Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. des. 1965 Jttwgptttftftifrifr Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 95.00 í lausasðlu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. SKARÐSBÓK HEIM Tslendingum er það gleðiefni *¦ að Skarðsbók skuli nú koma heim innan tíðar eftir langa útivist. Bankarnir, sem að gjöfinni stóðu, eiga þakkir skildar fyrir framtak sitt og þá umhyggju fyrir íslenzkum menningarverðmætum, sem lýsir sér í gjöf þessari. Það er rétt sem menntamálaráðherra sagði er hann veitti gjöfinni viðtöku, „að með henni hafi þeir letrað nöfn sín gullnum stöfum í sögu þjóðarinnar". Undir þessi orð ráðherrans taka allir íslendingar. Það hlýtur að hafa fallið í góðan jarðveg hjá þeim Dön- um, sem bezt og drengilegast hafa barizt fyrir því að ís- lenzk handrit í dönskum söfn- um yrðu send heim, er þeim barst fregnin um endurheimt Skarðsbókar til íslands. Þeir sjá svart á hvítu að íslending- um er það ekkert hégómamál að endurheimta sín fornu handrit og flytja þau aftur til heimalandsins, heldur er hér um að ræða mál sem varðar þjóðarmetnað íslendinga, eins og komizt er að orði í bréfi Seðlabankans til menntamála ráðherra. Með kaupum á Skarðsbók vilja bankarnir lgggja áherzlu á, hve mikils íslendingar meta hinn dýr- mæta menningararf sem í ís- lenzku handritunum felst. — Þessi afstaða bankanna vekur ekki einungis gleði með öllum íslendingum, heldur hlýtur hún einnig að treysta baráttu- hug og auka ánægju þeirra Dana, sem barizt hafa fyrir endurheimt íslenzkra hand- rita. Skarðsbók er að öllum líkindum eina forn-íslenzka handritið, sem okkur nokkurn tíma gefst kostur á að kaupa, og við það var ekki hikað. Önnur íslenzk handrit eru í opinberum söfnum erlendis og eiga vart afturkvæmt til íslands, nema þau handrit sem eru í dönskum söfnum og hingað munu koma innan langs tíma fyrir einstakan skilning og góðvilja Dana. í dönskum söfnum eru eins og kunnugt er flest verðmætustu handritin frá gullöld íslenzkr- ar menningar, og þó Skarðs- bók sé í okkar augum í senn dýrgripur og stórmerkt hand- rit, verður engan veginn sagt að hún jafnist á við merkustu skinnbækurnar sem nú eru varðveittar í Kaupmanna- "höfn. Það gefur því auga leið með hverjum hug við íslend- ingar munum endurheimta þann menningarfjársjóð sem Danir hafa nú ákveðið að skila okkur aftur í hendur. — Gleðin yfir endurheimt Skarðsbókar og áhuginn á að kaupa hana aftur til landsins, ættu að sýna, svo ekki verður um villzt, að hugur fylgir máli, þegar íslendingar berj- ast fyrir því sem einn maður að handritin komi heim. Það verður skemmtilegur atburður þegar Skarðsbók verður flutt heim til íslands. Ástæða verður til að gera það með viðhöfn. Það er helg stund, þegar fyrsta íslenzka handritið, sem svo lengi hef- ur verið í útlegð á erlendum vettvangi, kemur aftur inn í það andrúmsloft sem kveikti líf þess og varðveitt hefur anda íslenzkrar menningar og fornnorrænnar sögu. Með ís- lenzk handrit að bakhjalli munum við varðveita þann arf sem okkur hefur verið fal- inn í hendur. Ef við erum trú- ir anda þessara gömlu skinn- bóka, þarf enginn að óttast um menningu eða tungu ís- lendinga í framtíðinni. Án ótta við erlenda samtíð mun- um við sækja fram til nýrra sigra með handritin að vopni — með tungu þeirra og list efsta í huga. Eins og þau koma heim eftir langa útivist, þannig mun þjóðin ávallt finna sjálfa sig, þó hún lendi í miðri hringiðu heimsmenningarstraumanna. BLAÐAMANNA- FUNDIR IVfiklu máli skiptir, að al- * menningur í landinu fylgist vel með því, sem ger- izt í stjórnmálunum og þjóð- málabaráttunni. Helztu upp- lýsingar um þessi mál er að finna í þingfréttum blaða og útvarps, og eru þessar fréttir á þann veg, að þær eru tæp- lega eins aðgengilegar fyrir hinn almenna borgara og æskilegt væri og nauðsynlegt er. Núverandi forsætisráðherra hefur tekið .upp þann hátt, þegar hann hefur komið heim úr opinbérum heimsóknum til annarra landa, að efna til funda með fréttamönnum blaða og útvarps, þar sem hann hefur skýrt frá heim- sóknum sínum og viðræðum við erlenda stjórnmálaleið- toga. Þessir blaðamannafund- ir forsætisráðherra hafa mælzt mjög vel fyrir, og það sem þar hefur komið fram hefur vakið almenna athygli. Er óhætt að fullyrða, að á þennan hátt hefur almenn- ingur átt kost á aðgengileg- um upplýsingum um ferðir forsætisráðherra okkar, og at- hafnir hans á erlendum vett- vangi í þjóðarinnar nafni. Þess vegna hlýtur sú spurn- ing að vakna, hvort ekki sé nú tímabært, að ráðherrar og ýmsir aðrir háttsettir emb- ættismenn og stjórnmálaleið- *r UTAN UR HEIMI „Þiö elskið gullið en Guð ei" Heiftarlegar deilur milli ríkis ©g kirkju í Grikklandi ? Á undanförnum árum hafa verið uppi allmiklar deilur ¦nilli hinnar grísk-kaþólsku kirkju í Grikklandi og stjórn- ar landsins. Hafa deilur þess- ar magnazt svo að undanförnu, að leitt hefur til slagsmála meðal landsbúa og bannfær- inga — hótana af hálfu æðstu manna kirkjunnar. Hneykslismál hafa verið all- tíð innan kirkjunnar og vakið miklar deilur. Má til dæmis minnast þess, er nýkjörinn erkibiskup í Aþenu var, árið 1962, neyddur til þess að segja af sér, sakaður um kynvillu. Tveimur árum síðar var ann- ar biskup sviptur stöðu sinni, þar sem hann hafði gerzt sek- ur um ósæmileg mök við þjónustustúlku sína. Og nú logar allt á ný, en að þessu sinni er það ekki holdsins fýsn, sem um er að ræða, held ur ást biskupanna á Mammon. Biskupsembætti í Grikk- landi geta stundum gefið góðar tekjur. Meðallaun bisk- upa eru sem svarar 180.000 ís- lenzkum krónum á ári, skatt- frjáls, og fylgir embættinu jafnan húsnæði og leyfi til þess að flytja inn eigin bíla án þess að greiða tolla eða önnur gjöld. Þar að auki hafa biskupar ýmsar aukatekjur, svo sem 3% af greiðslur fyrir giftingar, skírnir og útfarir í umdæmi sinu og visst gjald, sem nemur um 60.00 kr. ísl. af hverju giftingarvottorði, skilnaðarvottorði og vottorS- um, sem klerkavaldið selur fólki sem sönnun þess, að það sé ógift. Talið er, að tekjur erki- biskupsins í Aþenu nemi upp- hæð, er svarar til rúmlega þriggja milljóna ísl. kr. á ári. Á hinn bóginn er ljóst, að bisk upar á smáeyjum Eyjahafsins, þar sem aðeins búa nokkrar þúsundir fiskimanna og geita- hirða, eru ekki nærri því eins vel settir. En það sem fyrst og fremst svíður biskupum sárt í augum varðandi launamisrétt- ið er, að samkvæmt núgild- andi grískum lögum, verður biskup að sitja til æviloka í því embætti, sem hann einu sinni hefur verið skipaður í. Þessu hafa biskupar landsins verið að reyna að fá breytt árum saman, óskað nýrra laga, er heimili þeim að skipta um embætti, þannig, að bisk- up, sem situr í tekjurýru emb- ætti, geti a.m.k. gert sér vonir um annað betra, ef losnar. Þessu til áréttingar hefur stjórnarsamkunda biskupanna, sem er einskonar biskupaþing, skipað 51 fulltrúa, neitað á síðustu árum að skipa í emb- ætti, sem losnað hafa. Hefur þingið viljað halda þeim opn- um í þeirri von, að lögunum yrði breytt biskupunum í hag. í október sl. leit svo út sem þeim ætlaði að verða eitthvað ágengt. Stephanos Stephano- poulos, forsætisráðherra og stjórn hans leyfði fyrir sitt leyti tilfærslur biskupa í tveimur af sautján embætt- um, er laus voru. Og án þess að bíða þess, að þingið sam- þykkti þessa ákvörðun stjórnarinnar, komu biskup- arnir saman í Aþenu og tóku að skipa í allar lausar bisk- upastöður landsins. En þá bar svo við að Am- brosius, biskup í Elevtherou- polis, hafði forgöngu um, að Ríkisráðið skipaði biskupun- um að hætta að skipa í emb- ættin. Til þess að ganga úr skugga um, að þeir hlýddu, setti ríkisstjórnin til 700 lög- reglumenn að varna biskup- unum inngöngu í dómkirkj- una við Metropolistorg, þar sem þeir höfðu setið og þing- að. Múgur manns réðist að Framhald á bls. 22 Mannfjöldinn gerir hróp að biskupunum. togar, þ. á m. borgarstjóri og forustumenn stjórnarandstöð- unnar taki upp þann hátt að efna til reglulegra blaða- mannafunda, þar sem þeir ræði helztu mál, sem á döf- inni eru hverju sinni og svari spurningum blaðamanna um þau. Á þennan hátt mundi al- menningur fá mun aðgengi- legri upplýsingar um það, sem er að gerast heldur en hann nú hefur. Að vísu er það svo í ýmsum þingræðislöndum, að blaða- mannafundir forustumanna eru þar ekki eins algengir og t.d. í Bandaríkjunum, þar sem annað stjórnarfyrirkomulag er, og auðvitað mundi ekki verða á það fallizt, að fram kæmu á slíkum blaðamanna- fundum upplýsingar og til- lögur, sem fyrst ber að leggja fyrir Alþingi áður en ræddar eru annars staðar. Hinsvegar er ljóst, að ýmsar aðrar hlið- ar mundu upp koma á þeim málum, sem lögð eru fyrir Al- þingi, ef blaðamenn fengju tækifæri til þess að spyrja ráðamenn út úr um þau mál. Þá er þess einnig að gæta, að umræður á Alþingi okkar eru því miður ekki alltaf með þeim hætti, að fréttir af þeim veiti almenningi nægar upp- lýsingar um þau mál sem rædd eru, og verður raunar að viðurkenna að blaðamenn gætu sett þingfréttir betur fram en hingað til hefur tíðkazt. En það er t.d. staðreynd, að mjög langt er um liðið síð- an veigamiklar umræður hafa farið fram á Alþingi um utanríkismál, og væri þó ekki ástæðulaust, að slíkar umræð- ur yrðu fastur liður í störfum Alþingis á ári hverju. Fleiri dæmi slíks mætti nefna, en verður þó ekki gert að þessu sinni. Þess er að vænta, að við- komandi aðilar og ráðamenn taki þetta mál til gaumgæfi- legrar íhugunar með það í huga, að hinn almenni borg- ári í þessu landi á fullan rétt á eins aðgengilegum upplýs- ingum um málefni lands síns og þjóðar eins og frekast er unnt, og að á það skortir nokk uð eins og nú er málum hátt- að. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.