Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 9. éte«. 1965 MORGUHBLAÐIÐ 23 Sveinn Kristinsson skrifai um mliU\\v\Á:\ A\'M Kópavogsbíó UNGLINGAÁSTIR. I (Les Nymphettes) * Frönsk mynd. VIÐ karlmenn erum ekki óvanir því að vera uppteiknaðir sem hálfgildings skúrkar í ástarsög- um flekandi saklausar ungmeyj- «r, oít á því lágikúrulega sið- gæðisplani að hafa af þeim sem imestar og beztar nytjar fyrir eem minnst og lakast endurgjald. Þó eru til heiðarlegar undan- tekningar frá þessu í ástarsagna* gerð, höfundar, sem láta sér ekki ejást ytfir, að „processinn" getur einnig gengið í öfuga átt. Karl- mienn geta einnig orðið fórnar- Skálholtssöfn- unin GJAFAFÉ, er borizt hefur Laug- arnessókn: Ragnar Jóhannesson, Lauga- teigi 23, kr. 200.00; Ásgeir Jóns- 6on, Laugarteigi 23, 100.00; Guð- l-ún H. Petersen, Laugarteigi 36, 100.00; Marta Haraldsdóttir, Laug arteigi 40, 100.00; Ragnar Einars- son, Súðarvogi 5, 100.00; Hrefna Sigurðardóttir, Laugarteigi 11, 100.00; Guðmundur Hannesson, Laugarteigi 35, 500.00; Alda Ósk- arsdóttir, Laugarteigi 56, 100.00; Stefán Sigurðsson, Laugarteigi 48, 100.00; Jón Eysteinsson, Laug- arteigi 38, 100.00; Sigurbjörg Guð jónsdóttir, Stigahlíð 43, 100.00; Ögmundína Ógmundsdóttir, Mið- túni 48, 200.00; Ragnhildur Eyj- ólfsdóttir, Miðtúni 48, 1.000.00. Samtals kr. 2.800.00. iömlb skúrka úr kvennastétt, sem leika sér með tilfinningar þeirra, án sjáanlegra samvizkukvala og setja enda á stundum metnað sinn í slíkt athæfi. — En kannske er ekki að kynja, þótt íslenzkar ástarsögur á síðari hluta 20. aldar geymi fleiri dæmi u.m fyrrnefnda afbrigðið. Að minnsta kosti á meðan „keriingarnar tíu" eru jafn umsvifamiklar á sagnamark- aðinum og nú er rauriin. Franska myndin „Unglinga- ástir", sem Kópavogsbíó sýnir um þessar mundir, er raunsæ á áðurnefndu sviði. Þar er það ung ur háskólastúdenit, sem tekur ásitina nokkuð alvarlega og leit- ar voteygur og ástríðufullur að uppsprettu hennar í kvenleguim hjörtum. Lengi vel hefur hann ekki erindi sem erfiði, skollitað afstreymi hinnar hreinu kenndar verður hvarvetna á vegi hans, konur eru ekki frá því að kyssa hann og jaínvel sofa hjá honum, en allt í gamni, og svona gat ástin ekki verið á litinn. Og beljakar komiu og börðu hann, og konur spottuðu hann fyrir barnaskap hans, unz hann kvöld eitt situr úti í bíll fyrir utan veitingakrá eina, barinn, traðkaður og smáður, hallar sér í örvæntingu fram á stýrið — þá gerist kraftaverkið, þögult og kyrrlátt læðist það inn í sál hans, og tjaldið fellur. Þessi karlmaður er greinilega ekki af skúrkaættkvíslinni. Hann leitar að fegurðinni í ástinni fremur en ástinni í fegurðinni, hann skilur ekki hverfiyndi og léttúð hins almenna æskufólks, eins og það er sýnt í myndinni. Fyrir honum er ástin nánast trúarbrögð og svið, sem honum finnst hrein goðgá að snerta öhreinum fæti, meðan aðrir, o@ það félagar hans leita þangað hverfuls stundargamans og staupa sig í leiðinni. En þótt við nefnum mynd þessa raunsæja í heildinni, þá miá um það deila, hve sennilegt það er, að svo sérstæð; • kvistur sem þessi ungi, hugþekki stúdent skuli vaxa upp í því umihverfi, sem hann er sprottinn úr. Föður sinn hafði hann aldrei séð, hann stökk í skelfingu frá móður hans ófrískri. Móðir hans er ekki sér- lega „sympathysk" kona að sjá né heyra. — En kannske er ein- mitt þar skýringin á afstöðu hins unga manns, föðurleysi, og hleypi dómar móður hans hafi gert hann meira þurfandi fyrir þá tegund ástar, sem höfðar til hlýju og tryggðar umfram allt annað, en ella hefði orðið. Unglingaástir er ekki stór- mynd í venjulegri merkingu, en bregður athyglisverðu ljósi yfir líf unga fólksins í París. Christi- an Pesey leikur hinn unga stúd- ent, og virðist mér túlkun hans mjög góð. Er athyglisvert, hve honum tekst að safna djúpum, ástríðufullum trega í augnatillit sitt, sem þó er sífellt á hvörfum flöktandi vonar. — Colette Descombes og Claude Arnold fara með aðalkvenhlutverkin í myndinni. Ný bók eftir Sverri og Tómas — Lndir hauststjörnum MORGUNBLAÐINU hefur borizt ný bók eftir þá Sverri Kristjáns- son og Tómas Guðmundsson, Undir hauststjörmum. Bók þessi, sem er 235 blaðsíður að stærð, er gefin út aÆ forlaginu Forna, Reykjavík. Undirtitiil bókarinn- ar er: íslenzkir öríagaþættir. Eins og kunnugt er kom úit í fyrra eftir þá félaga Sverri og Tómas bókin Konur og krafta- skáld og hlaut hún ágætar við- tökur. Hún fjallar um nokkra Tómas. þekkta íslendinga, líf þeirra og örlög. 1 þessa riýju bók skrifa þeir enn um þekkta íslendinga. Sverrir á þrjár greinar sem nefn- ast: Ástir Baldvins Einarssonar, Óöld í Árnessýslu og Róndinn á Brúnum, en Tómas Guðmunds- áon skrifar greinarnar. Nætur- sigling undir hauststjörnum, Undaríeg örlög og Sóllborg. Aft- ast í bókinni eru jnyndir af helztu persónum sem við sögu koma, þar á meðal Baldvin Einarssyni, Einari Benediktssyni og baróninum á HvítárvöUum. , 1 formála fyrir bók þessari segir útgefandi m.a. á þessa leið: ,,Að efni þessarar bókar eiga höfundar hvor um sig þrjár frá- sagnir. Sumt af því var skrifað fyrir allmörgum árum að beiðni útgefandans, annað er nýtt af nálinni og kemur nú í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir. Sem fyrr bregða höfundarnir upp lif- andi myndum af þeim persónum, sem koma við sögu. Ýmist eru það svipmyndir, þar sem vissir drættir verða öðrum skýrari, eða uppgjör heillar ævi, en í öllum þessum þáttum er byggt á traust- um heimildum, þó að þeirra sé ekki ávalit getið. Frásagnir þess- ar eru sundurleitari en efni en í fyrri bókinni, en þær gerast allar Sverrir. á sama tímaskeiði, eru íslenzkir örlagaþættir frá liðinni öld". Til að gefa lesendum nokkra nánari grein fyrir efni bókarinn- ar, er rétt að skýra frá því, að greinin um Baldvin Einarsson ber undirtitilinn Unnustan og eilífð- in, Óöld í Árnessýslu er um af- dríif Sigurðar Gotitsveinssonar, Bóndinn á Brúnum er lífsganiga fyrir kóng og kennimenn, Sól- borg hefur undirtitilinn Einar Benediktsson í sæti rannsóknar- dómara, Undarleg öriög fjallar um baróninn á Hvítárvöllum og Nætursigling undir hauststjörn- um fjallar um brúðarrán. íslandsmyndabók Hjálmars R. Bárðarsonar HJÁLMAR R. Bárðarson er fyrir löngu orðinn landskunnur Ijósmyndari. Víða erlendis, eink um á Norðurlöndum, og í Bret- landi, er nafn hans þekkt ineðal áhugaljósmyndara, því að mynd ir hans hafa víða birzt. I sumar sendi hann frá sér xnikla myndabók um ísland. Þetta er önnur íslandsbókin hans öllu meiri og veglegri en sú fyrri. Bókin er 208 blaðsíður að stærð prentuð með „tiefdruck" -aðferð í Hollandi, í góðu al- shirtingsbandi. í henni eru 241 mynd og þar af 50 í litum. Myndatextar eru á sex tungu- málum: íslenzku, dönsku, frönsku, þýzku og spænsku, en fremst í bókinni er stutt kynn- ing á íslandi á öllum fyrrnefnd- um tungumálum. Er þar drepið á það helzta varðandi sögu lands ins og náttúru þess. í stuttu máli má segja, að Hjálmar fari hringferð umhverf is landið bregði upp svipmynd- um af náttúru þess, atvinnulífi og menningu þjóðarinnar. Hér mætast andstæður frosts og funa. Það er afrek eins manns að setja saman slíka alhliða land- lýsingu úr eigin myndasafni. Að baki þessarar stóru bókar ligg- ur geysimikið starf. Tómstunda- iðja heils áratugs, óteljandi ferðalög um landið þvert og endi langt — og ótrúlega mikil vinna í myrkrastofunni á kvöldin, foæði sumar og vetur í fjölmörg ár, því að hér er saman komið úrvalið úr þúsundum ljósmynda sem Hjálmar á í fórum sínum. Og samt nægði öll þessi fyrir- höfn ekki, ef maðurinn með ljósmyndavélina hefði ekki næmt auga fyrir því myndræna í umhverfinu. Allt þetta lof á Hjálmar R. Bárðarson skilið fyrir bók sína, þótt ég sé hins vegar þeirrar skoðunar, að hann hefði getað gert miklu betri bók, ef hann hefði haft haria helmingi' minni — og fellt úr töluverðan fjölda mynda, sem fremur verða að teljast heimild, lýsing á atvinnu og lifnaðarháttum okkar, en listrænt smíði. En, þegar þessari bók er flett verður fyrst Ög fremst að hafa það í huga, að hér ér höfundur- inn að leitast við að gefa heil- steypta mynd af landi og þjóð — og kemur það niður á hinu listræna gildi bókarinnar. Ég geri hins vegar ráð fyrir að í pessari mynd hafi bókin meira gildi fyrir útlent fólk, sem kynn ast vill landinu. Landslagsmyndirnar eru bezti hluti bókarinnar og margar þeirra eru afbragð. Ég nefni mynd frá Seyðisfirði, loftmynd af ísafirði, sérstæðar myndir af íslenzkum bergmyndunum, nokkrar fuglamyndir — svo og myndir úr Surtsey. Atvinnulífs- myndirnar eru ekki jafn inni- haldsríkar, en þær gegna sínu mikilvæga hlutverki, eins og fyrr var bent á. Og án þeirra væri vissulega ekki gefin heild- armynd af landi og þjóð. Prent- un nokkurra litmyndanna hef- ur ekki heppnast nógu vel, en sumar eru þó í sérflokki — og skulu Surtseyjar-myndirnar þá fyrst nefndar. Ég felli mig ekki að öllu leyti við uppsetningu myndanna. Víð ast hvar ná þær saman í kili bókarinnar, en einhvern veginn finnst mér, að heildaryfirbragð ið hefði orðið léttara, ef mynd- irnar hefðu verið meira að- ^^^^i^*"* * ' %^ «.*"^«!«Wí««MWWSíí^í*>Jí ^v j. ^. uí^wwv-^. greindar og meira „loft" væri í opnunum. En myndatextar á sex tungumálum sníða höfundin- um að sjálfsögðu stakk sem hann hefur þó haft þrengri en ástæða var til. Einhverjum finnst nú e.t.v., að ég sé búinn að rífa niður allt lofið, sem ég hlóð á Hjálmar í upphafi þessa greinarkorns. Ég neita því harðlega. En úr þvi að ég sá ástæðu til að vekja athygli á þessari myndarlegu bók hlaut ég líka að benda á það, sem mér þótti miður — vonandi hef ég ekki gert of mikið úr því. Fyrir þá, sem aldrei hafa litið þetta land augum, er þetta geysifróðleg bók og gleðjandi fyrir augað — og þeir íslend- ingar, sem vilja fallegar mynda bækur um landið okkar, eiga vart kost á öðrum betri. Ég endurtek það, sem ég sagði í upphafi, að mér finnst það afrek að koma slíkri bók frá sér án þess að fá svo mikið sem eina mynd frá öðrum. Ég efast um, að nokkur núlifandi ljósmyndari gæti sent frá sér jafn yfirlitsmikla, margþætta og vel unna íslandslýsingu. En vonandi leggur Hjálmar höfuð- áherzlu á hið myndræna í næstu bók sinni, því að ég efast ekki um, að þar nyti hann sín enn betur. En slíkar bækur hafa því miður minni sölumöguleika og það er kostnaðarsamt og áhættu mikið fyrirtæki að leggja i út-i gáfu vandaðrar myndabókar. h.j.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.