framkomnar tillög- ur um, að Norðurlöndin verði kjarnorkuvopnalaust svæði. Er ekki minnst á ræðu Kekkonens eða tillögur hans í gær í því sambandi, en sagt, að tíu finnskir þingmenn, þar á meðal hinn kunni þingmaður sósíal demókrata, Gunnar Henriksson, hafi mælzt til þess við Norð- urlandaráð, að ríkisstjórnir Norðurlandanna skipi samnor- ræna nefnd, er kanni hverjar reglur og tryggingar þurfi til að halda „status quo“ á Norður- löndum, að því er verðar kjárn- orkuvopn. Segir NT.B, að þing- mennirnix finnsku leggi á það áherzlu, að ekki megi láta fyr- irætlanir um stofnun sameigin- legs herstyrks Atlantshafsbánda lagsins koma í veg fyrir, að haldið verði áfram tilraunum til þess að hindra úfcbreiðslu kjarn- orkuvopna Mikilvægt geti verið að koma á þeirri skipan, að viss landsvæði séu kjarnorkuvoþna- Zaus — og ljóst sé að jmeirihluti þjöða Norðurlanda sé þess . fýs- andi, að þar verði ekki komið fyrir kjarnorkuvopnum. Góðvon, 30. nóv. — NTB: TOGARINN v-þýzki „Biirger meister Schmidt“, sem rakst á ísjaka undan Hvarfi fyrir nokkrum dögum, sökk í ;gær u. þ. b. 40 sjómílur frá Juliane háb í Grænlandi. Annar vest- ur-þýzkur togari „Weser“ hafði haft „Burgermelster Schmidt" í togi en þegar akip- in lentu í íshröngli miklý og slæmu veðri var ákveðið að gefast upp við að reyn| áð bjarga togaranum og höggið á togvírana. Áhöfnin bjargað- ist öll um borð í þriðja ýest- ur-þýzka skipið, sem þírnai var, „Walther Herwig!1. MADE IN U.S.A. \po, I / ^inoe > Alben /| .* .... i PiPUNA! mest selda píputóbak í baimdaríkjunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.