Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 32
I niiMHWI'il i'HlilMn Hi' Hiill MIIBIff 15 DACAR TIL JÓLA Jólffllpsoheðiiif UÓS OG HITI Garðastræti 2. — Sími 13184. 282. tbl. — Fimmtudagur 9. desember 1965 Vb. Garðar lagð- ist a hliðina ftléfin fyrir borð og hann rétti við ESKIFIRÐI, 8. des. — S.l. mánu dagsnótt fékk Garðar GK 175, sem er 179 lesta bátur, á sig sj<> og lagðist á hliðina, er hann var á leið inn með fullfermi af sáld. Skipverjar voru tilbúnir að fara í gúmmibátirin, en er nót- inni hafði verið varpað fyrir borð, rétti báturinn sig við. Skall |>ar hurð naerri hælum. Sjópróf fór í dag fram hjá sýslumanni vegna þessa og skýrðu skipstjórjnn, Guðmundur Illugason frá Djúpavogi, og aðrir skipsmenn þar frá því sem gerð- ist. Garðar var að síldveiðum 55—€0 sjómílur SA af Gerpi og fékk þar fulla lest og í tvo mið- kassa eða um 1220 mál. Á leið- inni í land fékk Garðar á sig' tvö brot, sem lögðu hann á stjórnborðshliðina. Þá átti bátur inn eftir 40—45 sjómílur til Djúpavogs. Þarna munu hafa verið 4—5 vindstig og sjór eftir þvl Strax og Garðar lagðist á hlið ina, var mannskapurinn ræstur út og reynt að keyra bátinn upp, með því að leggja stýrið hart á bakborða. Er sýnt var að það tækist ekki, ákvað skipstjórinn a'ð kasta nótinni fyrir borð, en hún var aftur á bátadekki. Er báturinn var laus við nótina, rétti hinn sig við. Gúmmíbáturinn aftur á hafði verið gerður klár og voru menn tilbúnir að yfirgefa skipið, ef með þyrftL Nærstöddum bátum var líka gert viðvart, og þeir sem næstir voru, lögðu af stað í átt- ina til Garðars. En þeirra reynd- ist ekki þörf eftir að báturinn losnaði við nótina. Eftir það var haldið áfram til Djúpavogs, þar sem landað var aflanum og síðan haldið til Eski- fjarðar, þar sem sjópróf fór fram. Garðar er nú farinn aftur út á miðin með aðra nót. Ég átti tal við skipverja. Þeim kom ölium saman um, að þetta hefði verið eina ráðið til að bjarga skipinu, að losa sig í snatri við nótina. — Gunnar. Unnið að slökkvistarfi. (Ljósmynd Sv. Þ.). Rörsteypan í Kópavogi brann til kaldra kola í fyrrinótt HUS Rörsteypunnar h.f. við Fífuhvammsveg í Kópavogi brann til kaldra kola í fyrri- nótt. Vatnsleysi hamlaði mjög slökkvistarfi, en vatn þurfti að taka úr hinum grunna og vatns- litla Kópavogslæk. Einn maður var í húsinu og bjargaðist hann naumlega út um glugga. Einnig lá við stórslysi á slökkviliðsmönnum, er gaskút- ur sprakk, em þessir þrír menn sluppu allir með óveruleg meiðsli (sjá viðtöl neðar á síð- unni). Slökkviliðið í Reykjavík var kvatt á vettvang með símahring ingu kl. 1.55 um nóttina, að sögn Gunnars Sigurðssonar vara- slökkviliðsstjóra. Hús Rörsteyp- unnar, sem er járnklætt tré- grindarhús á tveimur hæðum, og með steinsteyptri viðbygg- ingu með timburþaki, var al- elda, er slökkviliðsbílar komu suður í Kópavog. ýc Naum björgun í norðvesturhorni hússins á annarri hæð hafði sofið maður, Rafn Björnsson, Vaknaði hanm við reyk og hita og var þá mik- ill eldur í húsinu. Braut hann glugga og gat náð í staur fyrir utan og sveiflaði sér niður. Meiddist hann lítilsháttar við það. Mátti ekki tæpara standa að hamn kæmist út. ic Erfitt að ná í vatn J>að var til mikilla óþæginda við slökkvistarfið að enginn nærtækur brunahani er þarna. Var notað vatnið af slökkvi- bílunum og farið með tvær slöngur í Kópavogslækinn, sem er vatnslítill og grunnur, svo erfitt var að ná þaðan vatni í slöngurnar. Var reynt að stífla lækinn með rörum. Var unnið að þvi að slökkva eldinn með þessum hætti til kl. 5 með 4 slökkvibilum og 42 mönnum, en þá var húsið að mestu brunnið. Framhald á bls. 31. Kénd bar 1. október HVÍTÁRHOLTI,» Hrunamanna- hreppi, 8. des. — Hinn 1. októ- ber í haust, þegar smalað var til skiiaréttar hér á bænum, fannst nýborin kind úti í haga. Þetta er svört veturgömul kind og var hún með svörtu hrútlambi. Ærin var strax tekin inn og sett á hús. Þetta er einstakur atburður og munu fá dæmi um að ær hafi borið svona seint. Hér er alveg snjólaust og auð jörö alveg niður á Skeið. Var hér engin fannkoma, þegar hríðarveðrið gekk yfir landið fyrir skömmu. — S. Sig. Góð síldveiði og löndunarbið VEÐUR var ágætt á síldarmiðun um fyrir austan í gærkvöldi og bátarnir farnir að vinna, en sild- in stóð djúpt. Margir síldarbát- anna bíða eftir löndun inni á Slökkviliðsmennirnir þrír, Tryggvi Ólafsson, Haukur Hjartarson, Hjalti Benediktsson við gaskútinn, en eins og sjá má hefur hann rifnað sundur við sprenginguna. - , — ■ »■ i.— _ — „Megum þakka fyrir að vera á lífi“ segir einvi slökkviliðsmanfliianna þriggja, sem voru Eiætt komnir, er gashytki sprakk í BRUNANUM mikla í Kópavogi í nótt voru þrír slökkviliðsmenn mjög hætt komnir, þegar gashylki, sem þá nýlega hafði verið bjargað út úr brennandi verksmiðjuhúsinu, sprakk. — Tveir slökkviliðsmenn, Hjalti Benediktsson og Haukur Hjartarson, voru staddir rétt við hylkið þeg- ar það sprakk, og köstuð- ust þeir báðir frá vegna þrýstingsins. Sá þriðji, Tryggvi Ólafsson, hafði ör- skömmu áður borið hylkið á öxlinni frá verksmiðj- unni og niður að læk þeim, þar sem hylkið lá þegar það sprakk. Þeir Haukur og Hjalti meiddust báðir lítillega, þegar sprengingin varð. Fréttamaður Mbl. hitti þre- menningana, Tryggva, Hauk og Hjalta, að máii á slökkvi- stöðinni í gær, en þeir tveir siðarnefndu höfðu þá náð sér að mestu, og bað þá að skýra írá iþessu atviki. Hafði Tryggvi fyrst orð fyrir þeim og sagðist honum svo frá: — Þegar kúturinn hafði ver ið dreginsn út úr húsinu og Framhald á bls. 31. höfnum á Austfjörðum, margir á Seyðisfirði og Vopnafirði. En lengri verður þó biðin hjá iþeim, sem koma inn í dag. Góð síldveiði var í fyrrinótt 70 mílur SA að A frá Gerpi og var sólarhringsafli 57 skipa 63.800 mál. í Skeiðarár- og Breiðamerkur dýpinu er orðið lítið um veiði. /' Árshótíð i Borgarnesi ÁRSHÁTÍÐ Sjálifstæðisfélag- anna í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslum verður haldin í Hóitel Borgarnes á laugardagskvöidið næsitkomandi og hefst með sam- eiginlegu borðhaldi kl. 20.00. Á dagskrá skemm tunarinnar er ræðia Jóhanns Hafsteins, dómsmáilaráðherra, Jón Árna- son, aílþingismaöur, flytur á- varp. Þá fer Ómar Ragnarsson með iéttan skeimimtilþátt. — AS loíkum verður dansað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.