Morgunblaðið - 09.12.1965, Page 30

Morgunblaðið - 09.12.1965, Page 30
so MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. des. 1965 .......... .....................................................■ ' ....................................................................................................................................................................... Landslið valið til fyrri leiks við sovézka stórveldið Leikirnir ver5a á sunnudag og mánudagskvold Á sunnudag og mánudag fara fram tveir landsleikir í hand- knattleik karla og má segja að ísL handknattleiksmenn ráðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því mótherjarnir eru landsliðsmenn Sovétríkjanna. Hafa Sovét-Rússarnir verið á keppnisferð um Norðurlönd, leikið tvo leiki í Danmörku, tapað öðrum 14-15 og hinn varð jafntefli 16-16. Síðan voru ráð- gerðir tveir letkir við Svía og hingað kemur liðið á laugardag frá Kaupmannahöfn. Eru í för- inni 18 menn þar af 14 leik- menn. Landsleikirnir verða á sunnu- dag kl. 5 síðdegis og á mánudag kl. 20.15. Á undan leiknum á sunnudag leikur Unglingalands- liíiið við lið Víkings og hefst sá leikur kl. 4 síðdegis. Sala aðgongumiða hefst á föstudaginn hjá Lárusi Blöndal í Vesturveri og á Skólavörðu- stíg og miðar fást- einnig í íþróttahöllinni frá kl. 2 á sunnu dag og eftir kl. 6 á mánudag. Verð miða er 125 kr. Rússar sitja boð menntamála- ráðuneytisins á sunnudagskvöld ið og íþróttaráðs Rvíkur á mánudag. Á þriðjudag verður Fredensborg topaði 14-21 NORSKU meistararnir í hand- knattleik,' liðið Fredensborg í Oslo, tapaði fyrsta leik sínum í síðari umferð í 1. deildinni norsku um helgina. Tapaði þá Fredensborg fyrir Oppsal með 14 gegn 21. Fredensborg hafði 3 stiga forskot að hálfnaðri keppninni en hefur nú 1 stigs forystu í deildinni. Fredensborg kemur hingað eftir áramótin og leikur 6. og 9. janúar gegn FH í 1. umferð keppninnar um Evrópubikar meistaraliða. mótttaka í rússneska sendiráð- inu. Landslið íslands sem leika á gegn Rússunum á sunnudaginn hefur verið^ valið og verður þannig skipað: Þorsteinn 3jörnsson Fram Sigurður J. Þórðarson KR Ragnar Jónsson FH fyrirliði. Karl Jóhannsson KR Birgir Björnsson FH Gunnlaugur Hjálmarss. Fram Guðjón Jónsson Fram Hörður Kristinsson Ármann Ágúst Ögmundsson Val Þórarinn Ólafsson Víking Stefán Sandholt Val. Þjálfari liðsins er Karl Bene- diktsson, en hann situr einnig í landsliðsnefnd ásamt Sigurði Jónssyni (formanni) og Bjarna Bjömssyni. Vafalaust mun einhverjum finnast eftir leiki íslendinga við Karvina að gera hefði mátt aðr- ar eða fleiri breytingar en gerð- ar eru á liðinu. En á blaða- mannafundi upplýstist að liðið er valið eftir því hve vel menn hafa mætt á æfingar hjá lands- liðsnefnd sem verið hafa einu sinni í viku. Út af fyrir sig má nota slíkan mælikvarða en hætt er þá við að sterkir einstakl- ingar standi þá utan vallar og horfi á landsleikina. Handknattleiksdómarafélag Reykjavíkur hefur ekki starfað að undanförnu en nú er í ráði að endurvekja starfsemi félags- ins. Eru því allir dómarar í Reykjavík hvattir til að mœta á fundi sem haldinn verður í Fé- lagsheimili Vals að Hlíðarenda föstudaginn 10. des. fcil. 8,30 síð- degis. Rætt verður um félagið og önnur mál er til kunna að falla. Ingólfi fagnað af gömlum félögum Handknattleiks- d‘m“”d ta"1 Karvina - Fram í kvöld Ingólfur Óskarsson með Fram 1 KVÖLD leikur tékkneska hand knattleiksliðið Karvina sinn síð- asta leik, í heimsókn sinni tii Fram, og miætir þá gestgjöfum sinum í íþróttahöllinni í Laug.ar- dal. Fram bætist góður styrkur Isl. dómararnir misskilja reglur - og því upphefst harður leikur Tékkarnir frá Karvina ánæg&ir með Islandsheimsóknina ÍSLENZKIR handknattleiks- menn eru mjög góðir Ieikmenn og margir þeirra myndu eiga möguleika á að komast í tékk- neska landsliðið, ef slíku væri að skipta. En samt leika þeir of gróft og leikur þeirra í þá átt skapast sennilega af dómurunum sem leyfa atriði er hvergi annars staðar eru leyfð. Eitthvað á þessa lefð fórust forystumönnum tékkneska hand- knattleiksliðsins Karvina orð er blaðamenn ræddu við þá á heim- Markverðir friðhelgir? t Breyting á knattspyrnu- lögunum væntanleg ÞÆR fregnir berast erlend is frá, að brátt sé þess að vænta, að breytingar verði á knattspyrnulögunum, varð- andi það ólöglegt verði að ráðast á markverðina. Núna sem er, eru lögin þannig að leyfilegt er að trufla mark- verðina, m.a. að ýta við þeim, en í reyndinni er það svo, að lög þessi eru túlkuð á mjög mismunandi hátt, í Englandi, á Norðurlöndum, og svo i Suður- og Mið-Evrópu. Sér- staklega verða markverðirn- ir í Englandi oft fyrir hörð- um árásum, og það er alltítt þar, að árásimar á markverð ina eru svo heiftarlegar, að þeir hafa orðið óvígir. Það er einmitt ætlunin með þessum nýju lögum, að mis- túlkun þessi á lögunum verði úr sögunni, skulu allar árás- ir á markvörð vera ólöglegar. Forseti Alþjóða knattspyrnu- sambandsins, Sir Stanley Rous, hefur mælt með þess- ari breytingartillögu en hún er komin frá knattspyrnu- dómurunum. í júlí n.k. verð- ur næsti fundur knattspyrnu- sambandsins og mun þá breytingartillaga þessi, verða eitt af aðalmálunum sem á dagskrá verður. Má þar bú- ast við að hún verði sam- þykkt einróma, því að of margir markverðir hafa meiðzt vegna þessi misræmis í lögunum gegnum árin. ili tékkneska gær. sendifulltrúans í Dómararnir ísl. dómararnir eru mjög mis- jafnir, en flestir eiga það sam- merkt að horfa aðeins á þann stað, þar sem knötturinn er en horfa framhjá átökum á ö'ðrum stöðum og ólöglegu athæfi. Tékkarnir voru á einu máli um að Karl Jóhannsson hefði verið bezti dómarinn í leikum þeirra hér til þessa — og að Karl hefði einnig verið bezti leikmaðurinn er þeir hefðu mætt í íslandsför- inni. Þeir lofuðu og mjög Þor- stein Björnsson markvörð. Tékkarnir tóku það fram að enginn dómara hefði látið eitt yfir Tékka ganga og annað yfir íslendinga. Heldur lægju gallar þeirra í því að misskilja alþjóða- reglur. Þetta fannst þeim mest áberandi í leiknum við úrvals- liðið er Valur Benediktsson dæmdi. Góðir ísl. leikmenn Þjálfari Tékkanna Spaeil, sem leikið hefur 32 landsleiki, og hlotið æðstu heiðursmerki er tékkneskur íþróttamaður getur fengið, sagði aðspurður, að margir ísl. leikmannanna ættu þess kost að komast í tékkneska landsliðið, ef heflaðir væru af þeim nokkrir vankantar. ísl. leik mennirnir væru stórir, sterkir, fljótir og öruggar skyttur, en léku grófan leik — og það leyfð- ist þeim dómaranna vegna. Tékkarnir voru á þeirri skoð- un ísl. leikmenn myndu eiga erfiðara um vik þegar erlendir dómarar dæmdu hér leiki. Nefndu þeir dæmi um það að ísl. dómarar rangtúlkuðu þá skoðun sem dómarar í M-Evrópu legðu í reglurnar. ★ Óvilhallir áhorfendur Tékkarnir hrósuðu hinsvegar áhorfendur fyrir að hrósa því hjá báðum li'ðum sem vel væri gert. Töldu þeir áhorfendur mjög óhlutdræga. Formaður Karvina Josef Ul- rich, sem er félag í námabæ utan Prag er byggzt hefur upp á 15 árum, sagði stuttlega frá íþrótta- félagi námubæjarins. Það leggur stund á 12 íþróttagreinar en vin- sælastur er handknattleikurinn. Hefur félagið gert áætlun um að komast úr 4. sæti í 1. deildar- keppninni (sem það heldur nú) í fyrsta sæti á 4 árum. í dag telur borgin 70 þúsund íbúa en mun árið 1975 telja 130 þúsund. Náman sem 14 af þeim mönnum er nú eru með í íslandsförinni starfa vi'ð er ein sú nýtízkuleg- asta í Evrópu og eru 95% starfa þar unnin með sjálfvirkum vél- um. Josef Ulrich sagði að þeir fé- lagar væru mjög hrifnir af mót- tökum hér og þeir hlökkuðu til að taka á móti liðsmönnum Fram úti í Tékkóslóvakíu og kynna þeim land og þjóð — og það meira en íþróttalífið eitt. Lét Ulrich í ljós ósk um að fleiri flokkar en íþróttaflokkar myndu koma fram í íþróttahöllinni nýju og néfndi þar til tónlistarmenn og fl. Þeir félagar sögðu að ekki væri um atvinnumennsku að ræða há Karvina. En hins vegar fengju þeir er keppa ættu frí frá vinnu tvær stundir þá daga sem æfingar væru. Vinnutíminn væri venjulega 8 stundir en æf- ingar 6 stundir. Þeir félagar voru spurðir um möguleika íslendinga gegn Rúss- um og síðar í vetur gegn Pólverj- um? Þeir svörðu. „fsland hefur varla möguleika gegn Rússum. en góða möguleika gegn Pól- verjum“. viS lið sitt í kvöld, en Ingólfur Óskarsson mun leika með Fram, Ingólfur hefur dvalizt í Svíþjóð ura eins árs skeið og leikið með 2. deildarliðinu Malmberget. — Má geta þess, að Malmberget hef ur unnið all.a sína leiki á yfir- standandi keppnistímabili, ea auk þess, sem Ingólfur er leik- maður með liðinu, er hann þjálf- ari þess. Fram-liðið verður skipað að mestu leyti eins og það var í Reykjavíkurmótinu. Markverðir verða Þorgeir Lúðvíksson, sem leikur í kvöld sinn 100. leik með meistaraflokki og gegnir þá fyrir liðastöðu, og Þorsteinn Björns- son. Aðrir leikmenn verða: Gunn laugur Hjálmarsson, Guðjón Jóns son, Sigurður Einarsson, Tómas Tómasson, Gylfi Jóhannesson, Hinrik Einarsson, Jón Friðsteins- son, Frímann Vilhjálmsson Og Ingólfur Óskarsson. Áður en leikur Fram og Kar- vina hiefst í kvöld, mun sam- eiginlegt úrvalslið Fram og FH í kvennaflokki leika gegn ís- landsmeisturum Vals. Hefst þessi leikur kl. 20,15, en síðari leikur- inn strax á eftir. 15 lönd ákveðin ÍTALÍA varð 15. og næst síð- asta landið sem skipar loka- riðil keppninnar um heims- meistaratitil í knattspyrnu næsta ár. ítalir sigruðu Skota í síðari ieik landanna í Napoli í gær með 3—0. Leikurinn var sagður heldur lélegur en 70 þúsundir manna sáu leikinn. í hálfleik stóð 1—0. Þau 15 lönd sem nú hafa tryggt sér rétt til Iokakeppn- innar eru Brazilía (sem ver titilinn), England (gestgjafi keppninnar), ftalía, V.-Þýzka land, Frakkland, Portúgal, Sviss, Ungverjaland, Sovét- ríkin, Spánn, Uruguay, Chile, Argentína, Mexíco og Norður- Kórea. 16. landið verður annað hvort Belgía eða Búlgaría. Þau urðu jöfn og efst í 1. riðli undankeppninnar og leika aukaleik um sæti í loka- keppninni á Ítalíu 29. des.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.