Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLADID
Fimmtudagur 9. des. 1963
Langt yfir skammt
eftir Laurence Payne
Ég svaraði augnatilliti hans í
sama og sagði: — Nei, líklega
ekM í bili. en ég á vafalaust
eftir að koma aftur, og þið skul
uð ekki gera neina vitleysu af
ykkur í millitíðinni — hvor-
ugt ykkar!
Perlita fylgdi okkur niður,
þegjandi, og lokaði loks dyrun-
unum á eftir okkur.
Við litum hvor á annan.
Saunders yppti öxlum, hristi
höfuðið og sagði enn ekki neitt.
— Hvað segirðu um hádegis-
verð? sagði ég.
— Klukkan er rétt orðin þrjú.
— Þá te. Hvern þekkjum við,
sem gefur okkur tebolla?
— Á sunnudagseftirmiðdegi?
Fyrirlitningin skein út úr rödd-
inni. — Eini staðurínn, sem ég
veit um, er Sootland Ýard.
— Geturðu ekki látið þér
detta neitt betra í hug?
Það gat hann ekki og ég held-
ur ekki, svo að við stefndum
áleiðis þangað.
11. kafli.
Ég var ekki fyrr búinn að
etíga fæti inn fyrir dyrnar en
Fortescu kastaði sér yfir mig.
Dr. Forester hafði hringt og
hvort ég vildi hringja til hans
strax þegar ég kaemi inn. Það
sagðist ég ekki vilja, að minnsta
kosti ekki fyrr en ég vaeri bú-
inn að fá te og bollu með, svo
að hann fór, jafn nær. Ég benti
Saunders á stól, settist sjálfur á
annan »g lagði lappirnar upp á
borð og stundi þungan.
— Ég skal segja þér eitt, sagði
ég. — Ég er farinn að bila á
þessu. Líklega orðinn of gam-
all.
— O, vitleysa, svaraði hann,
hughreystandi.
— Það er satt. Ég get varla
geingið spölkorn án þess að
mæðast. Og ég hef áhyggjur af
því, af því að svo gamall er ég
þó ekki orðinn að ég þurfi að
vera farinn að mæðast.
Hann gat ekki sagt neitt við
þessu því að líklega var hann
ennþá eldri sjálfur. Ég tók að
hugsa um það, sem gerzt hafði
um daginn.
Þykir þér gaman í dag?
spurði ég.
-D
47
-G
Hann setti á sig stút og varð
hugsi á svipinn. — Ja, það er
eftirtektarvert, sagði hann leti-
lega. — Hammond Barker er
farinn að verða grunsamlegur,
finnst þér ekki?
— í>að, sem er að vefjast fyr-
ir- mér, er, að ef hann hefur
skotið Úrsúlu, hversvegna hann
þá fór að skilja byssuna eftir á
staðnum. Hann hlýtur þó að
vita, að alltaf er hægt að rekja
feril byssunnar, og jafnvel þótt
hún leiddi ékki grun að honum
sjálfum, gat það komið einhverj
um kunningjum hans í bölvun.
Og ef við göngum út frá, að
atvinna hans sé sú, sem við
Erlendar jólabækur
The Discovery of Nature eftir A. Bettex — The Ari-
ctecture of Arne Jacobsen — Charles de Gaulle
Krigserindringer — Kennedy eftir T. Sörensen —
Die Charité eftir Gerhard Jaeckel — Wilhelm der
Kaiser eftir Virginia Cowels — Weltgeschichte in
Stichworten — The Aircraft of the World — Vort
dramatiske Arhundrede 1900—1940.
BOKAVERZLUN SiGFUSAR EYMUNDSSONAR
Austurstrœti 18 - Simi 13135
höldum, þá er þetta fífldirfska,
vægast sagt.
— Kannslci hefur það verið
byssan, sem Dane var að gá að
á föstudagsmorguninn? Þau
kunna að hafa varað hann við?
Ég hristi höfuðið. — Það efast
ég um. Dane var aðskotadýr.
Hann fór til að gá að þessu
segulbandi. Hann segir, að Úrs-
úla hafi brotizt inn hjá sér, og
lykillinn hans í vasa hennar
bendir og til þess. Ég mundi
segja, að hún hefði fengið hann
hjá þvottakonunni, því að það
er einfalt mál að sitja fyrir vesl
ings kellingunni, og segja henni,
að Dane hefði beðið sig að fara
út með hundinn, eða eitthvað
álíka. Segjum svo, að hún hafi
náð í bandið — hafi fengið skip
un frá höfuðpaurunum að ná í
það. Hugsum okkur nú.....
Ég féll í eitthvert draumaástand
sem snöggvast, hallaði mér aft-
ur í stólnum og spennti greipar
í bænarstellingu .... hugsum
okkur, að hún hafi af einhverri
ástæðu ekki haft bandið burt
með sér — hugsum okkur, að
hún hafi farið út úr íbúðinni. —
Yvonne hringir til Hammonds
og segir, að bandið sé í íbúð-
inni heima hjá Úrsúlu og að
þau skuli ná henni afsíðis, en
hann fara á meðan og gá að því.
Þá fær Hammond Ferlitu til
þess að fara með hana á bíó,
meðan hann þýtur til Putney
EN.....Ég þagnaði og leit
skáhalt á Saunders.
— Og hann verður fyrir
árekstri og tefst . . . . ?
— Já, og ef til vill í næstum
klukkutíma. 1 millitíðinni fer
Úrsúlu að gruna margt, sting-
ur af úr bíóinu og þýtur heim,
þar sem hún finnur Hammond
vera að gera húsleit hjá henni.
Þú verður að muna, að hún
var með byssuna, eftir því sem
Chuck segir. Þau fara að rífast
og hún er skotin. En hvað geng
ur að þér? Saunders var að
gefa frá sér ýms tortryggnis-
hljóð. .
— En hún hefur haft nægan
tíma, benti hann mér á, — til
að fara úr regnkápunni og
hengja hana inn í skáp.
— Það getur hann hafa gert,
eftir að hann hafði leitað í
vösum hennar.
— Já, en þá ætti að vera
kúlugat á kápunni.
Ég starði á hann með vel-
þóknun. — Þú ert snillingur!
En hver veit nema hann hafi
verið einhversstaðar í felum.
— Hvar?
— í baðherberginu, til dæmis.
— Það gæti verið. Og eftir að
hann var búinn að drepa haná
og gat enn ekki fundið segul-
bandið, leitaði hann í kápunni?
— Já, og skildi eftir blóð-
blett á vasanum. Mér fór að
lítast betur á þetta. Hann hafði
skorið sig á hendinni í árekstr-
inum og tekur eftir, að hann
— Ég hef játningu fram að bera, mamma. Kg var að leika mér
í drullupolli.
hefur skilið eftir blóðblett á
kápunni; hann heldur, að þetta
sé blóð úr sjálfum honum og
reynir að þvo það út og getur
ekki. Skynsamlegast af öllu
hefði auðvitað verið að láta káp
una hverfa algjörlega. En við
gerum nú ekki alltaf það, sem
skynsamlegast er, eða hvað?
Kannski hefur harin á heimleið-
inni farið að hugsa um blóð-
flokka og þessháttar, og hitt,
hvað við séum sniðugur náung-
ar, og tekur þá upp á því að
mála blóðblettinn á myndina,
svo að ef við förum eitthvað að
forvitnast um það, þá gat hann
bara bent á málverkið og sagt
okkur, að klessan hefði alltaf
þarna verið. Hvernig lízt þér á
þetta?
En Saunders komst ekki að
með neina hugsun, hafi hann
haft hana í huga, því að nú
kom Fortescue inn og hélt uppi
yfir höfði sér bakka, en á hon-
um voru tveir bollar og nokkrar
þreytulegar tebollur. Og undir
handleggnum var hann með
vöndul af skjölum, sem virtist
ekki mundu vera sérlega
skemmtileg. Við létumst ekki
sjá þau, en köstuðum okkur yf-
ir góðgerðirnar.
— Ég get enn ekki skilið,
sagði Saunders með gúlinn full-
an, hversvegna hann fór að
skilja byssuna eftir.
— Það get ég heldur ekki skil
ið, sagði ég og sneri mér fyrir
alvöru að bollunni minni. —
En við ættum ekki að vera að
éta þennan óþverra. Ég er viss
um, að þessar svokölluðu bollur
eru minnst vikugamlar......
— En ég held, að við höfum
nógar likur gegn Barker til að
taka hann fastan. Við skulum
samt gefa honum frest til
morguns, ef eitthvað skyldi
koma í ljós, en þá skaltu fá
HUNANGSGULT-DÖKKGRÆNT-GULTOKKUR
LJÓMAGULT
HRÍMHVÍTx
handtökuskipun. En við verð-
um nú samt að fara varlega
í sambandi við þetta segulband
.... því að enginn veit, að við
vitum neitt um það. Það verður
að finna einhverja ástæðu til
þess, að hann fór til Putney,
fyrst og fremst.
— Honum var illa við hana,
og það gæti verið alveg nóg á-
stæða, finnst þér ekki? Ef út
í það er farið, þurfum við alls
ekki að trúa því. Hann vildi
ekki sjá bróður sinn bundinn^
þessum kvenmanni og þess-
vegna myrti hann hana.
Ég kinkaði kolli. — Kannske
er þetta sannleikurinn í mál-
inu?
Ég var eitthvað að fitla við
blöðin, sem voru nýkomin, og
ýtti einu þeirra yfir borðið. —
Páðu að vita um leigufoilstjóra,
sem hafa komið í Hásetaklúbb-
inn á föstudagskvöldið var. Eng-
inn þeirra man eftir að hafa
flutt Yvonne þaðan og það fær
mig til að halda, að hún hafi
alls ekki farið þaðan í leigu-
bíl. Enginn leigubílstjóri getur
hafa gleymt henni — eins og
hún var á sig komin.
í einu blaðinu sagði, að hand-
fangið á morðvopninu, sem varð
Dane að bana, sýndi engin
fingraför önnur en hans sjálfs
sem var allt í lagi og ekki ann-
að en ég bjóst við. Á undir-
skálinni frá kaffibojlanum voru
tvenn ágæt fingraför, og átti
Jim Bernard önnur, en hin átti
þessi ókunni maður, sem við
kölluðum okkar í milli Bleph-
aritis. Það vorU mér vonbrigði,
að Bernard átti sér syndareg-
istur, þar eð hann hafði tvisv-
ar verið dæmdur fyrir rán og
ofbeldi, en það þýddi aftur, að
hvað sem hann kynni að segja,
var ekki takandi nema með öll-
um hugsanlegum fyrirvara.
Ég seildist í símann og bað
Fortesuce að ná í Forester
lækni fyrir mig.
— Það er líkast því, sem lækn
irinn hafi orðið einhvers var,
sagði ég við Saunders. Síminn
hringdi og ég heyrði röddina í
Mildred.
— Er nokkur möguleiki fyrir
þig að koma heim í mat I
kvöld? sagði hún og það var
lítil von í röddinni.
— Ja...... svaraði ég, óviss.
Því ekki það? Það væri ekkert
úr vegi að fá eitthvað almenni-
legt í gogginn.
— Þú hefur sjálfsagt ekkert
fengið í allan dag?
— Jú, sannast að segja var ég
alveg að ljúka við tvær bollur.
Hún andvarpaði. — það væri
betra fyrir þig að koma heim.
Stevensonshjónin voru einmitt
að bjóða okkur til sín í kvöld.
—; Þá skalt þú bara fara, þvl
að ég veit ekkert, hvenær ég
losna.
— Nei, svaraði hún einbeitt,
— ekki ef þú hefur ekki fengið
annað en tvær bollur í dag. Þá
kemurðu bara heim. Ég er ein-
hversstaðar með tvo kjúklinga,
sem ég er alveg að setja í ofn-
inn.
— Ég hélt, að þú værir ekkert
hrifinn af Stevensonshjónunum?