Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 6
e MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. des. 1965 Úrlög hennar - Þáttur í sögu Morgunblaösins Frú Borghildur Björns- son átfræð á rnorgun FRÚ Borghildur Björnsson verð- ur áttræð á morgun, mánudaginn 13. desember. Örlög þessarar öldnu og glæsilegu konu er þátt- iir í sögu Morgunblaðsins. Hún var eiginkona Ólafs Björnssonar, ritstjóra ísafoldar og annars aðal manna. Þau eignast mannvænleg og vel gefin börn og fagurt heim- ili. Ólafur Bjömsson tekur við ísafold, áhrifamesta blaði lands- ins á þeim tíma, og stofnar síðan Morgunblaðið árið 1913 með Vil- hjálmi Finsen. Fyrsta júlí árið Frú Borghildur Björnsson. stofnanda Morgunblaðsins. Að henni stóðu góðar og traustar ættir mikils athafna- og gáfu- fólks. Foreldrar hennar voru frú Ásthildur og Pétur J. Thorsteins- son, og ólst frú Borghildur upp á hinu fjölmenna og svipmikla menningarheimili þeirra á Bíldu- dal og víðar. Ung giftist hún Ól- afi Björnssyni, hagfræðingi, syni Björns Jónssonar, ritstjóra og ráðherra. Þessi ungu og glæsilegu hjón þykja afbragð annarra 1919 á Ólafur Björnsson að taka við stjórnmálaritstjórn Morgun- blaðsins, þegar eigendaskipti em orðin hð blaðinu. En þá dregur dimmt ský fyrir sólu. Hinn 10. júní árið 1919 andast Ólafur Björnsson 35 ára gamall. Frú Borghildur er orðin ekkja aðeins 34 ára gömul. Þegar hin mikla sorg mætir henni stendur hún í blóma lífsins með börn sín korn- ung. ★ Síðan eru liðin 46 ár. Frú Borg- hildur barðist hetjulegri baráttu, kom glæsilegum barnahóp til manndóms og mennta, bjó sér og þeim fagurt heimili, listrænt og smekklegt. Þegar komið er inn fyrir dyr á Fjólugötu 7 á heimili frú Borghildar og frú Elísabetar Thors, dóttur hennar, liggur í loft inu mildur blær gamallar menn- ingar og þroska. Þar eru myndir eftir Mugg, Guðmund Thorsteins- son, hinn ágæta og fjölhæfa lista- mann, bróður frú Borghildar. Þar eru gamlar bækur og munir, sem segja sögu liðsins tima. Frú Borghildur Björnsson var á yngri árum fögur og glæsileg kona. Það er hún einnig í dag, með átta áratugi að baki. Þrátt fyrir það að hún hefur mætt mörgu mótlæti á langri ævi, hef- ur líf hennar samt verið ríkt af hamingju og gleði. Þeir sem hafa kynnzt henni muna hana líka oft- ast glaða og hressa, milda og elskulega. Þessarar merku og svipmiklu konu mun lengi verða minnzt. Við Morgunblaðsmenn þökkum henni og fólki hennar merkan þátt í upphafi og baráttu blaðs okkar á frumbýlingsárum. Við þökkum henni persónulega vin- áttu og hlýhug í garð blaðsins. Morgunblaðið hyllir frú Borg- hildi Björnsson áttræða og árnar henni, börnum hennar og öllu skylduliði alls farnaðar og ham- ingju. , S. Bj. Talið frá vinstri: Ólafur Björnsson, ritstjóri, frú Borghildur Björnsson, Guðmundur Kamban, rithöfundur, og Jón Laxdal, tónskáld. Myndin er tekin á tröppum ráðhússins í Kaupmanna- höfn. Frú Borghildur Björnsson með börnum sínum á heimili Péturs, sonar hennar, í fyrrakvöld. — Á myndinni eru, talið frá vinstri: frú Elísabet Thors, Björn Ólafsson, konsertmeistari, frú Borghild- ur Björnsson, frú Katrín Hjaltested, og Pétur Ó1 afsson, forstjóri ísafoldarprentsmðju. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) 4 * ýt Hið bráðasta Það kom fram við umræð- ur á Alþingi í vikunni, að fljót- lega yrði tekin ákvörðun um það, hvort leggja bæri á næst- unni hraðbraut suður frá Reykjavík um Kópavog. Þörf- in fyrir bætta akbraut á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar er orðin það brýn, að ekki má dragast öllu lengur að marka stefnuna í því máli. Ég ók suður úr fyrir nokkrum dög- um — í myrkri og mikilli um- ferð — og eru margar akbraut- ir í nágrenni höfuðborgarinnar öruggari en þessi. >ó hefur það bætt ástandið töluvert, að fram- úrakstur hefur nú verið bann- aður á hæðunum og þar er um- ferðin aðgreind með skiltum. En umferðin er orðin það mikil á þessum vegi ;— og hraðinn jafn- framt mikill, að úrbóta er þörf hið bráðasta. Jólatrén Jólatrén eru komin á markaðinn. í fyrra var ég einn þeirra, sem ekki tóku við sér fyrr en úrkastið eitt var eftir. Ég vil benda fólki á að velja sér tré fyrr en síðar — en vona samt, að sú ábending verði ekki til þess að ég lendi aftur á úr- kastinu. Hvolpar hverfa Sextán ára stúlka týndist í vikunni í Reykjavík og var auglýst eftir henni á fimmtu- dagskvöldið. Vísir sagði svo frá þvl daginn eftir, að stúlkan væri á vísum stað — uppi í Borgarfirði. Var það haft eftir ungum pilti, að hann — ásamt tveimur stulkum og tveimur piltum — hefði farið í ökuferð á jeppa og tekið sér gistingu á hóteli í Borgarnesi. Síðan hefði hann (sögumaður) verið hrak- inn úr hópnum og farið heim, skilið við hin fjögur, sem enn voru ókomin til borgarinnar. Ekki er ólíklegt, að allt hafl ferðafólkið verið á svipuðum aldri: unglingar — enn í umsjá foreldra. Er furðulegt að lesa slíka frásögn — og svo mikið er víst, að timarnir hafa breytzt. Ég á í rauninni engin orð til þess að segja það, sem mig langar að segja — og ég geri ráð fyrir, að fleiri verði orðlausir. Það má mikið vera, ef þetta „frelsi“ á ekki eftir að skaða blessuð börnin. Ég segi ekki meira. Framhald á bls. 31. Kaupmenn - Kaupfélög Nu er rétti tíminn til að panta Rafhlöður fyrir vetnrjna. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.