Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 1
32 síðuv Páll páfi VI. sleit í gær kirkju- þingi, sem mun marka tímamót - Pjúptækar breytingar gerðar á starfsemi og af- stöðu rómversk-kaþolsku kirkjunnar, 2400 bisk- upar vidstaddir slit þingsins, á Páíagarður, 8. des. — (AP) — Einkaskeyti til Mbl. P Á L L páfi VI. sleit í dag öðru kirkjuþinginu í Páfa- garði, við hátíðlega athöfn á Péturstorginu í Róm. Við- sstaddir voru 2400 biskupar. Lauk páfi ræðu sinni með orðunum: „Farið í friði“. Frá því, að kirkjuþingið var eett, 11. október 1962, og þar til því nú lauk, hefur þing- inu orðið mikið ágengt. Djúptækar breytingar hafa verið gerðar á helgisið- um. Þá hefur verið gerð sú breyting, að nú er ekki leng- ur skylda að láta mæla á latnesku við guðsþjónustur, og mega prestar nú mæla á móðurmálinu. Miðar þessi breyting að því að auka tengsl presta og kirkjugesta. Orninn á Hellissandi Arnarunginn, sem fannst með litlu lífsmarki í fjörunni á Heliissandi á þriðjudag, var að hressast í gaer, og farinn að þiggja mat og ger- ast grimmur á svip. Þessa mynd af erninum tók Magn- ús Óiafsson á Gufuskálum. Minni myndina tók Einar Magnússon á Rifi af Bjarna Þórðarsyni með örninn, en Bjarni handsamaði arnarung- ann með því að kasta yfir hann kuldaúlpunni sinni. Péturstorgiiiu ■fc Kirkjuþingið samþykkti að biskupar skuli nú verða þátttakendur í stjórn kirkj- unnar, ásamt páfanum, og verður komið á fót biskupa- þingi. Munu taka þátt í því biskupar víðs vegar að úr heiminum. Keraur það fyrst saman fyrir árslok 1967, og er hér um að ræða stórt skref í áttina til aukins lýðræðis innan kirkjunnar. Þá mælti kirkjuþingið með víðtækum breytingum innan sjálfs Páfagarðs (curia) og hefur páfi sjálfur mælt svo fyrir, að þær verði fram- kvæmdar. ■Jc Jafnframt samþykkti kirkjuþingið að felldur skyldi niður miðaldabúningur múnka, og skal tekinn upp annar, nýtízkulegri búningur. ■jc Á þinginu voru gerðar samþykktir og ályktanir,. sem miða að því að auka tengslin milli kaþólskra og annarra kristinna manna, og er nú unnið að undirbúningi á sameiginlegri Biblíu. Framhald af bls. 31 Smith boðar vanskil við Alþjóðabankann Zambia hyggst ekki rjúfa stjórnmála- samband við Bretland, þótt Smith sitji áfram Salisbury, London, 8. des. — (NTB) — FORSÆTISRÁÐHERRA Rhódesíu, Ian Smith, lýsti því yfir í útvarpsræðu í dag, að stjórn landsins myndi ekki geta staðið við skuldbinding- ar sínar við Alþjóðabankann. Er hér um að ræða fjárhæð, er nemur 108 milljóum sterl- ingspunda (um 13.000 millj. ísl. kr.) Smith réðst harkalega að brezku stjórninni í ræðu sinni, og sagði, að brezkir ráðamenn hefðu vanmetið afstöðu Rhódesíumanna í sjálfstæðismálinu. Þá sagði forsætisráðherrann, að öllum friðartilboðum Breta yrði te*k ið af varúð. Fyrr í dag lýsti talsmaður brezka íhaldsflokksins í sam- veldismálum, Selwyn Lloyd, því yfir, að leysa yrði Rhódesíumál- ið með samningum. Lloyd kvað þó ekki tímabært nú að ákveða stað eða stund slíkra viðræðna. Framhald af bls. 31 Páll páfi VI. Sérolstoða Svía 09 Dana New York, 8. desember NTB DANMÖRK og Svíþjóð greiddu atkvæði með álykt- unartillögu Afríku- og Asíu- rikja, á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna í gærkveidi, þar sem tilmælum var beint til Öryggisráðsins, að það beiti sér fyrir efnahagslegum refsiaðgerðum gegn stjórn S-Afríku. Noregur, Finnland og ísland sátu hjá við at- kvæðagreiðslu, svo og mörg önnur vestræn ríki. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta. Það kom á óvart, að fuli- trúi Svíþjóðar skyldi greiða tillögunni atkvæði, því að áð- ur hafði önnur afstaða Svía verið boðuð. „Látum ekki segja okkur fyrir verkum, eins og á stendur" — segir Bottomley, samveldismálaráðherra, við bandaríska fréttamenn, er hann rœddi Rhódesíumálið London, 8. des. — (AP) — ARTHUR Bottomley, sam- veldismálaráðherra Breta, sagði í dag á fundi með bandarískum fréttamönn- um, að það gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar, ef einhver þeirra Afríkuríkja, sem eru í brezka samveld- inu, segðu sig úr því vegna Rhódesíumáisins. „Það væri óafsakanlegt að gera sér ekki fulla grein fyrir alvöru þessa máls,“ sagði Bottomley. Ráðherr- ann sagðist þó vonast til, að eining héldist með sam- veldislöndunum nú, eins og fyrr, er erfiðleikar hafa steðjað að. Þá ræddi Bottomley nokk- uð þá ákvörðun sambandsins Eining Afríku, en samtökin, sem telja 36 þjóðir, hafa lýst því yfir, að öll meðlimaríkin muni slíta stjórnmálasam- bandi við Bretland, verði stjórn Harold Wilson ekki bú- inn að koma frá stjórn Ian Smith í Rhódesíu fyrir 15. desember. Bottomley sagði um þessa ákvörðun sambands ins, að „Bretar væru ekki í skapi til að láta segja sér fyrir verkum", eins og á stæði. Um aðgerðir þær, sem brezka stjórnin hefur gripið til gegn Rhódesíu, sagði ráð- herrann: Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.