Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 19
lflmmtudagur 9. des. 1965
MORCUNBLAÐiÐ
19
Ólafur P. Jónsson héresHs
læknir — AAinning
MEB ola.fi P. Jónssyni er geng-1
inn gagnmerkur maður og mikill
læknir. Hann var einn hinma
gáfuðu og harðduglegu Arníirð-
ir.ga, sem af eigin rammileik
Ibrutust til mennta á erfiðum
timurn, hafa orðið þekktir menn
í sínum greinum, stétt sinni og
þjóð til gagns og sóma. Innan við
tvítugt fór hann til Kaupmanna-
hafnar með lítinn eða engann
íarareyri. En slíka hæfileika til
að bjarga sér hafði hann, að ekki
leið á löngu unz hann þar hafði
lært sjúkranudd .o>g fengið stöðu
við Skodaborg. Þar vann hann í
8 eSa 9 ár. Á seinni hluta þessa
timabils fór bonum að þykja
þetta heldur einhæft starf. Hann
tök þá jafniframt að lesa utan
skóla undir stúdentspróf og náði
þvi eftir ótrúlega stuttcai tíma.
Við Hafnarháskóla byrjaði hann
nám í læknisfræði. En með því
Ihann æiiaði sér að verða íslenzk-
ur læknir, hvað sem tautaði, kom
ihann heim útvegaði sér námslán,
kvæntisit Ástu Guðmundsdóttur,
sinni ágætu konu og varð cand.
med. frá Háskóla íslands 20. 6 '36.
Ekki var hann að víla fyrir sér
að fara í erfitt l.érað c-g afskekkt.
Tíu dögum eftir próf var hann
kominn með fjölskyldu sína
norður í Reykjafjarðartiérað í
Strandasýslu. Þar var hann hér-
aðslæknir í rúm tvö ár. Eftir
það á Bíldudal, síðan \ Stykkis-
hólmi og að lokum i Álafosshér-
aði. Ólafur gat sér strax góðan
orðstír á Ströndum. Þar er hann
enn í minnum hafður sem éinn
dugmesti og skemmtilegasti em-
baettismaður, er þar hefur dval-
ið. Hann var skarpskyggn lækn-
ir, ótrauður til ferðalaga og
höfðingi heim að sækja. Þekking
hans og mannvit hlaut að vekja á
honum traust, velvilji hans táp
og fjðr að gera hann vinsæl-
an og eftirminnilegan hvar sem
hann var. Ósérhlífni hans og
skyldurækni var frábær. Margur
miun segja um Ólaf: Hann var
eins og héraðslæknar eiga að
vera. Hinsvegar má og vera að
einhverjir kunni að segja: Hann
fékkst við of margt utan síns
Furstinn (Burt Lancaster) í bóka herberginu, þar sem málverk af
deyjandi mannl vekur hann í einverunnl til hugsunar um eigin
dr.uöleika.
LEBARÐIMN
Kristján Ríkiiarðsson,
Hafnarfirði
verkahrings. Fáir munu samt
leggja honum þetta tii lasts,
heldur flestir meta hann mann
að meiri. Sannarlega var hann
gagnlegur maður í héraði á
mörgum sviðum. í honum var
forustumanns eðli. Hreppsnefnd-
aroddviti var hann bæði á Bíldu-
dal og í Stykkishólmi, og drif-
fjöður í menningar- og atvinnu-
rrálum þessara staða. Hann lá
efcki á liði sínu. Þar sem hann sá
framkvæmda og úrbóta þörf í
samfélaginu, lagði hann hönd að
verki eins og gagnvart sóttum
og sjúkdómum. Að bættu lífi og
heilbrigði vildi hann hvarvetna
stuðla. Vinur kirkjunmar var
hann og oft hjálplegur sem org-
anisti. Miklum tíma varði hann
í að efla og stjórna kcrsöng með-
an hann var vestra. Vel var hann
máli farinn og kunni að gleðjast
með glöðum, en bezit naut hann
sín á eigin heimili. Þar var hann
sjálfur veitandinn.
Fyrir allmörgum árum fékk
Ólafur fyrst aðkenningu af því
sem nú hefur orðið honum að
aldurtila. Aldrei gekk hann heill
til skógar eftir það. En starfs-
vilji hans og kjarkur var óbil-
andi. Og 'þótt maður heyrði um
alvarleg veikindi hans, hélt mað-
ur í lengstu lög, að enn muhdi
hann hafa sig í gegn sem fyrr.
En nú var stundin komin.
Harmafoót má það vera ástvinum
hans, að mikiU var starfsdagur
hans og heillaríkur. Og minn-
ingin heiðrík og fögur, sem hann
eftir sig lætur.
Þakka vil ég viðkynningu alla
og ógleymanlegar ánægjustundir
fyrri ára, sér í lagi á Ströndum
norður og votta kona hans og
börnum innilega samúð.
Þorst. Björnsson.
Leikstjóri: 'Luchino Visconti.
Framleiðandi Goffredo Lom-
bardi. Handrit: Suso Cecchi
D'Amico, Visconti o.fl. eftir
sögu Giuseppe Xomasi di
Lampedusa. Kvikmyndun:
Giuseppe Bontunno. Tónlist
Nino Bota. Itölsk frá 1963, í
Cinemascope og De Luxe lit-
um. Enskt tal. tslenzkur texti.
Jíýja Bíó. 157 mín. Frumheiti:
III Gattorpardo.
Hlébarðinn, sem hlaut Grand
Prix í Cannes 1963, er ekki fyrsta
inynd Lusihinos Viseontis sem
verður fórnarlamib algjör tillits-
leysis gagnvart höfundarrétti
kvikmyndastjóra. La Terra
Trema (1948) og Senso (1954,
sýnd í Bæjarbíó lentu báðar í
skærakjafti skemmdarvarga
jþeirra sem annast dreifingu á
íkvikmyndaverkum. Hluti Vis-
contis í Boccaccío '70 var og
felldur úr þeirri úitgáfu myndar-
innar sem sýnd var hér og var
mikili skaði að 'því. Meðferðin á
Hlébarðanum sýnir ljóslega hve
varnarlausir kvikmyndahöfund-
ar eru gagnvart duttlungum dreif
ingarfyrirtækja, er leyfa sér
takmarkaliausa misþyrmingu á
inyndum þeirra vegna eigin sér-
vizku, eða þess sem þeir halda að
sé smekkur almennings. Upp-
runaiengd Hlébarðans var 205
míniútur, en i útgáfu 20th Cent-
ury Fox sem hér er sýnd og víð-
ar, er hún stytt um 48 mínútur.
Það er þó ekki allt; í fyrstu var
mynd'in tekin í Technirama og
Tehnicolur, en Fox hefur minnk-
að hana niður í Cenemaoope og
breytt litunum yfir í De Luxe
liti sína og hefur sú breyting
tekizt fremur illa, því víða verða
litir daufir, sumstaðar mjög
áberandi. En það var þó litafeg-
urðin sem vakti hrifningu á
Cannes-hátíðinni.
Þrátt fyrir þetta kemst verk
Viscontis að mestu til skila, en
þeir sem lesið hafa sögu di
Lampediusa (sem kom út hjá Ai-
menna bdkafélaginu fyrir tveim-
ur árum) og sjá hversu trúlega
Visconti fylgir söguþræðinum,
munu án efa sjá hvar skærunum
hefur verið skellit á. Þarf þó
varla að lesa bókina til þess, því
svo klaufalega er stundum klippt
að auðséð verður. Hroðvirknin
í klippingunni er þar svo mikil,
að jafnvel unaðsleg tónlistin tek
ur stórstökk.
Þótt Visoonti fylgi vei sögu-
„Dáinn, horfinn"! Harmaf.regn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit, að látinn lifir.
Það er huggun harmi gegn. —
J. H.
OKKUR, sem þekktum Kristján
Ríkharðsson setti hljóða, er við
fréttum,' að hann hefði látizt svo
snögglega af slysförum annan
þessa mánaðar.
Það eru aðeins nokkrir dagar
síðan hann var hér í Hafnarfirði,
hress og glaður, sem hans Var
vandi: Allt í einu er hann horf-
inn af sjónarsviðinu, svo samstarf
og kynni okkar eru orðin dýr-
mæt minning.
Kristján Björgvin var sonur
hjónanna Guðrúnar Ólafsdóttur
og Ríkharðs Kristjánssonar, skip-
stjóra, Kelduhvammi 9 í Hafnar-
firði. Hann var næst elztur af sjö
systkinum, aðeins rúmlega átján
ára gamall, uppalinn við ástríki
foreldra sinna og systkina, svo
nærri má geta hve sár harmur
er að missi hans fyrir fjölskyldu
og frændfólk.
Ekki mun Kristján hafa verið
búinn að slíta barnsskónum, er
hann hafði ákveðið í hvaða
starfshópi hann tæki sér stöðu.
Sjómaður ætlaði hann að verða,
og það fyrr en seinna, enda byrj-
aði hann að fara á sjóinn með
föður sínum innan við fermingu,
og eftir ferminguna mátti heita
að hann væri stöðugt á sjónum.
Síðustu tvö árin var Kristján með
föðurbróðir sínum, Skarphéðni,
og var það þungt áfall fyrir hann
að sjá á bak sínum unga frænda.
Eins og að líkum lætur verður
hér ekki skrifuð löng starfssaga,
þar sem Kristján féll frá svo ung-
ur, ég vil aðeins votta honum
virðingu mína og félaga minna,
og þakkir fyrir gott starf og sér-
lega góða kynningu.
Þegar ég sá Kristján að vinnu
um borð, fór það ekki fram hjá
mér, að þar var maður, sem hafði
tileinkað sér leikni í hinum fjöl-
þættu störfum sjómannsins. Það
fór heldur ekki milli mála, að
þrekið var mikið, og var hvergi
sparað ef með þurfti.
Kristján var stór og myndar-
legur, hafði frjálslega framkomu,
og bar á sér svip drengskapar-
manns, hann var glaður og hlýr,
svo allir er honum kynntust vildu
eiga hann að vini.
Eg votta foreldrum, systkinum
og vandamönnum öllum, okkar
innilegustu hluttekningu og bið
góðan Guð að styðja þau og
styrkja á sorgarstund.
Bjarni Arnason.
ER ég frétti andlát vinar míns,
Kristjáns Ríkharðssonar, fannst
mér ég ekki geta trúað því, það
var svo stutt síðan við áttum.
svo ánægjulegar samverustundir
í leik og starfi, en því miður,
fregnin var sönn.
Við Kristján höfum þekkzt síð-
an við vorum litlir drengir, en
nánust urðu kynni okkar síðustu
tvö árin, er við vorum skipsfélag-
ar á Guðrúnu GK 37 og hefði ég
kosið, að þau kynni hefðu fengið
að haldast lengur, en ég mun
varðveita minninguna um góðan
dreng.
Sízt af öllu hefði mér dottið i
hug, þegar ég fór í land í haust,
að ég ætti eftir að skrifa þessa
kveðju til þín, vinur minn, því
þú varst svo ungur og hraustur
og lífið virtist blasa við þér.
Með Kristjáni er fallinn í val-
inn einn af hugþekkustu mönn-
um, sem ég hef kynnzt, við vinnu
var hann afbragð annarra manna
og þeir sem kynntust honum,
dáðu hann fyrir drenglyndi,
dugnað og ósérhlífni, og er ég
viss um, að þar mæli ég einnig
fyrir munn skipsfélaga okkar á
Guðrúnu.
Ég votta foreldrum og systkin-
um þínum innilegustu hluttekn-
ingu.
Kæri vinur! Guð blessi þig að
eilífu.
Jón Vignir Karlsson.
þræði di Lampedusa, þá sleppir
hann flestu því sem bókin lýsir
um öhugnanleika ýmissa atburða.
Þetta verður ljóst þegar í upp-
hafsatriði myndarinnar, þar sem
fjölskylda furstans er rifin upp
úr bænahaldi símu, vegna þess
að fundist hefur Mk ungs her-
manns í garði hans. Lýsing Lam-
edusa er óhugnanlega raunsæ af
líkinu sem finnst „liggjandi á
maganum í smárakiasa, andlitið
á kafi í blóði og uppsölu, fing-
urnar grafnir djúpt í jörðu, og
ailt morandi í maur; undir fetlin-
um mynduðu purpuralit innyfli
forarpoli". Mynd Viscontis sýnir
aðeins ungan fallegan hermann
liggjandi á bakinu í þokkafullum
steliingum, án alls óhugnaðar.
Þannig bægir Visconti öllu því
ógeðfellda frá, mynd hans verð-
ur rómiantisk og yndislega skraut
fögur lýsing á hnignun aðaisins,
Salínaættarinnar sem rikt hefur
í óhagganlegum og óvéfengd-
um dýrðarljóma, þar til upp-
reisnarflokkar Garibaldis stíga á
land og ógna veldi aðalsins.
Visoonti er mikill stílisti og
mynd hans er unaður augans.
DáÆagrar myndir úr höll f urstans.
uppstiliingar persónanna á mynd
fletinum, myndibygging öll og
frábær sviðsetning dansleiksins
í lok myndarinnar, sem er raun-
ar samiþjöppuð saga reisnar og
falls aðalsins, hljóta að vekja
unað fegiurðardýrkandans.
Minnisstæð verður koma furst-
ans tU Donnafúgata og móttök-
urnar þar; lúðrasveitin, athöfnin
í kirkjunni þar sem fjölskyida
furstans situr í básum sínum, grá
í framan af ferðaryki — líkt og
uppsitiiltar miúmíur frá horfinni
öld. Stundum reynir Visconti þó
á þolinmæðina' og er það í miklu
ósamræmi við Kocco og bræður
hans (1960, Austurfoæ'jarbíó),
sem var full af spennu og
dramatík. En hér dvelur hann
stundum um of við skreytingu
myndarinnar, flest atriðin eru
tekin úr fjarlægð; hann nálgast
of sjal'dan persónurnar, þœr eru
stundum aðeins til að skapa fagr-
an myndfilöt. Því koma oft kaflar
sem reyna um of á athygiisþol
áhorfandans, sem vUl atburðarás
og það hraða. Sum atriði beinast
þó til fulls að persónunum og eru
mettaðar drama einstaklingsins,
svo sem einvera furstans í bóka-
henberginu meðan veizlan stend-
ur sem hæst, koma Tancredís
(A^.in Delon) og Angelícu
(Claudia Cardinale) inn til hans
og samræðum þeirra, Þar kemur
fram innileiki Viscontis, styrkur
af fegurðarskyni hans og skapar
tilfinningu, sem er í ætt við feg-
urstu tónlist.
Það sem Visconti leggur mesta
áherzilu á í myndinni eru hin
rómianitísku og dapurlegu enda-
lok. Salína-ættarinnar. Hann
reynir þó að tengja þau hinum
þjóðfélagsbreytingL.m sem áttu
sér stað og uppreisn Garibaldis
hrundi úr vör. Visoonti, sem á
undariegan hátt er Marxisti, en
samt af gamalli aðalsætt, tekst
ekki að tengja þett- saman í
myndinni. Atriði þau er sýna '
framrás uppreisnarmanna og
bardaga við konungsmenn eru
barnalega sett á svið og eru utan-
gátta í myndinni. Eins og einn
gagnrýnandi komst að orði, eftir
því sem mig minnir: „Þessi atriði
eru eins og úr annars flokks
Hollywoo'd-mynd. Þegar Alain
Delon birtist, þá hrekkur maður
við. Raunveruiega átti maður
von á Audie Murphy".
Það sem vekur mes+- undrun
er frábær leikur Burts Lancast-
ers í hlutverki Don Fabrizíó
fursta, mannsins sem skynjar
breytinguna og byltingu aldar-
innar og aðlagar sig henni, án
þess að tapa nokkru af virðuleika
sínum. Þarna hefur hinn banda-
riski leikari losið sig við sína -
verstu kæki og skapar merkilega
og virðingarverða persónu, hinn
skapmikla og stotlta fursta sem
skynjiar fall sins veldis. Claudia
Cardinale og Alain Delon eru
einnig sérlega vel valin í hlut-
verk sín. Fegurð hennar sem rís
upp úr grófleik umhverfis og
uppeldis, tíguleiki hans og heims-
mennska fylia vel úit í þá mynd •
Framhald á bls. 21