Morgunblaðið - 02.03.1966, Síða 30

Morgunblaðið - 02.03.1966, Síða 30
30 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. marz 1966 KörfuknatUeiksmötið: Armann vann IR 55-54 í hörkuspennandi leik og KR hafði tögl og hagldir móti KFR og vann 90—64 ^ Á R M A N N SIGRARl f R í fslandsmólinu í körfu- knattleik á mánudagf, og- KR sigraði KFR 90—64. Var viðureign Ármanns og ÍR 'ein sú mest spennandi og harðasta sem sést hefur í langan tíma milli íslenzkra liða og var hin bezta skemmtun, fyrir áhorfendur. Leikur KFR og KR var hins vegar ójafnari og lauk með stórum sigri KR 90—64. ÍR—Ármann. Taugaóstyrku-r einkenndi fyrstu mínútur leiksins og þegar tíu mínútur voru af leik, var staðan 5—3 Ármanni í vil og höfðu ÉR-ingar þá brennt af 7 vítaskotum, sem sýnir að eitt- hvað hafa leikmennirnir verið miður sín. Færist nú heldur líf í lölkinn og ná Ármenningar sex stiga forystu í hálfleik 25:19. í síðari hálfleik var leikurinn eirns og áður segir gífurlega spennandi og jafn, og Skiptust liðin á um forystuna, eitt og tvö stig á víxl. Þ-egar fjórar mínút- ur eru til leiksloka hafa ÍR-ing- ar yfir 47—46, og Ármann kemst yfir 52:47. Ein mínúta eftir stað- an 54:53 fyrir Ármann, Birgir tekur tvö vítaköst og hittir í öðru 55:53. Jón Jónasson ÍR fær tvö vítaköst og tækifæri til þess að jafna en hittir aðeins öðru skot- inu 55:54, Ármenningar hafa knöttinn og sækja upp völlinn, fimm sekúndur eftir, ÍR nær knettinum og senda fram Hólm- ukíðaþing á ísalirði 8. apríl SKÍÐAÞING verður haldið á fsafirði 8. apríl 1966, föstudaginn langa. Málefni sem óskað er eftir að tekin verði fyrir á þing inu, skulu hafa borizt stjóm SKÍ að minnsta kosti mánuði áður, en þing hefst. (Frá SKÍ). Belgiska liðið Anderlecht vann Real Madrid á dögunum með 1—0 í fyrri leik liðanna í 8 iða úrslitum um Evrópu- hikarinn. Leikurinn fór fram í Brussel. steinn er einn frammi við körf- una en sendingin var handar breidd of há og snerti fingur- góma hans og útaf, og leiknum er lokið. Þar má segja að ÍR hafi haft fingur á sigrinum á síðustu sekúndunum. Ármenningar geta þakkað ein- um manni þennan sæta sigur og er það Birgir öm Birgis, sem átti stórglæsilegan leik þrátt fyrir meiðsli á handlegg. Hefur ekki í langan tíma sést slík frammistaða að Hálogalandi. Bar hann af í þessum leik í sókn, vörn, og fráköstum og skoraði saimtals 2ð stig, einnig átti Davíð góðan leik með 13 stig, en Hallgrímur sem oft hefur skorað mikið átti í erfiðleikum gegn góðri vörn Sigurðar Gísia- sonar í ÍR. Hjá ÍR átti Hólm- steinn beztan leik og skoraði 21 stig. Dómarar voru Jón Ey- steinsson og Einar Oddsson, og gerðu mjög erfiðu hlu-tverki góð skil. KR-KFR. f upphafi var leikurinn jafn, KFR kemst yfir 7:3, en þá breyta KR-ingar yfir í pressu- vörn, þ.e. dekfca alveg frá enda- mörkum vallarins. Kom þessi vörn KFR alveg úr jafnvægi og á skömmum tíma er staðan orðín 25:13 fyrir KR. í hálfleik var svipaður munur 42:30. Síðari hál'fleikur hófst með KFR sókn og tekst þeim að minnka bilið ofan í 54:45, eftir það var eins og uppgjöf kæmi í vörnina og KR-ingar síga hægt og örugg- lega upp í 26 stiga mun í lokin 90—64, og notuðu síðari hlut- ann unga og lítið reynda ann- ars flokiks menn og sitóðu þeir vel fyrir sínu, eins og Sigurður sem sfcoraði 8 stig þann stutta tíma sem hann var inná. KR-ingar áttu flestir góðan dag, einkum þó Kristinn og Kol- beinn sem skoruðu 16 og 17 stig, og réðu KFR-ingar ekkert við Kristin, sem hirti fjölda frá- kasta og átti ótal sendingar á samherja sem skoruðu. KFR liðið átti fremur s-lakan leifc og var Þórir beztur þeirra með 25 stig og mörg fráköst, og var hann sá eini sem sýndi góðan leik. Dómarar voru Guðmundur Þorsteinssons og Guðjón Magn- ússon og dæmdu af hreinni snilld 01-úrslitin sem aldrei sáust ÞRETTÁN ára skólastúlka í S-Afríku, Karen Muir, hefur tvívegis á þremur dögum bætt heimsmetið í 110 yarda (101 m) baksundi. 1 gær sigraði hún á meist- aramóti S-Afríku í Durban og synti á 1:08.0 mín sem er 3/10 úr sek. betri tími en heimsmet er hún setti á laug- ardaginn í sömu laug. Metið í gær var reyndar 3. heimsmetið sem sett er á þess ari vegalengd á 8 dögum. Að- alkeppinautur Karenar litlu landi hennar Ann Fairlie (17 ára) hóf leikinn með því að synda á 1:08.6 mín í Durban. Var það 1/10 úr sek betra en heimsmet Karenar Muir sem sett var í Blackpool í ágúst sl. Og nú hefur Karen Muir launað Ann Fairlie lamihið gráa. Iþróttafréttamenn í S- Afríku líkja baráttu þeirra Karenar og Ann á mótinu í gær sem „Olympíuúrslitunum sem ekki fengu að sjá dags- ins ljós“. S-Afríka var nefni- lega út af kynþáttamálum neitað um þátttökurétt í OL í Melborne. M0LAR Egyptaland vann Búlgaríu 2—1 í Iandsleik í knattspyrnu í Kairo á sunnudaginn. í hálf leik stóð 2—0. Rússar unnu Finna 24—15 í landsleik í handknattleik á sunnudaginn. Þetta var liður í undankeppni heimmeistara- keppninnar. Rússar og A- Þjóðverjar komast í loka- keppnina en Finnar eru úr leik. Frakkinn Michel Jazy setti á sunnudag óstaðfest heims- met á 1500 m hlaupi innan- húss. Hann hljóp á 3:40.7. Júrgen May A-Þýzka. átti áður bezta tímann 3:41.9. Sama dag, en á öðru móti jafnaði A-Þjóðverjinn S. Her mann bezta heimstímann í 30000 m hlaupi inni, hljóp á 7:49.0. Hann átti sjálfur hezta heimstímann áður, en hann var 4.2 sek. lakari. Sigri Hrafnhildar ógnað í kvöld? Pétur Kristjánsson aftur með og sundfólk úr MA í kvöld kl. 8.30 fer fram hið árlega sundmót KR í Sundhöll Reykjavíkur. KR-ingar munu að venju vanda vel til mótsins og m.a. er þar keppt um tvo fagra bikara, „Flugfreyjubikarinn“ sem Rögnvaldur Gunnlaugsson gaf til minningar um systur sína er fórst í flugslysi og er um hann keppt í 100 m skrið- sundi kvenna og einnig er keppt um „Sindrabikarinn" í 100 m. bringusundi karla. Á Hvað skeður hjá nöfnunum. Það verður án efa mjög gam- Rúmenar burstuðu Norðmenn 19-8 Sýndu frábært samspil af meistaraklassa 66 99 RÚMENSKU heimsmeistar- arnir í handknattleik léku í gær síðasta leik sinn áður en þeir mæta ísl. landsliðinu í íþróttahöllinni í Laugardal á laugardag og sunnudag. Léku Rúmenar nú aftur við Norð- menn og fór síðari leikurinn fram í Osló í gær. Nú náðu Rúmenar algjörum tökum á leiknum og unnu með rótar- bursti 19—i. í hálfleik stóð 7—2 og höfðu Rúmenar algera yfir- burði, einkum þó í síðari hálf leik. Hið unga og tiltölulega óreynda lið Norðmanna megn aði aldrei að veita þá mót- spyrnu, sem það gerði í fyrri leiknum í Sandefjord um helgina sem lauk með rúm- enskum sigri 17—12. Mörk Rúmena skoruðu nú Ioan Moser 5, Cheorge Gruia 5, Cornel Otea 3, Iosif Iacob 2, Mircia Costache 2 og Mihai Marinescu og Gezar Nica sitt hvort. Mörk Norðmanna skoruðu Graff-Wang 2, Cappelen 2, Svhönfeldt Per Graver, T Han sen og JE Utberg eitt hver. Bæði lið skoruðu 1 mark úr vítakasti. NTB segir að eftir já- kvæða frammistöðu í fyrri leiknum hafi „nýja norska landsliðið valdið miklum von brigðum. En rúmenska liðið sýndi allt annan og betri leik, vel æft spil af meistaraklassa, svo vel útfært og svo ná- kvæmt að vörnum varð varla við komið. Fréttamaður NTB segir að ekki sé hægt að segja að nokkur Norðmannanna hafi brugðizt, en þeir hafi ekki mátt sín betur gegn rúmönsk meisturunum. Hann bendir þó á að norska liðið hafi misst af mörgum gullnum tækifærum til aó skora og þar hefðu skotmenn með leikreynslu nýtt færin. Svíinn Lennart Larsson dæmdi leikinn. an að sjá viðureign þeirna nafn- anna Hrafnhildar Guðmundsdótt ur ÍR og Hrafnh. Kristjónsdóttur Á í 100 m. skiðsundinu. Hrafn- hildur Guðmundsdóttir hefur v&rið hand'hafi Flugfreyjubikars ins lengi, enda verið ókrýnd drottning kvennasunds hér. En nafna hennar Kristjáns- dóttir hefur tekið mjög miklum framförum og á siðasta móti var munurinn á þeim svo lítill að allt virðist geta skeð varð- andi úrslitin. f bringusundi karla eru meðal keppenda þeir Árni Þ. Kristjáns son Hafnarfirði, Reynir Guð- mundsson Á nýbakaður Rvikur- meistari og Gestur Jónsson SH náði beztum tíma á síðasta móti. Þetta ætti að vera trygging fyrir góðri keppni. í 100 m skriðsundi berjast þeir Guðmundur Gíslason ÍR og Davíð Valgarðsson IBK — en að auki bregður Pétur Kristjánsson si gamli garpur, sér enn á ráspallinn og þó hann blandi sér e.t.v. ekki í stríðið um 1. sætið mun hann án efa sýna tilþrif Þá er auk annars keppt í 50 m. baksundi karia og mætast þessir þrír þar aftur auk fleiri. • Það ber til nýlundu að Menntaskólanemar frá Akur- eyri verða með í ýmsum grein um mótsins sem gestir, en þeir eru á leið til skólamóts- ins sem haldið verður á mið- vikudaginn. Auk þess senda þeir tvær sveitir í síðustu keppnisgrein mótsins 4x50 m. skriðsund karla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.