Morgunblaðið - 02.03.1966, Síða 28

Morgunblaðið - 02.03.1966, Síða 28
28 MORGU NBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. marz 1963 — Nei, ég hef ekki eldspýtur, en vmur minn hér á vindlakveikjara. Kringum hálfan hnöttinn — Þá væri ég dauð, sagði hún með (hryllingi. — Ó, elsku Clothilde, ég get ekki fyrirgefið sjálfum mér þenn an klaufaskap. Hann þagnaði þegar faðir hennar kom inn í herbergið með konjakið. — Ég ætti að ná í lögrégluna tafarlaust, íhélt hann áfram. — Það er nú ekki Mklegt, að lög- reglustjórinn sé kominn í skrif- stofuna sína á þessum tíma, en ég ætti að geta náð í hann heima hjá honum. 20. kafli. Gary þatt Japanann á höndum og fótum, etf hann skyldi rakna við áður en lögreglan kæmi. Hbnum hafði tekizt að ná í lög- reglustjórann, sem sagðist mundu koma án tafar. Það var kominn dagur áður en lögreglan ók loksins burt með roorðingjann meðferðis. Heather hafði farið aftur í rúmið. Jack var í eldhúsinu að rista brauð og hita te. Clothilde var enn í nátt- slopp og með inniskó, og lá á leguibekknum, en Gary gekk um góW. Loksins nam hann staðar við legubekkinn. — Ég get ekki fyrirgefið sjálf- um mér að ég skyldi fara af verð inum, sagði hann aumingjalega. — Og ég sem stakk upp á þessu srjáflfur. Þú gætir verið dauð núna. Hún brosti til hans. — Vertu nú ekki að ásaka sjálfan þig. Það er allt í lagi meg mig, Gary. Hann lagði höndina á höifuð henni og strauk hárið mjúklega. — f>ú ert svo hugrökk, Clot- hilde. Hann lagðist á hné við legubekkinn. — Elskan mín, ég veit varla, hvað ég á að segja. Hann þagnaði snögglega. Hún beið og hélt niðri í sér andanum og óskaði þess, að hann vildi segja eitthvað meira. En hann sagði ekkert. Hann stóð upp rétt í sama bili og faðir hennar kom inn með teið og brauðið. Nokkru seinna hringdi lög- reglustjórinn og spurði, hvort Gary og Clothilde gætu komið á lögreglustöðina. Clothilde fékk sér bað og klæddi sig. Hún var enn ekki búin að jafna sig eftir þetta næturævintýri. Þegar þau komu á stöðina, var lögreglustjórinn ekki við sjálfur, en Taraki fulltrúi hans tók skýrslu þeirra um það sem gerzt hafði um nóttina. Morðinginn hafði komizt til meðvitundar, en var samt enn ekki fær um að boma til yfiiheyrslu. — Við er- um að bíða eftir honum, sagði fulltrúinn og neri saman hönd- um af ánægju. — Hann gæti vís- að okkur leiðina til morðingja Araos. Og hver veit nema það sé hann sjálfur. Að minnsta kosti getum við fengið að vita hjá hon um, hver hafi staðið að baki morðinu á Arao Hosoya og hver hafi fengið hann til að sýna yður banatilræði, ungfrú Everett. — Þér haldið, að hann muni leysa frá skjóðunni? sagði Gary. Fulltrúinn brosti harðneskju- lega. — Það held ég hann geri. Við höfum okkar aðferðir til að fá menn til að tala, bætti hann við. Þá hringdi síminn. Hann tók hann og talaði á japönsku. Svo sneri hann sér að þeim og sagði: — Lögreglustjórinn er konginn og vildi gjama hafa tal af ykk- ur. Ég skal fara með ykkur inn í skrifstofuna hans. □----------------------------□ 33 -—*-------------------—n Mishima lögreglustjóri foukk- aði og brosti til þeirra og bauð ‘þeim sæti. — Ég er hér með mynd, sagði hann, — af manni, sem var fluttur í sjúkrahús í Yokohama í gær. Hann er hálf- meðvitundarlaus og hefur verið þannig í nokkra daga, að því er fiskimennirnir segja, sem fundu hann. Þeir eru djúpvatns-fiski- menn og voru að veiðum langt úti, þegar þeir sáu mann á floti í björgunarbelti. Hann var með- vitundarlaus, en þó lifandi, af því að beltið hélt höfðinu á hon- um ofansjávar. Þeir reyndu að komast með hann beint í land og koma honum í sjúkrahús, en svo bilaði vélin hjá þeim jg þeir töfðust lengi fyrir bragð'/i Og 9vo liðu nokkrir dagar áður en annað fiskiskip kom auga á þá og flutti þá til lands. Gary hafði hlustað á þetta með vaxandi á'huga og óþolin- mæði. — Haldið þér, að þetta geti verið Ken Brooks, vinur okkar, sem hefur verið saknað undanfarið? spurði hann lög- reglustjórann. Lögreglustjórinn tók ljósmynd af borðinu sínu. — Lögreglan tók þessa mynd í gær, þegar hann var tekinn inn í sjúkrahús- ið, til þess að hægara væri að þekkja hann. Þau skoðuðu bæði myndina, og Clothilde sagði jafnskjótt: — Ken! Og það var mikill fegin- leikur í röddinni. — Já, þetta er hann vinur okk- ar, sagði Gary. — Það er hreinasta kraftaverk að hann skuli enn vera lifandi, sagði Mishima. — Venjulega fara fiskibátarnir okkar ekki nærri svona langt út. Og það er annað kíaftaverkið fná, að hann skyldi halda lífi alla þessa daga, sem báturinn var á reki. — Ég ætla að fara tafarlaust í sjúkrahúsið, sagði Gary. — Hvaða sjúkrahús er það, lög- reglustjóri. Lögreglustjórinn skrifaði nafn ið á blað, bæði með ensku og japönsku letri. — Þér komizt þangað fljótar með rafmagns- íestinni heldur en að fara í bíl. Jafnskjótt sem vinur yðar er kominn til sjálfs sín, mun lög- reglan vilja hafa tal af honum og taka af honum skýrslu. Það er mesta furða, að hann skyldi lifa þessa þrekraun af. Þegar þau komu út, sagði Gary. — Þetta voru dásamlegar fréttir. Ég var næstum búinn að gefa upp alla von um að sjá ICen lifandi aftur. — Ég var lika dauðhrædd, svaraði Clothilde. — Þetta er hreinasta kraftaverk! — Ég ætla að fara beint 1 sjúkrahúsið, sagði Gary. En ég skal ná í bíl handa þér. Ætlarðu heim eða eitthvað annað? — Mig langar til að koma með þér, Gary. Hann var efafolandinn á svip- inn. — Eftir allt, sem gerðist f nótt? Hefðirðu ekki foetra af að fara heim og hvíla þig? Hún hristi höfuðið, einibeitt. — Nei, ég vil koma með þér, Gary. Ken kann að hafa eitthvað mikiivægt að segja okkur. — Ef þú vilt það endilega, sagði hann brosandi, og bætti við: — Ekki svo að skilja, að ég sé ekki feginn að hafa þig með mér. Sjúkrahúsið var í ibúðarhverfi af betra taginu í Yokohama, þar sem einnig er skemmtigarður og dýragarður. Þau óku í leigufoíl gegn um skemmtigarðinn, sem liggur utan í hlíð, með miklu út- sýni yfir borgina og höfnina. Þetta var japanskur landslags- garður af bezta tagi. Ekillinn, sem kunni eittbvað ofurlítið í ensku, sýndi þeim sundlaugina, útileikhúsið og skemmtihöllina, sem liggur að garðinum. En Gary og Clothilde voru í engu skapi til að skoða sig um, því að þau voru með all- an hugann við Ken, og að gera sér getgátur um ástandið, sem þau myndu hitta hann L í afgreiðslunni í sjúkrahúsinu voru þau aflhent hjúkrunarkonu, sem kunni ensku. Hún sagði þeim, að Ken hefði orðið fyrir höggi og auk þess mikilli vos- búð. En enda þótt hann væri enn ekki við fulla meðvitund, væri hann ekki lengur í liifshættu. Hann hafði verið settur í einka- herfoergi, þar sem hann var aug- sýnilega útlendingur og vitað, að lögreglan mundi vilja tala við hann jafnskjótt sem hann væri kominn fyllilega til meðvitund- ar. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin hverfi: Laugaveg, 114-171 Vesturgata, 44-68 Hverfisg. frá 63-152 Aðalstræti Hringbraut 92-121 Framnesveg JlWSÍfjgjlíJ SÍMI 22 wWww -4-80 Parry SS>taines LINOLEUM V Parket gólfflísar Parket gólfdúkur — Glæsilegir litir — GRENSÁSVEG 22 24 (HORNI MIKLUBRAUTAR) SÍMAR 30280 & 32262 Sverrir Guðvarðarson Spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna í Rvík í Sjálfstæðishúsinu SJÁLFSTÆÐISFÓLK SÆKIÐ SPILAKVÖLDIN. Byrjað að spila kl. 20,30 stundvíslega. Húsið opnað kl. 20. kvöld kl. 20.30 Ávarp kvöldsins: Sverrir Guðvarðarson, stýrimaður. Happdrætti og glæsileg spilaverðlaun. Kvikmynd: „Jökulheimar á Grænlandi' með íslenzku tali. Sætamiðar afhentir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins á venjulegum skrifstofutíma. SKEMMTINEFNDIN.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.