Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 1
32 slður 52. árgangur. 282. tbl. — Fimmtudagur 9. desember 1965 Prentsmiðja Morgunblaðsins. i VI. sleit í gær kirkju- m mun marka tímamót - Ilpíptækar breyf iricpar gerðar á starfsemi og af- sté&u réinversk-kaþélskii kirkjuniiar, 2400 bisk- upar vidstafliiir slit þingsiris, á Péturstorginu Páfagarður, 8. des. — (AP) — Einkaskeyti til Mbl. PÁLL páfi VI. sleit í dag ©ðru kirkjuþinginu í Páfa- garði, við hátíðlega athöfn á Péturstorginu í Róm. Við- etaddir voru 2400 biskupar. Lauk páfi ræðu sinni með orðunum: „Farið í friði". Frá því, að kirkjuþingið var Bett, 11. október 1962, og þar til því nú lauk, hefur þing- inu orðið mikið ágengt. •^- Djúptækar breytingar hafa verið gerðar á helgisið- um. •jf Þá hefur verið gerð sú breyting, að nú er ekki leng- ur skylda að láta mæla á latnesku við guðsþjónustur, og mega prestar nú mæla á móðurmálinu. Miðar þessi breyting að því að auka tengsl presta og kirkjugesta. Örninn á Hellissandi Arnarunginn, sem fannst með litlu lífsmarki í fjörunni á Hellissandi á þriðjudag, var að hressast í gær, og farinn að þiggja mat og ger- ast grimmur á svip. Þessa mynd af erninum tók Magn- ús Ólafsson á Gufuskálum. Minni myndina tók Einar Magnússon á Rifi af Bjarna Þórðarsyni með örninn, en Bjarni handsamaði arnarung- ann með því að kasta yfir ha-nn kuldaúlpunni sinni. -^ Kirkjuþingið samþykkti að biskupar skuli nú verða þátttakendur í stjórn kirkj- unnar, ásamt páfanum, og verður komið á fót biskupa- þingi. Munu taka þátt í því biskupar víðs vegar að úr heiminum. Kemur það fyrst saman fyrir árslok 1967, og er hér um að ræða stórt skref í áttina til aukins lýðræðis innan kirkjunnar. -fc Þá mælti kirkjuþingið með víðtækum breytingum innan sjálfs Páfagarðs (curia) og hefur páfi sjálfur mælt svo fyrir, að þær verði fram- kvæmdar. •fa Jafnframt samþykkti kirkjuþingið að felldur skyldi niður miðaldabúningur múnka, og skal tekinn upp annar, nýtízkulegri búningur. -fc Á þinginu voru gerðar samþykktir og ályktanir,, sem miða að því að auka tengslin milli kaþólskra og annarra kristinna manna, og er nú unnið að undirbúningi á sameiginlegri Biblíu. Framhald af bls. 31 Smith boðar vanskil viö Alþjóöabankann Zambia hyggst ekki rjúfa stjórnmála- samband við Bretland, þótt Smith sitji áfram Salisbury, London, 8. des. — (NTB) — FORSÆTISRÁÐHERRA Rhódesíu, Ian Smith, lýsti því yfir í útvarpsræðu í dag, að stjórn landsins myndi ekki geta staðið við skuldbinding- ar sínar við Alþjóðabankann. Er hér um að ræða fjárhæð, er nemur 108 milljóum sterl- ingspunda (um 13.000 millj. ísl. kr.) Smith réðst harkalega að brezku stjórninni í ræðu sinni, og sagði, að brezkir ráðamenn hefðu vanmetið afstöðu Rhódesíumanna í sjálfstæðismálinu. Þá sagði forsætisráðherrann, að öllum friðartilboðum Breta yrði teK ið af varúð. Fyrr í dag lýsti talsmaður brezka íhaldsflokksins í sam- veldismálum, Selwyn Lloyd, því yfir, að leysa yrði Rhódesíumál- ið .með samningum. Lloyd kvað þó ekki tímabært nú að ákveða stað eða stund slikra viðræðna. Framhald af bls. 31 Páll páfi VI. Sérafstaða Svm og Dana i New York, 8. desember NTB DANMÖRK og Svíþjóð greiddu atkvæði með álykt- unartillögu Afríku- og Asíu- ríkja, á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna í gærkveldi, þar sem tilmælum var beint til Öryggisráðsins, að það beiti sér fyrir efnahagslegum refsiaðgerðum gegn stjórn S-Afríku. Noregur, Finnland og Island sátu hjá við at- kvæðagreiðslu, svo og mörg önnur vestræn ríki. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta. Það kom á óvart, að full- trúi Svíþjóðar skyldi greiða tillögunni atkvæði, því að áð- ur hafði önnur afstaða Svía verið boðuð. „Látum ekki segja okkur fyrir verkum, eins og á stendur" - segir Boftomley, samveldismálaráðherra, viS bandaríska fréttamenn, er hann rœddi Rhódesíumálio London, 8. des. — (AP) — ARTHUR Bottomley, sam- veldismálaráðherra Breta, sagði í dag' á fundi með bandarískum fréttamönn- um, að það gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar, ef einhver þeirra Afríkuríkja, sem eru í brezka samveld- inu, segðu sig úr því vegna Rhódesíumál sins. „Það væri óafsakanlegt að gera sér ekki fulla grein fyrir alvöru þessa máls," sagði Bottomley. Ráðherr- ann sagðist þó vonast til, að eining héldist með sam- veldislöndunum nú, eins og fyrr, er erfiðleikar hafa steðjað að. Þá ræddi Bottomley nokk- uð þá ákvörðun sambandsins Eining Afríku, en samtökin, sem telja 36 þjóðir, hafa lýst því yfir, að öll meðlimaríkin muni slíta stjórnmálasam- bandi við Bretland, verði stjórn Harold Wilson ekki bú- inn að koma frá stjórn Ian Smith í Rhódesíu fyrir 15. desember. Bottomley sagði um þessa ákvörðun sambands ins, að „Bretar væru ekki í skapi til að láta segja sér fyrir verkum", eins og á stæði. Um aðgerðir þær, sem brezka stjórnin hefur gripið til gegn Rhódesíu, sagði ráð- herrann: Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.