Morgunblaðið - 02.03.1966, Page 31

Morgunblaðið - 02.03.1966, Page 31
Miðvikudagur 2. 1966 MORGU N BLAÐIÐ 31 Sendinefndin frá Ghana viðurkennd í Addis Abeba á fundi Einingarsamtaka Afríkuríkja Addis Abeba, 1. marz (NTB-AP) f DAG hófust fyrir alvöru fund- i rráðherranefndar Einingarsam- taka Afríkuríkjanna, eftir að mánudagurinn hafði allur farið í að þrátta um það, liverjir skipa skyldu sæti Ghana á ráðstefn- unni, fulltrúar Þjóðfrelsisráðs- ins, eða fulltrúar Kwame Nkrumah. Málið leystist raunar af sjálíu sér í dag, þar sem full- trúar Nkrumah reyndu ekkert til þess að ná í sætið. Búizt var við utanríkisráðherranum úr — Ghana Framhald af bls. 1. hefði farið aukaferð frá Moskvu til Kairo í morgun og Nkrumah með henni. Aðrir þóttust hafa heyrt því fleygt, að Nkrumah myndi setjast að í Moskvu, a.m. k. fyrst um sinn. Nokkrir ráðherrar stjórnar Nkrumah, sem taldir voru í Addis Abeba eða á leið þangað, komu óvænt til London í dag. Þeirra á meðal utanríkisráðherr- ann, Alex Quaison Sackey, og viðskiptamálaráðherrann Kwesi Armah. Kom Sackey frá Frank- furt en Armah frá Moskvu. Seint í kvöld fréttist a8 stjórn Nkrumah, Alex Quaison Sacky til Addis Abeba, en hann kom aldrei þangað — heldur kcm skyndilega fram í London öllum að óvörum. Flestir fulltrúar á ráðherra- fundinum lýstu stuðningi við sendinefnd Þjóðfrelsisráðsins, en formaður ráðstefnunnar Ato Ketema Yifru, utanríkisráðherra Eþíópíu, lagði á það áherzlu, að þar með hefðu aðildarríki ráð- stefnunnar ekki tekið endanlega afstöðu til Þjóðfrelsisráðsins — bæri því ekki að líta á viður- kenningu sendinefndarinnar sem viðurkenningu á ráðinu sem stjórn Ghana. Utanríkisráðherra Mali, Ous- mane Ba, sem hafði verið kjör- inn varaformaður fundarins, sagði þeirri virðingarstöðu af sér, þegar fundur var settur og mótmælti setu sendinefndarinn- ar. Reyndi hann, ásamt fulltrú- um frá Guineu, Tanzaníu og Kongó að ráðast að sendinefnd Ghana en sú sókn rann að mestu út í sandinn og bar ekki frekar til tíðinda. Að loknum fundum í dag flyktust fulltrúar hinna ýmsu landa að fulltrúum Ghana og óskuðu þeim ti hamingju með sigurinn. Quaison Sackey væri farinn fiugleiðis til Accra. Bæði Sackey og Armah voru með Nkrumah í Peking á dögun- um. Þaðan berast heldur engar fregnir um fyrirætlanir Nkrum- ah. Kínversk blöð og fréttastofn- anir minnast ekki einu orði á at- burðina í Ghana — nema hvað „Dagblað alþýðunnar" birti í morgun ritstjórnargrein, þar sem talað var um hinar „miklu breyt ingar í alþjóðamáium" og sagt, að breytingar gætu verið til góðs — einkum þegar um væri að ræða byltingarstrauma í Asíu, Afríku og Suður-Ameriku. Undir vissum kringumstæðum gætu gagnráðstafanir heimsveldasinna tafið fyrir framgangi bylting- anna, en þegar til lengdar léti, yrðu þessar ráðstafanir einungis til þess að efla pólitíska með- vitund þjóðanna og hvetja fleiri til þátttöku í bylingunni. Sem fyrr segir hefur Þjóð- frelsisráðið í Ghana bannað alla stjórnmálaflokka landsins. Flokk ur Nkrumah var bannaður þegar er byltingin var gerð, og nú nær bannið einnig til andstöðuflokka hans, Sameiningarflokksins og Ghana-flokksins. Ekki hefur ver- ið gerð nánari grein fyrir bann- inu eða skýrt hvers vegna það er sett. — Sonur minn Framhald af bls. 17 Þótt undarlegt megi virðast, er bókin um frú Oswald næsta skemmtileg aflestrar og víða mjög fyndin. Frú Oswald veður elginn um hús sitt og sjálfa sig og allt athæfi hennar og hugarfar verður lesandanum smám saman æ ótrúlegra og viðurstyggilegra. En þótt hlátur inn sé á næstu grösum er grátur inn það ekki síður, eins og skopleikur sem gleymir ekki að hann á uppruna sinn að rekja til harmleikjanna. Jean Stafford segir um frú Oswald: „Hún á alla vorkunn skilda, en þó var það svo að aðeins í tvær sekúndur — tvö sekúndubrot — fann ég til með aumkvunar með henni — og ég er allra manna blíðlyndust og má ekkert aumt sjá.“ Bók þessi hefur hlotið mjög misjafnar móttökur í Banda- ríkjunum og þykir sumum, einkum konum, sem í henni sé verið að gera ómaklegt gys að frú Oswald, sem hafi nógan 'harm að bera þótt ekki sé við hann bætt. En Marguerite Os- wald er löngu komin í flokk þeirra sem bækur eru skrifaðar um og sálarrannsóknir og sál- Kobla Y. Attoh, áróðursm eistari helzta andstöðuflokks stjórnar Nkrumah, var m eð þeim fyrstu, sem Nkrumah lét varpa í fangeisi hausti ð 1958, eftir að hann hafði feng- ið samþykkt iög þess efnis, að handtaka mætti og fang- eisa þá menn, er teldust h ættulegir öryggi ríkisins. Mynd þessi var tekin fyrir hel gina, er Attoh og fleiri póli- tiskir fangar voru látnir 1 ausir. S-Afrískir fimmburar Síðastliðinn laugardag fædd- ust fimmburar í borginni East-London í Suður-Afríku hinir fyrstu, sem fæðast lif- andi þar í landi. Meðfylgjandi mynd af foreldrunum, kola- námuverkamanninum, Nogesi Mtukutese, frá Transkei og konu hans var tekin á fæðing arheimilinu í East London nokkrum klukkustundum áð- ur en fimmburamir fæddust. Hafði frú Mtukutese þá skömmu áður verið sagt, að röntgenmynd sýndi að hún gengi með fimmbura. Bömin — þrír drengir og tvær s| llkur fæddust mán- uði fyrir tímann, en fregnir í gær hermdu, að þau lifðu enn góðu lifi í „kössunum“ sínum á sjúkrahúsinu og virtust líkleg til að dafna eðlilega. Voru læknar hinir vonbeztu um að þeim tækist að halda lífinu í þeim öllum. Móðurinni leið einnig vel, — og hún hafði ekki við að taka á móti gjöfum, hvaða- næva að, bæði fötum á börn- in og peningagjöfum, sem mörgum fylgdi sú ósk, að þau hjónin notuðu peningana til að reisa sér hús, þar sem þau gætu búið í friði og öryggi með barnahópinn. greiningar gerðar á. Og henni verður ekki þokað þaðan. Á sinn sérkennilega máta og þótt að krókaleiðum væri, varð hún völd að atviki sem olli straum- hvörfum í sögu Bandaríkjanna. —■ Mjög hrifnlr Framhald af bls. 32. fregna af för þeirra Flug- Félagsmanna til Bandaríkj- anna. „Með mér var aðal- reynsluflugmaður (test pilot) Boeingverksmiðjanna. Hann sýndi mér t.d. „stalling“ þrí- vegis, og var ég mjög hrif- inn af eiginleikum vélarinn- ar í því. „Þá sýndi hann mér svo- kallað þröngt afðlug, þ.e. beygt er inn til lendingar í lélegu skyggni. Þetta sýndi, að vélin hefur mjög góða eigin- leika til að fljúga hægt, jafn- vel þótt hallað sé töluvert í beygju. Allt aðflugið til lend- ingar var flogið með 115 hnúta hraða, en það er mun hægar en gert er á DC 6B“. „í 23.000 feta hæð bætti flug maðurinn við aflið, og flaug vélinni á hámarkshraða, sem er Mac 9,2, og á því sézt að hljóðhraðinn (Mac 10) er ekki langt undan. Þegar þessi feikna flughraði er borinn saman við þann hraða, sem Boeing 727 flýgur á með fullu öryggi niður við jörð í að- flugi, liggur í augum uppi að vængur þessarar flugvélar og lofthemlaútbúnaðurinn er hreinasta listaverk“. „í stuttu máli sagt var ég geysilega hrifinn af flugvél- inni allri“, sagði Jóhannes Snorrason. Mbl. spurði Brand Tómas- son yfirflugvirkja Flugfélags fslands um álit hans á Boeing 727 þotunni og fórust honum orð á þessa leið: — Það virðist ekki hafa komið neitt fram er benti til þess að þessi gerð af þot- um hefði neina tæknilega galla. Mér virðist hún í flugi upp fylla þær kröfur, sem gerðar eru til hennar. Hún hefir einnig þann kost fyrir okkur íslendinga að hún hefir mesta möguleika til að komast af með stuttar flugbrautir og kemur það sér sérstaklega vel fyrir okkur sem notum Reykjavíkurflugvöll. Það er að sjálfsögðu Ijóst að þotur þurfa aðra tækni flugmanna en eldri gerðir flug véla, en þarmeð er engan vegin sagt að ekki sé eins auðvelt að læra þessa tækni eins og aðfljúga eldri gerðum véla. Tæknin er aðeins önn- ur. Allt tal um slys sem hendi á örfáum sekúndum eða sekúndubrotum á ekkert frekar við um þessar vélar en ýmsar aðrar. Slys er alla jafna ekki lengi að vilja til. Mér virðist svo í sambandi við slysin sem orðið hafa á þessari vél að þar megi jafna þessu við að góðum bíl sé ekið út af vegi af klaufaskap. Þessar vélar gera 1700 lend- ingar daglega og því ekki ó- eðlilegt að einhver slys hendi þær, sagði Brandur að loik- um. — Venus III Framhald af bls. 1. í skýjunum, sem umlykja hana. Talið hefur verið, að hitastigið við yfirborð stjörnunnar sé um 400 stig á Celsíus. Ekki hafa Rússar tilkynnt neitt um það enn sem komið er hvers þeir hafa orðið vísari af þessari tilraun. Tass fréttastofan sagði að vís indamenn hefðu fengið með þess ari tilraun upplýsingar, er gerðu þeim fært að leysa margskonar vandamál í sambandi við ferðir milli reikistjarna,' og kunnur sovézkur stjörnufræðingur, Niko lai Barabasjov, sagði í viðtali við Tass, að hitastigið við yfirborð Venusar vær lægra en menn hefðu talið til þessa. Þó tók hann fram, að upplýsingarnar, sem enn lægju fyrir, væru allt of litlar og óáreiðanlegar til þess að unnt væri að draga af þeim meiriháttar ályktanir og því gætu sovézkir vísindamenn ekki með neinni vissu sagt um það, hvort líf væri á Venus. Færi hita stigið upp í 300 átig á Celsíus eða meira, væri þar áreiðanlega ekk- ert líf — væri það undir 100 stig um, mætti búast við lífi þar. Rúsar skutu fyrst geimflaug í átt til Venusar 12. febrúar 1961, en hún fór framhjá stjörnunni í u.þ.b. 100.000 km. fjarlægð. Árið 1963 sendu Bandaríkjamenn flaug í átt til Venusar og fór hún fram hjá í 40.000 km. fjarlægð. Sem fyrr segir hefur Sir Bern- ard Lovell, forstöðumaður Jodr- ell Bank stöðvarinnar í Bretlandi lýst yfir því, að tilraun þessi sé mikill tæknilegur sigur, en hann bætti því við, að vonandi legðu Rússar fram veigameiri upplýs- ingar en til þessa, og sannanir fyrir því að flaugin hefði raun- verulega lent á Venusi. Hann kvaðst hins vegar óttast að Rúss ar hefðu e.t.v. eitrað það líf sem kann að vera á Venusi með þess- ari tilraun. Meðan enn vseri svo lítið vitað um reikistjörnuna sem raun ber vitni, vær hætta á, að slíkar tilraunir stefndu í voða framtíðarrannsóknum á hugsan- legum lífverum á Venusi. Sir Bernard kvað Jodrell Bank stöð- ina síðast hafa heyrt frá Venusi III. 22. nóvember s.l. Síðustu daga hefði verið reynt að ná sam bandi við flaugina, en ekki tekizt. — A-Þýzkaland Framh. af bls. 1. talsmaður Þjóðverja á vett- vangi SanieinuSu þjóðanna og alþjóðavettvangi yfirleitt. Stjórn Vestur-Þýzkalands gaf út opinbera tilkynningu um um- sókn A-Þjóðverja, þegar fregnin um hana barst. Segir þar, að umsóknin um aðild að SÞ sé ný tilraun til þess að leggja aukna áherzlu á og efla skiptingu Þýzka lands. Yfirgnæfandi meirihluti aðildarríkja Sameinuðu þjóð- anna hafi ekkert stjórnmálasam- band við A-Þýzkaland, því að þau viðurkenni ekki landið sem sjálfstætt ríki. Bendir vestur- þýzka stjórnin jafnframt á, að sjálfsákvörðunarréttur.inn sé einn af mikilvægustu grundvallarsetn ingum sáttmála Sameinuðu þjóð- anna og aðild A-Þýzkalands væri algert brot gegn henni. Þýzka þjóðin óskar að fá aðild að Sam- einuðu þjóðunum sem ríki, er hún öll tilheyrir segir í yfir- lýsingunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.