Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 31
Miðvikudagur 1. des. 1965 MORGUNBLAÐ\Ð 31 Fulltrúar opinberra starfsmanna fletta ákafir í endurriti úr dómbók Kjaradóms, strax og þeir höíðu fengið úrskurðinn um launakjör opinberra starfsmanna í hendur. — Kjaradómur Framhald af bls. 32. J>á hefur eigi náðst nema að mjög óverulegu leyti samkomu- lag með málsaðilum. Málsaðilar hafa aflað nokkurra gagna um störf einstakra starfs- hópa og einstaklinga. Skortir þó imjög á, að um raunverulegt etarfsmat sé að ræða, en án þess er erfitt að skera úr ágreiningi um skiptingu í launaflokka. Um vitaverði hefur það kom- Ið fram, að þeir eru ríkisstarfs- menn, en ekki verður, gegn mót- mælum varnaraðila, talið nægi- lega upplýst að svo stöddu, að um aðalstarf sé að ræða, og verða því, sbr. 1. mgr. 1. gr. lag- anna, vitavörðum eigi dæmd ikjör í þessu málL Dómurinn hefur í meginatrið- um lagt til grundvallar sam- komulag málsaðila um skipan 6tarfsmanna og starfshópa í launa flokka, frá árinu 1963. f>ó hefur dómurinn talið ástæðu til að víkja frá því samkomulagi í nokkrum verulegum atriðum og haft þá til hliðsjónar þær upp- lýsingar og þau gögn, er aflað hefur verið um störfin og litið til menntunar, ábyrgðar og sér- hæfni starfsmanna og starfshópa svo og hvernig sambærilegum starfsmönnum og starfshópum er skipað á hinum aimenna launa- markaði. Er röðunin á þessum rnegirisjónarmiðum byggð. Varðandi hin föstu laun í hverjum flokki hefur dómurinn í meginatriðum lagt til grundvall- ar launastiga þann, er ákveðinn var með dómi Kjaradóms 3. júlí 1963, að viðbættum hækkunum, íem samið hefur verið um síðan. Hafa launin þó nokkuð verið hækkuð frá því, og er þá tillit tekið til þeirra breytinga, sem orðið hafa á gildandi kjarasamn- ingum launþega á hinum al- menna vinnumarkaði að svo miklu leyti, sem unnt er. Á hinn hóginn er nokkurt tillit til þess tekið, að atvinnuöryggi ríkis- starfsmanna er meira en laun- Iþega í einkarekstri og þeir njóta ýmissa fríðinda umfram aðra launþega. Þá hefur dómurinn eftir því eem unnt er reynt að meta áhrif launabreytinganna á afkomu þjóðarbúsins, þar á meðal á fjár- hag ríkissjóðs. Að því er varðar hið þriðja viðfangsefni dómsins, reglur um vinnutíma, laun fyrir yfirvinnu og önnur starfskjör, þá hefur hann í meginatriðum lagt til grundvallar þær reglur, sem á- kveðnar voru með dómi Kjara- dóms frá 3. júlí 1963, en gert Mokkrar breytingar á með hlið- *jón af þeim breytingum, sem orðið hafa á hinum almenna launamarkaði svo og iþeim göll- um, er virðast hafa komið fram 4 hinu fyrra kerfi. I.aun skv. launaflokkum. í dómsorðum er þvínæst skýrt frá flokkaskiptingunni og sam- kvæmt þeim, verða launin sem hér segir: Litlar breytingar á vinnutíma. Þá segir hvaða reglur skuli gilda um vinnutíma opinberra starfsmanna, yfirvinnu ,yfir- vinnukaup og önnur kjör, er hér skipta málL Eru breytingar þar yfirleitt smávægilegar. Stytting vinnu- vikunnar var þegar komin í framkvæmd. Vaktarálag er ó- breytt og deilitala óbreytt, 150. Ilækkun víðast um 1. flokk. Þar sem tilfærslur eru milli launaflokka í dóminum, er eng- inn færður niður og flokkshækk anir í nær öllum tilfellum um aðeins einn flokk. Svo dæmi séu tekin um stóra flokka starfsmanna, má nefna að lögregluþjónar og tollverðir hafa hækkað um einn flokk. — Barnakennarar hafa og hækkað úr 15. flokki í 16. flokk. En í 17. flokki eru barnakennarar með a.m.k. árs framhaldsnámi við kennaraháskóla eða öðru sambærilegu framhaldsnámi, hvoru tveggja að mati mennta- málaráðuneytisins; blindrakenn- arar og búnaðarskólakennarar, garðyrkjuskólakennarar, hús- mæðrakennarar; kennarar við gagnfræðaskóla og iðnskóla; — kennarar við heyrnleysingja- skóla; kennarar við Hjúkrunar- skóla; kennarar við Matsveina- og veitingaþjónaskóla; kennarar við VéLskóla og Stýrimanna- skóla. í 16. flokki eru húsmæðra skólakennarar, íþróttakennarar menntaskóla og kennaraskóla; íþróttakennaraskólakennarar, — kennarar í tæknigreinum við Stýrimannaskóla og Vélskóla; kennarar við handavinnudeild kennaraskóla; kennarar við List iðnaðardeild Handíðaskóla; kenn- arar við kennaradeild Tónlistar skóla; kennarar við gagnfræða- skóla, iðnskóla og aðra fram- haldsskóla með BA-prófi frá H.í. eða öðru sambærilegu prófi, hvort tveggja að viðbættu prófi í uppeldisfræðum, er mennta- málaráðuneytið metur gild, svo og framhaldsskólakennarar, sem settir voru skipaðir fyrir 1. júní 1952; vanvitaskólakennarar. — í 19. fiokki eru Búnaðar- og garðyrkjuskólakennarar með prófi frá búnaðarháskóla eða samsvarandi prófi í aðalkennslu grein; kennarar gagnfræðaskóla, iðnskóla og annarra framhalds- skóla, með cand. mag. prófi frá H.í. eða öðru sambærilegu prófi í aðalkennslugrein, og skóla- stjórar barnaskóla (2—5 kenn- arar). Því miður er ekki hægt að rekja hér fleiri breytingar á flokkum, enda víðast um miklu færri starfsmenn að ræða í hverri stétt. Mánaðarlaun (grunnlaun) í hverjum launaflokki skulu vera þessi: Laun eftir Launa- Byrjunar- 1 ár 3 ár 6 ár 10 ár 15 ár flokkur laun kr. kr. kr. kr. kr. kr. 1. 5695 2. 5931 3 6193 4. 6441 6797 7069 7354 7652 7960 5. 6702 7069 7354 7652 7960 8268 6. 6975 7354 7652 7960 8268 8601 7. 7248 7652 7960 8268 8601 8945 8. 7545 7841 8149 8482 8814 9170 9. 7841 8149 8482 8814 9170 9538 10. 8149 8482 8814 9170 9538 9917 11. 8482 8814 9170 9538 9917 10320 12. 8814 9170 9538 9917 10320 10724 13. 9170 9538 9917 10320 10724 11162 14. 9538 9917 10320 10724 11162 11601 15. 9917 10320 10724 11162 11601 12064 16. 10320 10724 11162 11601 12064 12550 17. 10724 11162 11601 12064 12550 13049 18. 11162 11601 12064 12550 13049 13571 19. 11779 12419 13108 13832 14591 20. 12419 13108 13832 14591 15397 21. 13108 13832 14591 15397 16240 22. 14591 15397 16240 17130 23. 16240 17130 18079 24. 17130 18079 19063 25. 18079 19063 20118 26. 20118 21222 27. 22384 28. 23618 Sératkvæði. Eins og fyrr segir skiluðu Jóhannes Nordal og EyjólfUr Jónsson sératkvæði. Sératkvæði Jóhannesar Nordal: Ég er sammáía forsendum og niðurstöðum dómsins að öllu öðru leyti en því, að ég tel að rétt hefði verið að ákveða al- menna launahækkun starfs- manna ríkisins 5%, þegar tillit hefur verið tekið til saman- burðar við kjör og launahækkan ir annarra stétta þjóðfélagsins, svo og annarra þeirra atriða, sem dóminum ber að hafa hliðsjón af í ákvörðunum sínum. Sératkvæði Eyjólfs Jónssonar: Ég geri ekkL ágreining um nið urstöðu meirihluta dómsins, að öðru en því, er varðar ákvörð- un launa. Þegar virt eru þau gögn, sem dómurinn hefur haft til leiðbeiningar um mismun á launum starfsmanna ríkisins og starfsanna hjá öðrum ,en ríkinu, sem samið hafa frjálsum samn- ingum um lágmarkskauptaxta, tel ég, að sá samanburður sýni að hækka beri laun starfsmanna ríkisins meira en gert er með meirihlutaatkvæði dómsins. Þeg- ar litið er til ákvæða 20. gr. laga nr. 55/1962 um kjarasamninga opinberra starfsmanna svo og þeirrar skipunar um hlutfall milli launa í hinum einstöku launaflokkum, sem fram hefur komið fyrir dóminum af hálfu aðila málsins, ber að greiða starfsmönnum ríkisins laun sam- kvæmt þeim reglum, sem hér getur í dómsorði. Síðan birtir Eyjólfur mánaðar- laun hvers flokks og er hækkun in samkvæmt því um 12%. 2 bandarískir hermenn horffnir — höfðu aðgang að mikilvægum leYndarskjölum um njósnara og kj arnorkumál London 30. nóv. • Herstjórn Bandaríkjanna hefur staðfest, að tveir her- menn, sem aðgang höfðu að hinum mikilvægustu leyndar- skjölum hafi horfið. Talið er vist að a.m.k. annar þeirra hafi flúið yfir til einhvers af kemmúnistarikjunum, en báð- ir hafa verið skráðir liðhlaup- ar. Annar hermannanna, — sá er talinn er hafa horfið til hins komimúníska heims, er liðþjálfi að nafni Rora. Hvarf hann í ágúst sl. og er sagt, að síðast hafi til hans sézt, er hann ók frá aðalstöð leyni- þjónustu bandaríska hersins í Frankfurt í V-Þýzkalandi til — Ný ölgerð Framhald af bls. 32. Byrjað verður að setja upp fyrstu vélarnar í verksmiðjuhúsi Sana h.f. nú eftir áramótin. Þær eru allar sjáifvirkar og snertir mannshöndin aldrei á framleiðsl unni, leiðslum eða geymum. All- ur þvottur fer fram með gufu. Stefnt er að því að framkvæmd- um ver'ði hraðað, þannig að öl- gerðin geti tekið til starfa seint á árinu 1966. Tvenns konar öl verður fram- leitt, óáfengur bjór og maltöl og verða þær tegundir ætlaðar á inn anlandsrharkað. Síðar meir er ráðgert að brugga sterkan bjór til útflutnings, ef nauðsynleg leyfi fást og hafa markaðshorfur í Bandaríkjunum og Kanada ver ið kannaðar nokkur fyrir þá teg und og með jákvæðum árangri. Nú þegar framleiðir Sana 7 teg- undir gosdrykkja, og auk þess margs konar efnagerðarvörur. Engar erlendar verksmiðjur, fé lög eða einstaklingar hafa hönd í bagga þessarar nýju ölgerðar, heldur verður reksturinn ein- göngu í höndum stjórnar Sana. Sérfræðingar og tæknimenn frá A. J. A/S munu þjálfa starfs lið verksmiðjunnar og verða hér við leiðbeiningar og eftirlit með vélabúnaði og gæðum ölsins þang að til framleiðslan er komin á fastan fót. Birgða- og dreifingarstöð í Reykjavík Ákvörðunin um stofnun ölgerð arinnar og vaxandi sala á öðrum vörum frá Sana veldur því, að naúðsynlegt hefur reynzt að koma upp birgða- og dreifingar- stöð í Reykjavík og tekur hún til starfa í næstu viku. Húsnæði er þegar fengið. Keyptur hefur ver ið bílakostur og ráðinn forstöðu maður. Formaður stjórnar Sana h.f. er Eyþór Tómasson, en aðrir stjórnarmenn eru: Jón M. Jóns- son og Valdimar Baldvinsson, sem jafnframt er framkvæmda- stjóri. — Sv. P. smáborgar skammt frá tékfk- nesku landamænmum. Fylgir fregninni, að hann viti nöfn mörg hundruð njósnara og milligöngumanna vesturveld- anna í ríkjuim austan jám- tjalds. Hinn hermaðurinn er liðs- foringi að nafni Harris, tolökkumaður, sem er sénfræð- inguir í kjarnorikumá'tum. Hann hvarf í Bandaríkjunum fyrir rúmum mánuði. — Rússneskt Framhald af bls.32 verjar að byrja að draga hetna inn, seinni hluta nætur, þegar rússneskt síldarskip kom og keyrði inn i nótina, tvísleit hana og festi hana svo í skrúfunni og stöðvaðist Hafsteinn Guðnason, skipstjóri á SigurpálL fór þá með þrjá af sínum mönnum yfir í rússneska skipið. Talaði einn þeirra dönsku og ensku, en skipverjar á rússn. skipinu skildu hvorugt. Rússneski skipstjórinn skrifaði þó á blað eitthvað á sínu málL sem á að vera viðurkenning á að hann hafi keyrt inn í nótina. Einnig tóku Sigurpálsmenn nafn og númer skipsins. Sýópróf í Hafnarfirði. Guðmundur hafði þetta eftir Hafsteini skipstjóra, en hann talaði við hann í gærmorgun. Kvaðst Guðmundur vera búinn að fá lögfræðingi sínum málið í hendur og mundi hann fara fram á að sjópróf yrðu vegna þessa máls í Hafnarfirði í dag. Mundi hann reyna að fá rúss- neska skipið kallað inn. En ætlun in væri að láta Rússana borga tjónið. Sigurpáll var með nýja nót, sem hann byrjaði að nota í sumar, en næturnar kosta nú 1200—1300 þús. Mun nótin vera alveg ónýt, því þó reynt yrði að gera við hana, vantar í hana stykki vegna þess að hún flækt- ist í skrúfu rússneska skipsins, og mjög dýrt að gera við slíkt. Eins var Sigurpáll með gríðar- stórt kast í nótinni og mátti gera ráð fyrir að hann fengi full- fermi. Nú missir hann úr veiðun- um, og verður að koma inn til að taka gamla nót, sem Guðmund ur sagði því miður alls ekki nógu góða. Guðmundur sagði að ekki hefBu verið mikil brögð að átroðningi rússneskra fiskiskipa að undan- förnu. Góð veiði hefur verið á Skeið- arárdýpi og hafa síldarbátarnir fært sig þangað af miðunum út af Dalatanga vegna veðurs. A£ bátum Guðmundar fékk Víðir II fullfermi í einu kasti í fyrrinófct og var væntanlegur heim með það í nótt. í fyrrinótt iosaði Jón Garðar 2800 tuimur og fór út aítur um hæL f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.