Morgunblaðið - 02.03.1966, Side 2

Morgunblaðið - 02.03.1966, Side 2
ar 2 MORCU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 2. marz 1966 Vatnsskortur austan fjalls Holti á Síðu 28. febr. Veturinn hér í sveitunum imilli sanda hefir verið kaldur eins og annarsstaðar. Lítill snjór en frosthart öðru hvoru. Vatns- skortur er og hafa flestar heim- ilisrafstöðvar, sem ganga íyrir 'vatnsafli, stöðvast. Enda flestar orðnar ónógar og úr sér gengn- ar þó að slíkt komi ekki til. Nú liafa næstum allir umráðamenn hygginga á þessu svæði snúið sér til raforkumálastjóra og raf- orkuráðs með áskorun um að leyst verði rafmagnsþörf þessara sveita og hafa eigendur einka- stöðva skuldbundið sig til að kaupa rafmagn frá samveitu. Samgöngur hér innan héraðs Ella syngur aftur í kvöld MISSAGT var í Mbl. í gær að Ella Fitzgerald héldi sína síðustu tónleika í gærkvöldi kl. 11.15. Ella heldur aðra tónleika í kvöld á sama tíma við sama lága verð- inu, 300 kr. A þeim fjórum tónleikum, sem Ella Fitzgerald hefur þegar hald ið á íslandi htfur söng hennar verið tekið framúrskarandi vel. Á morgun heldur Ella síðan ásamt umboðsmanni sínum og tríói Jimmie Jones til Kaliforníu, þar sem hún ætlar að hvíla sig, að því er hún sjálf segir. Mun henni vafalaust ekki veita af hvíldinni, en íslenzkir blaðamenn hafa orðið þess á- þreifanlega varir, að söngkonan er mjög þreytt eftir erfiða hljóm leikaför um flest þjóðlönd Evrópu, þar sem henni hefur verið tekið með kostum og kynj- um af milljónum aðdáenda. Söngkonan sem er kominn hátt á fimmtugsaldur hefur gefið það í skyn nokkrum sinnum á síðustu árum, að hún muni brátt hætta ferðalögum sinum og er því bersýnilega um síðasta tseki- færi að ræða fyrir íslenzka að- dáendur Ellu, að sjá hana og heyra í Háskólabíói í kvöld. hafa verið góðar í vetur, en oft samgönguerfiðleikar á Mýrdals- sandi og austur Mýrdal. Með staðsetningu hins nýlega byggða vegar yfir Mýrdalssand hefir verið gert verkfræðilegt glappaskot, með því að fara með veginn upp undir Hafursey, í stað þess að fara niður í Álfta- ver og þaðan svokallaða syðri leið yfir sandinn í beina stefnu á brúna á Múlakvísl. í>á hefir það sýnt sig að hinn nýi vegur yfir Skaftáreldahraun sem nú er verið að leggja er og verður ómetanleg samgöngubót, á hon- um festir ekki snjó. í sumar og vetur hefir verið talsverður timburreki hér með stdöndinni, en reki hefir verið sem enginn undanfarin ár. Fréttaritari. Danska stjórnin náði ekki samkomulagi í gœr — um veitingu réttinda til flugs milli Fœreyja og Khafnar Mohr Dam mœlir með Faroe Airways Einkaskeyti til Mbl. frá Khöfn. 1. marz. • Á hinum vikulega ráðuneyt- isfundi sínum í dag ræddi danska stjórnin um það, hverj- um veita skyldi réttindi til þess að halda uppi flugferðum á flug leiðinni milli Kaupmannahafnar og Færeyja — en stjórnin hefur hallazt mjög að því að vcita þau íslendingum einum. • Ekki tókst þó samkomulag innan stjórnarinnar í dag um þetta mál svo sem vænzt hafði verið — eru enn ýmis atriði, sem þarfnast nánari athugunar, en talið er víst, að henni verði fljótt aflokið og ákvörðunin verði tekin eftir fáeina daga. Poul Andersen, skrifstofu- stjóri í samgöngumálaráðuneyt- inu upplýsir, að meðal þeirra atriða, sem athuga þurfi nánar, séu þær hugsanlegu afleiðingar, sem það kann að hafa fyrir aðr- ar innanlandsflugleiðir Danmerk ur ef erlendu flugfélagi — þ.e. íslenzku — verða veitt réttindi til Færeyjaflugsins. Önnur at- riði þurfa einnig athugunar við, en Andersen vildi ekki segja nán ar, hver þau væru. Svo virðist sem Kai Lindberg, samgöngumálaráðherra, hafi þeg ar í síðustu viku sagt forstjóra Faroe Airways, Jörgen Peder- sen, að stjórnin hallaðist að því að veita íslendingum flugréttind in. Pedersen hefur sagt, að fái íslendingar þau, muni Faroe Airways leggja málið fyrir um- boðsmann danska þingsins og kvarta yfir þessari stjórnarihlut un, því að algert vafamál sé, hvort stjórnin geti með nokkru móti réttlætt þá ráðstöfun að taka flugleyfið af Farœ Air- ways. Félagið hafi haft það í Gífurlegt fannfengi er um allt Hérað, eins og þessi mynd frá Egilsstöðum sýnir gleggst. Tjón af fannfergi á Héraii Egilsstaðir, 1. marz. FNDANFARNAR vikur hefur kyngt niður snjó hér um slóðir, og er nú svo komið að jafnvel snjóbílum er illfært á milli. Mjólkurflutningar fara nú fram með sleðum, sem tengdir eru aftan í snjóbílana. Unnið er dag nótt, ef þvi er að skipta, til að halda flugvellinum opnum, enda er flugið nú eini samgöngu- möguleikinn sem við á Egils- stöðum og í Fljótdalshéraði eig- um nú kost á. , Tjón hefur orðið á búfénaði og mannvirkjum af fannkyng- inu. Eru gripahús í hættu víða um hérað og hafa menn undan- farið verið að ryðja snjónum af húsum, en ekki hefur það nægt, því á Skeggjastöðum í Jökul- dal hrundi 230 kinda hús undan snjóþyngslunum, en það bjarg- aði fénu, að þakið staðnæmdist á milligerðum og görðum. Var kindunum komið fyrir í íjárhús- um nágrannabæjanna. í Grænu- hlíð í Hjaltastaðaþingá hrundi þak á fjárhúsi undan snjónum og drápust fimm kindur og fleiri meiddust. Nú fer að verða olíuskortur á mörgum bæjum á Héraði, þar sem olían er notuð til upphitunar. Færðin er mjög þung í Hjalta- staðaþinghá og um alla Ut- mannasveit, Hróarstungu og Jökulsárhíð. í kvöld er byrjað að rigna lítilsháttar og greiðist þá vænt- anlega brátt úr samgönguerfið- leikunum hér. Verður beðið með að ryðja vegi ef hlákan helzt næstu daga. — Steinþór. tvö ár og lagt í miklar fjárfest- ingar, m.a. várið miklu fé í skipu lagningu, vegna þess að það hafi vænzt þess að fá leyfið endur- nýjað. Það er, sem kunnugt er, frá landsstjórninni færeysku sem óskin um að veita íslendingum réttindin er komin. Er haft eft- ir stjórninni, að málið hafi ver- ið lagt fyrir formenn stjórnmála- flokkanna á færeyska lögþing- inu, — en í dönskum dagblöðum hefur komið fram, að a.m.k. Mohr Dam, formaður flokks færeyskra sósíaldemókrata, hef- ur ekki fjallað um málið, og að hann hefur, með bréfi til sam- göngumálaráðuneytisins, mælt með því, að Faroe Airways fái heimild til flugsins, þar sem það félag eitt hafi haldið uppi flug- ferðum til Færeyja að vetri til. — Rytgaard. Leiðrétling í minningargrein um Magnús Magnússon kaupmann hér í blað inu í gær, féll niður lína í sjöttu málsgrein, er olli ruglingi. Birt- ist því mólsgreinin hér eins og hún átti að hljóða: Árið 1903 fór Magnús alfar- inn að heiman. Lagði þá leið sína til Reykjavíkur. Hann fékk fljótlega starf við verzlun Er- lendar Erlendarsonar í Aðal- stræti 9. En á næsta ári réðist hann til starfa í Edinborgar- verzlun. Fyrst á Akranesi, en síðan í Reykjavík. En brátt réð- ist hann til verzlunarinnar Ó. L. Lárussonar & Co, er sendi hann til ísafjarðar, til þess að stofna þar útibú frá verzluninni. Akureyri Opið í kvöld, miðvikudag, frá kl. 8 í Sjálfstæðishúsinu niðri. Kvikmyndasýning og dans. Hinir vinsælu Comet leika. Aukið úrval leiktækja. Framkvæmdanefndin. FÉLAGSHEIMIU Opið hús í kvöld HEIMDALLAR Slys m í Borgarfirði Síðdegis sl. sunnudag varð 1 hörmulegt bifreiðaslys á Staf holtstungnavegi í Borgarfirði, eins og frá var skýrt í blað- iu í gær. Beið bifreiðastjór- inn, Birgir Vestmann Bjarna- * son, bana er Fordbifreiðin, I sem hann stjórnaði, og í voru sex manns, valt á veginum ’ skammt frá brúnni við Norð- ' urá og stakkst síðan fram af tveggja metra hárri vegar- I brún. Annar maður í bifreið- inni, Barði Erling Guðmunds- 1 son slasaðist lífshættulega og I var fluttur í Landakotsspítala j í sjúkraflugvél. Var líðan I hans í gærkvöldi svipuð og daginn áður. Fjórir aðrir menn, sem í bifreiðinni voru, sluppu minna meiddir. Mynd- in er tekin á slysstað í gær- I dag. — Samningar Framhald af bls. 32. Þeir 40 sem greiddu atkv. gegn tillögunni lutu á fundinum for- ustu Kjartans Helgasonar og Eggerts Þorbjarnarsonar og vilja neita allri samvinnu viS samstarfsaðila Sósialistaflokks- ins innan Alþbl. og gengu þeir undir nafninu „óða liðið“. Langvinnt samningaþref. Fundur þessi er liður í lang- vinnu samningaþrefi, sem staðið hefur innan Alþbl. um stofnun Alþbl. félags í Reykjavíik en mörg slík félög hafa verið stofn- uð út á landi. Fyrir nokkru tók- ust níu forustumenn kommúnista í verkalýðshreyfingunni það verk efni á hendur að reyna að sam- eina Sósíalistafélag Reykjavíkur og Málfundafélag Jafnaðarmanna um stofnun Alþbl.félags í Reykja vík, sem staðið gæti að sameig- inlegu framboði þessara aðila i borgarstjórnarkosningunum i vor. Guðmundur J. Guðmundsson hefur haft á hendi forustu fyrir þessum mönnum. Sósialistafélag Reykjavíkur hefur lengi þybb- ast við að taka þátt í stofnun slíks félags en hefur nú fallizt á það, ef aðilar hins nýja Alþbl. félags verða Sósíalistafélagið og Málfundafélag jafnaðarmanna sem slík en ekki einstaklingar innan þeirra. Þessu hafa viðsemj endur Sósíalistafélagsins algjör- lega hafnað og eru þessar samn- ingaviðræður nú algjörlega strandaðar, þar sem almennur félagsfundur Sósíalistafélags Reykjayíkur hefur lýst samþykki sínu við stefnu félagsstjórnarinn ar í málinu. Er því allt á huldu um það enn, hvernig háttað verður framboði Alþbl. í Reykja vík í vor eða hvort Sósíalista- flokkurinn verður að ganga einn til leiks að þessu sinni án stuðn- ings samstarfsaðitja hans í Al- þýðubandalaginu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.