Morgunblaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.03.1966, Blaðsíða 17
Miðvikuðagur 2. mar* 1966 MORCU NBLAÐIÐ 17 Stuölar - strik - strengir Tónlist í Vietnam Á SAMA tíma og Bandaríkiia- menn, Vietnamlbúar og fleiri iberast á banaspjótum í Viet- nam, hefur bandaríska hljóm- plötufyrirtækið „Ethnic Folk- ways“ gefið út Mjómiplötu með tónlist frá landi þessu. Ibúar landsins eru af mis- munandi uppruna og tónlist Iþeirra á sér langa sögu. Elzta (heimild um tónlist í landinu, sem nú heitir Vietnam, er frá „bronzaldarkúltúrnu'm" svo- nefnda, sem telzt vera frá u.þ.b. 150 f. Kr. til 50 e. Kr. Heiniild þessi er myndskreytt skinn á bronztrumfou. Myndin sýnir hljóðfæraleikara, sem er að leika á hljóðfæri er í dag nefnast kínversk gong. í>etta tímafoil í sögu Vietnam er nefnt Dong-son tímabilið og er talið að :>mis önnur hljóðfæri hafi verið notuð, svo sem „kasta- nettur“ (handskellur) og ýmis blástursfoljóðfæri, sem nú eru ekki lengur til, en eru talin hafa verið lík ýmsum kínversk um og japönskum hljóðfærum, sem notuð eru enn í dag. Rómverski keisarinn Markús Árelíus, sendi árið 166 e. Kr. leiðangur til Kína og fór hann um landsvæðið, sem nú heitir Vietnam. Talið er að þessi leið angur hafi markað uppfoafið á tengslum milli SA-Asíu og Rómar. Ekki gætir þó neinna áhrifa frá vestrænni tónlist í Vietnam, því eins og eðlilegt verður að teljast, þá er það kín verk menning, sem mestu áhrifin foefur haft í Vietnam, þó landið sé reyndar byggt upp af mismunandi þjóðflokkum. Vietnam var undir kínverskri stjórn til ársins 930 og einnig á ýmsum tímum síðar. 1 Vietnam er merkilegur þjóðflokkur, sem nefnist Ohams og er af indiverskum uppruna. Þetta þjóðarbrot, sem um árið 1000 var undir stjórn Viétnambúanna af kímverskum uppruna og Khmer þjóðflokks- ins í Camfoódiía, býr nú í fylk- inu Binfo Thuan í Suður-Viet- nam. í dag er talið að þjóð- flokkur þessi telji um 100 þús- und manns og foefur honum tek izt að viðhalda sinni aldagömlu tónlistarhefð. Á síðari hluta 16. aldar bárust franskir menning- arstraumar til landsins og jap- anskir árið 1940, en tónlist þessa þjóðflokks virðist alveg hafa sneitt hjá þeim. Á plötu þeirri, sem áður er nefnd, eru sýnishorn af tónlist þessa þjóð- flokks og er hún all framandi fyrir vestræn eyru. Cfoam þjóð- flokkurinn notar ýmis sláttar- hljóðfæri, svo og blástursfoljóð- fagri af óbó tegund er nefnist sarinai, og á það hliðstæðu meðal indverska hljóðfæra. Á plötunni er einnig tónlist, sem nefnd er ihefðbundin eða klassísk Vietnam tónlist. Er hér um að ræða gamla konunglega tónlist og kammertómlist. 1 Vietnam í dag er litið á þessa konunglegu hirðtónlist, sem gamalt, útdautt, en forvitnilegt fyrirbæri, sem hætti að hafa tilgang á þessari Óld við fráfall seir>>3ta Nguyen konungsins. Ballett og leikfoústónlist er stór þáttur í tónlistarlífi Vietnam. eins og raunar öllum löndum SA-Ásíu. Kammertónlistin á plötunni er leikin á ýmis strengja og blástursfolijóðfæri. Strengjafoljóðfærin eru af ýms- um gerðum; hljóðfærið Bau hefur einn streng og er leikið á það með boga. Hljóðfærið Dan Trang hefur aftur á móti 16 strengi, sem eru plokkaðir, en hljóðfærið liggur lárétt fyrir framan hljóðfæraleikarann. Vietnambúar nota ýmis hljóð- færi af lútutegund og eru þau mjög misjÖfn að stærð. Af blásturshljóðfærum er að finna tvær aðaltegundir: flautur ýmiskonar, og hljóðfæri, er hafa munnstykki, sem búin eru til úr barrabusflögum. Munn- stykki þessi eru af sömu tegund og notufi eru í foljóðfær- um óbófjölskyldunnar í dag. Munnstykkin eru gerð á þann hátt, að tvær bambusflögur eru tálgað.ar þannig, að þegar þær eru lagðar saman mynda þær mjótt rör, sem hefur sporöskju- lagað op í annan endann. Röri þessu er síðan stungið í efri enda hljóðfærisins og blásið í það. Hljóðfæri með þannig gerðu munnstykki, er að finna hjá fiestum austrænum þjóðum undir ýmsum nöfnum, og eru þau með elztu blásturshljóðfær um, sem menn þekkja ti'l. Tón- list Vietnambúa er að sjálf- sögðu ekki einskorðuð við hljóðfæratónlist, þar er einnig að finna fjölbreytta söngtón- list, sem fyrir vestræn eyru hljómar líkt og kínversk. Tón- vísindamenn telja iþó, að tón- list í Vietnam foafi ákveðin sér- einkenni, og á það einkum við um tónlist minnifolutahópanna, sem tekizt hefur að varðveita aldagamla hefð. Tónlistin á áðurnefndri plötu er örlítið sýnishorn úr miklu safni af tónlist, er vietnamiski Vietnamisk hljómsveit Tónlist tendrar ekki tilfinningar, aðeins minningar um þær. Paul Hindemith. „Sonur minn var líknarmorðingi“ segir móðir Lee Harvey Oswalds í athyglisverðri viðtalsbók sem nýkomin er út vestanhafs T Æ P T ár er liðið síðan bandaríska blaðakonan og rithöfundurinn Jean Staf- ford tók sig upp frá heimili sínu á austurströndinni og hélt suður til Forth Worth í Texas til viðræðna við móður mannsins sem myrti Kennedy Bandaríkjaforseta, fyrir sakir „óskaplegrar for- vitni um uppruna Lee Har- vey Oswalds“, eins og Jean Stafford segir sjálf. Er fundum þeirra frú Os- walds bar saman fyrsta sinni leizt Jean ekki á blik- una. En hún einsetti sér að gefast ekki upp og árangur viðtala hennar við móður morðingjans, lítil bók og þunn, sett stóru letri, er að sögn bandaríska vikuritsins Time „meistaraleg mannlýs- ing og hreinasti gim- steinn persónulegrar blaða- mennsku“. „Marguerite Oswald líkist ótal konum öðrum sem við höf um fyrirhitt um dagana“, seg- ir Jean Stafford, „hún er ein þeirra sem troða manni um tær í þéttskipuðum strætis- vagni og snúa sér við til þess að hreyta í mann ónotum fyrir vikið. Henni liggur hátt rómur og tilþrifin í röddinni eru tölu- verð. Þegar orðaflaumur henn- ar dynur á eyrum manns er eins og barið væri á hljóð- himnurnar. Andlitið er feit- lagið, sett harðneskjulegum hrukkum og sívalur líkaminn klæddur harla snotrum drögt- um“. Hætt er við að mörgum finn- ist við lestur bókarinnar sem frú Oswald sé kona svo frá- hrindandi að ótrúlegt megi heita, kaldlynd og fégjörn fram úr hófi og nær gjör- sneydd flestum þeim tilfinning um er til þessa hafa verið tald- ar konum og mæðrum eiginleg- ar. Fyrstu viðbrögð hennar, er Marguerite Oswald. hún fréttir þátt sonar síns í morði Kennedys forseta er að hringja í dagblaðið í bænum sínum. Hún gefur ekki eigin- handaráritun nema greiðsla komi fyrir, og langtímum sam- an hafði hún ekki hugmynd um hvar börn hennar voru niður- komin. Vini á hún enga og við- horf hennar til tilverunnar er slíkt, að henni er það óskiljan- legt að hún, sjálf móðir manns- ins sem myrti forseta Banda- ríkjanna, skuli þurfa að hafa áhyggjur út af peningamálum. Á vissan hátt má segja að morðið hafi gefið lífi frú Os- walds inntekt og tilgang. At- burður sá sem varð í Dallas 22. nóvember 1963 vakti Banda- ríkjamönnum nær undantekn- ingarlaust sáran persónulegan harm og óbeit á þeim er morðið framdi, en um örfátt fólk fór svo, að atburðurinn greip það svo föstum tökum að allt líf þess síðan hefur verið honum tengt. Frú Oswald fyllir þenn- an flokk. Hún er sannfærð um að son- ur hennar hafi ekki skotið for- setann og jafn sannfærð um að fyrst hún sé það, komi ekki til mála að hann hafi gert það, eða, hafi hann gert það hljóti það að vera af því — og hér hefur frú Oswald komið fram með svo fjarstæðukennda til- gátu að lesandinn getur naum- ast annað en gripið andann á lofti — að Kennedy hafi hvort eð er verið að dauða kominn og Lee Oswald verið til feng- inn að ráða honum bana. Þetta hafi sem sé verið líknarmorð.“ Til þess að rétta hlut sonar Lee Harvey Oswald síns hefur Marguerite Oswald tekið sér fyrir hendur að elta uppi alls konar sögusagnir, safna „heimildum“ og „skjöl- um“ og leita uppi allt sem ekki er þar rétt með farið eða ber ekki saman. Á vissan hátt er þetta hetjuleg leit þótt kald- ‘hæðnisleg sé, því það sem frú Oswald í raun og veru leitar og reynir að útskýra er hennar eigið líf. Sú leit fer víða út í öfgar. „Lee var á Filippseyjum, hann var á Corregidor, á Formósu og í Japan iíka, hann hefur verið um allt fyrir utan Rússland. Það var verið að þjálfa piltinn (sem njósn- ara)“, segir móðir hans. Framhald á bls. 31. Vietnamiskir hljóðfæraleikarar tónvísindamaðurinn og tón- skáldið Pham Duy, hefur tekið inn á segulbönd á síðastliðnum 20 árum. Skráningarmerki plötunnar er „Etfonic Folkways FE-435‘2“. Vel mælt Vel mælt Að jafna skoðunum manna við glæpi er sósíalismanum til foálfu meiri álitshnekkis en verk rithöfundanna bveggja (Sinyavskis og Daniels) hefðu nokkru sinni getað orðið. Rétt- arfoöldin yfir þeim skil-ja eftir í fojörtum okkar illan geig um að menn kunni að halda að slík réttarfaöld séu eiginleg sjálfu eðli kommúnismans. Louis Aragón ,franskt skáld og rithöfundur, 68 ára gam- all, félagi í miðstjórn franska kommúnistafl. ☆ ☆ ☆ Frakkland: Varnarmálanefnd franskrar tungu sett á laggirnar inn an skamms Franska stjórnin ákvað um áramótin síðustu að setja á stofn nefnd er fengið yrði það verkefni að sjá um verndun og útbreiðslu franskrar bungu og menningar. Ákveðið var að í nefndinni skyldu eiga sæti allt að tylft forvígismanna um franska tungu og menningu og skyldi forsætisráðherrann vera formaður nefndarinnar. Markmið nefndarinnar verð- ur að berjast gegn því með öllum tiltækum ráðum að frönsk tunga spillist eða setji ofan, í Frakklandi og utan þess, og skal nefndin hafa um störf sín samráð við frönsku Akademíuna og fleiri stofnanir er láta iþessi mál til sín taka að einfaverju leyti. Er nefnd- inni ætlað að sameina þessa viðleitni ýmissa aðila og halda uppi tengslum milli allra frönskumælandi þjóða og þjóða brota. Einnig er henni falið að stuðla að vexti og viðgangi frönskunnar á vettvangi aliþjóð legra stofnana og notkun henn- ar á ráðstefnum menntamanna og fræðimanna frá ýmsum löndum. Spánn: Bóbmenntaverðlaun árið 1905. Rithöfundurinn Ignacio Agusti hlaut bókmenntaverð- laun þau sem kennd eru við Miguel de Cervahtes fyrir skáldsögu sína „19. júlí“. Verðlaun þau sem kennd eru við José Anbonio Primo de Rivera og veitt eru fyrir ljóð- list féilu í hlut Alfonso Canales fyrir ljóðabók hans „Amina- dafo“. Verðlaun fyrir leikrif, Calderón de la Barca verðlaun- in, hlaut Claudio de la Torre fyrir leikritið „E1 ceroo“ (Um- sútrið).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.