Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐID Sunnu'dagur 12. des. 1965 Ritsafn Bólu-Hjálmars fYRIR stuttu sendi ísafoldar- prentsmiðja á bókamarkáðinn tnýja útgáfu á nitsafni Bólu- Hjálmars, þrjú bindi, snyrtileg að frágangi og um 1350 bls. saman- lagt. Hér er um að ræða endur- prentun þeirrar merku útgáfu á verkum Hjálmars, sem kom í fimm bindum hjá ísafold árið 1949 undir umsjá Finns Sigmunds sonar, að viðbættu því æviágripj skáldsins, sem Finnur tók sam- an og birti í sérstakri bók ári'ð 1960. Þá hafa og komið í leitirn- ar eftir 1949 nokkur ljóð kveðin af Hjálmari, og fá þau nú sam- flot með öðrum ritsmíðum hans. Hefur Finnur Sigmundsson einr ig séð um þessa nýju útgáfu. Hin fyrri aflaði sér verðskuldáðra vinsælda og álits og er uppseld með öllu. Ber að þakka ísafoldar- prentsmiðju það framtak að hafa á nýjan leik ráðizt í útgáfu heildarverka Bólu-Hjálmars, því nýir lesendur vaxa upp árlega og ekkert efamál að margir þeirra kjósa sér greíðan aðgang að ljóð- um og lausu máli skáldsins. Á- hugi þjóðarinnar á lífi hans og verkum hefur sannazt óyggj- andi á því, hve útgáfan frá 1949 hlaut góðar viðtökur. 1 Fyrsta bindi hinnar nýju út- gáfu flytur öll ljóðmæli Hjálm- ars, sem áður hafa prentuð verið, utari rímnakveðskap; hann fyllir annað bindið; þar eru einnig ræki legar skýringar orða og kenn- inga, heimildaskrá og athuga- semdir, er taka til beggja þess- ara binda. Hið þriðja og síðasta geymir lausamál Hjálmars (sagnaþætti, sendibréf o. fl.), æviágrip hans („Drög til ævi- sögu“), kvæði þau er nýlega hafa fundizt, og að lokum nafna- skrá. Prentun þessa mikla efnis þykir mér áferðarbetri nú en í fyrri safnútgáfunni, hins vegar hafa myndirnar í æviágripinu, Finnur Sigmundsson sem auka gUdi þess og hefðu mátt vera fleiri, prentazt verr nú en í bókinni frá 1960, eru dauf- ari, ef skilin er undan teikning Ríkar'ðs Jónssonar af Hjálmari, hún hefur dekkzt, svo nú er skáld ið þar draugslegra en nokkru sinni. Um það er engum blöðum að fletta, að útgáfa Finns Sigmunds sonar á verkum Bólu-Hjálmars og könnun hans á ævi skáldsins er hið ágætasta fræðiafrek. All- ur texti Hjálmars stendur nú traustur á bók og fylgja honum æskilegar skýringar og vitneskja. Hitt er einnig mikilvægt, að fyrir tilstuðlan æviágripsins má greina annarsvegar á mUli sannara heimilda um lífsferil hans og kjör, þjöðsagna og slúðurs hins vegar. Auðvitað er ekki fyrir það að synja, að enn kunni að skjóta upp kollinum einstaka áður ó- prentað kvæði eftir Hjálmar, fyrst átta slík hafa komi'ð fram eftir 1949, hið síðasta nú fyrir þpemur árum í skagfirzku hand- riti. En varla munu fáein áður óþekkt kvæði nokkru hagga og ætti því að vera leyfUegt að skoða hina nýju útgáfu sem fulln aðarútgáfu og algjöra undirstöðu allra frekari skrifa um Bólu- Hjálmar. Hinu gæti ég fremur trúáð, að enn sé varðveitt í fór- um norðlenzkra fræðimanna nokkuð af staðgóðum athugunum, er lúta að ævisögu Hjálmars, umfram þær sem Finnur gat hag nýtt sér, hef reyndar haft spurn- ir af slíku. En óvíst er, hvort þær auka nokkru við frásögn Finns. Það skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli, að öll sannindi um manninn Bólu-Hjálmar séu leidd í ljós, því fyrr mun örðugt reyn- ast að taka skáldskap hans til þeirrar athugunar, sem hann á skilið, svo nátengdur sem hann er ævi og aðbúnaði höfundarins. Ekkert hefur fiýtt meira og bet- Jólainnkaup því fyrr því betra fyrir yður fyrir okkur Jólaavextir Mandarínur — Clementínur — Vínber — Delicious epli rauð og gul Rance beuaty epli — Bananar — Ananas — Sítrónur — Melónur — Crapealdin. Niðursoðnir ávextir allar teg. JÓLASÆLGÆTI Valhnetur — Hezlihnetur — Parahnetur — Bl. hnetur — Peacanhnetur — Peanuts — Konfektkassar — Gj aíakexkassar — Súkkulaðikex — Konfektrúsínur — Gráfíkjur — Kex ótal teg. ur fyrir slíkri athugun en sú glögga og hógværa frásögn af lífs ferli og högum Hjálmars, sem út- gáfu þessari fylgir. Mér er dulið, hvaða umtalsverðum tilgangi sú sníkjuritmennska þjónar, sem í því felst að sjóða upp gömul fræðakver gagnrýnislauat, krydda þau og láta krauma dug- lega í pottinum, eins og mætur og háskólagenginn sagnfræðing- ur hefur látið henda sig í löng- um þætti um Bólu-Hjálmar. Gamlar hugmyndir alþýðu um skáldið hafa ekki annáð en sögu- legt gildi fyrir nútíðarfólk — þær eru heimildir um þjóðlífið, sem þurfa ekki á neinni uppsuðu að halda, — eru miklu betri á allan hátt eins og frá þeim var gengið í öridverðu. Hádramatísk- ar rollur um Bólu-Hjálmar, samd ar gagnrýnislaust nú á dögum, ættu fremur áð koma út undir tákni skáldsögunnar en fræði- mennskunnar. Svo er það hitt, að Hjálmar þarfnast engrar „kokka mennsku“ söguritara, er sönnu nær, að allar þjóðsagnakenndar hugmyndir smækki hann, geri persónuleika hans „einfaldari" en hann var. Lífsstríð Hjálmars og skáld- skaparafrek er samfléttað. Kvæð in eru til vitnis um viðbrög'ð hans við umheiminum, mönnum og atvikum. En þau eru ekki öll jafn þung á metunum sem heim- ildir um annað en lund hans, vits muni og skáldgáfu. Hann var sjálfhverfur maður og nokkuð kvartsár, þrátt fyrir þá skap- hörku, sem víða setur mark sitt á kveðskap hans. Auk þess virðast likur til að ellimæ’ða og rauna- tölur, sem kvæðaefni fyrri skálda sé gildari þáttur í Ijóðagerð Hjálmars en almennt mun talið. Bíður þetta atriði eins og mörg fleiri í verkum hans skipulegrar könnunar. Rætur hinnar miklu skáldlistar Hjálmars teygjast aft- ur um allar aldir íslenzkrar bók- menntasögu og draga til sín lífs- magn þaðan, enda þótt umhverf- ið og samtfðin efldu hann mest fil kvæðagerðar. Raunar er það ekki fyrr en nú, þegar öll verk Hjálmars hafa verið dregin sam- an og gefin út af stakri alúð og nákvæmni, og sömuleiðis „helztu staðreyndir um æviferil hans“f eins og Finnur Sigmundsson tek- ur til orða, áð kominn er góður grundvöllur undir hverskyns rannsóknir á skáldskap Bólu- Hjáimars. Þó er ekki minna um það vert, áð íslenzkur almenn- ingur skuli geta kynnt sér öll verk hans í handhægri og snot- urri útgáfu. Hannes Pétursson. Fimmtugur: Karl Einarsson VINUR minn Karl Einarsson er fimmtugur í dag. Þessi gamla handboltakempa, sem var í sókn- arlínu hinna hafnfirzku Hauka í mörg ár, enda stór, snar og geysilega sterkur. Hann hefir löngum verið mik- ill dýravinur, haft unun af hest- um, elskað útivist og allt sem fagurt er. í mörg undanifarin ár hefi ég ferðast með honum um landið og víða höfum við farið. Það er sama hvort við vorum á hest- baki, í bíl eða flugvél, alltaf hefir Karl reynzt sami trausti vinur- inn og ferðafélaginn. Og hvar kynnist. maður betur en einmitt á ferðalögum Síðastliðið vor varð hann fyrir alvarlegu slysi og munaði minnstu að lítið hefði orðið úr afmælisfagnaðinum í dag. En sem betur fer er hættan liðin hjá, heilsan að koma aftur og þó að bragðtaugarnar séu enn tregar í taumi, þá er hann í móður- ættina- svo mikill Vestfirðingur, að seint mun hann hætta að meta skötuna, söltu kinnarnar og annað vestfirzkt hnossgæti sem mér smakkast svo sérstaklega vel á heimili hans og Lóu konu hans. Að síðustu Karl vinur minn. Það ,er mér óblandin ánægja að vita, að heiLsa þín leyfir að þú getur aftur notið þess að vera með vinum þínum, um leið og viinir þínir fá að njóta þíns hressi lega yfirbragðs. Þvi leyfi ég mér að bera fram þá frómu ósk mina, að mannlífið, fegurðin og allt sem gott er í tilverunni, megi ávallt vefja þig og þína örmum sínum. Jón Magnússon. Jólatréssalan við Hagkaup IVIiklatorgi Sendum jólatrén. — Ódýrir krossar og kransar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.