Morgunblaðið - 25.01.1966, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.01.1966, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. janúar 1961 Þessi mynd var tekin upp við brúna yfir Varmá hjá Brúarlandi í Mosfellssveit á laugardaginn, er þessi sendiferðabíll valt ofaní ána, eftir að hafa skollið á brúa rstöpulinn. Var hálka á vegin- um og skall bíllinn þversum á brúarstöpulinn, en steyptist sið- an ofan í ána. Dæla var i bílnu m fyrir aftan bilstjórann. Tókst hún á loft og fór rétt við höfuð bifreiðarstjórans, Dagbjarts Grímssonar og í gegnum framrúðuna. Bifreiðarstjórinn meiddist nokkuð, en hann mun hafa kastazt út úr bifreiðinni. . Dagstjarnan komin heim með 6500 mál, tekin úr skozkum smábátum Bruni í verksmiðjunni getur tafið bræðslu BOLUNGARVÍK, 24. jan. Dagstjarnan kom í nótt með fullfermi af síld, sem hún tók af skozkum bátum norðan við Aberdeen. Síldin er mjög smá, eiginlega bara kræða. Var verið að landa henni hér í dag. Jafn- framt var verið að búa síldar- verksmiðjuna undir að hefja bræðslu, þegar kviknaði í mjöl- blásara og getur það tafið bræðslu nokkuð. Var mikill eld- ur í blásaranúm um tíma, en hann barst ekki út fyrir blásar- * ann. Síldveiðar á 25 tonna bátum. Dagstjarnan var með 6500 mál síldar, sem tekin var beint úr skozku bátunum innanfjarðar. En Skotar stunda þessar veiðar "á 25 tonna bátum og eru tveir saman um einhverskonar troll. Hafa íslenzku sjómennirnir al- drei séð svona veiðar áður. Var unnið á daginn við að taka síld- ina úr bátunum og gekk það mjög vel, tók ekki nema tvo daga að fylla skipíð. Hugsa Dag- stjörnumenn sér gott til glóðar- innar að taka aftur síld á sama hátt I næstu ferð. Um leið og þeir eru búnir að landa, taka þeir hér lýsi og sigla með það til Þýzka- lands. í leiðinni heim taka þeir skozku síldina. Siglingin heim gekk vel. Eldur í síldarverksmiðjunni. Seinni hluta dags í dag kvikn- aði í síldarverksmiðjunni, sem verið var að búa undir bræðslu. Kom eldur upp í mjölblásara frá öðrum þurrkaranum og var þar mikill eldur um tíma. Slökkvilið- ið var kvatt á vettvang og tókst að ráða niðurlögum eldsins, sem ekki breiddist út. En þessi tæki öll eru úr járni og hætt við að þau hafi skekkst og skemmzt í eldinum. Getur það tafið bræðslu á nýkomnu síldinni, ef þau þurfa mikillar viðgerðar við. En það er ekki orðið ljóst enn þá. — Hallur BLINDBYLUR var á austan- fyrrinóitt og er það með verðu Norðurlandi í gær, 8-9 mestu frositum sem þar hafa vindstig og 10-15° frost, en mælzt síðan 1918, en þá voru sunnan lands og vestan var — 24.5°. Árið 1956 mældust hægur vindur og 10-20°frost. — 17.1° í janúar, en 1961 í Reykjavík mældust 16,6° í mældust — 16.6° í desember. Unnið að upplýsingasöfnun um greiðslu fyrir bóka-útlán — seijir menntamálaráðherra NÝLEGA samþykkti Rithöf- undafélagið að hvetja félags- menn sína til að leyfa ekki ,.út- lán á bókum sínum í bókasöfn- um, nema sérstakt gjald komi fyrir. Mbl. spurði menntamála- ráðherra, Gylfa Þ. Gíslason, hvað hann vildi um þetta segja og hvort afstaða hefði verið tek- in tii málsins. Ráðherrann kvaðst á sínum tíma hafa skipað nefnd til að athuga þetta mál. Hefði hún skil að frumvarpi, sem. síðar var rætt í ríkisstjórnihni. Varð niðurstað- an þá sú að málið skyldi ekki Aukakosningar í Hull í næstu viku — rauðskeggjaður blaðamaður hættuleg- asti andstæðingur írambjóðanda verkamannaflokksins London, 24. jan. — NTB-AP 4 í NÆSTU viku fara fram aukakosningar í hafnarborg- inni Hull í Bretlandi og kunna þær að ráða úrslitum um fram- tið stjórnar Verkamannaflokks- ins undir forystu Harolds Wil- sons. í síðustu kosningum vann Verkamannaflokkurinn nauman sigur í Hull — frambjóðandi hans hafði aðeins 180 atkvæði um- fram frambjóðanda íhaldsflokks- ♦ Tapi Verltamannaflokkurinn kosningunum nú verður meiri hluti hans á þingi aðeins eitt at- kvæði og því talið næsta líklegt að Wilson forsætisráðherra sjái sig tilneyddan að láta fara fram þingkosningar innan tíðar. „Skuggaráðuneyti“ íhalds- flokksins hélt fund í dag til þess að ákveða stefnu sína á þingi á næstunni, en þing kom aftur sam an í dag að loknu jólaleyfi þing- FramhalcF á bls. 27 Varðskipsmsiður fór í sjóinn — v/ð björgun brezka togarans ÞEGAR Óðinn var að draga brezka togarann Wyre Conquerer af strandstað austur á söndum á laugardagsmorgun vildi það ó- happ til, að 4. vélstjóri fór í sjó- inn. Þegar dráttartaugin slitnaði skyndilega milli skipanna, kom mikill hnykkur á Óðinn, og ann- ar af tveimur mönnum, sem voru til taks í litlum vélbát á síðunni ef fara þyrfti skyndilega yfir í togarann, missti jafnvægið. Þetta var fjórði vélstjóri, en hann greip í lensportið á skipinu, er báturinn fór frá. Var kallað að maður hefði fallið fyrir borð, og var skipið stöðvað. En við það missti maðurinn takið og kastaðist frá. Var kastað til hans bjarghring, en of mikill straum- ur var til að maðurinn gæti synt að honum og barst hann frá. Þá var varpað til hans kaðli og var hann dreginn að skipshliðinni, þar sem tveir félagar hans náðu honum upp. Ekki varð manninum meint af volkinu. flutt, Rithöfundarnir vöktu síðan aftur máls á þessu, og var það rætt aftur í ríkisstjórninni. Þá varð niðurstaða sú, að fela menntamálaráðherra að afla upp lýsinga á Norðurlöndum til hlið sjónar fyrir Íslendinga um þetta mál. . Nú er verið að safna þessum upplýsingum, að því er ráðherr- ann sagði. Upplýsingar hafa ver- ið að berast frá Norðurlöndum, ekki allar komnar. Þær sem komnar eru, eru nokkuð misjafn ar, og ekki er búið að vinna úr gögnum. Strax og allar umbeðn- ar upplýsingar eru komnar um málið frá Norðurlöndunum fjór- um, verður unnið úr þeim og þá hægt að gera sér grein fyrir hvort þær geta komið að gagni sem fyrirmynd fyrir Islendinga á þessu sviði. Skipherra slasast ÞEGAR Þórarinn Björnsson, skipherra, var á leið fró borði á varðskipinu Óðni í fyrraikvöld, varð það óhapp, að hann rann til á hálli bryggjunni og datt, með þeim afleiðingum að hann handleggsbrotnaði og mun hand- leggurinn hafa þríbrotnað. Hann var fluttur í sjúkrahús. Skip- herrann varð því fjarverandi er sjópróf fór fram hjá borgardóm- ara vegna strands brezka togar- ans Wyre Conquerer og björgun- ar hans. — Sprengjan Framh. af bls. 1. nokkrir íbúar í Almería-héraði hafi orðið fyrir geislun aí völd- um sprengjanna sem þar fund- ust og m.a. komið í ljós að nokkr ir herlögreglumenn sem þátt tóku í leitinni hÖfðu fengið snert af geislun, en áhrifin hverf andi. Það er tilgáta þeirra sem að leitinni hafa unnið að einhver sprengjanna kunni að hafa skaddazt við fallið til jarðar þannig að leki hafi komið að henni og eitthvað geislavirkt efni síast út. Hefur verið leitað til allra íbúa á þessum slóðum og þeir beðnir að koma til rann- sóknar svo ganga megi úr skugga um að þeim hafi ekkert orðið að meini. Hermenn úr bandaríska flughernum leita kjarnorkusprengjuunar týndu 4 hrjóstrugum lcndum utan akra skammt frá Palomares í AlmeríuhéraðL

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.