Morgunblaðið - 19.01.1966, Page 27
iíiðvikudagur 19- janúar 1966
MORGUNBLAÐIÐ
27
Síldarverksmiðjan í Bolungarvík
kaupir síld í Skotlandi
IVBikil síld í Norðursjó
BLAÐIÐ hafði af því spurn-
ir að Síldarverksmiðja Einars
Guðfinnssonar í Bolungarvík
hefði látið síldarflutningaskip
sitt, Dagstjörnuna, kaupa síld
af síldveiðiskipum við Skot-
land og niyndi flytja hráefn-
ið hingað heim og bræða
vestur í Bolungarvík.
Blaðið sneri sér til Guðfinns
Einarssonar og spurði hann um
málið. Hann skýrði svo frá:
— Síldar- og olíuflutningaskip
okkar Dagstjarnan (ex Þyrill)
flutti fyrir skemmstu út lýsi til
Amsterdam, en í þann mund, er
skipið var á leið heim aftur, höfð
um við haft spurnir af miklum
síldveiðum í Norðursjó. Var skip-
inu því haldið til Skotlands og
fékkst umsvifalaust leyfi til að
kaupa sild af skozkum síldarbát-
um, enda hafði þá borizt svo
Þrír nýir
Hæstorréttorlög-
menn
1 MORGUNBLAÐINU i gær
var skýrt frá því, að lögfræð-
ingarnir Björn Sveinbjörnsson
og Jón Finnsson hefðu fengið
leyfi til málflutnings fyrir
Hæstarétti eftir beiðni þeirra, en
Hæstiréttur hefði áður fallist á
beiðni þeirra um undanþágu frá
málflutningsprófraun. Nafn
þriðja lögfræðingsins vantaði í
fréttina, þ.e. nafn Jóns Hall-
varðssonar frv. sýslumanns.
— Sprengíng
Framh. af bls. 1
ári um 2 milljónir lesta af
eldsneyti. Stöðin var staðsett
um 30 km. frá Frankfurt am
Main og olli slys þetta geysi-
legu umferðaröngþveiti í dag
á leiðinni milli Frankfurt og
Köln.
Sprengingin v'rð um kl. 10 í
morgun ■— að staðartíma. Vildi
svo heppilega til, að flestir hinna
sex hundruð starfsmanna stöðv-
arinnar voru í morgunkaffi í
matsal hennar — ella er talið að
verr hefði farið. Þak einnar bygg
ingarinnar, sem var um 30 metrar
að lengd lyftist af veggjunum
við sprenginguna og örskammri
stundu síðar stóðu eldtungurnar
í í allt að hundrað metra hæð.
Gluggarúður brotnuðu og hús-
veggir sprungu í næriiggjandi
íbúðarhverfum. Varð sprenging-
arinnar vart í allt að fimm km.
fiarlægð. Þéttan svartan reyk
lagði yfir næsta nágrenni — log-
andi brak þeyttist í loft upp og
kom aftur niður í mörg hundruð
metra fjarlægð frá byggingunni.
Konan sem beið bana, varð fyrir
glóandi járnstykki.
Mikil skelfing greip um sig
meðal starfsfóiksins og flýði
hver sem fljótast gat, sumir
hlaupandi en aðrir náðu að ræsa
bifreiðir sínar og óku á brott
með ofsahraða. Að sögn tals-
manns Caltex fyrirtækisins lögðu
þó nokkrir starfsmannanna sig í
bráða lífshættu við að reyna að
stöðva rennsli ýmissa efna, sem
valdið gátu keðj usprengingum.
Eldur logaði í stöðinni í allan
dag og þegar síðast fréttist beind
ist allt starf slökkviliðsins að því
að hindra frekari útbreiðslu elds-
ins.
mikið af síld á land að Skotar
voru í vandræðum með að ‘nýta
hana.
Skipið tekur þarna 9000 tunn-
ur síldar og flytur til Bolungar-
víkur þar sem farmurinn verður
bræddur. Dagstjarnan dælir síld
inni upp úr skozku bátunum og
voru Skotar ánægðir með að
iosna við síldina á þennan hátt.
Skipið verður fullt í kvöld
(þriðjudagskvöld).
Verðið, sem greitt er fyrir
Norðursjávarsíldina er 120 kr. á
tunnuna, en þetta er fremur smá
sild og 12—14% feit.
Við höfum látið okkur detta í
hug að halda þessu áfram ef við
getum fengið síldina. Dagstjarn-
an mun nú þegar eftir heimkoni-
una fara með annan lýsisfarm út
og tekur í bakaleið síld hvar sem
hún fær hana, ef ekki er of mik-
ið úrleiðis fyrir skipið. Þetta er
mjög auðvelt. Ekki tekur nérria
einn dag að hreinsa skipið til að
taka lýsi um borð og ekkert þarf
að hreinsa það áður en síldin er
tekin um borð. Svo hefir skipið
sjálft dælutækin til að dæla síld-
inni Um borð eins og kunnugt er.
Við vitum að sjálfsögðu ekki
hvernig þetta tekst til en við von
um að allt fari að óskum og sjálf-
sagt var að gera þessa tilraun.
í vetur verður svo keypt síld
af íslenzkum skipum ef hún verð
ur fáanleg, sagði Guðfinnur að
lokum.
Krapastífla í Laxá
Rafmagnsskortur nyrðra
AKUREYRI, 18. jan.
Krapastífla í Laxá veldur því,
að mjög hefur dregið úr raf-
magnsframleiðslu Laxárvirkj-
unarinnar. Vatnsrennsli árinnar
nú í frostunum er aðeins 12—15
kúbíkmetrar á sekúndu, en með-
alvetrarrennsli er 30—35 kúbik-
metrar á sekúndu, Krapastífla
þessi er sennilega um fjögurra
kílómetra löng, frá svonefndum
Birningsstaðaflóa og upp þaðan.
Samkvaamt reynslu frá fyrri
árum heldur stíflan áfram að
hækka með hækkandi vatns-
borði, þangað til áin er farin
að renna út í hraunið, en þá fær
vatnið framrás og kemur fram
neðar. Getur þetta tekið nokkra
daga. Síðast, þegar þetta kom
fyrir, stóð þetta vatnsleysi í fjóra
daga eða svo.
— Þung viðurlög
Framhald af bls. 28.
þeir Ingvar Már Þorgeirsson, 26
ára að aldri og bátsmaður á tog-
aranum og Gestur ísleifsson há-
seti, 21 árs að aldri, á fund yfir-
vélstjóra skipsins. Höfðu þeir
verið meira og minna drukknir
frá því farið var úr höfn í Brem-
erhaven. Yfirvélstjóri lá þá í
koju sinni og las. Skipti það eng-
um togum að þeir kumpánar
réuðst á vélstjóra og veittu hon-
um áverka á höfuð og einnig
bilaðist hann í baki, er hann átti
í stympingum við þá.
Um nánari atvik og aðdrag-
anda að þeim er enn ekki með
fullu vitað, þar sem rannsókn
málsins er ekki enn lokið.
Þar sem hér er um að ræða
árás á yfirmann skips á hafi úti,
og brot á skipsaga og góðri reglu
um borð, fer rannsókn málsins
fram fyrir Sjódómi, en í honum
eiga sæti einn löglærður maður
ásamt tveimur meðdómendum,
siglinga- og sjómennskufróðum.
Að þessu sinni eru meðdómend-
ur Eiríkur Kristófersson og Hall-
dór Jónsson, _n dómsforseti er
Björn Friðfinnsson.
Er rannsókn málsins hefir far-
ið fram fyrir Sjódómi, er það
sent Sr.ksóknara rikisins, sem
tekur ákvörðun um ákæru og
sendir síðan Sjódómi aftur til
dómsálagningar, ef honum þykir
ástæða til.
Það er mjög sjaldgæft að Sjó-
dómur fari með refsimál.
Geta má ’æss að mjög þung
viðurlög eru við að ráðast á
yfirmann skips á hafi úti.
Um áhöfn togarans í þessari
ferð er það að segia, að þar var
lið mjög blandað, margir höfðu
aldrei verið þar um borð áður,
en áhöfn smalað saman hér og
hvar og var hún sem fyrr segir
mjög sundurleit.
Rannsókn þessa máls lýkur
væntanlega í þessari viku.
Laxárvirkjunin framleiðir nú
aðeins sjö þúsund kílówött (af
ellefu þúsund við venjulegar að-
stæður), og er varastöðin á
Oddeyrartanga í gangi allan sól-
arhringinn. Framleiðir hún þrjú
þúsund kílówött. Ekki hefur enn
komið til rafmagnsskömmtunar
á Laxársvæðinu, en notendur
'hafa verið beðnir að draga úr
vélanotkun eftir því seim unnt
er, svo og rafimagnshitun þeir,
sem það geta, a.m.k. yfir mesta
álagstímann kl. 11—12 árdegis.
Ef sá sparnaður hrekkur ekki til,
verður að grípa til Skömmtunar,
meðan þetta ástand helzt.
Menn frá Rafveitu Akureyrar
munu fara austur 1 Laxárdal á
morgun og athuga aðstæður nán-
ar meðal annars kanna, hvort
gerlegt þyki að reyna að
sprengja stífluna. Allt er með
eðlilegum haetti, þar sem Laxá
fellur úr Mývatni og góðs viti
er, að vatnsborð Mývatns stend-
ur venju fremúr hátt. — Sv. P.
— Eldsvoði
Framhald af bls. 28.
Oddur Andrésson, býr í
steinhúsi við hlið gamla hússins,
og skemmdist það ekki neitt. Allt
eyðilagiðst, sem var í risinu, föt,
bækur o. fl. Skyldutrygging var
á húsinu.
Ekki var kunnugt um upptök
eldsins í gær, en rafmangsleiðsl-
ur voru á háaloftinu.
— Rithöf.samband
Framhald af bls. 28
yrði send álytkun þess efnis, að
Rithöfundasamband fslands árn-
aði rússneska rithöfundinum
Mikael Sjolokov allra heilla með
verðskulduð Nóbelsverðlaun árs-
ins 1965. Var fyrri hluti tillög-
unnar samþykktur.
Seinni liður tillögu Björns Th.
Björnssonar var á þá leið, að
sendiherra Sovétríkjanna hér á
landi yrði send ályktun þess efn-
is, að víta bæri þá ráðstöfun ríkis
stjórnar Sovétríkjanna, að rúss-
nesku rithöfundarnir Abram
Tertz og Nikolai Arzhak, en
bæði nöfnin eru skáldheiti, hefðu
þolað frelsisskerðingu í heima-
landi sínu.
Sagði Björn Th. Björnsson í
forsendum sínum fyrir þessari
ályktun, að ein af skyldum rit-
höfunda um gjörvalla veröld
væri að standa vörð um, að skáld
bræður þeirra hvar sem væri,
fengju að rita hvað sem væri
óáreittir af stjórnarvöldum síns
heimalands. Var þessi tillaga
Björns Th. Björnssonar sam-
þykkt.
Báðir liðir þessarar ályktunar
verða þýddir á rússnesku og
sendir sendiherra Sovétríkjanna
á íslandi.
Þessi Volkswaganbifreið fór
út af vegabrúnni við Hvassa-
hraun kl. 22 á sunnudags-
kvöld, en vegabrúnin er um
fjórir inetrar á þeim stað.
Þrír kaþólskir prestar voru í
bifreiðinni og viðbeinsbrotn-
aði einn þeirra, en liinir hlutu
lítilsháttar áverka. Bifreiðin
er talin ónýt og er nú geymd
á bifreiðageymslusvæði Vöku.
Þrjár bílaveltur urðu á
Reykjanesbrautinni 4 sunnu-
dagskvöld og aðfaranótt
mánudags. Moskvitsbifreið-
in sem myndin er af valt
vegna hálku á Reykjanes-
braut kl. 23 á sunnudagskvöld
nánar tiltekTð á svokallaðri
Strandheiði.
Hjón með tvö börn voru í
bifreiðinni og ók konan og
hlaut hún lítilháttar áverka.
Telja kunnugir að viðgerð á
bílnum muni kosta 30.000 kr.
(Ljósm. Sv. Þonm.)
Landbúnaðarráðherrar
Norðurlanda á fundi
Bújorðum i IVoyegi og Sviþfóð
fækkar óðum
Kaupmannahöfn, 18. jan. NTB.
• LANDBÚNAÐARRÁÐHERR-
AR Norðurlanda komu sam-
an til fundar í Kaupmannahöfn
í dag til þess að ræða ýmis sam-
eiginleg vandamál á sviði land-
búnaðar. Gerðu þeir grein fyrir
framleiðslu landbúnaðarins,
hver í sínu landi, og ræddu sér-
staklega um helztu breytingar á
neyzluþörfinni innan hvers lands
og jafnframt á útflutningi land-
búnaðarafurða, markaðsmál og
fyrirhugaðar „Kennedy“-viðræð-
ur um tollamáin. Þá ræddu þeir
um möguleikanna á því að koma
á laggirnar norrænni rannsól , -
armiðstöð fyrir landbúnað Norð-
urlandanna allra. Fram kom í
viðræðunum, að bújörðum fækk
ar allhratt bæði í Noregi og Sví-
þjóð og kann svo að fara í fram-
tíðinni að löndin verði að flytja
inn landbúnaðarafurðir.
Varðandi viðskipti ríkjanna
var það meðal annars til umræðu
að kjötflutningur Dana til Sví-
þjóðar hefur tiltölulega lítið
aukizt enda þótt kjötinnflutning-
ur Svía hafi aukizt. Er ástæðan
sú, að Svíar hafa í vaxandi mæli
keypt fryst kjöt frá Ástralíu.
Fundinn sitja af ísland hálfu þeir
Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráð
herra og Gunnlaugur Briem,
ráðuneytisstjón.
— Ottazt var um
Framhald af bls. 28 -
upp áætlunarílug til Neskaup
staðar.
Laust fyrir kl. 1.30 í nótt
hafði blaðið þær fregnir frá
fréttaritara sínum í Neskaup-
stað að 6 bátar, sem lágu í
höfninni þar, væru farnir að
leita flugvélarinnar með
strönduin fram.
Pá hafði einnig verið hringt
á alla bæi sem eru með strönd
um Norðfjarðar beggja meg-
in fjarðarins og fólk þar beð-
ið að huga að vélinni.
Verkstæðisvinna
Óskum eftir að ráða nokkra smiði og lag-
tæka menn vana verkstæðisvinnu.
Fyrirspurnum ekki svarað í síma.
GamBa Kompaníið
Síðumúla 23.