Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 1. des. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 23 Fríða J. Björnsdóttir frá Ólafsvík — Minning rr ÞRIÐJUDAGINN, 20. júlí s.l. andaðist að Sólvangi í Hafnar- firði, eftir erfiða og þungbæra legu frú Fríða Jenny Björns- dóttir frá Grund í Ólafsvík. j Þessj fátæklegu kveðjuorð um þessa mætu og merku konu, svo síðbúin, sem raun ber vitni um, i geta engan veginn orðið full- ! komin, til þess skortir mig flest. Svo og, að ég hef verið að bíða eftir að einhver af hinum fjölda ! mörgu og mér ritfærari kunn- ingjum Fríðu, minntust hennar á verðugan hátt. j 22. maí 1918 fæddust hjónun- um á Grund í Ólafsvík, þeim Kristínu Bjarnadóttiu1 og Birni Jónssyni. tvær litlar stúlkur. Hlutu þær í skíminni nöfn móð ur og föðurforeldra sinna, Fríða Jenny og ^jamdis Inga. Ann- eri litlu stúlkunni, Bjarndísi ©uðnaðist ekki langur aldur, hún dó rúmlega ársgömul Hin litla stúlkan, Fríða Jenny, 6x upp og varð merk húsmóðir, og dvaldi næstum allan sinn aldur hér í Ólafsvík. Foreldrar Fríðu vom af merkum ættum beggja yegna Snæfellsness, og framætt- ir þeirra má rekja 1 Dali vest- ur, til Norðurlands og víðar. Vil ég hér aðeins minnast þess fólks, því mjög bar Fríða svipmót : «ettmenna sinna í sjón og reynd. i Kristín móðir Fríðu var dóttir Bjarna Sigurðssonar i Kötlu- holti i Fróðárhreppi og fyrri konu hans Ingibjargar Gimn- laugsdóttur frá Kringlu I Mið- dölum. Faðir Ingibjargar var Gunnlaugur Bjömsson frá Sauðafelli i Dölum. En Bjöm faðir hans var Skagfirðingur að cett, frá Brenniborg í Lýtings- staðahreppL Sonur Gunnlaugs Sturlusonar og konu hans Am- þrúðar Bjömsdóttur. Kona ' Bjöms á Sauðafelli, og móðir Gunnlaugs var Ásgerður Guð- mundsdóttir frá Syðra Hóli á Skagaströnd, Jónssonar. Asgerð ur var systir Sigurðar Guð- \ mundssonar hreppstjóra og ! ekálds á Heiði í Gönguskörðum. Þess, sem orti Varabálk og i fleira. Kona Sigurðar á Heiði, i var Helga Magnúsdóttir prests í J Fagranesi á Reykjaströnd, Áma ; eonar. Dóttir þeirra var Guð- j rún, kona Stefáns Stefánssonar á Heiði, en þau. vom foreldrar Stefáns skólameistara á Akur- : eyri, föður Valtýs Stefánssonar ritstjóra Morgunblaðsins, og frú i Huldu skólastýru á BlönduósL | Stefán maður Guðrúnar Sig- urðardóttur á Heiði var bróðir Þorbjargar, konu Jónasar Jóns- 6onar prests á Bergsstöðum, Jónssonar. Bjuggu þau hjón í Arnarholti 1 Stafholtstungum i Borgarfirði. En þau vom föður- foreldrar Þuríðar markgreifa- ynju Grimaldi de Cagues et d’ J Antibes (frá Garðhúsum I Reykjavík). Hálfsystur Bjargar, fýrri konu Finnboga Lárusson- er, kaupmanns á 3úðum og í Ólafsvík. Bjöm Gunnlaugsson flutti að Sauðafelli frá Þverá í Norður- érdal í A. Húnavatnssýslu ekömmu eftir 1830, og voru þau hjón Ásgerður og hann, af sam- tíð sinni talin gagnmerk sæmd- arhjón og úrvals manneskjur. Síðari maður Ásgerðar var Sig- urður Kristjánsson frá Efra Skarði í Leirársveit, og bjó hún ekkja á Sauðafelli í nokkur ár eftir menn sína. Meðal barna lÁsgerðar og Björns, auk Gunn- laugs í Kringlu vom: Sturla í Kötluholti. Einn þeirra bænda f Fróðárhreppi, sem flutti til Ameríku um og eftir 1892, vegna kirkjuflutningsins frá Fróðá til Ólafsvíkur. Og Ingigerður, kona Arnfinns Arnfinnssonar í Vatns holti i Staðarsveit, Seljum í Helgafellssveit og víðar. Þau vom foreldrar frú Ásgerðar konu Ágústar Þórarinssonar kaupmanns í Stykkishólmi, móð ur Sigurðar alþingism., Agústs- ■onar. Kona Gunnlaugs í Kringlu og móðir Ingjbjargar í Kötluholti, var Margrét Sigurð- ardóttir, sennilega frá Flekku- dal í Kjós, Kolbeinssonar. Þau Margrét og Gunnlaugur bjuggu íyrst nokkur ár á Svínavatni í Húnav.sýslu, og víðar norður þar. Auk Ingibjargar, vom þau foreldrar Ingigerðar, sem dvaldi lengi hjá systur sinni í Kötlu- holti, og Ásgerðar ljósmóðiu' á Geitastekk í HörðudaL konu Jósefs Jónssonar bónda þar. Ás- gerður Gunnlaugsdóttir ljós- móðir, flutti til Kanada ásamt flestum börnum sínum. Dóttir hennar er miss Halla Josephson í Winnepeg, mikilhæf og gáfuð kona, og að sögn kunnugra, öt- ul og fómfús til styrktar mál- efnum aldraðs fólks af íslenzk- um ættum. Hún hefur nokkrum sinnum komið heim til íslands, og miðlað svo öðrum af kynnum sínum er vestur kom aftur. Bjarni Sigurðsson, móðurfað- ir Fríðu var sonur Sigurðar Pálssonar frá Vindási I Eyrar- sveit, og síðast bónda í Höfða, og seinni konu hans Jóhönnu Sigurðardóttur Sigurður faðir Jóhönnu í Höfða (Búlands- höfða) var sonur Natanaels Helgasonar bónda á Fróðá, og konu hans Þórunnar Árnadótt- ur. Móðir Jóhönnu var Helga og Sigurður saman tvö börn Jó- hönnu og Sigiugeir, bónda og silfursmið í Mýrartungu I Reyk- hólasveit, síðast I Point Roberts í Washingtonfylki í VesturheimL Síðar giftist Sigurður Natana elsson Sólveigu Gísladóttur skálds, Sigurðssonar á Klungu- brekku á Skógarströnd. Hálfsyst ur Jónasar Skógstrendinga- skálds. Sólveig og Sigurður bjuggu fyrst á nokkrum bæjum í Dalasýslu, síðan á Ölkeldu og Fossi í Staðarsveit og loks á nokkrum bæjum í Eyrarsvert á Snæfellsnesi. Þau Höfðahjón Jóhann og Sig- urður Pálsson eignuðust ekki færri en 11 eða 12 böm, sem mörg eða flest komust til ald- urs, og eiga nú stóran skara mannvænlegra afkomenda. Böm þeirra hálfsystra, Jóhönnu í Höfða og JCristínar, síðast á Ósi í Fróðárhreppi, konu Árna Jónassonar á Kársstöðum í Helgafellssveit, giftust saman, og em afkomendur þeirra orðn- ir fjölmennir líka hér vestra. Ein af börnum Sólveigar Gísla- dóttur og Sigurðar Natanelsson- ar var Þórunn kona Þorsteins Kristjánssonar frá Setbergi í Eyrarsveit. Dóttir þeirra var Björg fyrri kona Þórðar for- manns og mikils sjósóknara, Matthíassonar frá Skerðingsstöð um í Eyrarsveit, Brandssonar. Sá Brandur var Þorsteinsson frá Fossi í Neshrepp utan Enn- is, Runólfssonar og konu hans Sólveigar Bjarnadóttur frá Tröð í FróðárhreppL 3randur bjó lengi í Neðri — Lá í Eyrarsveit. Annálaður sjósóknari og lengi hrepi>stjóri sveitar sinnar. Yngri bróðir hans var Árni sýslumað- ur Thorsteinson í Krossnesi. Margir eldri Ólafsvíkingar minn ast elskulegrar gamallar konu, sem þrátt fyrir óblíð örlög og raunir lífsins, stráði geislum gleði og uppörvunar til samborg ara sinna. Sú gamla kona var Þórunn, hálfsystir Jóhönnu í Hófða. Svipaði þeim systriun saman um flest, ríkar af fómar- lund og kærleika. Foreldrar Björns á Grund voru: Hólmfríð- ur Magnúsdóttir og Jón Jónsson. Bæði komin af merkum ættum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Jón og syskini hans voru börn Jóns hreppstjóra, Jónssonar í Hólakoti í Staðarsveit og jafnan kennd við þann bæ. Arið 1886 flytur Jón ásamt fjölskyldu sinni frá Háagarði í Staðarsveit að Bakkabúð á Brim ilsvöllum Þar stundar hann sjó mennsku og einhvern landbún- að af miklum dugnaði og elju, sér og sínum til framdráttar. 2. janúar 1902, gerðist sá hörmu- legi atburður, að Jón faðir Björns drukknaði skammt frá landL ásamt tveimur stálpuðum sonum síntun, Valdemar og Þorg ils. mestu efnis piltum. Varð það sorglega slys, mörg um, lengi hugstætt, og ekki sízt að um það bil var Hólmfríður kona hans þá mjög heilsutæp, og forsjá heimilisins í molum. Eldri dóttirin Steinun, síðar hús freyja í Einarslóni undir Jökli 18 ára, Bjöm 13 ára, og Svan- borg, síðar kona Stefáns Kristj- ánssonar vegaverkstjóra í Ólafsvík 10 ára. Hólmfríður flutti til Ólafsvíkur með börn sín, það sama vor, og átti þar heima til dauðadags. Systkini Jóns frá Hólkoti voru: Jóhannes á Garðbrekku, Jófríður kona Kjartans Magnússonar í Neðra HóL Herdís kona Bjarna Þórð- arsonar frá Glaumbæ, Halldóra kona Guðmundar Snæbjamar- sonar á Þorgeirsfelli, Barðastöð- rnn og víðar í StaðarsveiL Og Vigdís á Ytra Lágafelli í Mikla- holtshreppL kona Kristjáns Elí- assonar frá Straumfjarðartungu. Hólmfríður móðir Björns var ættuð úr Hnappadalssýslu. Fað- ir hennar var Magnús Árnason bóndi á Ytra Rauðamel og víð- ar. Foreldrar Magnúsar vom Árni Jónsson frá Helludal í Beruvík undir Jökli, Nikulás- sonar og kona hans „Heimasæt- an á Rauðamel“, Margrét Magn- úsdóttir sálfseignarbónda, Þorg- ilssonar á Ytri Rauðamel og konu hans Sólrúnar Þórarins- dóttur. Saga Margrétar á Rauðamel er alkunn og mjög skemmtilega færð í letur af Guðlaugj rit- höfundL Jónssyni frá Ölvis- krossi í Hnappadal, í bók hans — Bóndinn á heiðinni —. Dirfska hennar og skapfesta í að koma fram vilja sínum, þeg- ar hún um hávetur leggur á fjöll upp til samfundar við ást- vin sinn, gegn vilja og banni ríkra og mikillátra foreldra og ættmenna. Magnús Árnason á Rauðamel giftist oftar en einu sinni. Og átti þar að auki börn utan hjóna bands. Fyrsta kona hans var Guðrún dóttir Jóns Andrésson- ar (Tindala-Jóns), síðast bónda í Öxl i Breiðuvík, og konu hans Guðbjargar Magnúsdóttur prests á Kvennabrekku, Einarssonar. Jón í Öxl var mikill hugsjónar- maður og listasmiður. Hefur í ætt hans verið mikið um hag- leiksmenn og hugmyndaríka. Hólmfríður hefur verið dóttir Guðrúnar fyrstu konu Magnús- ar, er mér ekki kunnugt um, og sennilega fáum nú orðið. Hólm- fríður var grandvör kona og fátöluð um ættmenni sín, að sögn kunnugra. Hún var stór- brotin höfðingskona, skapföst og trygglynd, frið sínum, og líktist ættmennum sínum á Rauðamel. Mikið mun hafa reynt á þrek hennar sá sorg- legi atburður, sem fyrr getur. Þegar hún í blóma lífsins miss- ir elskaðan eiginmann og tvo efnilega syni 1 sjóinn. Varð sá atburður tQ. að tengja hana æ fastari böndum við soninn. sem eftir lifðL Og var á orði haft, hve mikið ástríki var á milli þeirra, svo vart mátti hún af honum sjá. Naut hún að lokum frábærrar umönnunar tengda- dóttur sinnar og sonar ,er halla tók á ævikvöldið. Mörg af syst- kinum Hólmfríðar fóru til Amer íku, og eiga nú stóran afkom- enda hóp vestur þar. Þekktast- ur þeirra Rauðamelssystkina mim hafa verið Magnús Magn- ússon, sem ungur fór til Amer- íku og varð mjög þekktur skák- snillingur 1 sinni tíð. Ein af systrum hennar var Guðbjörg (d. í Manitoba 1916), kona Guð- brandar Guðbrandssonar — snikkara — og bónda á Ingj- aldshóli og Fróðá. Sonur þeirra var Elís Magnús Brandsson smið ur 1 Winnipeg, nú látinn. Kona hans var Guðrún Guðbrandsdótt ir Þorkelssonar prests á Staða- stað, Eyjólfssonar. Að minnsta kosti þrír synir þeirra eru vel þekktir byggingameistarar i Kanada. Börn Kristínar og Bjöms á Grund urðu alls átta, og komust sjö þeirra til fullorð- ins þroska. Var Fríða elzt þeirra sem fyrr segir. Oft var þröngt í búi í litla bænum á Grund, eins og atvinnumálum var þá hátt- að í Ólafsvík og víðar. Aldrei mun þó hafa verið verulegur skortur í búi, því bæði voru hjónin samhent og dugandi. Stilling og háttprýði einkenndi allt heimilislífið. Reyndi þó fyrst á þrek Krist- Inar vorið 1937, er hún missir mann sinn aðeins 47 ára að aldri og þá frá bömunum flestum img um, og því yngsta ársgömlu. En með stillingu og æðruleysi gekk hún fram í að sjá borgið vexti og þroska hins stóra og mann- vænlega barnahóps. Kom það þvi í hlut Fríðu, og tveggja elztu bræðranna, að hjálpa móður sinrú, ásamt fjöldamörgum ó- nefndum samferðamönnum og konum í Ólafsvík, sem í hljóðri þökk er ævarandi minnst Það sama vor ræðst Fríða til læknishjónanna frú önnu Ein- arsdóttur og Eiríks Björnssonar í Reykjavík. Dvaldi hún hjá þeim hjónum næstu 3-4 sumrin, en heima I Ólafsvík á veturna og vann móður sinnL Ógleymanleg urðu þau lækn- ishjón Fríðu. Gat hún þess eitt sinn við mig, er við ræddum saman: Að í döprum skuggum föðurmissisins, hafði þau lýst upp tilveru sína með sönnum og hlýjum mannkærleika og vin áttu, sem hélst alla tíð unz yf- ir lauk. Árétti móðir hennar þau orði við mig, nú fyrir skömmu. Vel tvítug að aldri giftist Fríða eftirlifandi eiginmanni sínum Kristáni Jenssyni sjó- manns í Ólafsvík, Guðmunds- sonar og konu hans Mettu Kristj ánsdóttur hafnsögumanns, Jóns- sonar frá Búðum á Snæfellsnesi. Bjuggu þau tvö fyrstu árin á Grund hjá móður Fríðu, og þar fæddist elzta barn þeirra. Síðar bjuggu þau á ýmsum stöðum í Ólafsvík. unz þau byggðu sér nýtt og glæsilegt hús við Braut- arholt 7 í Ólafsvík í það fluttu þau vorið 1960. Sjúkleiki þeirra hjóna, þörf barnanna til náms og ýmis fleiri atvik urðu til þess, að síðsumars 1962, seldu þau húseign sína og fluttu til Reykja vikur. Því aðeins varð ég svo fjölorður tun ættmenni Fríðu að, að henni stóðu sterkir stofnar snæfellskra ætta. Meðfædd hlé- drægni, æðruleysi og skapfesta var í ríkum mæli ættarfylgja hjá mörgum ættmenna hennar, ásamt góðri dómgreind og hlut- leysi um náungans hag, lesti og kosti. Var Fríða sannarlega prýdd þeim eiginleikum flestum. Var hún því mjög frásneydd og mótfallin þvi, að halda sér fram og flíka hugsunum sínum og til- finningum. Oft örlaði þó á víð- sýni og góðlátlegri kímni í góðra vina hópi ,en innra með sér var hún alvörukona, vel þenkjandi, og dagfar hennar allt eftir því. Börnin og heimilið var henn- ar heimur, og voru þau hjónin bæði samhent og samhuga í þvL að búa það sem vistlegast og þægilegast. Störfum Kristáns var oft þann ig háttað, að margir áttu erindi á heimili þeirra var öllum tekið með stakri rausn og vinsemd a£ þeim hjónum eftir föngum. Kynntist Fríða því í gegnum störf manns sín, mörgum framá mönnum þjóðarinnar og bar hún stakt traust og vináttu til kunn ingja sinna og vina. Viðmót heimilisins var ánægjulegL hús- bóndinn vígreifur og hressileg- ur í fasi. húsfreyjan traustvekj- andi og hógvær í samræðum. Hygg ég að margir horfi nú um öxl með eftirsjá í huga, um sæt- ið sem nú er tóm eitt og autL Frú Metta Kristánsdóttir tengdamóðir Fríðu, var mikil framákona ífélags og framfara- málum síns byggðarlags. Trú sinni hugsjón, og sístarfandi til hinztu stundar að hugðarefnum sínum. Var hún orðin öldruð kona þegar ég kynntist hennL Sátt við samferðarfólk sitt, lífs- reynd og mikils metin. Veit ég með vissu, að hún mat Fríðu mikils, þá hún lærði þessa fág- uðu og hlédrægu konu að þekkja. Gagnkvæmur skilningur og virðing ríkti á milli þeirra, og ömmubörnin kæru, voru miklir auðfúsugestir á heimili hennar, sem og allir skyldir og vanda- lausir. Minntist hún þess oft við mig, hve innilega sér þætti vænt um þær heimsóknir. Fríða og Kristján eignuðust þrjú börn, góð og mannvæn- leg: Bjöm Karl bifvélavirkja i Reykjavík, kvæntan Önnu Leós- dóttur frá Akureyri, Hrafnhildi Sesselju og Mettu íris, sem fermdist s.L vor. Báðar heima hjá föður sínum. Mjög bar Fríða hag og vel- ferð bama sinna fyrir brjóstá, enda bömin foreldrum sínum góð og hlýðin. Sérstaklega var henni sonurin kær, enda bar hann nafn móðurföður síns, Björns á Grund. Og varð hún þeirri miklu gleði aðnjótandi, skömmu fyrir andlát sitt, að sjá og kynnast þeirri ágætu stúlku, sem hann hafði valið sér að lífsförunaut. Svo og ferming yngsta barnsins íris. Djúpir skuggar veikinda og sorgar ríktu þá á heimili henn- ar að Njörvasundj 38 í Reykja- vík Duldist engum, að skammt yrði til endadægurs, og stund kveðju og þakkar að renna upp. En þrátt fyrir það duldist eng- um gleði sú, sem hún varð að- njótandi, yfir þeim áfanga bama sinna. Jarðarför Fríðu fór fram frá gömlu sóknarkirkj- unni hennar i ólafsvík, laugar- daginn 24. júlí s.l. Prófasturinn í Snæfellsnessýslu, séra Þor- grímur Sigurðsson á Staðastað jarðsöng. Mæltist honum fram úr hófi vel, við þá látlausu, en virðu- legu athöfn, enda góður kunn- ingi þeirra hóna. Mikill fjöldi ættingja og vina Fríðu, fylgdu henni síðasta spölinn, og vott- uðu hinni látnu virðingu sína og minningu í hljóðri og þakk- látri þögn og samúð. Ógleym- anlegur var sá dagur, sérstak- lega fyrir fegurð sína, svo fag- ur og bjartur ,sem hann getur orðið fegurstur við fjörðinn okk ar kæra og breiða. Fagur og hljóður, sem hennar eigið líf. Fríðu þakka ég af alhug góð, en alltof stutt kynni. Hennar mun ég ávalt minnast sem einn ar mætustu og merkustu konu, sem ég hefi mætt á lífsleiðinni. 3örnum hennar og manni sendi ég mínar samúðarfyllstu kveðjur, og bið þeim blessimar í minningunni um ástríka og ástfólgna móður og eiginkonu. Aldraðri móður hennar, og hennar fjölskyldu votta ég sömu leiðis mina dýpstu samúð, sem nú aftur sorgin sækir heim, er elskulegur og góður sonarsonur hennar er svo skjótt burt kall- aður á morgni lífs síns. Bið ég Guð að styrkja þau í sorg sinni, og blessa þeim öllum minningu þeirra. Ólafsvík 20. október 1966. Magnús Karl Antonsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.