Morgunblaðið - 02.03.1966, Síða 3

Morgunblaðið - 02.03.1966, Síða 3
Miðvikuðagur 2. marz 1966 MORCUNBLAÐIÐ 3 SÍÐDEGIS í g-ær biðu bana í flugslysi skammt frá borg- inni St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum geimfanarnir Elliott See og Charles Bassett, fáum mániuðum áður en þeir áttu að leggja upp í geimferð með Gemini 9, og See m.a. að fara í langa gönguferð í himin geimnum. Bandarískia geimferðastifn- unin skýrði frá því í dag að varamenn geimfaranna, Xhom as Stafford og Eugene A. Gern an, myndu taka við störfum þeirra og Gemini 9 yrði skotið á loft í sumar eins og ráð hefði verið fyrir gert. Slysið varð er geimfararnir See og Bassett voru á sefinga flugi tveir saman í þotu af gerðinni T-38. Þoka var á og skyggni slæmt er þeir komu inn’ til lendingar og vélinOharles Bassett sezt upp í svifflugu á Sandskeiði Flugslys verður að fjörtjóni tveimur bandarískum geimförum Amicir ^eimfaranna kom til íslands í júlí í fyrra ocj somuleiðis sá er við störfum hans tekur nú (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) undan því hversu naumt þeim hefði verið skammtaður tím- inn til rannsókna sinna þar og sagði, að nær hefði verið að fara þetta í þyrlu en að eyða tíma í langa og erfiða bílferð. „Á Islandi hef ég séð afskekt- ustu og auðustu staði sem ég hef augum Iitið“ sagði Cernan, „en í annan stað hef ég séð á íslandi staði sem jafnast á við fegurstu staði, sem ég hef séð“. rakst á vinnuskála einn í flug vélaverksmiðjum McDonnell- fyrirtækisins (sem framleiðir meirihluta tækja þeirra, sem notuð eru við tilraunirnar með Gemini-geimförin). Tíu starfsmenn verksmiðjanna sem þar voru fyrir hlutu nokk ur meiðsl en geimfararnir biðu báðir bana. Charles Bassett, annar þeirra er fórust í flugslysinu hjá St. Louis í gær, og vara- maður hans sem nú tekur við, Eugene A. Cernan, komu báð- ir hingað til íslands í júlí í Eugene Cernan á hestbaki. fyrra, ásamt ellefu geimfara- efnum öðrum frá bandarísku geimvísindastofnuninni. Var ferð þeirra þáttur í þjálfun geimfaranna og þess vegna stefnt hingað til íslands að ýmsir jarðfræðingar töldu hér finnast jarðmyndanir lík- ar því sem ráð mætti gera fyr ir að væru á hinu dimma lág- lendi tunglsins, hinu fyrir- heitna landi geimfaranna alira. Hér dvaldist hópurinn í vikutíma og fóru einkum um óbyggðir, m.a. til öskju og Lakagíga, skruppu til Akur- eyrar, skoðuðu Mývatn og böðuðu sig í Grjótagjá, flugu yfir Reykjanesið og yfir Surtsey, fóru til Krísuvíkur, og var vel fylgzt með ferðum þeirra hér. Flestar athuganir gerðu þeir við Öskju og var það mál ís- lenzkra jarðfræðinga sem með voru í förinni að þeir væru furðulega glöggir í ályktunum sínum. Ekki voru geimfararnir sjálfir síður ánægðir og m.a. var haft eftir Bassett eftir ferðina til Öskju, að hún hefði verið stórkostleg og mjög lær dómsrík, ekki sízt með tilliti til þess hvernig lesa mætti jarðsöguna úr jarðlögunum. „ísland er mjög fallegt land“ sagði Bassett, „og merkilegt í jarðfræðilegu tilliti". Einn- ig lauk hann, að hætti kurteisra gesta, lofsorði á gest risni íslendinga. Cernan lét einnig hið bezta yfir ferðinni og sagði hana hafa verið mjög skemmtilega í alla staði. „í öskju eru sam- an komin eins mörg jarðfræði leg fyrirbæri og hugsazt get- ur“ sagði hann og kvartaði STAKSTFINAR Charles Bassett. Meðan þeir dvöldust hér geimfararnir skruppu þeir einn daginn upp á Sandskeið í boði Loftleiða að gamna sér í svifflugum eða koma á hest- bak. Höfðu geimfararnir af hvoru tveggja hina mestu skemmtan og erti þennan dag fimmtudaginn 15. júlí 1965 uppi á Sandskeiði. Charles A. Bassett var fædd ur í Dayton í Ohio 30. des- ember 1931 og var því þrjátíu og fjögurra ára er hann lézt. Hann var rafmagnsverkfræð- ingur og reyndur þotuflugmað ur og hafði einkum með hönd um þjálfun geimfaranna fé- laga sinna og æfingatækni. Hann var kvæntur maður og tveggja barna faðir. — Indónesla vfamh. af bis. 1. ið sannanir fyrir því, að Un- tung hafi ætlað sér að steypa stjórninni af stóli. Hann hafi átt leynifundi með samsærismönn- um og stofnað þrjár vopnaðar sveitir til þess að framkvæma stjórnarbyltinguna. Þá hafi hann verið búinn að undirrita tilskip- un um skipan byltingarráðs, sem koma skyldi í stað stjórnarinn- ar. Þá segir Iskander ofursti, að hann sé þeirrar skoðunar, að Untung hafi aðeins verið peð á taflborði kommúnista — hann hafi unnið samkvæmt þeirra skipunum allt frá því árið 1950. Eitt af vitnum þeim, sem leidd voru fyrir réttinn til varnar Untung staðhæfði, að Súkarno, forseti, hefði sjálfur hlustað á segulbandsupptöku, þar sem fram komu í smáatriðum sann- anir fyrir samsæri nokkurra hershöfðingja sem hefðu ráðgert, að Abdul Haris Nasution hers- höfðingi, yfirmaður hersins, tæki við embætti forsætisráðherra. — Nasution er mikill andstæðingur kommúnista, sem kunnngt er, var til skamms tíma landvarna- ráðherra og gekk af mikillihörku fram í að bæla niður starfsemi þeirra. Súkarno vísaði honum nýlega úr ráðherraembættinu og hefur sú ráðstöfun vakið mikla reiði, m.a. stúdentasamtakanna í Djakarta, sem forsetinn hefur nú bannað. Untung ofursti var hinn róleg- asti meðan saksóknarinn las yfir honum kröfuna um dauðadóm. Óskaði hann eftir því að fá að skrifa lokavörn sína sjálfur og fékk þriggja daga frest til þess. Sem fyrr segir hefur Súkarno forseti bannað samtök stúdenta í Djakarta — KAMI — en í dag gengu fjölmargir stúdentar í lið með gagnfræða- og menntaskóla nemum er héldu uppi mótmæla- gögnum og samkomum gegn kommúnistum og dr. Subandrio, utanríkisráðherra. Einnig mót- mæltu nemendur skipan nýs fræðslumálaráðherra, dr. Sum- ardjo, að nafni. Mestu útlánin TÍMINN í gær er enn að tönglast á þvi, að nú skipti mestu máli að „ríkisstjórn landsins haldist ekki uppi, að beita þvingunar- ráðstöfunum við grundvallarat- vinnuvegi þjóðarinnar“, og á þar við, að eigi séu veitt nægileg lán til landbúnaðar og sjávarút- vegs, enda sagt að undirstöðuat- vinnuvegunum sé enn haldið í lánasvelti og vaxtakreppu“. Sannleikurinn er sá, að aukning heildarlána banka og sparisjóða var í janúar til nóvember á sið- astliðnu ári hvorki mieira né minna en 1461 milljón króna, sem er langmesta útlánsaukning, sem um getur. Á sama tíma var aukning heildarinnlána hjá bönkum og sparisjóðum ekki nema 1265 milljónir, eða nær 200 milljón krónum minni en útlánsaukningin. Það er vissu- lega varhugaverð stefna á þess- um timum að S»tua út meira en nemur sparifjáraukningunni, og þess vegna mætti fremur ásaka bankana fyrir að hafa gengið of langt í útlánum en hitt, að hafa ekki lánað nóg. Um það má svo endalaust deila, hvort lánveit- ingar til hinna einstöku atvinnu- vega og framkvæmda hafi verið í hæfilegu hlutfalli, eða hvort einn hafi fengið hlutfallslega meira en annar. Lán landbúnaðar og sjávarútvegs En þegar rætt er um inn- stæðubindinguna, kemur í ljós, að hún var á fyrstu 11 mánuðum í fyrra 259 milljónir, en á sama tíma árið áður 302 milljónir. Hinsvegar var aukning á endur- kaupum afurðavíxla sjávarút- vegsins á sama tíma í fyrra 200 milljónir, en árið á undan að- eins 85 milljónir, og endurkaup afurðavíxla landbúnaðarins á sama tímabili 201 milljón í fyrra, en 77 milljónir 1964. Þetta sýnir, svo ekki verður um deilt, mjög mikla aukningu á lánum til land búnaðar og sjávarútvegs. Til hvers er sparií j árbindingin? Stjórnarandstæðingar hamra á því, að sparifjárbindingin svo- nefnda skerði lánsmöguleika meginmeginatvinnuveganna, en þessu er alveg öfugt varið, eins og sézt á tölum þeim, sem nefnd ar eru hér að framan. Nokkur hluti af sparifé viðskiptabank- anna er tekinn einmitt í þeim tilgangi að unnt sé að lána til atvinnuveganna, og þá fyrst og fremst með endurkaupum afurða víxla. Þannig er í rauninni tekið fjármagn, s<jm ella væri unnt að lána til annars, og það bund- ið í þeim tilgangi að lána sjávar útvegi og landbúnaði, og bráð- lega einnig iðnaði, því að uppi eru hugmyndir um að Seðlabank inn hefji endurkaup á afurða- víxlum iðnaðar, eins og land- búnaðar og sjávarútvegs. Þegar þess vegna er talað um, að sú stefna að binda nokkurn hluta sparifjárinnlaganna skerði hag meginatvinnuveganna, er það hreint öfugmæli. Og þeir, sem telja að þessir atvinnuvegir séu ver haldnir en skyldi, ættu frem- ur að krefjast þess að bindingin verði aukin en hið gagnstæða. En eins og áður segir, má auð- vitað deila í það endalausa um það, hvernig verja eigi því tak- markaða fjármagni, sem þjóðin hefur yfir að ráða. Allsstaðar blasa verkefnin við, og framfara hugurinn er mikill. Þess vegna má segja, að það sé mannlegt, að hverjum og einum finnist hann afskiptur og vilji fá meira í sinn hlut. En þegar málin eru skoðúð i heild, sézt, að í meg- inefnum hlýtur stefnan að verða svipuð því, sem verið hefur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.