Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLADID
Fimmtudagur 9. des. 1965
— Utan úr heimi
biskupunum með ókvæðisorð-
um, sakaði þá um að verzla
með Krist og hrópaði: „Þið
elskið gullið en guð ei" o. s.
írv. Sumir biskupanna gáfust
þá upp, en 36 þeirra voru alls
ekki á því, heldur fundu sér
annan fundarstað skanvmt frá
og héldu áfram að kjósa um
biskupana.
Stephanopoulos skipaði
þeim í nafni laganna að hætta.
Konstantín, konungur, gaf út
tilskipun, þar sem bundinn
var endi á störf þingsins, en
«inn biskupanna reif tilskip-
unina við móttöku. Dóms-
tnálaráðuneytið sendi biskup-
unum viðvörun, þar sem sagði,
að þeir fremdu refsiverð at-
hæfi með því að kjósa hina
nýju biskupa eða færa bisk-
upa milli embætta — en þeir
létu sig viðvörunina engu
•kipta heldur sendu biskupa
áfram út og suður til starfa í
hinum nýju embættum sínum.
Söfnuðirnir, sem jafnan fagna
nýjum biskupum með því að
•yngja „verðugur, verðugur",
¦ungu nú „óverðugur, óverð-
ugur...." og heiftarleg slags-
mál brutust út víða milli
•tuðningsmanna biskupanna
og andstæðinga.
Loks létu biskuparnir und-
•n síga, a.m.k. um stundar-
•akir, þegar stjórnin lagði
íram frumvarp, þar sem svo
var kveðið á, að biskupaþing-
ið skyldi leyst upp og annað
tnyndað í staðinn, skipað
biskupunum, sem hlýðnazt
höfðu stjórninni — og að end-
urbætur yrðu gerðar á launa-
greiðsluháttunuTn. Uppreisn-
arbiskuparnir svöruðu með
því að heita eilífri útskúfun
hverjum þeim biskupi, er sam
þykkti að sitja á stjórnskip-
uðu biskupaþingi — og stjórn-
inni hótuðu þeir bannf æringu.
Ennfremur hótuðu þeir að
loka öllum kirkjum landsins
og banna prestum að fram-
kvæma giftingar og skírnir.
Ráðstefna um lána-
mál stúdenta
,t
LAUGARDARINN 27. nóv. s.l.
gekkst Stúdentaráð Háskóla ís-
lands fyrir hringborðsráðstefnu
í setustofu Gamla garðs. Var
þar fjallað um lánamál ís-
lenzkra stúdenta og m.a. lögð
til grundvalar fjölrituð greinar-
gerð Þóris Bergssonar, cand.
act., Könnun á kostnaði við nám
stúdenta við Háskóla islands og
ísl. námsmanna erlendis. Full-
trúar í stúdentaráði og í viðbót
tveir fulltrúar frá hverju deilda
félagi og fulltrúar stúdenta í
stjórn lánasjóðs og úthlutunar-
nefnd hans nú undanfarið, sátu
ráðstefnuna. Inngangserindi
fluttu þeir Hörður Einarsson,
stúd. jur., og Þórir Bergsson, og
skýrðu þeir frá ástandi og horf-
um í þessum málum, einkum
að því er varðar stúdenta hér
heima; einnig röktu þeir nokk-
uð fyrirhugaðar skipulagsbreyt-
ingar á allri stjórn Lánasjóðs
ísl. námsmanna.
Nokkrar umræður spunnust
um ýmis atriði í greinargerð
Þóris, en þessi könnun á fjárhag
stúdenta. sem gerð var á vegum
Lánasjóðs ísl. námsmanna, er sú
fyrsta sem um er taJandi sinnar
tegundar hérlendis og því algert
brautryðjendaverk. Þær tölur,
sem þarna koma fram, sýna ljós
lega, að eðlileg fjárþörf stúd-
enta hér er allmiklu meiri en
nemur venjulegum sumartekj-
um og námslánum samanlagt.
Móðursystir mín,
GUÐRUN SESSELJA JENSDÓTTIR
húsmæðrakennari, Faxaskjóli 16,
andaðist á Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík 7. þ. m.
Fyrir hönd vandamanna.
Henry Halfdánarson.
Maðurinn minn
GESTUR ÞÓRÐARSON
frá Borgarholti,
andaðist að Vífilsstöðum 8. þ. m.
Jónína H. Sigurðardóttir.
Maðurinn minn og faðir okkar,
SIGURÐUR BJÖRNSSON
skipasmiðnr, frá Siglufirfti,
sem andaðist 3. þ.m. verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni föstudaginn 10. desember kl. 10,30 f.h. — Athöfn-
inni í kirkjunni verður útvarpað.
Kristjana Sigurðardóttir og börn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og jarðarför
GUBRUNAR ÁRNÝJAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Sæmundur Elimundarson, Sigurður Sæmundsson,
Guðmundur Sæmundsson, Matthías Sæmundsson,
Hreiðar Sæmundsson, Þuríður Árnadóttir.
Þökkum af alúð auðsýnda samúð og vináttu við frá-
fall og jarðarför,
VILHELMÍNU GUÐNÝJAR VILHJÁLMSDÓTTUR
Haga, Sandgerði.
Sérstaklega þökkum við Jóni K. Jóhannssyni, lækni og
starfsfólki sjúkrahúss Keflavíkur fyrir umhyggju og
góða hjúkrun meðan hún dvaldi í sjúkrahúsinu. —
Einnig þeim konum, sem reyndu að létta henni dvölina
þar með heimsóknum.
Sigurbjörg Einarsdóttir,
Bjarni Jónsson, Einar Guðmundsson,
Ólafur Guðmundsson, Sæmundur Vilhjálmsson,
Ólafur Vilhjálmsson.
Þessi könnun skapar algerlega
nýjan grundvöll fyrir baráttu
stúdenta fyrir auknum námslán
um sér til handa, eins og nærri
má geta. Stjórnum deildafélag-
anna var á ráðstefnunni falið að
gera athugasemdir við niður-
stöður könnunarinnar og koma
þeim áleiðis til stjórnar lána-
sjóðsins og nefndar þeirrar, sem
nú vinnur að endurskoðuninni
á skipulagi sjóðsins.
A ráðstefnunni var einnig
rætt um möguleika á að hefja
baráttu fyrir beinum náms-
styrkjum til stúdenta hér
heima, en slíkir styrkir eru nú
veittir íslenzkum námsmönnum
erlendis ásamt lánunum. Beindi
ráðstefnan því til Stúdentaráðs
að frekar yrði athugað um fær-
ar leiðir í þeim efnum.
Ráðstefnu þessa sátu um 30
stúdentar og form. Stúdenta-
ráðs, ,Björn Teitsson, stud. mag.
stjórnaði henni.
Elizabeth Cíty, N-Carolina,
SLÖKKVILIÐSMENN í bænum
Elizabeth City hafa dag hvern
síðan 22. júní í sumar þurft að
dæla 50—70 lítrum af benzíni
upp úr holu, um 100 metra frá
miðbiki bæjarins. Upptök þess-
arar Undarlegu benzínlindar
hafa ekki fundizt enn þrátt fyr-
ir ítarlegar athuganir. Eigendur
benzínstöðvar í nágrenninú telja
sig ekkert benzín missa úr geym
um sínum, og þykir mönnum
mál þetta hið furðulegasta.
Formannaráð
stefna I.IM.S.Í.
DAGANA 13. og 14. nóv. sl.
var haldin í húsi hins íslenzka
prentarafélags í Reykjavík, for-
mannaráðstefna aðildarfélaga
Iðnnemasambands íslands, með
sambandsstjórn. Þátttakendur
voru formenn iðnnemafélaga
víðsvegar á landinu og fulltrú-
ar þeirra.
Formaður I.N.S.I., Gylfi Magn
ússon, setti ráðstefnuna og á-
varpaði fundarmenn. Fundar-
stjóri var síðan kosinn Sigurður
Jensson og ritari Ingi Torfason.
Flutt var skýrsla um störf
samfoandsstjórnar og kom þar
fram að unnið er að stofnun
nýrra iðnnemafélaga í Reykja-
vík, Hafnarfirði og Vestmanna-
eyjum. Þá hafði stjórn sam-
bandsins rætt um kjarabætur til
banda hárgreiðslunemum, við
stjórn Félags hárgreiðslumeist-
ara, en árangurslaust. Ýmislegt
fleira kom fram í skýrslu stjórn
arinnar og mátti marka að starf
semin stendur í miklum blóma.
Fyrir ráðstefnunni lágu fjöl-
mörg hagsmunamál iðnnema og
bar þar hæzt frumvarp það til
laga um iðnfræðslu, er nú ligg-
ur fyrir Alþingi. Urðu mjög
fjörugar umræður um frum-
varpið. Kom fram í umræðun-
um að iðnnemar telja það
standa í ýmsu til mikilla bóta,
þó þar mætti ýmislegt til betri
vegar færa. svo sem að gengið
er framhjá iðnnemum um þátt-
töku í Iðnfræðsluráði. Einnig
lagði ráðstefnan áherzlu á að
allir iðnskólar verði dagskólar og
að námstími reiknist eftir
klukkustundafjölda en ekki ára
fjölda. Þá taldi ráðstefnan á-
stæðu til að breyta kennslufyrir
komulagi iðnskóla (þannig að
iðnnemar fái nokkru víðtækari
menntun til undirbúninga
tæknináms.
Annað aðalmál ráðstefnunn-
ar var kjarabarátta iðnnema.
Var ákveðið að koma á fót
nefnd, sem hafa skal það verk-
efni að leysa úr deilumálum
við meistara hvar sem er á land
inu og vinna að samningsrétti
iðnnema. Var lögð höfuðáherzla
á eftirfarandi atriði varðandi
kj arabaráttuna.
1. Að nemar fái prósentutölu
af kaupi sveina hækkaða til sam
ræmis við það sem prentnemar-
hafa þegar fengið.
2. Prósentuhlutfall sé látiS
gilda jafnt á ákvæðisvinnu og
tímavinnu.
3. Iðnnemar fái aðild aíl
sjúkra- og lífeyrissjóðum.
A ráðstefnunni kom fram
mjög hörð gagnrýni á Iðn-
fræðsluráð og eftirlit með iðn-
námi. Lýsti ráðstefnan furðu
sinni á seinagangi þeim sem rík-
ir í störfum ráðsins.
Fjórða mál ráðstefnunnar var
samstarf iðnnemafélaganna og
ýmis innri mál sambandsins.
Var stjórninni falið að koma á
fót landsmóti iðnnema á næsta
sumri og vinna á annan hátt að
kynnum þeirra.
Ráðstefnunni var slitið kl,
18,30 á sunnudagskvöldið, en
það sama kvöld gengst Iðn-
nemasambandið fyrir veglegri
skemmtun að Hótel Sögu, tíi
ágóða fyrir Herferð gegn hugri,
og voru á skemmtuninni um
það bil 400 manns. Flytur Iðn.
nemasambandið öllum þeim
fjölda þakkir sínar svo og
skemmtikröftunum, sem allic
komu fram án endurgjalds.
(Frá Iðnnemasamb. íslands)*
Kvæði Jónasar Hallgrímssonar
U^M|f;í-w««*w«««
WW8&W-'¦
¦ ¦'::
/ / / / / '
r
/
/ /' ¦' A < r ' <¦* *' /"
¦ ./f
f- t
n ,
¦ /<i.
i a
i <
/,'.
fifí ,, ,. r, ;-« t> ,
HHMoi
Ljósprentuð útgáfa
Handritastofnunar
íslands.
Einar Ól. Sveinsson
Ólaf ur Halldórsson
sáu um útgáf una.
Verð í skinnbandi
krónur 725,00.
Aðalumboð:
Bókaútgáfa
Menningarsjóðs
i eigin-
handar-
riti