Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.1965, Blaðsíða 28
28 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. des. 1965 Langt yfir skammt eftir Laurenee Payne — Hafðu engar áhyggjur. -Við skiljum það. — Ef heppnin er með, verð- ur hún bráðum farin. Hún á heima í Guildford, sem betur fer og þarf að ná í strætisvagn snemma.. Ég glotti til hans, fullur skiln- ings. — t>akka þér að minnsta kosti fyrir hjálpina. En við ger- um það sem viS getum til að ná 1 Hilton. Við ættum að ná í hann á morgun. Ég efast um, að hann hafi haft vit á að losa sig við þetta hjól ,einkum ef hann hefur ekki verið búinn að borga þaið. Ég hringi í þig, ef ég þarf þín meira við. Vertu blessaður! Þegar við vorum setztir inn í bílinn, kveikti ég í síðasta vindlingmun mínum og sagði svo Saunders frá því, sem gerzt hafði í nr. 24. — Og þegar við erum búnir að fyrirskipa þessa leit, skulum við draga .okkur, hvor til síns heima, hvað sem öðru líður. Við hefðum báðir gott af svo- lítilli hvíld. Ég tók möð þökkum boði hans um að fyrirskipa leitina, og skrifaði númerið á hjóli Hilt- ons á vindlingaumbúðirnar. Það var orðið alveg dimmt þegar við komum að bílnum mínum. Meðan ég var að leita að lyklunum, sagði ég. — Það er annars útförin hennar Úrsúlu á morgun, vissirðu það? Ég kynni LIFE NATURE LIBRARY The Fishes — The Plants — The Reptiles — The Sea — The Mammals — The Insects The Poles — The Birds — The Desert — The Earth — Evolution — The Universe — The Montains — Ecology — Euraisia. VERÐ KR. 268,75. bSe BOKAVERZLUN SiGFÚSAR EYMUNDSSONAR Austurstrœti 18 - Sími 13135 Kveikjarinn ER VEL ÞEGIINÍ JÓLAGJÖF Fæst í TÓBAKSVERZLUNINNI LONDON, Austurstræti 14. — Þessi herra hérna, hefur fylgt mér eftir í klukkutima. að vilja vera þar viðstaddur, svo | að ef ég kem seint og einhver spyr, þá verð ég í Golder’s Green. Á leiðinni heim, gerði ég heiðarlegar tilraunir til að losna við málið úr huganum, og ég var enn að reyna að hugsa um eitthvað annað þegar ég kom bílnum fyrir, og gekk inn í hús- ið. □--------------------------□ 50 □-------------------------□ Ég hvíldi mig hálfsofandi í heitu baði og fór svo að borð- inu með fjölskyldunni í nátt- fötum og slopp, sofnaði síðan yfir einhverju hörkuspennandi í sjónvarpinu og vaknaði aftur við það, að Snooky var að sleikja á mér öklana. Þegar ég klóraði honum á hnakkanum, stökk hann upp í kjöltu mína, dinglaði ofurlítið Skottinu og sofnaði síðan. — Þú verður að láta klippa þig, sagði Mildred upp úr þurru. — Það er alveg skömm að sjá höfuðið á þér. Hún er alltaf að tala um hár- ið á mér. Nú sat hún og prjón- aði og sneri baki að sjónvarpinu — en þannig horfði hún alltaf á að — of löt til að snúa sér við. En stundum — í stað þess að spilla skemmtuninni fyrir hinum með sífelldum spurning- um um, hvað væri að gerast leit hún sem snöggvast á það og sagði svo, að sér þætti ekkert gaman að þessu sjónvarpi. —Hvað ertu að prjóna? spurði ég hana, því að ég var hálfsmeykur við þessa garna- flækju af ullarbandi, sem hún var með á hnjánum. — Peysu handa þér, svaraði hún. — Þér fer ekki að veita af henni. Ég lokaði augunum og gafst alveg upp. Hún gat ekki prjón- að fyrir tvo aura. Prjónaskapur- inn hjá henni var í því fólginn að framleiða fjöldan allan af misstórum götum ,sem hún svo saumaði saman svo úr varð hræðilegur óskapnaður. Og þetta kallaði hún ,,peysur“. Ég skal láta Jdippa það á morgun. — Hvað? — Nú, hárið á mér, sagði ég og sofnaði aftur. 12. kafli. Mánudagur. Ég kom inn til „Feimna Sids“ í New Bond Street næsta morg- un áður en hann var einusinni búinn að taka mjólkurflöskurn- ar, svo að ég tók þær upp og bar þær niður í vistlega kjall- arann. Hann sat í einum stóln- um og starði eins og stirðnaður á sína eigin mynd í speglinurrw Hann sá mig koma inn og stokk- roðnaði. Það er þessvegna sem ég -kalla hann feimna Sid. Hann er feimnasti maður, sem ég hef nokkumtíma kynnzt. — Mjólkin! sagði ég og skellti flöskunum niður fyrir framan hann. — Þú hefðir gott af að að fá einn bolla af almennilegu te! — Gaman að sjá þig, fulltrúi sagði hann og fór að hreyfa sig og hjálpa mér úr frakkanum. — Ég bjóst ekki við þér. — Ég bjóst ekki við mér sjálf ur en konan segir, að ég sé orð- inn lögreglunni til skammar. Geturðu lagað mig eitthvað til? Enda þótt ég hafi rótgróna andstyggð á að láta klippa mig, hef ég alltaf mestu ánægju af kynnum minum við Sid, sem er kringluleitur og glaðlegur mað- ur með minnkandi hár og sterk- ar hendur. Hann er sálfræðing- ur, röksnillingur, heimspekingur og vinur, alltaf reiðubúinn, fyr- ir andvirði einnar klippingár, til að ljá þolinmótt eyra allra vit- leysunni, sem viðskiptavinirnir eru að blaðra, og hann hefur góða greind, sem vekur ósjálf- rátt virðingu. Einu sinni leysti hann mál fyr ir mig með einu einasta orði, sem út úr honum datt — orði) sem beindi hugsunum mínum á rétta braut og kom mér til að rata á sköllóttan skjalafalsara. í þakklætis skyni gaf ég honum vindlingaveski úr -silfri með nafninu hans gröfnu á. Þegar hann var ungur hafðl hann verið í kaupskiptaflotán- um, en hann hafði aldrei haf* sjóinn almennilega í blóðinu, trúði hann mér fyrir. Ég fékk þá hugmynd, að hann hefði lent í einhverju klandri og þessvegna farið til sjós, áður en það varð uppvíst. En svo hafði hann kom ið aftur í stríðinu, og svo feng- ið liðagigt við Dunkerque og loksins hafði hann einhvernveg- inn komizt yfir einhverja beztu rakarastofuna í London. Hann kom mér nú fyrir f stólnum, breiddi yfir mig og skellti í góm, þegar hann sá, hvað ég var orðinn lubbalegur. BÓKAFORLAGSBÓK NÝ SKÁLDSAGA E F TIR INGIBJÖRGU SIGURÐARDÓTTUR œr Feff9arf|jr Á FREMRA-NÚPI BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR . STOFNSETT 1897

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.